Þjóðviljinn - 23.06.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 23.06.1987, Síða 6
Alþýðubandalagið Ragnar Arnalds Foryshimenn skila Varmalands- skýrslunum Sex forystumenn í Alþýðubandalaginu hafa nú skilað af sér þeim greinargerðum sem miðstjórnarfundur flokksins á Varmalandi í síðasta mánuði fól þeim að skrifa. Skýrslurnar verða eitt helsta vinnuplagg miðstjórnarfundar Alþýðubandalagsins í vikulok, og halda skýrslugerðarmennirnir framsöguræður á þeim fundi, væntanlega að viðstöddum fjölmiðlum. Varmalandsnefndin sjálf skilar væntanlega áliti um stöðu flokksins, og úrbótatillögum, fyrir ágústlok, og í september kemur miðstjórn enn saman á síðasta fund sinn fyrir landsfund flokksins í haust. Þjóðviljinn birtir í dag úrdrátt úr greinargerðum þeirra Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns Reykvíkinga, og Ragnars Arnalds, alþingismanns Norðurlands vestra og formanns þingflokks Alþýðubandalagsins. Tekið skal fram að úrdrættirnir eru unnir af Þj óðvil j anum og á ábyrgð hans eins. -m Bjartsýni skapar baráttuþrek Greinargerö Ragnars Arn- alds, „Um kosningaúrslitin" er tíu síður og fjallar um ýmsa þætti í stjórnmálaþróun síö- ustu ára undir millifyrirsögn- unum: Verkalýðs- og kjara- mál, Flokksstarfið og kosn- ingaundirbúningur, Hægri sveiflan, Hagsveiflan, Fjölgun flokka. Það er nauðsynlegt fyrir flokksmenn, segir Ragnar í upp- hafi, að vega og meta ástæður fyrir ósigri flokksins í kosningun- um, ekki síst til að forðast snögg- soðnar ályktanir og ábyrgðar- lausar alhæfingar. Ástæðurnar voru margar, sumar eiga rót sína í mistökum forystumanna og flokksstofnana, aðrar eru utan- aðkomandi, ekki á valdi flokks- manna nema að takmörkuðu leyti. Með því að athuga utanað- komandi aðstæður er ekki verið „að kenna öðrum um“, heldur er jafn varasamt að ýkja eigin veik- leika og mistök og að neita að horfast í augu við mistökin. Ýkj- unum fylgir sú hætta að Iítið Iærist af mistökunum, gripið sé til ör- þrifaráða og enn meiri mistök gerð. Veik verka- lýðshreyfing, veikur flokkur Ragnar segir Alþýðubandalag- ið hafa verið í þeirri einkennilegu stöðu í kosningabaráttunni að hafa verið sakað um að stuðla ekki nægilega að bættum kjörum fyrir lægstlaunaða, og um leið verið grunað um að stuðla að nýrri verðbólguöldu. Þetta minni hinsvegar á kjarna málsins: veik staða verkalýðshreyfingar und- anfarin ár hafi veikt Alþýðu- bandalagið. Ríkisstjórnin náði að skerða kjörin stórlega á hálfu ári án þess að launamenn svöruðu fyrir sig, segir Ragnar, og það var ekki ekki fyrr en haustið ‘84 að fylkt var liði til að endurheimta hluta af skerðingunni. í þeim kjaraá- tökum hafi samtök launamanna verið mjög ósamstíga, og endir- inn orðið sá að ríkisstjórnin tók kjarabæturnar til baka með einu pennastriki. „Misheppnuð kjarabarátta áranna 1983 og 1984 er undirrót að veikri stöðu samtaka launa- Guðrún Helgadóttir Saman getum við allt Greinargerð Guðrúnar Helgadóttur, „Flokkur í fortíð og framtíð“ er 22 síður og tví- skipt. Fyrri hlutinn heitir „Að vera vitur eftir á“ og fjallar fyrst og fremst um sögu flokksins, en síðari hlutinn ber A morgun Svavar og Kristín í blaðinu á morgun, mið- vikudag, hyggst Þjóðviljinn birta útdrátt úr greinargerð- um Svavars Gestssonar for- manns Alþýðubandalagsins og þingmanns Reykvíkinga og KristínarÁ. Ólafsdóttur vara- formanns flokksins og for- manns miðstjórnar hans. Á fimmtudag kemur röðin síðan að Ásmundi Stefánssyni, for- seta ASÍ og varaþingmanni í Reykjavík nú í vor og Ólafi Ragnari Grímssyni, varaþing- manni á Reykjanesi og for- manni framkvæmdastjórnar flokksins. nafnið „Hverju eigum við að breyta?" Guðrún minnist í upphafi Tón- abíósfundarins 1967 og Hanni- balsslagsins, segir úrslitin þá hafa verið afdrifarík, og ekki úr vegi að íhuga hvort til væri í landinu sterkur „sameiningarflokkur al- þýðu“ ef þá hefði öðruvísi farið. Þeir atburðir eigi að kenna mönnum að forystumenn verði á hverjum tíma að horfa frammá- við. Alþýðubandalagið hafi verið stofnað sem sameiningarafl, „en fljótlega sýndi sig að forystu- menn Sósíalistaflokksins ætluðu sér aldrei að sleppa neinu af því valdi sem þeir höfðu haft. Við sem komum ung og frísk til liðs við flokkinn horfðum furðu iostin á þær aðfarir, sem þar voru við hafðar". Saga Alþýðubandalagsins er samofin miklum breytingatímum í samfélaginu, segir Guðrún, fé- lagsstarfi almennings hnignar, barátta verkalýðshreyfingarinnar breytist, hún og flokkurinn laga sig í æ ríkari mæli að ríkjandi kerfi, - en um leið breytist við- horfið til stjórnmálasamtaka, og fram koma kröfur um valddreif- ingu og virkt lýðræði. Alþýðubandalagið hafi unnið í kosningunum ‘71 og sest í stjórn sem margt hafi vel gert þótt hún ylli vinstrimönnum vonbrigðum. Undirbúningur landsfundar flokksins 1974 hafi einkennst af bjartsýni, en hann sjálfur reynst örlagaríkur; -þar hafi „gamla lið- ið“ lagst gegn nýjum liðs- mönnum, sem nú séu m?irgir úr öllum tengslum við flokk^nn. Sljóleiki/* gagnvart konum í flokknum hafi einnig ríkt sljó- leiki gagnvart nýjum kvenfrelsis- hreyfingum, hann hafi verið seinn t|l að velja þær til forystu- starfa, 'ogÚnnanflokksátök hafi þar spjUt mjög fyrir, sérstaklega barátta húverandi formanns gegn ýmsum forystukonum. íhlutun flok'ksforystunnar í til dæmis forvol hafi valdið því að engin samstaða ríki meðal kvennaliðs flokksins, og konur af þeim sökum meðal annars áhrifaminni en vert væri. Þá sé viðvarandi linnulaus áróður gegn „menntafólki" í flokknum og hreki frá flokkstarfí hópa manna. Hugmynd flokksins um sjálfan sig sem „verkalýðs- flokk“ byggist á úreltri greiningu á verkalýð og standist ekki fram- tíðarþróun, -augljóst sé að á næstunni fækki mjög ófaglærðum og menntun verði víðtæk meðal launafólks. Þrátt fyrir þetta sé enn reynt að „hrekja kraftmikla einstaklinga frá flokknum án minnsta tillits til afleiðinganna", til dæmis Ólaf Ragnar Grímsson í forvali 1983, þetta sé einsog „ólæknandi þrá- hyggja örfárra einstaklinga". „Stundum virðist svo sem góð vinnubrögð og glæsilegur árang- ur í störfum fyrir flokkinn sé vís- asti vegurinn til að ávinna sér andúð flokksforystunnar og skjaldsveina hennar og meyja“. Ekki verður komist hjá því, segir Guðrún, að minnast á af- drifarík mistök þegar vinstri- meirihlutinn var myndaður í Reykjavík. Alþýðubandalagið hafi myndað hann á jafnréttis- grunni milli flokkanna, þótt það hefði fimm fulltrúa af átta, og þar hafi menn drekkt sér í smámun- um í stað þess að „reka djarfa og kjarkmikla pólitík og standa eða falla með henni“. Mæðranefndin Sumarið 1985 var fylgi flokks- ins samkvæmt könnunum farið að dala, og þá var skipuð svoköll- uð „Mæðranefnd" til að greina ástæður þess. Hún hafi skilað skýrslu þarsem flokkurinn hafi allur verið tekinn rækilega í gegn, en eftir ábendingum þeirrar skýrslu hafi ekki verið farið og allt gert af hálfu forystu og for- manns til að gleyma henni. „Það grátlega er að nú benda menn á flest það í fari flokksins sem við gagnrýndum sem ástæðuna til þess að þeir kusu ekki flokkinn.“ Guðrún mótmælir að lokum fyrri hluta greinargerðar sinnar þeirri „klisju“ að óeiningin í flokknum sé eingöngu á Reykja- víkursvæðinu. Þetta sé rangt, þótt vissulega sé átakapunktur- inn í höfuðborginni. Guðrún varar við að orð sín séu skilin sem persónuleg árás á einn eða neinn, flokksmenn séu samá- byrgir fyrir mistökunum og eigi að vinna saman að endurreisn. Hinsvegar hljóti formaður flokksins „að verða að þola að gagnrýnin beinist að honum sem oddvita flokksins, sem oftar en nokkur annar er talsmaður hans og fer með lykilhlutverk í mótun hans á hverjum tíma.“ Sósíalísk markmið I síðari hluta greinargerðar sinnar, „Hverju á að breyta", ræðir Guðrún fyrst um stefnuskrá flokksins. Hún sé í raun hið væn- sta plagg, en láðst hafi að halda uppi lifandi umræðu um hana. Flokkurinn hafi um of lent í dæg- urbaráttu við endurbætur á kerfi sem íhaldsöflin hafi lengst af stjórnað, og misst sjónar af sósí- alískum markmiðum. Flokkur- inn hafi því „ekki boðið uppá annan kost en það þjóðfélag sem við búum við“. Stefnuskrá flokksins þurfi að vera í stöðugri umræðu í takt við víðtækar þjóðfélagsbreytingar, sem flokkurinn fylgist í raun lítið með, og sé þessvegna staðnaður, - það bæti lítið úr skák þótt það 6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þrlðjudagur 23. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.