Þjóðviljinn - 24.05.1987, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.05.1987, Blaðsíða 20
Þegar þessi mynd var tekin hafði ærin lengi verið hjálpar. Skömmu síðar kom snoppan á þeim litla að rembast við að bera og því kom Sigurgeir í Ijós og atburðarásin varð hraðari. Myndir gg. Þorgeirsson, búfjárfræðingur á Hesti, henni til Augnabliki síðar skaust lítill hyrndur lambhrútur í heimlnn og það er ekki laust við að það sé hálfgerður skelfingarsvipur á honum þar sem Sigurgeir tekur á móti honum. Sauðburðurinn Fyrstu augna- blikin í lifi lambs Það dylst engum sem fer um sveitir landsins þessa dagana að vorið ræður ríkjum og sumarið er á næstu grösum. Landið er smám saman að taka á sig ann- an svip eftir veturinn og sauðburður stendur sem hæst. Sauðburðurinn boðar raunar vorkomu í sveitum líkt og grá- sleppan við sjávarsíðuna, eða jafnvel koma kríunnar til lands- ins. Þegar fyrstu ærnar bera þá er komið vor. í augum sumra er sauðburðurinn einungis mikil vinna og oft á tíðum langar vöku- nætur. Aðrir, og þá einkum yngri kynslóðin, líta allt öðrum augum á sauðburðinn. Fyrir þeim er hann einhver skemmtilegasti við- burður ársins og spennan helst allt frá fyrsta burði til hins síð- asta. Lömbin eru þeim fyrst og fremst gleðigjafi og á hverju vori fer fjöldi þéttbýlisfólks út í sveit að líta þessi undur náttúrunnar augum. Á yfirreið Þjóðviljans um Borgarfjarðarhérað nýlega var komið við á tilraunabúi RALA á Hesti í Andakflshreppi og þar eins og annars staðar voru heima- menn önnum kafnir við vorverk- in. Blaðamaðurinn átti þess kost að fylgjast með því þegar lítill hyrndur hrútur kom í heiminn, festi atburðinn á filmu og árang- urinn má sjá hér á síðunni. -gg Það tekur sinn tíma að átta sig á nýju umhverfi og safna kröftum til þess að takast á við vandamál jarðlífsins, en maður er fljótur að braggast og á meðan stolt móðirin karaði afkvæmi sitt sem ákafast reisti það sig upp við dogg, leit móður sína augum fyrsta sinni og hnusaði af henni. Fljótlega upp úr því fór lambið að færa sig upp á skaftið. Það er ekkert lamb með lömbum nema því takist að standa á fótunum fljótlega eftir að það kemur í heiminn. Ákafinn í svipnum leynir sér ekki hjá þeim iitla og hann gerði einnig tilraunir til þess að finna spena móður sinnar og kynnast dásemdum móð- urmjólkurinnar. Og ærin geislar af umhyggju. Og með vilja og festu tókst þeim litla auðvitað að rísa á lappirnar. Hann var heldur óstöðugur í fyrstu en náði fljótt tökum á listinni og þegar þessar myndir' birtast hleypur hann eflaust um túnin að Hesti af stakasta öryggi. Framtíð hans ræðst svo í haust, hvort hann verður settur á eða af. Hver veit nema hann verði hafður til undaneldis þegar hann kemst til vits og ára. En hann á í það minnsta sumarið framundan með þess björtu nóttum. 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.