Þjóðviljinn - 13.08.1987, Side 8

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Side 8
íslensk utanríkisstefna - að hlýða erlendum fyrimiælum I Hlutleysisstefnan Er eitthvað til, sem hægt er að kalla íslenska utanríkisstefnu? Af ástæðum, sem reifaðar verða hér á eftir, tel ég fyllilega réttlætan- legt að varpa fram þessari spurn- ingu. Svo sem alkunna er, var 1918 gefin út yfirlýsing um, að ísland skyldi hlutlaust um aldur og ævi. Ég hygg, að vart hafi fundist sá ísiendingur, sem ekki taldi þessa afstöðu sjálfsagða, og var stoltur af. Enda varþessi stefnumörkun í fylista samræmi við hugsunarhátt og hefðir íslendinga. Jafnframt er ljóst, að endaþótt ailir vonuðu, að við slyppum við her og hernaðaraðgerðir í Iandinu, gerðu menn sér fulla grein fyrir því, að í slíkri yfirlýs- > ingu fólst engin fullkomin vörn, enda engin slík vörn til. En menn voru sammála um, að slík yfirlýs- ing væri sú langbesta vörn, sem völ væri á, og einnig sú eina sem íslendingum væri sæmandi. Enginn efi er á, að þessi stefna er í fuliu gildi enn í dag. Vissulega hernámu Bretar ís- land 1940. En einmitt vegna þess, að hér voru engin hernaðar- mannvirki fyrir, fór hernámið fram án nokkurra hernaðarátaka eða blóðsúthellinga. Hefðum við borið gæfu til að halda fast við okkar hlutleysisstefnu og jafn- framt reynt að fá staðsettar á ís- landi sem flestar alþjóðastofnan- ir, sem starfa að friði, menning- armálum og vísindum, þá væri okkur að því meiri vörn en öliu samanlögðu drápstækjadóti, sem hrúgað hefur verið inn í landið til þess eins að egna tii árása á ís- land, ef til hernaðarátaka skyldi koma. Þeir sem halda því fram, að engin vörn sé í hlutleysi, mættu að ósekju íhuga það, að ekki er ýkja langt síðan ein harðsvírað- asta og yfirgangssamasta ríkis- stjórn sem sagan kann frá að greina, fór þess á leit að fá að gera flugvelli á ísiandi. Þá áttum við því láni að fagna að eiga forsætis- ráðherra, sem ekki kiknaði í hnjáliðum, þótt hann stæði frammi fyrir orðuskrýddum út- lendingi. A grundvelii hlutleysisyfirlýs- ingar okkar sagði Hermann Jón- asson þvert nei. Og Hitlers- Þýskaland beygði sig. Ekki kæmi mér á óvart, þótt þetta tilvik kynni að vera hið eina í sögu íslands á 20. öld, þar sem tekin var sjálfstæð og einörð ákvörðun í svo mikilvægu utan- ríkismáli landsins. Var þó sá málaflokkur enn í höndum Dana, er þetta gerðist. Ekki skulum við heldur gleyma þeim hiutlausu löndum, sem sluppu við hörm- ungar heimsstyrjaldarinnar síðari þótt þau væru staðsett nánast við vígvöllinn. Má þar nefna Sví- þjóð, Sviss, Portúgal o.fl. Að þessi lönd höfðu smávegis hervarnir, hygg ég að hafi fremur aukið á innrásarhættu en hitt. II Óheilla þróun Upphaf þeirrar óheillaþróun- ar, sem síðan hefir orðið í varnar- og sjálfstæðismálum íslands má rekja til þess, er gerður var samn- ingur við Bandaríkin 1941 um að þau yfirtækju hervörsiu á íslandi. Bandarískir hernaðarsérfræð- ingar munu þá um nokkurt skeið hafa rennt hýru auga til íslands sem útvirkis í vörnum Bandaríkj- anna. Margt bar til að landið þótti heppilegt til slíkra nota. Má þar bæði nefna til legu landsins sem og það, að í kaldrifjuðum út- reikningum hernaðarsérfræð- inga mun iitið á landið sem nánast óbyggt svæði. Því hvað eru 240.000 manns í atómstyrjöld? Þessi samningur var ekki gerð- ur að frumkvæði íslendinga, og mun það sama gilda um allar meiri háttar ákvarðanir okkar í utanríkismálum síðar, að undan- skildum útfærslum landhelginn- ar. Svo sem fram kemur m.a. í Reykjavíkurbréfi Mbl. þann 14. júní sl. hafa ákvarðanir okkar í þessum málaflokki yfirleitt verið pantaðar af erlendum ríkisstjórn- um, einkum Bandaríkjastjórn. Við vitum, að er stríðinu lauk, höfðu Bandaríkjamenn ákveðið, að hafa hér herstöð áfram, hvað sem íslendingar segðu. Að sjálfsögðu beittu þeir „diplomatiskum" aðferðum. Svo sem kunnugt er var í fyrstu mjög almenn mótstaða í landinu gegn öllum hugmyndum um her- stöðvar á íslandi. Meðal annars kom þessi andstaða glöggt fram hjá sumum framámönnum Sjálf- stæðisflokksins, svo sem Gunnari Thoroddsen o.fl. Bandaríkja- menn áttu þó hér ýmsa „Hauka í Horni“ meðal valdamikilla stjórnmálamanna. Með aðstoð slíkra manna, jafnframt því að beita lævísum, dulbúnum hótun- um og „mútum“ í ýmsum mynd- um, tókst þeim á skömmum tíma að brjóta á bak aftur alla umtals- verða mótstöðu í forystuliði Sj álfstæðisflokksins. Öðru máli gilti um Framsókn- arflokk og Alþýðuflokk, þar sem hörð andstaða hélst mun lengur hjá verulegum hluta forystunnar. Þrátt fyrir þessa andstöðu unnu Bandaríkjamenn, með sín- um hefðbundnu „diplomatisku“ aðferðum hvern sigurinn af öðr- um: Fyrst kom Keflavíkur- samningurinn, þá inngangan í Nató. Og loks var lokasigurinn innsiglaður með hernáminu 1951. Ekkert af þessu gerðist fyrir frumkvæði íslendinga, svo sem glöggt kemur fram í ofannefndu Reykjavíkurbréfi frá 14. júní sl. Þannig heflr, svo sem áður er að vikið, utanríkisstefna íslend- inga framar öðru verið í því fólgin að hlýða eriendum fyrirmælum. Á það er minnst hér í upphafi, að á sínum tíma hafi nánast allir DANÍEL DANÍELSSON SKRIFAR íslendingar sameinast að baki yfirlýsingarinnar um ævarandi hlutleysi. Það er vissulega verð- ugt og áhugavert rannsóknar- verkefni, hvernig tekist hefir að breyta skoðunum verulegs hluta þjóðarinnar í þessum efnum. Andstætt því, sem reynt er að telja almenningi trú um í dag, hygg ég, að hlutleysis- og vopnleysisstefnan hafi jafnvel enn meira gildi nú en fyrir 70 árum. Svo sem áður er bent á töldu Bandaríkjamenn ísland svo kjöríð virki í ystu varnarlínu sinni, að þeir leituðu eftir að fá að hafa hér herstöð, og þótt þeir í fyrstu lofuðu að fara þegar að styrjöldinni lokinni, kom brátt í ljós, að þeir höfðu aldrei ætlað að standa við það loforð, sbr. mála- leitan þeirra um herstöðvar til 99 ára. Til þess að ná fram tilgangi sín- um án þess beint að beita valdi, urðu þeir að fá sem flesta, valda- mikla, íslenska stjórnmálamenn á sitt band. En þeir þurftu einnig að leggja þessum stjórnmála- mönnum til vopn í hinni pólitísku baráttu heimafyrir. Umfram allt varð að sannfæra íslendinga um nauðsyn hervarna. En varnir gegn hverjum? Ekki var vitað að Islendingar ættu sér óvin. Augijóst var að fyrsta skrefið yrði að vera, að útvega íslending- um óvin! Á þessum tíma geisaði kalda stríðið og því reyndist val á óvini harla auðvelt. Örfáum árum áður höfðu Rússar verið hafnir til skýja bæði af Bandaríkjamönn- um og íslendingum vegna fram- lags þeirra í baráttunni gegn Nas- istum. Ekki var vitað til að þeir hefðu nokkru sinni sýnt íslend- ingum óvild nema síður væri, og nú voru þeir að komast í tölu helstu viðskiptaþjóða okkar. Ný- lega voru þeir búnir að missa um 20 milljónir manna í baráttunni við Nasista. Meginhluti hins eiginlega Rússlands var enn í rúst, og nánast sviðin jörð. Þrátt fyrir þetta tókst afturhaldsöflum í Bandaríkjunum og V-Evrópu að telja fólki trú um að Rússar stæðu gráir fyrir járnum, tilbúnir til að leggja undir sig heiminn. Með dyggilegri aðstoð íslensks afturhalds, með Morgunblaðið í broddi fylkingar, tókst á ótrúlega skömmum tíma að telja umtals- verðum hluta íslendinga trú um að ef við ekki, án tafar, fleygðum okkur í fang Bandaríkjanna, myndu Rússar fyrr en varði her- nema landið. í þeim gengdarlausa áróðri, sem íslenskt afturhald hefir síðan haldið uppi gegn öllum þeim, sem andvígir hafa verið erlendum her og hernaðarbandalögum hef- ir aðferð Göbbels, sáluga, verið óspart notuð, - og skilað árangri nú sem fyrr. Þannig hefir megin áhersla verið á það lögð, að end- urtaka ósannindi nógu oft. Órækt dæmi um þetta er sú skáldsaga, sem allt íslenskt afturhald hefir sameinast um að klifa á í nær 40 ár, en það er sagan um „samsæri kommúnista“ gegn Alþingi 30. marz 1949. Standandi á gangstéttinni, beint gegnt dyrum Alþingis, hafði ég, sem þetta ritar, mjög góða aðstöðu til að fylgjast með því, sem fram fór. Þannig varð ég vitni að því, er nokkrir framámenn socialista og verkalýðs reyndu að fá óspekta- unglinga til að hætta eggja- og grjótkasti að Alþingishúsinu. Engra tilburða varð hins vegar vart hjá lögreglu til að stöðva þennan leik. Hvað sem olli. Ég mun ekki hér fjalla frekar um atburðina á Austurvelli, 30. marz 1949, enda er það efni í heila bók. Ekki er þó örgrannt um, að að manni sæki kl ígja þeg- ar Mbl. vitnar til fleygra orða Ara fróða um „það sem sannara reynist“ um íeið og það minnist enn einu sinni á þessa „lygasögu aidarinnar.“ III Hlutverk íslands í hugum okkar flestra hygg ég, að eðlilegt hlutverk dvergríkisins íslands f samfélagi þjóðanna sé að bera klæði á vopn, en vinna jafnframt ótrauðir að útrýmingu kjarna- og eiturvopna, með alls- herjar afvopnun að lokamarki. Jafnframt, hvar sem rödd íslands heyrist á fjölþjóðaþingum, verði hún þekkt, sem rödd þeirrar þjóðar sem öðrum framar hvetur til útrýmingar hungurs og sjúk- dóma í heiminum en að sama skapi eflingar menntunar og menningar. í þessum efnum þarf ísland ekki að vera dvergríki, þar á það að geta hlotið viðurkenningu sem fullgildur meðlimur í framvarðar- sveit mannkyns til eflingar friðar, frelsis og menningar. í þessu sambandi er við hæfi að benda á, að við höfum ástæðu til að vera stolt af því, að íslending- ur skuli hafa valist tii fram- kvæmdastjóra samtaka nokkurra friðelskandi þjóða. Starfshættir utanríkisráðherra okkar um langt skeið hafa, að mínum dómi, oft á tíðum verið í harla litlu samræmi við þann ís- lenska hugsunarhátt, sem hér hefur verið lýst. Gjarnan hafa þeir á fjölþjóðaþingum verið í hópi hinna vígreifu „hauka“. Hefur slíkt hátterni jafnvel gengið svo langt, að íslenskum utanríkisráðherra hafi hlotnast sérstakt lof Nató-forkólfa fyrir einstæða frammistöðu í kalda- stríðs-æsingarræðumennsku. Það er því fyllilega tímabært að ísland eignist utanríkisráðherra, sem þorir að móta og fylgja fram fslenskri utanríkisstefnu. IV Morgunblaðið og Ari fróði Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins frá 14. júní sl. er um margt svo athyglisvert að full ástæða er til að fjalla nokkuð um efni þess. Sérstaka athygli vekur ákefð höfundar að telja að opinber skjöl bandarískra stjórnvalda, þau er snerta málefni íslands, séu full rangfærslna, og raunar lítt mark á þeim takandi. Stingur þetta óneitanlega nokkuð í stúf við almennt álit Morgunblaðsins á bandarískum málflutningi. Höfundur Reykjavíkurbréfs telur t.d. að yfirheyrslur banda- rískra þingmanna yfir embættis- mönnum, sem grunaðir eru uni að hafa farið út fyrir verksvið sitt sé giöggt dæmi um „að þar í landi láti menn sér ekki nægja að byggja á skjalföstum heimildum einum sér.“ Nú vill svo til, að sá sem þetta ritar hefur nú að undanförnu nær daglega fylgst með beinum út- sendingum einmitt frá slíkum réttarhöldumíWashington. Ekki hefi ég orðið þess var, að þar hafi skjalfestar heimildir verið rengd- ar. Þvert á móti hefi ég ekki einu sinni orðið þess var að „hinir ákærðu" eða lögfræðingar þeirra hafi reynt að véfengja slík gögn. Hins vegar hefir eyðilegging skjala að sjálfsögðu verið for- dæmd. Nú vitum við, að þau skjöl um viðskipti íslands og Bandaríkj- anna sem birt hafa verið, eru samtíma skráðar fundargerðir. Erfitt er að taka áratugagamlar endurminningar, eða e.t.v. sund- urlausar „glósur“ hinna íslensku þátttakenda í viðræðunum, fram yfir skjalfestar samtímaheimild- ir. Tilraunir höf. Reykjavíkur- bréfs til þess að afsanna, að um 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.