Þjóðviljinn - 13.08.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Holland Frjálslyndi í vanda Hollendingar óttast að landið verðifélagsleg ruslakista Evrópu. Holland Mekka eiturlyfjasjúklinga. Glæpum fjölgar í kjölfar aukins eiturlyfjavanda Lögreglan leitar að eiturlyfjum á vegfaranda á einni af götum Amsterdamborgar. Hollendingar hafa löngum haft það orð á sér að vera manna frjálslyndastir, enda státa þeir gjarnan af „upplýstu umburðar- lyndi“ sem þeir segja einstakt í sinni röð meðal þjóða heims. Uppá síðkastið hefur þó borið á því að breytinga kunni að vera að vænta í þessum efnum og Hol- lendingar láti af hömlulausu um- burðarlyndi og leggi ríkari rækt við „guðsótta og góða siði“ en þeir hafa gert fram að þessu. Undanfarin ár hefur Holland verið nokkurskonar griðastaður hverskyns „delikventa" og utan- garðsmanna, sem flykkst hafa í stríðum straumum til Hollands, þar sem þeir hafa getað notið ávaxtanna af stöndugu velferð- arkefi (verzorgingsstaat) og af- skiptaleysi yfirvalda, jafnvel þótt þeir aðhefðust sitthvað misjafnt. Mekka eitur- lyfjaneytenda í hugum eiturlyfjaneytenda gegnir Amsterdam svipuðu hlut- verki og Mekka í hugum múham- eðstrúarmanna og Jerúsalem í hugum gyðinga. Eiturlyfjaneyt- endur hvaðanæva úr Vestur Evr- ópu hafa á undanförnum árum flúið ofríki lögregluyfirvalda á heimaslóð og sest að í Amster- dam og skal víst fáa undra. Samkvæmt hollensku eitur- lyfjalöggjöfinni er neysla og sala veikari eiturlyfja ekki forboðin. Yfirvöld láta það óáreitt að „hasskaffihús“ auglýsi og selji kannabisefni til viðskiptavina sinna. - Ef meðferð veikari efna væri refsiverð, leiddi það til þess að ungmenni leiddust út í glæpi til að verða sér úti um efnið, og þá væri verr af stað farið en heima setið, segir dr. Jan Wallburg, stjórnandi Jelinek-meðferðar- stofnunarinnar. Sterkari eiturlyf eru ólögleg samkvæmt hollenskum lögum. Neysla þeirra er þó ekki talin refsiverð og eru eiturlyfjaneyt- endumir látnir í friði svo fremi þeir haldi sig frá óknyttum og glæpum. Eiturlyfjasala er aftur á móti refsiverð. Óyfirstíganlegt vandamái? Um þessar mundir eru 16.000 heróínsjúklingar skráðir í Hol- landi og þar af er obbinn í Am- sterdam og Rotterdam. Hlutfall eiturlyfjasjúklinga af mannfjölda er snöggtum hærra í Hollandi heldur en í nágranna- löndunum, Vestur-þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Munar þar vissulega nokkuð um allan þann fjölda eiturlyfjasjúlklinga frá nágrannalöndunum, sem sest hefur að í Hollandi. í kjölfar vaxandi eiturefna- neyslu hefur tíðni glæpa aukist mikið á undanförnum árum í stórborgum Hollands. í Rotter- dam einni hefur þjófnaður færst geigvænlega í vöxt. Árið 1960 voru skráð 8000 þjófnaðarmál, en 1984 var tala þjófnaðarmála komin uppí 64.000. Alvarlegum ofbeldisglæpum fjölgaði um 15% í fyrra í Rotterdam frá árinu á undan, en talið er að megnið af ofbeldisverkunum megi rekja til eiturlyfjaneyslu. Til að bregðast við eiturlyfja- vandanum hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra ráða á undan- fömum ámm, sem öll hafa ekki reynst sem skyldi. Snemma á áttunda áratugnum reyndu borgaryfirvöld í Amster- dam að ná stjórn á eiturlyfja- neyslunni, með því að leyfa starf- semi nokkurra kaffihúsa, sem versluðu með sterk eiturlyf. Árangurinn var vægast sagt hörmulegur: Giæpir tengdir eiturlyfjaneyslu færðust í vöxt og þeim eiturlyfjaneytendum fjölg- aði sem tóku síðasta skammtinn. Borgaryfirvöld sáu loks að sér um 1980 og lögðu frekari tilraunast- arfsemi í þessa veruna á hilluna. í dag bregðast yfirvöld með þeim hætti við eiturefnavandan- um að refsingar við eiturlyfjasölu hafa verið hertar og í hvert sinn sem eiturlyfjaneytandi er hand- tekinn fyrir afbrot, er honum gef- inn kostur á að velja á milli fang- elsisdóms og frírrar meðferðar á stofnun, en áætlað er að 40% þeirra sem fara í meðferð láti af fíkn sinni. Undanfarin ár hafa heilbrigðis- yfirvöld sett upp fjölda meðferð- arstofnana, sem veita eiturlyfja- neytendum ókeypis meðferð með metadonlyfjagjöf. Fjórir gamlir strætisvagnar aka um þau hverfi Amsterdam þar sem helst er eiturlyfjasjúklinga að finna og útbýta metadoni. - Jafnvel þó að við séum oft harðlega gagnrýndir af kollegum okkar í öðrum löndum fyrir að viðhalda vandamálinu með þessu móti, er það oft svo að þeir sem hæst láta hafa ekki neinar betri lausnir á takteinum, segir dr. Wallburg, sem áður er getið. Umburðarlyndið hefur sín takmörk Margir Hollendingar, og ekki síst stjórnvöld, telja sig hafa komist að því fullkeyptu hvað varðar ýmsa þá ókosti sem frjáls- ræðið hafi í för með sér. í kjölfar fjölgunar glæpa og eiturlyfjaöldu verður æ algengara umkvörtunarefni margra Holl- endinga að vart sé þorandi að hætta sér út á götu til að versla inn til heimilisins, sökum hættu á að verða rændur og limlestur. í þeim borgarhverfum þar sem undir- heimalífið er hvað blómlegast hætta íbúar sér vart út fyrir húss- ins dyr eftir að rökkva tekur. Uppá síðkastið hafa ýmsir stjórnmálamenn æ oftar hreyft kröfum um að stjórnvöld verði að taka í taumana, eigi Holland ekki að verða að einskonar félagslegri mslakistu Evrópu. Ed van Thijn, borgarstjóri Amsterdam, er einn þeirra sem telja til vinnandi fyrir Hollend- inga að láta af umburðarlyndinu. - Eigi hollenskt samfélag ekki að líða fyrir frjálslyndið, verðum við að taka í taumana. Um 1970 taldi ég að hægt væri að kljást við eiturlyfjavandann með umburð- arlyndi, en mér er nú ljóst að vandamálið hleðst stöðugt upp, grípum við ekki til hastarlegri ráða, segir borgarstjórinn. Hann spáir því að verði ekkert að gert muni verða með öllu ólíft í Am- sterdam. -RK þýddi og endursagði Eiturlyfjaneysla er orðin eitt helsta meinið I hollensku samfélagi að mati margra Hollendinga. i stórborgum Hollands falla á ári hverju tugir ungmenna í valinn vegna of stórs skammts. Marijuana-planta á boðstólum í einni af blómaverslunum Amsterdam. Manitóbaháskóli. Prófessorsstaða í ís- lensku er laus til um- sóknar Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til starfs við íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutímabil í starfi ef öllum skilyrðum er þá fullnægt. Staðan verður annaðhvort veitt á stig- inu „Associate Professor" eða „Full Professor" og hæfur umsækjandi settur frá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við námsferil, vís- indastörf og starfsreynslu. Hæfur umsækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað sambærilegum árangri á sviði íslenskra bók- mennta bæði fornra og nýrra. Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennarareynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra kunnáttu í nútímamálvísindum. Þar sem ís: lenskudeild er að nokkru leyti fjármögnuð af sér- stökum sjóði og fjárframlögum Vestur- íslendinga, er ráð fyrir því gert að íslenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menningarstarfi þeirra. Þess er vænst að karlar jafnt sem konur sæki um þetta embætti. Samkvæmt kanadískum lögum sitja kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í Kanada í fyrirrúmi. Umsóknir eða tilnefningar með ítarlegum greinargerðum um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar, berist fyrir 30. október 1987. Karen Ogden Associate Dean of Arts University of Manitoba Fimmtudagur 13. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.