Þjóðviljinn - 23.06.1987, Side 8

Þjóðviljinn - 23.06.1987, Side 8
Með athygli er hægt að greina skíðin tvö, sem nýi skálinn var dreginn á frá jökulröndinni. Tveir snjóbílar sáu um dráttinn...Mynd Á. E. Sveinbjörnsdóttir. Maður þarf líka að þvo sér uppá jökli! Þrifalegir jarðvísindamenn nota sjampó og bráðinn jökul til að halda sér tiL.Mynd Á. E. Sveinbjörnsdóttir. Meðhöndlist varlegal! Bryndís með jarðskjálftamælinn sem hún skilur helst ekki við sig. Mynd Á. E. Sveinbjörnsdóttir. Menn hvílast eftir að hafa komið nýja skálanum fyrir. 25 manns komast í kojur, auk þess er gott eldhús, setustofa og allt eins og vera berífimm stjömu hóteli uppájökli. Mynd Á.E. Sveinbjörnsdóttir. Fimm snjóbílar voru með í leiðangrinum og fjölmargir snjósleiðar. Hér er leiðangurinn að koma með skálann á Eystri-Svíahnúk í Grímsfjalli. Mynd Á. E. Sveinbjörnsdóttir. Helgi Björnsson, jöklafræðingur, með handborinn, sem notaður er til að taka kjarna úr jöklinum. Mynd Á. E. Sveinbjörnsdóttir. GLUGGAÐIIÐUR GRIMSVATNA Þjóðviljinní fylgdmeð vísindaleiðangriáGrímsQalliá Vatnajökli. FyrstumælingarádýptGrímsvatnagerðar með dínamíti Um 60 manna leiðangurvís- indamanna og félaga úr Flugbjörgunarsveit skáta og Jöklarannsóknafélaginu er nú búinn að vera hátt í viku í glampandi sól og blíðu við mikilvægar athug- anir á Grímsvötnum, við rætur Grímsfjalls á Vatna- jökli. Vísindi og rannsóknir á jökuliðrum og vatna- voru þó ekki eini tilgangur ferð- arinnar, heldurflutningurá nýjum skálafyrir jökulfara upp á Eystri Svíahnúk á Grímsfjalli. Nýr skáli Nýi skálinn var smíðaður af áhugasömum félögum Flug- björgunarsveitarinnar og Jökla- rannsóknarfélagsins siðastliðinn vetur. Öll vinnan við gerð hans vargefin og einungis unnin af ein- skærum áhuga, - smíðin fór meira að segja fram á lóð einbýl- ishúss eins þeirra í Garðabænum. En á fæðingardegi Jóns forseta og íslenska lýðveldisins var hinni löngu og ströngu vinnu lokið, og í lögreglufylgd þokaðist nýi skálinn hinn 17. júní af stað ofan á voldugum vagni út úr Garða- bænum, áleiðis til Vatnajökuls. Ferðin inn að jökulröndinni gekk einsog best varð á kosið. Leiðangursmenn höfðu þó vænst nokkurra erfiðleika á jöklinum sjálfum. En vitað var að hann hafði sprungið víða og illa, og kynni því að vera torfær yfirferð- í jökulparadísinni, því Lúsífer í gervi Morgunblaðsins kom á flugvél í býtið og vakti alla með látum. Meira að segja aðstoðar- ráðherrann Jónas Elíasson, gen- etískur íhaldsmaður, bölvaði blaðinu sínu þegar hann hrökk með andfælum upp úr ljúfum draumi á jöklinum. Að kvöldi 20. júní var svo reisugillið haldið, og síðar um nóttina farið að skoða íshella, sem myndast í jöklinum sökum jarðhitans undir niðri. Flóknar rannsóknir Eftir að búið var að koma skálanum fyrir hófust vísinda- menn handa við margvíslegar flóknar rannsóknir, sem munu standa yfir fram á næsta sunnu- dag. Sérstakur handbor er notaður til að ná sýni af ákomunni síðasta vetur og mæla þannig stækkun - eða minnkun - jökulsins. Helgi Björnsson er þrautreyndur í þess- um rannsóknum, en að auki mæl- ir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur hlutfall léttra sam- sæta af súrefni og vetni í vetrar- ákomunni. Þannig má meðal annars spá í hitastigið á jöklinum að vetrinum til. Annar bor, sýnu lengri, verður svo notaður til að bora í gegnum jökulhelluna yfir Grímsvötnum, til að ná sýnum úr þeim. En sýni beint úr Grímsvötnum hafa aldrei verið tekin áður, þannig að menn bíða með eftirvæntingu upplýsinganna úr þessum þætti leiðangursins. Að auki hefur Helgi Björnsson umsjón með íssjá, séríslensku tæki, sem notað er til að kanna landslagið undir jöklinum. Þegar Þjóðviljinn spjallaði við leiðang- ursmenn í gær höfðu þeir einmitt verið að nota íssjána til að kanna áður ókannað skjálftabelti norðan Grímsvatna. „Það gekk mjög vel,“ sagði Bryndís Brands- dóttir, jarðskjálftafræðingur. „Með íssjánni fáum við góða hug- mynd um undirlagið á þessu svæði, sem er mjög spennandi fyrir okkur sem vinnum við at- huganir á jarðskjálftum.“ Fleiri gagnmerk vísindastörf verða unnin á jöklinum að þessu sinni. Meðal annars mun Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlis- fræðingur, nota dínamítspreng- jur til að kanna dýpt og botnlag Grímsvatna. En engin vitneskja lá fyrir um það áður en leiðangur- inn var farinn. Og einsog Þjóðviljinn skýrir frá á forsíðu í dag hafa mælingar Magnúsar Tuma þegar gefið fyrstumælistöðum. Það vissiekki merkilegar niðurstöður: dýpi nokkur dauðleg sála áður. Grímsvatna er um 60 metrar Eða hvað sagði ekki Jónas: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glœða, hugann hressa, farsœldum vefja lýð og láð... -ÖS Rófurnar skrældar í glampandi sól framan við nýja skálann á Grímsfjalli. Mynd Á. E. Sveinbjörnsdóttir. Hver var Grímur sem gaf vötnunum nafnið? ar. Sérfræðingarnir stóðu hins vegar sína pligt: Helgi jöklafræð- ingur Björnsson hafði vendilega leitað uppi allar sprungur af ný- legum loftmyndum af jöklinum og merkt inn á kort. Ferðin frá jökulröndinni og upp á Eystri- Svíahnúk gekk því stórkostlega vel. Lúsífer í paracLís Skálinn var settur á tvö skíði, og fyrir hann beitt tveimur snjó- bílum Landsvirkjunar. Með að- stoð Helga var svo krækt fyrir all- ar sprungur, og fyrir bragðið tók ekki nema sex tíma að koma hon- um í áfangastað. Það voru því að vonum ánægðir jökulfarar sem lögðust til svefns árla morguns eftir að hafa sótt náttfari á jökulinn. Adam svefnsins var þó ekki lengi Vötn „þau er Grímur við sat munu á ýmsum tímum loga og brenna til auðnar skógana um kring". Svo hljóðuðu áhrínsorð tröllmeyjar, sem þjóðsögur herma að hafi búið í helli þar sem nú eru Grímsvötn í Vatna- jökli. En faðir hennar var þá hallur af heimi sökum Vestfjarða-Gríms, sem ekki lét sér nægja að drepa ris- ann heldur brenndi og skrokkinn í eldi til að hindra að hann gengi aftur. Jón Ámason segir í þjóðsögum sín- um frá orðum tröllmeyjar og kveður „hennar álög síðan oftliga hafa ræst“. Það eru orð að sönnu. Eldur hefur með reglulegu millibili verið uppi í Grímsvötnum. Síðast gaus í maí 1983, þegar lítið eldgos varð í suð- vesturhorni Grímsvatna. Vestfjarða-Grímur Raunar leikur vafi á, hvort vötnin, sem nefnd eru í þjóðsögunni og kennd við Vestfjarða-Grím, séu þau Grímsvötn, sem svo em nefnd í dag. Þjóðsagan hermir, að Vestfjarða- Grímur hafi verið ungur maður á flótta eftir að hafa hefnt föður síns. Grímur leitaði hælis hjá konu nokk- urri, sem „bæði var berdreym og forspá". Hún sá af skyni sínu að senn myndi að bera þá menn, sem eftir Grími sóttu. Þessvegna vísaði hún „honum að vötnum nokkrum í landsuður, hvar hann sig af veiðiskap nært gæti þar til skip einhver af hafi kæmi undir Ingólfshöfða; ráðlagði hún honum þar að leita utanferða...“ Grímur þáði ráð hinnar spöku konu, „fór sem honum var ráðlagt til vatnanna og gjörði þar skála, lauf- skála úr skógi er þar var nógur og tók að veiða í vötnunum“. En fleiri vildu gott hafa af veiðiskapnum: „Svo bar til, að það sem hann veiddi á daginn tók að hverfa á næturnar". Grímur fann út að risi nokkur kom í skjóli myrkurs og stal veiðinni. Til að hefna fiskastuldar lá hann fyrir risanum og lagði hann spjóti millum herðanna. Tröllið komst við illan leik heim í helli sinn við vötn nokkur og drapst þar. Vestfjarða-Grímur fylgdí á eftir, og hitti þar fyrir dóttur risans. Ekki fór illa á með þeim, þrátt fyrir föðurdrápið, og fóru leikar að Grímur hjálpaði henni að taka karli gröf. En sá gamli gekk aftur og Grímur varð að lokum að brenna tröllið í eldi til að koma í veg fyrir endurtekin áflog við drauginn að næturlagi. Vötnin týnast Segir í þjóðsögunni hjá Jóni Árn- asyni, að „risans dóttir veitti honum enga mótstöðu, heldur alleina mælti um að vötn þau er Grímur nú við sat skyldu á ýmsum tíðum loga og brenna til auðnar skógana þá er þar voru um kring“. Jón Árnason telur að vötnin, sem „Grímur nú við sat“ séu þau,.sem síðan hafi verið nefnd eftir honum. Eða einsog segir í lítilli athugasemd Jóns við þjóðsöguna: „Þetta á að skiljast um Grímsvötn, sem enn nú svo kallast og eftir al- mennings meining þess á milli í eldi leika“. Ari Trausti Guðmundsson greinir hins vegar frá því f hinni ágætu bók sinni, íslandseldar, að þrátt fyrir að Grímsvötn hafi verið vel þekkt til foma hafi þau týnst að fullu á mið- öldum og síðar. Tröllasögur á borð við þær um Grím og risann hafi hins vegar lifað meðal þjóðarinnar. Þegar dró nær tuttugustu öldinni, tóku menn svo að sögn Ara Trausta að mgla saman Grímsvötnum og Grænalóni, sem er vestan við ofan- verðan Skeiðarárjökul. Grímsvötn fundust hins vegar aft- ur árið 1919, þegar Svíarnir Haakon Wadell og Erik Ygberg fundu það sem þeir töldu vera risastóran jöku- lfylltan eldgíg í vesturjöklinum. Við síðari eftirgrennslan kom hins vegar í ljós, að jarðfallið Svíanna var ekki gígur heldur sigdæld, sömu gerðar og Askja í Ódáðahrauni. Eða með orð- um Ára Trausta: Megineldstöð með öskju. Grímur fer í Grímsey Af Vestfjarða-Grími er það hins vegar að segja, að hin tröllkynjaða mey í jöklinum töfraði hann upp úr sauðskinnskónum. Eftir að hafa hefnt silungaþjófnaðarins með svo afgerandi hætti gerði hann sér títt við dótturina og „bjuggu þau saman vinsamliga til næsta vors“ . Þá hélt Grímur utan, en „áður en hann og risans dóttir skildust gaf hún honum belti, hverju sú náttúra fylgdi að hann engri annarri konu unnað gæti“. Þetta gekk eftir. Erlendis tók Grímur ógleði mikla og „þráði hann jafnliga risans dóttur". Þetta gat. vitaskuld ekki endað nema á einn veg. Grímur fór út til íslands, fann þá konuna með sveinbarn þeirra nýfætt í fangi. Með þeim tókust nú hinar bestu ástir. Hún gekk á hönd Kristi og tók skírn með barni þeirra, og um síðir fluttu þau „norðan að íslandi að eyju einni; þar sté Grímur á land og bar af skipi, bjuggu þá í eyjunni risar einir eður bjargbúar; stökkti Grímur þeim á burtu sumum, en drap suma og hreinsaði svo eyjuna. Síðan setti hann þar byggð sína og juku þau risa- dóttir þar ætt þeirra. Eyin liggur út frá Eyjafirði og heitir síðan Grímsey“. Þannig fór það, að Vestfjarða- Grímur -ættlaus maður af Ströndum einsog einu sinni var sagt um annan strák - gaf bæði Grímsvötnum og Grímsey nafn sitt. _ÖS 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.