Þjóðviljinn - 13.08.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Qupperneq 4
LEHÐARI Uppgangstímar í verslun Miklir uppgangstímar virðast nú vera í versl- unarrekstri. Nýjar búðir sem þekja tuttugu þús- und fermetra verða opnaðar í dag í hinu nýja stórhýsi, Kringlunni, sem að viðbættu skrifstof- uhúsnæði og öðru telur um tuttugu og átta þús- und fermetra. Þarna verða undir sama þaki um sjötíu verslunarfyrirtæki í húsnæði sem menn telja að kosti á þriðja milljarð króna. Margir eru nú að velta vöngum yfir því hverjar afleiðingar þessi nýja verslunarmiðstöð muni hafa í för með sér og þá er helst spáð í hvort verslun muni minnka eða jafnvel leggjast niður að mestu leyti við Laugaveginn sem nú hefur verið dubbaður upp til að mæta samkeppninni. En þetta dæmi er flóknara en svo að það snúist eingöngu um hvort Laugaveaurinn sé að líða undir lok sem verslunargata. Áhrifa hinnar nýju verslunarsamsteypu mun gæta langt út fyrir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Auðvelt er að sjá hvað það er sem mun laða viðskiptavini að Kringlunni ef dæmið gengur upp. Þar á fólki að gefast kostur á að gera fiölbreytt innkaup á tiltölulega skömmum tíma. Afengisverslun sem á að vera fljótvirk og af- kastamikil verður til þess að fjöldamargir sem þurfa að „skreppa í ríkið” notatækifærið og gera önnur innkaup í leiðinni. Ekki á það heldur að spilla fyrir að í verslunarferð í Kringluna á að vera hægt að komast hjá því að lenda í kulda og trekki því að aðalnýjungin er jú fólgin í því að þarna er hægt að fara í verslunarleiðangur innanhúss. Til þess að nýjungin nái tilætluðum áhrifum þarf bílaumferð að og frá byggingunni að ganga greiðlega og sömuleiðis þarf að vera auðvelt að átta sig á húsakynnum þegar inn er komið. En þrátt fyrir þessar nýjungar og þægindi í Kringlunni er líklegt að Laugavegurinn haldi velli. Kúnnarnir geta nefnilega átt það til að vera miklu íhaldssamari en kaupmannastéttin og það er ósennilegt að allir verði uppnæmir fyrir því að versla að staðaldri í þessu verslanamust- eri. Afi og amma og pabbi og mamma versluðu við Laugaveginn og gamlar minningar og sjarmi götulífsins heldur áfram að hafa sitt seiðmagn á þá sem fara út að viðra launaumslagið sitt eða krítarkortið. Ennfremur er líklegt að einhverjar verslanir í Kringlunni muni eiga erfitt uppdráttar. Bæði er stofnkostnaður mikill og svo er ekki víst að allar verslanir séu settar þar upp af mikilli fyrirhyggju. Til að lifa af í samkeppninni þurfa verslanirnar að hafa háa álagningu eða mikla umsetningu - og náttúrlega helst hvort tveggja. Samkeppnin verður mikil og þeir sem taka þátt í henni hljóta að gera sér Ijóst að spilað er upp á tap eða gróða og þeir sem tapa kunna þá vonandi að taka því upp á eigin spýtur þegjandi og hljóða- laust. Frá sjónarmiði neytandans sem býr í þjóðfé- lagi „frjálsrar og haftalausrar” verslunar virðist ávinningurinn af tilkomu Kringlunnar helst vera fólginn í aukinni fjölbreytni, fyrst og fremst tæki- færi til að gera fjölbreytt innkaup innanhúss á tiltölulega skömmum tíma. Óhagræðið felst hins vegar í því að þetta nýja fyrirkomulag leiði til þess að „kaupmaðurinn á horninu” gefist upp, þannig að ekki sé lengur hægt að skjótast út í búð eftir lítilræði og ennfremur er Kringlan lítt spennandi fyrir þá viðskiptavini sem ekki hafa !tamið sér að ferðast um akandi til stórinnkaupa. Svona má bollaleggja fram og aftur um þá nýjung í verslunarsögunni sem dagurinn í dag færir okkur, um kosti og galla, en í öllum þessum bollaleggingum er það athyglisvert að engum hefur ennþá dottið í hug að spyrja að því hvort Kringlan verði til þess að vöruverð lækki í höfuð- borginni og nágrenni hennar. En það hlýtur þó ásamt öðru að vera tilgangurinn með öllu sam- an. Verslunarfrelsi er til að tryggja hagsmuni tveggja aðila, kaupmannsins og kúnnans, en ánægjuleg viðskipti eru fóigin í því að hvor tveggja aðilinn telji sig hafa fengið nokkuð fyrir sinn snúð. Verslun þar sem aðeins annar aðil- inn græðir er ekki „frjáls verslun”. - Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Bókstafstrú og réttlæti Þegar sjónvarpið sýnir eitthvað sem merkilegt er og vel gert þá er rétt og skylt að lofa framtakið og prísa, eins þótt maður hafi tilhneigingu til að líta þann merka fjölmiðil hornauga ýmissa hluta vegna. Klippari á við þáttinn um heittrúarsöfnuðina og hægri- stefnuna bandansku, en seinni hluti hans kom á skjáinn í fyrra- kvöld. Þessi þáttur var í senn beittur og hófsamur, gerður af skilningi á þeim andlegum og félagslegum meinsemdum sem ýta undir heittrúarvakninguna og um leið sýndu höfundar hans kurteist miskunnarleysi við að afhjúpa þá tvöfeldni sem upp kemur þegar menn hrista saman peninga- hyggju og bókstafstrú. Þessi hræsni varð sérstaklega óhugnanleg í lýsingunni á stór- veldi heittrúarbaptista í Dallas. Þetta stórveldi byggir á þeirri for- sendu að menn eigi að trúa hverju orði Biblíunnar bókstaf- lega. En í raun er sú ágæta bók klippt sundur og síðan er hverj- um og einum skammtað eftir stöðu hans í þjóðfélaginu. Þegar talað er við þá ríku, er þeim sagt að guð hafi verðlaunað þá sér- staklega með auði og velgengni, og forðast er að minnast á fordæmingar spámanna Gamla Testamentisins og Krists sjálfs á þvf ranglæti og þeim yfirgangi sem auðsöfnun tengist. í þeim prúðbúna sunnudagsskólaheimi verður aldrei minnst á hin skelfi- legu orð: far þú og sel eigur þínar og gef fátækum. Og samvisku- samur kennari sem vill muna eftir þeim „bókstaf“, hann sætir at- vinnuofsóknum og mun hvergi fá að starfa þar sem langir fingur baptistaveldisins geta teygt sig. En þegar prósenti eða broti úr prósenti af auði þessa ríka safn- aðar er varið til að prédika yfir útigangsfólki og atvinnuleysingj- um, þá er höfuðþungi boðskapar- ins færður yfir á Helvítið sem gapir ferlega við syndaranum - það er óttinn sem á að knýja þetta volaða fólk til yfirbótar og svo sú, illa nauðsyn að hlusta á froðufell- andi baptista í tvo tíma til að fá samloku og kaffibolla í svanginn. Gullkálfurinn að fornu og nýju Og svo getur sá frægi dans í kringum gullkálfinn haldið áfram í sælum friði fyrir guðleysingjum, frjálslyndum, fátæklingum - og öllu því sem óþægilegt er í Bib- líunni. Sigurður Steinþórsson vék reyndar að dansinum kringum gullkálfinn í erindi „Um daginn og veginn“ sem prentað var í Tímanum í vikunni sem leið. Sig- urður sér dans þennan í fullum gangi hér hið næsta okkur og lýsir honum á þessa leið: „Reyndar er komin upp eins konar ný guðfræði með til- heyrandi siðfræði kringum gullkálfinn. Eins og í annarri guð- fræði takast á gott og illt: hið góða afl kemur fram í auðsöfnun einstaklinga og ríkir menn í ein- býlishúsum og sportjeppum eru í ljósinu, en hin illu öfl eru þau sem hindra gróðann eða freista þess að skattleggja hann. Jafnvel landslögum er breytt smám sam- an í samræmi við hina nýju sið- fræði: það sem áður hét okur og auðgunarbrot er orðið löglegt og þess má vænta að skammt sé í að viðskiptamútur hljóti náð fyrir augum laganna, því með þeim, eins og okrinu, eru hjól viðskipt- alífsins smurð, eins og Bernharð- ur Hollandsprins benti á þegar hann var gripinn í slíku athæfí.“ Stendur heima Það er alveg rétt hjá Sigurði, við erum á leið inn í nýja siðfræði, sem er svo náskyld því úlfasiðerni undir kristinni sauðargæru sem sjónvarpsþátturinn fyrrnefndi lýsti fyrir okkur. Nýfrjálshyggjan hefur brýnt það fyrir mönnum að það sé rangt að trufla hagnaðar- spekúlasjónir manna með óværu eins og félagslegu samviskubiti. í tímaritið Frelsi, sem nýskipaður aðstoðarmaður menntamálaráð- herra ku nú ritstýra, hafa verið skrifaðar merkilegar greinar, þar sem m.a. eru færð rök að því að mútur (eins og vændi og kannski eiturlyfjasala) séu eins og hver önnur þjónusta sem verðlögð er eftir ginnhelgum lögmálum fram- boðs og eftirspurnar. Og þegar hið feimnislega feluorð „auðgun- arbrot“ kom á dagskrá í sam- bandi við Hafskipsmálin í fyrra, þá flýtti dagblað allra lands- manna, Morgunblaðið, sér að skrifa leiðara í anda þess nýja sið- ferðis sem Sigurður Steinþórsson vék að. í leiðaranum var því ein- mitt haldið fram, að viðskipti allskonar væru orðin svo flókin í okkar heimi, að enginn vissi lengur hvað væri rétt og hvað rangt. Og látið að því liggja, að full þörf væri að breyta lögum landsins í samræmi við það, svo að efnilegir drengir á framabraut ættu ekki neitt á hættu í sínum hugvitssamlegu bókhaldstöfrum. Annar lesháttur Að lokum skal tilfært eitt dæmi um það, með hve ólikum skiln- ingi menn lesa ritningar. Það er tekið upp úr samtölum um Fjall- ræðuna sem fiskimenn í Nicarag- ua áttu við prest sinn fyrir mörg- um árum. Einn fiskimannanna sagði sem svo: „Fagnaðarerindið blessar þá fátæku sem eru hjartahreinir. Satt að segja eru þeir ekki allir þannig, vegna þess að margir hafa hugsunarhátt hinna ríku. Það eru hinir ríku sem ala okkur upp, með útvarpinu og auglýsing- unum eru þeir að þröngva upp á okkur sínu hugarfari, það er alfa- rið hugarfar hins ríka manns.“ þlOÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlitsteiknarar: Sœvar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: JóhannesHarðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8lngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: UnnurÁgústsdóttir, OlgaClausen, GuðmundaKrist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgrelðslustjórl: HörðurOddfríðarson. Afgrelösla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Maanúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkoyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla6, Reykjavík, síml 661333. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja ÞJóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasólu: 55 kr. Helgarblöö:60kr. Áskrlftarverð á mónuði: 550 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN Flmmtudagur 13. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.