Þjóðviljinn - 13.08.1987, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Qupperneq 9
laumuspil og blekkingar gagnvart íslenskri þjóð hafi verið að ræða, eru næsta skoplegar. Allir þeir, sem fylgdust með málflutningi framámanna Sjálfstæðis-, Fram- sóknar- og Alþýðuflokks vetur- inn 1948-1949, vita glöggt, hvernig stöðugt var þyrlað upp ryki blekkinga og ósanninda. Hvernig rökin voru ein í gær, önnur í dag, uns almenningur var orðinn ringlaður og undrandi. Ýmsir blinduðust af blekkinga- rykinu. Þó voru þeir fleiri, sem héldu sönsum. Þess vegna var andstaðan gegn inngöngu okkar í Nató svo almenn, sem raun bar vitni. Ótti Nató-flokkanna við þessa andstöðu kom skýrast í ljós 30. marz 1949. Fyrir þann dag höfðu þeir skorað á sína menn að sinna störfum sem venjulega þann dag, og láta „kommúnistana" eina um sína mótmælastöðu. Þegar hins vegar Nató- ráðherrum bárust njósnir af því, hve andstaðan myndi almenn, gripu þeir til örvæntingarfullra örþrifaráða. Sendar voru út neyðartilkynningar. Blaðadreng- ir hlupu æpandi um bæinn með flugmiða, þar sem skorað var á fólk að mæta á Austurvelli. Með þessu herbragði tókst þeim síðar að halda því fram, að meginþorri fólksins á Austurvelli þennan dag hefði verið „þeirra menn“. Um þá leynd, þær brigðir á gefnum loforðum og það stjórn- arskrárbrot af grófasta tagi, sem framið var, er hluti þingmanna var kvaddur saman til þess, að taka við og „kyngja" ákvörðun Bandaríkjamanna um hernám ís- lands 1951 þarf ekki að fjölyrða. Þar var haldinn „Kópavogsfund- ur“ 20. aldarinnar. Höf. Reykjavíkurbréfs sér, að vonum, nokkurt halda í að vitna til orða Dr. Gylfa Þ. Gíslasonar um þessi mál. Sagan segir að á Kópavogs- fundi hinum fyrri, hafi Árm Oddsson skrifað tárfellandi undir eiðstafinn. Erfitt á ég með, að hugsa mér Gylfa Þ. Gíslason hafa, með bros á vör, skrifað undir samning um hemám íslands 1951. Ég tel hiklaust, að hinar raun- verulegu ástæður fyrir afstöðu meirihluta þingmanna í því máli séu enn á huldu. Frambornar skýringar, svo sem borgarastríð í fjarlægum heimshluta og yfirvof- andi árás frá ríki, sem enn var í rústum eftir síðari heimsstyrjöld, eru, að sjálfsögðu allt of fárán- legar og fjarstæðukenndar til þess að á þeim verði nokkurt mark tekið. Athyglisverð er frásögnin í nefndu Reykjavíkurbréfi um fund Dr. Bjarna Benediktssonar með „Standing Group“ Nató í septl. 1950. Þar sem fulltrúar „Standing Group“ ...: „gerðu ráðherranum og íslenskum emb- ættismönnum grein fyrir þeim hættum, sem beindust að íslandi frá f Sovétríkjunum. SANNFÆRÐUST íslenskir ráða- menn um nauðsyn þess, að gerð- ar yrðu ráðstafanir til varnar landinu í því sjálfu...“. Það er næstum grátbroslegt, að það skuli einmitt vera Mbl. sem kemur á framfæri svo ömurlegu dæmi um það hvernig íslenskir ráðamenn létu mata sig og gleyptu hverja þá flugu, sem þeim varð í munn komið. Hvergi örlar á, að fram hafi komið gagnrýni frá þeirra hálfu, hvað þá tortryggni né aðrir tilburðir til sjálfstæðrar hugsunar. V Verndararnir Nú er það staðreynd, að ís- lendingar hafa tekið um það ákvörðun - eða öllu heldur látið aðra ákveða það fyrir sig - að um alla framtíð eigi þeir eitt ákveðið ríki að óvini. Onnur viss ríki að eilífum vinum. Vissulega líkist þessi mynd manni, sem hefir ákveðið að reisa sér óvinnandi virki. Hann lætur sér nægja að reisa einn vegg - vörn til einnar áttar. Því þar býr óvinurinn. Verndararnir Nú er það staðreynd, að fs- lendingar hafa tekið ákvörðun - eða öllu heldur látið aðra ákveða það fyrir sig - að um alla framtíð eigi þeir eitt ákveðið ríki að óvini. Önnur viss ríki að eilífum vinum. Vissulega líkist þessi mynd manni, sem hefur ákveðið að reisa sér óvinnandi virki. Hann lætur sér nægja að reisa einn vegg - Vörn til einnar áttar. Því þar býr óvinurinn. En nú er ekki úr vegi að huga að sögu verndara okkar, Banda- ríkjanna. T.d. bara frá síðustu heimsstyrjöld. Því allir vita að ís- lendingar vilja aðeins úrvalslið frá úrvalsþjóð sér til verndar. Auðvitað höfum við aðeins tíma til að sjá þetta söguskeið í sjónhending. Muna menn e.t.v, Grikkland, Víetnam, Chile, Fil- ipseyjar, Haiti, Dominikanska lýðveldið, E1 Salvador, Kúbu, Nicaragua o.s.frv. Muna menn morð Allende, morðtilraun Fidel Castro og Ka- daffi o.s.frv. Muna menn einka- þoturnar, sem verið hafa til reiðu til að flytja burt illræmdustu harðstjóra- og bandaríkjaleppa - þegar þeim hefur ekki verið lengur vært í löndum sínum. Þarna skýtur upp nöfnum eins og: Somoza, Marcos, Baby Doc, svo aðeins fáir séu nefndir. Og með sér hafa þessir heiðursmenn tekið megnið af eignum sinna ör- snauðu þjóða. Eru í raun til þeir íslendingar, sem telja, að utanríkisstefna Bandaríkjanna sé á einhvern hátt samræmanleg íslenskum hugsun- arhætti og íslenskri réttlætis- kennd. Þá er ekki ónýtt fyrir þá þjóð, sem státar af því að eiga elsta lög- gjafarþing heima, að hlíta forsjá ríkis, þar sem ákvarðanir þjóð- þings eru látnar lönd og leið, en hópur ævintýramanna fram- kvæmir sína eigin utanríkisstefnu í kjaliara forsetabústaðarins... Það mun viðurkennt af banda- rískum yfirvöldum, að í því landi lifi um 20 milljónir manna undir svonefndum hungurmörkum. Atvinnuleysi ergífurlegt, einkum meðal þeldökkra og samhjálp öll er í lágmarki. Auk þessara afleiðinga hinnar óheftu frjálshyggju í Bandaríkj- unum sjálfum, hefir bandarísk- um auðhringum, með aðstoð stjórnarinnar í Washington tekist að mergsjúga svo fjölda þjóða, og þá einkum þjóðir hinnar Róm- önsku Ameríku að þar lifa hundr- uð milljóna manna við lífskjör, sem við teldum ekki skepnum bjóðandi. Þegar litið er til þessa „Gúlags" Bandaríkjamanna, læturnærri að hið rússneska hverfi í skuggann. Afleiðingar hersetunnar Það er ömurleg staðreynd hversu málefnum Élands nú er komið vegna aðildar að Nató og hersetu Bandaríkjanna. Eymd og undirlægjuháttur stjórnvalda eru slík, að sam- kvæmt fyrirmælum Nató og Bandaríkjastjórnar eru íslend- ingar með vissar stjórnmálaskoð- anir útilokaðir frá fjölmörgum embættum. Bandaríkjaher á Miðnesheiði helst uppi að gera að engu varnir okkar gegn smitsjúkdómum í dýrum. Þannig hrúga þeir inn í landið hráu kjöti, sem síðan er smyglað út um allar jarðir, á meðan íslenskir tollverðir þiggja laun fyrir að tína eina og eina pylsu af ferðamönnum. Svo sem hernámsandstæðingar hafa alltaf haldið fram, og stað- fest var af fýrrv. fjármálaráð- herra, Albert Guðmundssyni, er Ijóst, að niðurlæging okkar er slík, að á vissum hluta íslands gilda ekki íslensk lög. Má mikið vera, ef hin einarða afstaða Alberts í þessu máli, hef- ur ekki átt stærstan þátt í því sem á eftir fór. Þar kann Washington að hafa kippt í spotta. Svo sem í öðrum löndum, þar sem Banda- ríViamenn hafa náð fótfestu hefir þeim tekist, með góðri aðstoð innlendra fjáraflamanna, að gera okkur það fjárhagslega háð her- náminu, að brottför þeirra mundi án efa, í þeim efnum vega á við ríflegt Vestmannaeyjagos. Það, sem þó hlýtur að valda hverjum hugsandi fslendingi mestum áhyggjum er hin gífur- lega uppbygging hernaðarmann- virkja í landinu, sem að sjálf- sögðu verkar sem segull á at- ómsprengjur og önnur ger- eyðingarvopn, ef til styrjaldar kæmi. Hér koma að sjálfsögðu til klókindi Bandaríkjamanna, sem alkunn eru, að staðsetja þau mannvirki, sem mest eru útsett fyrir slíkar árásir, sem lengst frá eigin landamærum. Sú var tíðin, að vopn voru ekki langdrægari en svo, að lönd á borð við Puerto Rico voru heppilegt útvirki fyrir Bandaríkjamenn. Þeir gerðu sér þá að sjálfsögðu lítið fyrir og slógu eign sinni á það land. Sá hluti íbúa Puerto-Rico, sem við þetta misstu möguleika á lífsframfæri, var boðinn velkom- inn í náðarfaðm Bandaríkjanna. Án efa hafa margir íslendingar fengið nasasjón af lífskjörum Puerto-Ricana t.d. í New York. Það væri e.t.v. ekki úr vegi fyrir íslensk stjórnvöld, að kynna sér sögu þessarar frjósömu eyjar, áður en þau stíga iiæsta „hergöngu-skref“ á íslandi. Skrlfað í Svíþjóö í júlímánuði 1987. Daníel Daníelsson læknir Flmmtudagur 13. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.