Þjóðviljinn - 13.08.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Qupperneq 5
Umsjón: Magnús H. Gíslason Landbúnaðarsýningin Eitthvað fyriralla Dagskrárkynning Hór er landbúnaðarsýningin. Ytri mörk sýningarsvæðisins eru merkt með strikalínu. Aðkomuleiðin að Reiðhöllinni er merkt með pílu. Rétt þykir, til hægðarauka þeim, sem koma til með að sækja landbúnaðarsýninguna, sem nú er að heíjast, að kynna dag- skrána, í grófum dráttum þó og stuttu máli. Fram skal tekið, að tímasetning einstakra dagskrár- liða getur eitthvað breyst en varla svo, að verulegu nemi. Föstudagur 14 ágúst Kl. 16.45 hefst sýningin með því, að hornaflokkur leikur í and- dyri Reiðhallarinnar. -Kl. 16.10 flytur formaður sýningarstjórn- ar, Jónas Jónsson, búnaðarmála- stjóri, ávarp. - Kl. 16.20 syngja „Lóuþrælar“, söngflokkur úr V- Húnavatnssýslu. - Kl. 16.25 flytur Jón Helgason, landbúnað- arráðherra, ávarp. - Kl. 16.35 syngur flokkur bænda úr Kjalar- nesþingi. - Kl. 16.40 opnar fors- eti Islands, Vigdís Finnbogadótt- ir, sýninguna, en forsetinn er verndari hennar. - Kl. 18.00 verður sýningin opnuð almenn- ingi. - Kl. 20.30 hefst Hérað- svaka V-Húnvetninga, umsjón- armaður Aðalbjörn Benedikts- son, Hvammstanga. Laugardagur 15. ágúst Kl. 14.30 fjárhundasýning. Skoskættaðir fjárhundar, Roy, Lats og Ringo, smala og reka sauðfé á útisvæði. Umsjón með smöluninni hefur Gunnar Einars- son, Daðastöðum, N-Þing. Þessi sýning verður endurtekin kl. 17.30. -Kl. 15.00, Reiðskólasýn- ing á gæðingavelli, stjórnandi Rosmarie Þorleifsdóttir. Sýnend- ur á hestbaki eru ungmenni, sem verið hafa í Reiðskóla hennar. - Kl. 16.00, Héraðsvaka A- Húnvetninga, umsjón Kristófer Kristjánsson, Köldukinn. Vakan verður endurtekin kl. 20.30. - Kl. 16.40, Matreiðslumeistarar kynna úrvalsrétti, umsjón Mark- aðsnefnd. -Kl. 18.20, Grillveisla aldarinnar, sauðfjárbændurgrilla lambakjöt úti fyrir Reiðhöllinni. Sunnudagur 16. ágúst Kl. 15.00, Reiðskólasýningin endurtekin. - Kl. 15.30, mat- reiðslumeistararnir endurtaka kynningu sína. - Kl. 16.00, Hér- aðsvaka Skagfirðinga, umsjón Egill Bjarnason. Endurflutt kl. 20.30. Mánudagur 17. ágúst Kl. 14-16, sýning á úrvalskúm af Suðurlandi. Umsjón Jón Viðar Jónmundsson. - Kl. 16.00 verða matreiðslumeistararnir enn á ferð. - Kl. 20.30, Héraðsvaka Daiamanna, umsjón Sigurður Þórólfsson, Fagradal og Halldór Þórðarson, Breiðabólstað. Þriðjudagur 18. ágúst Kl. 16.00, matreiðslumeistarar verða með sína kynningu. - Kl. 20.00, Héraðsvaka S-Þingeyinga, umsjón Jónas Jónsson, búnað- armálastjóri. Miðvikudagur 19. ágúst Kl. 15.30, matreiðslumennirn- ir koma með úrvalsréttina. - Kl. 20.30, Héraðsvaka Kjalarnes- þings, umsjón Valur Þorvalds- son. Fimmtudagur 20. ágúst Kl. 16.00. Matreiðslumennirn- ir. - Kl. 17.00, Héraðsvaka Rangæinga og V-Skaftfellinga, umsjón Valur Oddsteinsson, Ut- hlíð. Endurtekin kl. 20.30. - Þá verður og sýning á góðhestum og kynbótahrossum. Þátttakendur verða m.a. íslensku knaparnir á heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Austurríki. Umsjón Þor- kell Bjarnason. Tímasetning þessa dagskrárliðar hafði enn ekki verið ákveðin þegar blaðið fór í prentun. Föstudagur 21. ágúst Endurtekin sýningin á góð- hestum og kynbótahrossum. - Kl. 16.00, matreiðslumeistararn- ir. - Kl. 17.00 Héraðsvaka Eyfirðinga, umsjón Ólafur Vagnsson. Endurflutt kl. 20.30. - Kl. 18.30 Hestamarkaður. Sýndir söluhestar. Umsjón sr. Halldór Gunnarsson, Holti og Þórir ísólfsson, Lækjamóti. Laugardagur 22. ágúst Kl. 12.00, Sýning á söluhest- um. Endurtekin kl. 18.00. Kl. 15.00, „Hesturinn og sagan“. Fé- lagar úr hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrann- asveitunum sýna „þarfasta þjón- inn“ að verki eins og tíðkast hefur í gegnum aldirnar. Umsjón Sig- urbjörn Bárðarson. - Kl. 16.00, matreiðslumeistararnir. - Kl. 16.30 Héraðsvaka Borgfirðinga, umsjón Bjarni Guðráðsson, Nesi. Endurtekin kl. 20.30. Kl. 17.30 sýning á kynbótahrossum. - Kl. 18.20 Grísaveisla, svína- bændur grilla. Sunnudagur 23. ágúst Kl. 12.00 Sýning á söluhestum. - Kl. 14.00-16.00 Samfelld sýn- ing, „Hesturinn og sagan“ o.fl. atriði. - Kl. 16.00, matreiðslu- meistarar. KI. 16.30 Héraðsvaka Árnesinga, umsjón Stefán Jason- arson. Endurtekin kl. 20.15. - Kl. 18.00 Sýning á söluhestum - Sýning á góðhestum og kynbóta- hrossum. Kl. 12.30, Tilboð opn- uð á hestamarkaði Félags hrossa- bænda. -mhg Utanoa innan Landbúnaðarsýningin BÚ 87 - „Máttur lífs og moldar“, sem hefst föstudaginn 14. ágúst og lýk- ur sunnudaginn 23. ágúst, fer jöfnum höndum fram innan Reiðhallarinnar og utan. Á stóra sviði í Reiðhöllinni fara fram ávörp, héraðsvökur, tískusýningar, uppákomur ýmis konar og kynningar. Á ýmsum stöðum utan húss er það svo hest- amennskan, búfjársýningar, fjár- hundasýningar og grillveislur. Grillað úti þegar veður leyfir. Búfjársýningar, tækifæri til að koma á hestbak o.fl. Skemmtiatriði á sviðinu: Héraðs- vökur landshlutanna o.fl. Mat- reiðslumenn kynna úrvalsrétti á sviðinu í Reiðhöllinni. Tamdi platínurefurinn, Kalli frá Hólum, hittir börnin í 1 klst. Kl. 18.00 verða sýndar m j altir í mj altafj ósi. Við þessi dagskráratriði bætist svo, dagana 20.-23. ágúst: Hest- amarkaður. Kynbótasýning á úr- valshrossum í umsjá hrossarækt- arráðunautar ríkisins. Sögusýn- ing hestamannafélaganna á höf- uðborgarsvæðinu, „Hesturinn og sagan“ (heybandslest, kerru- dráttur, kirkjureið, póstflutning- ar o.fl.). Allar tegundir búfjár verða í sýningarhúsum á svæðinu. Dagskrárstjórn og kynningu annast Finnbogi Eyjólfsson. Veitingar verða í Félagsheimili Fáks og kaffistofu Reiðhallarinn- ar. Opnunartími: Fyrsta daginn frá kl. 18-22. Síðan frá kl. 14-22 nema um helgar, þá frá kl. 10-22. Á landbúnaðarsýningunni verður, í fyrsta sinn hérlendis, sýnd flokkun kjöts og vinnsla. BÚ87 Flokkun kjöts og vinnsla Seint mun allt það upptalið, sem gefur að sjá og heyra á land- búnaðarsýningunni. Hér skal bent á sumt af því markverðasta og er sú upptalning þó engan veg- inn tæmandi. 1. Sögusýning í anddyri Reiðhallarinnar: Rakin 150 ára saga íslenskra búnaðarsamtaka, í máli og myndum. Smali og smal- avöllur, baðstofa, hlunninda- deild og yfir henni gnæfir auðvit- að fuglabjarg, og svo er það tölv- ukynningin. 2. Nýgreinar: Sýnt er loðdýra- bú með refum og minkum. Pelsa- og skinnasýning verður í Reiðhöllinni. Fiskur í eldiskeri (utan dyra). Ferðaþjónustan kynnir sumarhús og aðra að- stöðu. Kanínur og fatnaður úr kanínufiðu. 3. Landgræðsla - Skógrækt - Jarðrækt: Uppgræðsla Land- græðslunnar á grjótnámi Reykja- víkurborgar. Skógræktin sýnir skógarplöntur og RALA er með sýnisreit. 4. Kjötvinnsludeild: í fyrsta sinn hérlendis verður sýnd flokk- un kjöts og vinnsluráðs kjöts, á vegum kjötiðnaðarmanna. Slát- urfélag Suðurlands er með 80 ára afmælissýningu. 5. Búfé: Allar tegundir búfjár sýndar á útisvæði. 6. Kýr, mjólk og mjólkuraf- Fimmtudagur 13. urðir: Daglegar mjaltir í mjalta- fjósi kl. 18.00. Sýning mjólkur- iðnaðarins. Kynbótasýning á sunnlenskum úrvalskúm, 17. ág- úst. 7. Hestar og hestamennska: Reiðskólasýningar 15. og 16. ág- úst. Hestamarkaður Félags hrossabænda 20.-23. ágúst. Sögusýning hestamannafélag- anna 22. og 23. ágúst. Sýning á kynbótahrossum 20.-23. ágúst. 8. Matarkynningar: Grillveisl- ur búgreinafélaganna. Matr- eiðslumenn veitingahúsa skiptast daglega á um að kynna uppskrift- ir á sviðinu. 9. Skemmtiatriði: Héraðsvök- ur landshlutanna á hverjum degi. 10. Oveiýuleg atriði: Þrír fjár- hundar úr Öxarfirði smala fé. Stærstu naut landsins, Spori og Stakkur á Hvanneyri, koma í bæ- inn. Og svo er það tamdi platín- urefurinn, Kalli frá Hólum. 11. Úrslit í Hugmyndasam- keppni BÚ 87 og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. 250 þús. kr. í verðlaun. 12. Ferðir: Sérfargjöld Flug- leiða utan af landi. 13. Sjötugasta Búnaðarþing og hátíðafundur 15. ágúst, í Súlnasal Hótel Sögu. 14. Alþjóðlegur hátíðafundur fræðimanna í minningu dr. Hall- dórs Pálssonar, 18. og 19. ágúst. -mhg gúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.