Þjóðviljinn - 13.08.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Blaðsíða 3
Lyfjaneysla Milljarður í lyfjaskatt Heilbrigðisráðuneytið: Útgjöld almannatrygginga vegna lyfjakostnaðar hafa aukist verulega á undanförnum árum. 1981 nam hannll5.876.980 krónum. 1986 nam kostnaðurinn 1.064.586.318 Utgjöld almannatrygginga vegna lyfjakostnaðar hafa aukist verulega umfram aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar á undanförnum árum. Árið 1981 voru útgjöidin 115.876.980 krón- ur en árið 1986 hvorki meira né minna en 1.064.586.318 krónur. Ekki er fyllilega ljóst hvað veld- ur, en líklegt er talið að hér séu að verki margir samverkandi þættir eins og einhver fjölgun lyfjaávís- ana, fleiri læknar, ný mikilvirk lyf, röng notkun lyfja, misskildar reglur um takmörkun magns lyfja krónum og svo framvegis, segir í nýút- komnu riti heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis um notkun lyfja á árunum 1975-1986, eftir deildarstjóra lyfjadeildar ráðu- neytisins Ingólf J. Petersen. Á tímabilinu frá 1982-1986 hef- ur heildsöluálagning lyfja verið lækkuð úr 20% í 18% og á sama tíma hefur smásöluálagning verið lækkuð úr 72% í 68%, sem hún er í dag. Þrátt fyrir að innlendri lyfjaframleiðslu sé alltaf að vaxa fískur um hrygg eru sanit sem áður um 80% þeirra lyfja sem ís- lendingar neyta, framleidd er- lendis. Hlutur sjúklings í lyfjak- ostnaði er um 20%. Neysla sýkingar- og sýklalyfja hefur aukist hvað mest og við neytum þeirra í meira mæli en helstu nágrannaþjóðir okkar. - Ennfremur hefur aukning orðið í sýrubindandi lyfjum sem meðal annars eru veitt gegn magasári. Þá er talið að um 6% þjóðarinnar neyti dagskammts af svefnlyfjum daglega, en samkvæmt skýrslum frá landlækni fer streita meðal landsmanna vaxandi. grh Fimmtudagur 13. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Kaupfélag Svalbarðseyrar Uppboð í gær Oddviti Svalbarðseyrar: Kröfur íþrotabúið námu 292 milljónum króna. Samvinnubanki íslands keypti mest. Alls seltfyrir 65 milljónir Kröfur i þrotabú Kaupfélags Svalbarðseyrar voru eitthvað um 292 milljónir króna, en á upp- boðinu í gær voru seld kartöflu- verksmiðjan, frystihús, sláturhús og reykhús ásamt lóðum um 2 hektara. Þetta seldist á 60-65 milljónir króna. Eftir eru tvö íbúðarhús, eitt einbýlishús og jarðhæð á öðru húsi, sem bústjóri hefur ákveðið að selja á frjálsum markaði. Einnig var útibú kaupfélagsins á Fosshóli við Goðafoss seit f gær, sagði Bjarni Hólmgrímsson, oddviti Sval- barðshrepps í samtali við Þjóð- vijjann. Að sögn Bjarna er þetta mikið áfall fyrir sveitarfélagið, en kaupfélagið lagði upp laupana og hætti rekstri 31. janúar í fyrra. Það var Samvinnubankinn sem keypti flestar eigur kaupfélagsins á uppboðinu í gær. Ekki hefur frést neitt af áformum Samvinnu- bankans hvað hann ætlar sér með þær eignir sem hann hefur eignast þar nyrðra, en Bjarni sagði að samvinnuhreyfingin væri sterk og ef vilji væri fyrir hendi hjá henni að gera eitthvað í atvinnumálum staðarins, yrði þeim ekki skota- skuld úr því. Ibúar Svalbarðs- eyrarhrepps eru um 330 að tölu, en í þorpinu sjálfu búa um 160 manns. grh iORFRETTIRi Sigurður Guðmundsson vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal hefur verið settur til að gegna störfum biskups íslands frá 15. ágúst í ár til 15. janúar 1988, í veikindaforföllum Péturs Sigur- geirssonar. Það var Jón Sigurðs- son, dóms- og kirkjumálaráð- herra, sem setti Sigurð í emb- ættið. Búnaðarsamtökin eiga 150 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni hefur Bún- aðarfélag íslands ákveðið að kalla saman sérstakt þing og há- tíðarfund. Þetta verður 70. bún- aðarþing íslands og verður hald- ið að Hótel Sögu laugardaginn 15. ágúst klukkan 14.00. Margir gestir, innlendir og erlendir, sækjafundinn, m.a. koma fulltrú- ar allra Norðurlanda. Að þinginu loknu er hátíðarfundur meö ávörpum og síðan verða bornar fram veitingar. Kiwanishreyfingin hefur gefið 6,5 milljónir króna til að koma unglingageðdeild á fót. Upphæð þessi var afhent gjald- kera Ríkisspítalanna, Daníel Ara- syni á mánudaginn. Meginuppi- staða gjafafjárins safnaðist með sölu Lykilsins á K-daginn, 18. október sl. Þann dag seldu Kiw- anismenn og fjölskyldur þeirra Lykilinn undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum" og höfðu áður ákveðið að söfnunar- féð skyldi renna til unglingageð- deildar. Vegna framlags hreyfingarinnar hefur tekist að Ijúka hluta unglingageðdeildar fyrr en áætlað var. Það drýgði mjög gjafaféð að hægt var að greiða efni og vinnu við innréttingar, breytingar og hús- gögn út í hönd Minningarsjóður hjónanna Bergþóru Magnúsdótt- ur og Jakobs Júlíusar Bjarna- sonar bakarameistara, var ný- lega stofnaður. .Til minningar- sjóðsins runnu allar skuldlausar eignir hjónanna, sem reyndust 17 milljónir 250 þúsund við skipti dánarbús þeirra. Tilgangur sjóðsins er að styrkja kaup á tækjum til sjúkrahúsa og sambærilegra líknarstofnana til lækninga og rannsókna á vís- indalegum grundvelli og að veita efnilegum vísindamönnum í læknisfræði eða sérgreinum, sem læknisfræði varða, styrk til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkana. Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir styrkveitingum. * Stofnfé sjóðsins má ekki skerða. Stjórn minningarsjóðsins er skipuð landlækni, forseta lækna- deildar Háskólans og forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins. FREITIR Utanlandsferðir Landinn flykkist u Islendingar hafa aldrei fyrr flykkst í sama mæli út fyrir hafa aldrei flykkst landsteinana og í ár. Samkvæmt upplýsingum Utlendingaeftirlits- ins komu til landsins í júlí 18.787 íslendingar. I sama mánuði í fyrra voru heimkomnir Islend- ingar 14.594, eða tæpum 30% færri en í júlí í ár. Það sem af er árinu hafa 69.846 íslendingar komið til Iandsins, Met í utanlandsferðum, 30% aukning. Tómas Tómassonhjá Samvinnuferðum-Landsýn: Gífurleg ásókn í utanlandsferðir seðla, hvort heldur er í einstakl- ingsferðir eða hópferðir, sagði Tómas Tómasson hjá ferðaskrif- stofunni Samvinnuferðum- sem er um 30% aukning frá því á sama tíma á fyrra ári, en þá skiluðu sér til landsins 54.145 Is- lendingar, sem dvalið höfðu til langs eða skamms tíma á erlendri grundu. -Við höfum heldur betur orðið vör við það hér að landinn sækir meira út fyrir landsteinana í ár heldur en áður. Það hefur .prðið gífurleg aukning í útgáfu far- sagði Landsýn. -Það hreinlega sprakk allt hér þegar við kynntum hópferðaáæti- un okkar í febrúar, - slík var eftir- spurnin. Það virðist ekkert lát ætla að verða á, því ásókn í styttri vetrarreisur er gífurleg, Tómas Tómasson. Sem eina af skýringunum á mikilli aukningu á ferðalögum ís- lendinga til útlanda, taldi Tómas að margir hefðu meira milli hand- anna nú en oft áður og að verðlag á utanlandsferðum væri hagstætt, sem kæmi best fram í því að litlu dýrara væri að skreppa til útlanda í ár en í fyrra. -rk Það var tekið höfðinglega á móti Jóhanni Hjartarsyni þegar hann kom til landsins síðdegis í gær, eftir frábæra frammistöðu sína á millisvæðamótinu í Júgóslavíu, en hann varð í öðru sæti á mótinu einsog alþjóð veit. Á myndinni er Bjamveig Eiríksdóttir, eiginkona Elvars Guðmundssonar, aðstoðarmanns Jóhanns, sem heldur traustataki um blömvönd, sambýliskona Jóhanns, Jónína Ingvadóttir, og loks skákhetjan Jóhann Hjartarson. Mynd Ari. Bridge ísland í fjórða sæti ísland spilaði við ísrael í 19. umferð í gærdag á Evrópumótinu í bridge í Brighton. ísrael sigraði 18-12 eftir að okkar menn höfðu haft forystu í hálfleik. Við þennan ósigur færðist sveitin í þriðja sæt- ið, eftir stórsigur Brcta á móti Ungverjum. Staða efstu sveitanna var þá orðin þessi: 1. Svíþjóð 359 stig, 2. Bretland 343 stig, 3. ísland 334 stig, 4. ísra- el 326,5 stig, 5. Frakkland 325 stig. í 20. umferð unnu íslendingar Frakka og eru nú í 4. sæti eins og fram kemur í forsíðufrétt. Mótinu lýkur á morgun. ól. Útflutningur 13%aukning Heildarútflutningur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst um 13% borið saman við sömu mán- uði í fyrra. Mest var aukningin í krónum talið á sjávarútvegsvör- um, eða 15%, en iðnaðarvörur fylgja þar strax á eftir með 14%. Áf iðnaðarvörum öðrum en áli og álmelmi hefur aukningin verið mest á iðnaðarvörum til sjávarú- tvegs. Þar varð hún um 25%. Um 37% aukning varð á áli en 16% minnkun á kísiljárni, hvort tveggja í krónum reiknað. Þróun- in í ullarvörum er þó neikvæðust því þar hefur verðmæti útflutn- ingsins lækkað um 27%. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.