Þjóðviljinn - 13.08.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Side 7
Hugvekja um risaeðlur Ýmsar undarlegar hugleiðing- ar vilja sópast að manni vegna þess mikla áhuga, sem virðist nú hafa gripið um sig meðal íslend- inga, um að ekki verði numið staðar við það frægðarverk, sem útrýming geirfuglsins var á sínum tíma, heldur fái þeir einnig að leggja af mörkunum sinn veika skerf til að uppræta hvalina úr sjónum. Stundum verður ekki betur séð, en gerðir manna stjórnist af hræðslu og ótta for- feðra þeirra og dettur manni í hug, að margur landinn trúi því innst inni, að ef ekkert verði að gert, kunni Akraborgin um síðir að vera í hættu vegna illhvelis með rauðan haus. Er ekki nema eðlilegt að við slíkum voða sé brugðist á róttækan hátt. Nema íslendingar ætli sér að reyna að afsanna hið forna spakmæli, að það varni mörgum illt að gera að hann getur það ekki. En þessi eltingaleikur við fá- eina bægslahunda í sjónum, sem enn hafa sloppið við útrýmingu, er svo sem ekkert einsdæmi. Alls staðar eru dýrategundir að hverfa úr sögunni fyrir beinan eða óbeinan tilverknað mannkindar- innar, sem hefur það orð um sig sjálfa, að hún sé „vitiborin". Vantar ekki, að menn noti hugvit sitt til að hafa á reiðum höndum alls kyns skýringar og réttlæting- ar á þessari útrýmingu, að svo miklu leyti sem þeir hafa ein- hvern áhuga á málinu. Er oftast hægt að benda á að viðkomandi dýr hafi eitthvað unnið sér til óhelgi, - þau beri kannske orma eins og selurinn, gleypi spámenn eins og hvalurinn, óhreinki vatns- ból fyrir úlfum eins og lömbin, útbreiði eyðniveiru eins og græni apinn, hlaupist á brott með börn eins og nykurinn, séu vondir við systur sína eins og fálkinn, eða séu meðbiðlar manna til matarins eins og refurinn og reyndar flest þau kvikindi sem lífsanda draga. Einnig er sjaldan hörgull á sér- fræðingum, sem halda því fram að allt sé krökkt af viðkomani dýrum meðan þau síðustu eru að geispa golunni og ef allt um þrýt- ur má halda því fram að viðkom- andi dýrategund hefði hvort sem er dáið út af sjálfsdáðum sam- kvæmt einhverjum óskil- greindum náttúrulögmálum. Eru því litlar líkur á, að þessi þróun stöðvist í bráð, og geta menn þeg- ar farið að dunda sér við að íhuga hvernig jörðin muni líta út á 21. eða 22. öld. Reyndar er þessi allsherjarút- rýming dýrategunda svo sem ekkert einsdæmi í jarðsögunni, og má einkum nefna, að í lok hinnar svokölluðu miðaldar, fyrir einum sextíu miljónum ára eða svo, hurfu burt af yfirborði jarðar á mjög skömmum tíma ekki að- eins allar hinar hefðbundnu risa- eðlur heldur einnig velflest kvik- indi önnur en lítilfjörleg smádýr. Hefur verið leitað ýmissa skýr- inga á þessum atburðum, svo sem breytinga á loftslagi, græðgi smádýranna, sem hafi vanið sig á að éta risaeðluegg, o.þ.h. en eng- in þeirra getur þó útskýrt hve snögg og víðtæk þessi breyting á lífríkinu var. Nú sem stendur er sú kenning vinsælust, að risastór loftsteinn hafi dúndrast niður á jörðina og þyrlað upp svo miklu ryki, að það hafi byrgt fyrir sól- arljósið og tvö þúsund ára fimb- ulvetur runnið upp. En vilji menn á annað borð læra af sögunni er önnur skýring kannske ennþá nærtækari: hún er sú að meðal hinna fjölbreyttu ris- aeðlutegunda hafi runnið upp vit- iborin risaeðla, einhvers konar tvífættur anthroposaurus sapiens með stóran og hugmyndaríkan koll. Sú mótbára, að ekki hafi fundist nein vegsummerki um kvikindi þetta, er að engu haf- andi. Homo sapiens var að kúldr- ast í hellum í nokkur hundruð þúsund ár og lítið ólíkur öðrum dýrum en frá því að hann fann upp sverðið og þangað til hann var búinn að ná svo mikilli vit- rænni fullkomnun, að hann gat smíðað byssur, hríðskotabyssur, hvalbyssur, fallbyssur, sprengi- kúlur, skutla.með sprengihlaðn- ingu, kjarnorkusprengjur, vetn- issprengjur, kóbaltsprengjur, nifteindasprengjur og guð má vita hvað, liðu einungis rúmlega fimm þúsund ár. Slíkur tími jafngildir ekki nema sekúndu- broti í allri jarðsögunni og fyrnist fljótt þegar frá líður, þannig að öll spor eftir hann afmást og hverfa. Nú hafa risaeðlur fengið held- ur snautleg eftirmæli, einkum vegna rausnarlegrar stærðar eins- taka tegunda, og hafa menn vænt þær um heimsku en þó án nokk- urra minnstu raka. í rauninni virðast þetta hafa verið mjög fjöl- breytt og þróuð dýr og yfirleitt ekki luralega stór, - margar teg- undir voru jafnvel búnar að temja sér að ganga uppréttar á tveimur fótum. Það er því ekki á neinn hátt ósennilegt að einhver tegundin hafi byrjað að þroska hug og hendur og þá náð því á skömmum tíma að verða jafn vit- iborin og mannkindin. ____________MINNING__________ Guðmundur Guðmundsson frá Melum - Minning „Voðalegt er að sjá til þín strákur; situr hérna hokinn fram á borðið, veldur varla skeiðinni og skilur svo rúsínurnar eftir í grautarskálinni.“ Þessi orð Munda frænda verða mér alltaf minnisstæð frá því ég dvaldi hjá honum og Ragnheiði eitt síðasta sumarið sem þau bjuggu á Melum, unaðsreiti þess- ara hjóna sem svo skiljanlegt var að þau áttu erfitt með að flytjast frá í ellinni. Þessi ummæli Munda voru að mörgu leyti einkennandi fyrir hann, þennan hlýja, en blátt áfram húmorista sem gat slegið öll vopn úr hendi manna með hárfínum athugasemdum um tímana tvenna. Mundi dó snemma í síðustu viku, næstum kominn á tíðræðis- aldur. Hann var samur við sig frá því ég kynntist honum, fyrst sem barn fyrir tuttugu árum, allt fram á síðustu ár; elskur að lífinu og fólkinu sínu sem hann hreif svo gjarnan með sér í skemmtilegar samræður. Og þar gilti einu hvort viðmælendur voru börn eða full- orðnir; hann gerði þar engan greinarmun á, enda hef ég oft dáðst að því eftir á hvað hann bar mikla virðingu fyrir þeim yngstu og smæstu, engu síður en öðrum. Það er langur vegur milli Mela í Trékyllisvík, þar sem þeir bræður Mundi og Sigmundur afi minn höfðu lengi tvíbýli, og svo Loc- arno í Sviss þar sem ég skrifa þessi orð á evrópskri kvikmynda- hátíð. Samt leitar hugurinn heim til Stranda og samverustunda með Munda, nú þegar ég veit að þær verða ekki fleiri. Vertu bless- aður Mundi minn - ég veit að systkini mín og foreldrar taka undir með mér þegar ég þakka þér þá hlýju og gleði sem þú gafst. Sigmundur Ernir Rúnarsson Það er ekki erfitt að ímynda sér hvernig vitiborin „eðlumenni" af þessari tegund hefðu getað litið út: þau hefðu sennilega verið svipuð mannskepnunni að lík- amsbyggingu allri - enda hefðu ýmsar risaeðlutegundir ekki þurft að þróast mikið til þess - nema þau hefðu kannske verið með slönguskinn af því tagi sem menn búa nú til skó og töskur úr, og stingandi augu vel fallin til að horfa á skotmark, og svo hefðu þau sennilega verið snögg í hreyf- ingum og rykkjótt eins og eðlur. Að þessu leyti hefðu þau kannske staðið mönnum framar, því að slíkur hreyfingastfll er einmitt sérlega hentugur, þegar þörf er að ýta skyndilega á takka. Hvað hefðu slík „eðlumenni” svo gert þegar þau hefðu staðið upprétt á móður jörð og rennt vitrænum eðluaugunum til stjarnanna? Þau hefðu náttúrlega gengið til verks eins og vitibornar lífverur, fundið fyrst upp sverð og spjót, sérhönnuð til að gera göt á slönguskinn, og svo eftir því sem hin vitræna fullkomnun jókst, byssur, hríðskotabyssur, spreng- jur og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Með þessari tækni hefðu „eðlumennin” auðveldlega getað veitt upp allar aðrar risaeðlur stórar og smáar sem skriðu eða hoppuðu á þurru landi, allar flug- eðlur loftsins og jafnframt hval- eðlurnar sem syntu í djúpunum. Ef eitthvert eðlumennið hefði farið að hreyfa mótmælum hefði sennilega ekki verið neinn hör- gull á framsóknareðlumennum til að réttlæta verknaðinn og út- skýra að hann væri óhjákvæmi- legur liður í framsókn tegundar- innar. Og svo hefðu hin vitibornu eðlumenni farið að grýta kjarn- orkusprengjum, vetnisspreng- jum, kóbaltsprengjum, nift- eindasprengjum og öðrum leiktólum vitiborinna vera hvert á annað, uns tvö þúsund ára kjarnorkufimbulvetur grúfði sig yfir allt heila klabbið. Þá fékk hrjáð jörðin tæplega sextíu miljón ára hlé áður en ný vitiborin lífvera, í þetta skipti af apakyni, fór að renna vitrænum augum til stjarnanna... e.m.j. Kennarar Flensborgarskólann vantar stundakennara í stærðfræöi. Upplýsingar hjá skólameistara í síma 50560. Skólameistari athugið Aðfaranótt miðvikudagsins 12. ágúst var síma- númerum símstöðvanna á Egilsstöðum, Eiðum, Lagarfossi, Seyðisfirði, Borgarfirði, Vopnafirði og Bakkafirði breytt í fimm talna númer. Aðfaranótt föstudagsins 14. ágúst verður sams- konar breyting gerð á símstöðvunum á Reyðar- firði, Eskifirði, Neskaupstað, Mjóafirði, Fáskrúðs- firði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Umdæmisstjóri

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.