Þjóðviljinn - 13.08.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Qupperneq 1
í Fimmtudagur 13. ágúst 1987 175. tölublað 52. árgangur Strákarnir flýttu séryfir brúna þegar þeir frétlu að íbúar myndu rífa hana ef lögreglan fjarlægði ekki mannvirkið. Mynd: Ari. Grjótaþorp Aðgerðum hótað Framkvœmdir við stórhýsi SHstöðvaðar afbyggingafulltrúa. Mannvirki við Fjalaköttinn hamlar umferð um Bröttugötu. Asa H. Ragnarsdóttir: Við fjarlœgjum það sjálf geri lögreglan það ekki Verðbólgan Rúm 34% Verðbólgan er rúm 34% á ársgrundvelli miðað við hækkun framfærsluvísitölunnar í júlí. Vísitala framfærslukostnaðar í ágústbyrjun reyndist 2,49% hærri en í júlíbyrjun. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,4%, sem jafngildir 28% verðbólgu en sl. 12 mánuði hefur hækkunin verið 20,4%. Stærsti hluti hækkunarinnar nú stafar af matarskatti ríkisstjórn- arinnar, sem lagður var á 1. ág- úst, eða um 0,8%. Önnur hækk- un á matvöru samsvarar 0,3%. 0,2% stafa af hækkun húsnæðis- liðs, 0,2% af hækkun raforku- verðs 1. ágúst og um 1% stafar af hækkun ýmissa vöru- og þjón- ustuliða. -Sáf ísafjörður Gísli Hjartarson: Veiðist einkum á kvöldin. Herramannsmatur „Menn hafa verið að fá ágætis sfld á stöng hér í Pollinum. Það ber mest á henni á kvöldin og til veiðanna þarf ekki annað en stöngina og léttan spún,” segir Gtsli Hjartarson kennari á ísa- firði. Að sögn Gísla er síldin væn, feit og góð, frá 20-25 cm að stærð. Einnig hafa menn lagt fyrir hana net og náð allt að 60 kflóum eftir kvöldið. Er hér um að ræða sumargotssfld sem leitar inn á firðina við ísafjarðardjúp eftir hrygningu. Stangveiðimenn á ísafirði gera sér ágætan dagamun með þessum veiðum og þykir sfldin hið mesta lostæti eftir smá- viðkomu á pönnunni. grh Bridge Unnum Frakka íslendingar sigruðu Frakka, 16-14, í 20. umferð Evrópumóts- ins í bridge. íslendingar eru nú í 4. sæti með 350 stig á eftir Svíum í 1. sæti (373 stig), Bretum í 2. sæti (358 stig) og Israelum í 3. sæti (350,5 stig). Norðmenn eru í 5. sæti. í dag leika íslendingar við Grikki og Portúgali. I Fólk úr íbúasamtökum Grjóta- þorps hótar að fjarlægja mannvirki við Bröttugötu, verði lögreglan ekki við þeim tilmælum þeirra að gera það. Hér er um að ræða göngubrú sem bygginga- verktaki hefur byggt yfir götuna við lóð gamla Fjalakattarins. Þarna ætlar Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Tryggingamið- stöðin að byggja stórhýsi, sem gengur þvert á skipulag Kvosar- innar, einsog Þjóðviljinn hefur áður greint frá. Hófust fram- Við erum tilbúnir að semja við lífeyrissjóðina nú þegar á kjörum, sem leiða ekki til hækk- unar á útlánavöxtum stofnunar- innar,“ sagði Sigurður E. Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar í gær. Fulltrúar lífeyrissjóðanna áttu fund með fulltrúum fjármála- ráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Húsnæðisstofnunar í gær. Á fundinum lögðu lífeyrissjóðirnir -fram tillögu um lánakjör. Til- lögur lífeyrissjóðanna ganga út á að vextir af skuldabréfum fyrir 1988, verði 7,5% í stað 5,9%, kvæmdir 5. ágúst sl., þrátt fyrir að frestur íbúa til að skila inn at- hugasemdum renni ekki út fyrr en 22. ágúst. íbúar og fyrirtæki við götuna mótmæltu þessu við byggingaf- ulltrúa, sem stöðvaði fram- kvæmdir strax, enda teikningar ekki verið samþykktar af bygg- inganefnd. Bygging sú sem SH ætlar að reisa þama er með nýtingarhlut- fallið 4,5 í stað 3,02 sem ráðgert er samkvæmt kvosarskipulaginu. Þá er gert ráð fyrir að þarna rísi sem áður hafði verið samið um. Þá fara þeir fram á 7,5% vexti fyrir árið 1989. í tillögunum er gert ráð fyrir að lánstíminn verði sá sami og í síðustu samningum eða frá 20 árum til 30 ára. „Ef lífeyrissjóðirnir ætla að spenna vextina upp hefur það þá hættu í för með sér að hækka verði vextina á útlánum Húsnæð- isstofnunar. Lífeyrissjóðirnir geta ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að með nýju húsnæð- islánalögunum fengu lífeyris- sjóðsþegar einkarétt á lánum úr byggingarsjóði ríkisins.“ tvö lítil hús en byggingaraðilinn ætlar sér að reisa þarna eitt stórt hús með innibflastæði fyrir 26 bfla. Umferð um Bröttugötu mun því aukast verulega, verði af þessu, auk þess sem umferðinni úr húsinu verður beint út í Aðal- stræti, en samkvæmt skipulagi á Aðalstræti að vera vistgata. Að sögn Ásu H. Ragnarsdótt- ur, eins íbúa Bröttugötu lokar göngubrúin allri umferð um Bröttugötu þannig að hvorki sjúkrabílar, slökkviliðsbflar né önnur farartæki komast að hús- Sigurður sagði að nauðsynlegt væri að samræma vexti af inn- og útlánum stofnunarinnar með ein- hverjum hætti. „Æskilegasta leiðin til að koma í veg fyrir að vextir af húsnæðislánum hækki er að vextir af skuldabréfum breytist sem minnst." Næsti fundur lífeyrissjóðanna og ríkisins verður á mánudag. Þar munu fulltrúar ríkisins leggja fram gagntilboð. Sagðist Sigurð- ur E. vonast til að samningar næðust fyrir næstu mánaðamót. -Sáf unum á bakvið brúna. Þá er versl- unin Bjallan við götuna einang- ruð frá allri umferð. „Við höfum farið fram á að mannvirkið verði fjarlægt af lög- reglunni og verði hún ekki við því munum við fjarlægja það sjálf. Við stefnum að sigri í þessu máli og ætlum að láta breyta þessari byggingu þannig að hún verði lækkuð og verði í samræmi við hugmyndir Kvosarskipulagsins,“ sagði Ása að lokum. -Sáf Álverið Myricur um bjartan dag - Loftið í kerskálum hefur ver- ið mjög slæmt undanfarið. loftmegnunin stafar af gölluðum rafskautum, en þetta stendur allt til bóta. Það er óhætt að segja að mönnum hafi sortnað fyrir augum þegar loftið var sem verst og það hefur dregið nokkuð úr afköstum og framleiðslu vegna þessa, sagði Gylfi Ingvason, trún- aðarmaður i Alverinu. Starfsmenn hafa gert það að kröfu sinni að loftræstibúnaður í kerskálum verði bættur. Starfsmenn Álversins hafa þegar hafist handa við að skipta um rafskaut og setja ný í stað þeirra gölluðu og er búist við að loftslagið í kerskálunum verði komið í samt lag eftir hálfan mán- uð. -RK Húsnæðisstofnun Vaxtadeilan óleyst Sigurður E. Guðmundsson: Erum tilbúnir að semja á kjörum sem hœkka ekki útlánavextistofnunarinnar. Lífeyrissjóðirnirfarafram á 7,5% vexti

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.