Þjóðviljinn - 15.08.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Qupperneq 1
Útvegsbankinn Laugardagur 15. ágúst 1987 177. tölublað 52. árgangur ---------------------------- I Hvalamál SIS hirðir bankann Guðnín verður Stórfelld uppstokkun íbankakerfinu. SÍS kaupir2/3 af hlutabréfum í Útvegsbank- anumfyrir 670 miljónir. Valur Arnþórsson stjórnarform. SÍS: Happadráttur. Stefnum að sameingu Útvegsbanka, Samvinnubanka og Alþýðubankans. Magnús Geirsson varaform. bankaráðs Alþýðubankans: Kem alveg affjöllum etta er mjög stór ákvörðun og er gerð í fullri alvöru en ég held að það sé ástæðulaust að ótt- ast að þetta leiði til stórfelldra breytinga í þjóðfélaginu, segir Guðjón B. Olafsson forstjóri Sambands íslenskra samvinnufé- laga um þá ákvörðun stjórnar Sambandsins og þriggja sam- starfsfyrirtækja þess að kaupa 67% af hlutafé Útvegsbankans af ríkissjóði á nafnverði fyrir 670 miljónir króna. Viðskiptaráð- herra hefur verið afhent kauptil- boðið ásamt útborgun á 5% kaupverðs og verður það rætt á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðju- dag. Valur Arnþórsson stjórnarfor- maður Sambandsins segir að með þessum kaupum sé stefnt að því að sameina rekstur Útvegsbank- ans og Samvinnubankans í einum stórum banka og einnig sé ein- dreginn áhugi og vilji stjórnar- innar á að Alþýðubankinn taki þátt í þeirri sameiningu. - Við höfum alilengi staðið í viðræðum við Alþýðubankann um samstarf sem enn hafa ekki borið árangur en ég hef trú á því að af þessu samstarfi geti orðið, sagði Valur Arnþórsson í gær. Hann sagði að kaup Sambandsins á Útvegs- bankanum væru mikill happa- dráttur. Brýn þörf væri á því að endurskipuleggja bankakerfið og þessi kaup á Útvegsbankanum væru mesta uppstokkun á bank- akerfinu um áratuga skeið. - Ég kem alveg af fjöllum og get á þessari stundu engu svarað um hvað þetta hefur að segja fyrir okkur, sagði Magnús Geirsson varaformaður bankaráðs Al- þýðubankans í gær. Hann sagði að fundir með Samvinnubanka- mönnum hefðu aðeins verið þrei- fingar og engin ákvörðun verið tekin um frekari fundi á næst- unni. Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS sem jafnfram er formaður bankaráðs Samvinnubankans sagði í gær að hann hefði mikla trú á því að af þessari sameiningu gæti orðið. Nýi bankinn yrði trú- lega með um 20% af heildar- bankaviðskiptum í landinu en áhugi væri innan stjórnar Sam- bandsins á samstarfi við erlenda aðila til að breikka rekstargrund- völl bankans. Afþúsundmiljónkr. hlutafjár- útboði ríkisins í Útvegsbankan- anum eru nú aðeins um 90 milj- ónir óseldar eftir þetta kauptil- boð SÍS. Áður hafði Fiskveiða- sjóður keypt hlut fyrir 200 milj- ónir og ýmsir einstaklingar og fyrirtæki fyrir 40 miljónir. -lg- kynþroska Háhyrningsmærin Guðrún er orðin 13 ára gömul og því þótti forráðamönnum höfrungagarðs- ins í Harderwijk í Hollandi ekki við hæfi að hún dveldi meðal frænda sinna lengur og sendu hana til Byndaríkjanna til fundar við lysthafandi háhyrningssvein. „Guðrún hefur verið meðal höfrunga í 11 ár og ávallt lotið forystu karlhöfrungs af fúsum og frjálsum vilja. En nú er hún kom- in á unglingsár og hormóna- breytingarnar eru augijósar. Nú þarf hún að fá sér eiginmann," sagði forstöðumaður höfrunga- garðsins. Það ber að taka það fram að Guðrún er íslendingur, hún var veidd hér norður í Ballar- hafi fyrir sléttum ellefu árum. -ks. Hafnarfjörður Saltveriom við Fiskmark- aðinn Framleiðendur samein- ast umfullkomna vinnslustöð Mokkrir stórtækir saltfiskverk- endur víðs vegar af landinu hafa fengið vilyrði hafnaryfir- valda í Hafnarfirði fyrir lóð undir verkunarhús skammt frá Fisk- markaðnum við Óseyrarbryggju. Að sögn Magnúsar Andrés- sonar hjá Sölusambandi íslenskra saltfiskframleiðenda eru það fimm framleiðendur sem standa að stofnun þessa fyrirtækis í sam- einingu og er ætlunin að búa hana öllum helstu tækninýjungum sem völ er á við saltfiskvinnslu. Vegna nálægðar við Fiskmarkaðinn er fyrirhugað að keyra þann afla sem þar yrði keyptur til verkunar á vögnum í verkunarhús. -RK. Helgarveðrið Súldar á sunnudag Veðurfræðingar spá björtu og hlýju veðri víðast hvar um landið í dag og austan og suðaustan and- vara. Þó verður sólarlaust fyrir austan. Það er því tilvalið að skreppa í berjamó því á morgun má búast við að fari að þykkna upp sunnan og vestanlands. Landbúnabarsýningin í Víðidal var opnuð í gær að viðstöddu fjölmenni. Þessi sýning er sú fjölbreyttasta og viðamesta sem haldin hefur verið til kynningar á íslenskum landbúnaði og landbúnaðarafurðum og er haldin i tilefni 150 ára afmælis fyrstu búnaðarsamtaka á Islandi. Mynd Ari. ísafjörður Lánin notuð fyrir sunnan? íbúðir seljast ekki þrátt fyrir fjölda lánsloforða sama tíma og ísfirðingar hafa það kæmi sér því á óvart ef íbúðir inga á tímabilinu 1. september , fengið um 62 lánsloforð frá Húsnæðisstofnun upp á tæpar 83 milljónir króna, auglýsir bygg- ingavertaki á ísafirði ný raðhús til sölu en fær engin viðbrögð. I Þjóðviljanum á miðvikudag kvartar Haraldur Haraldsson bæ- jarstjóri svo undan húsnæðiseklu á ísafirði. Hér virðist eitthvað stangast á. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar, sagði að með þessu hefði Húsnæðisstofnun skuld- bundið sig til að veita 83 milljónum króna til ísfirðinga og seljast ekki í kaupstaðnum. „Maður veltir vöngum yfir því hvort hugsanlegt sé að einhver hluti lánsloforðanna verði ekki notaður, einnig hversu mörg þeirra verða notuð fyrir vestan og í þriðja lagi hversu mörg þeirra verða notuð á höfuðborgarsvæð- inu.“ f nýju húsnæðislánalögunum eru engar reglur um það að láns- loforð skuli notuð í heimabyggð- arlagi. Samkvæmt upplýsingum í Húsnæðisstofnun voru ísfirðing- um veitt 10 lánsloforð til nýbygg- 1986 til 31. júlí í ár, upp á 21,5 milljónir króna. Á sama tíma voru veitt 38 lánsloforð upp á 48,1 milljón til kaupa á gömlu. í þriðja lagi voru veitt 6 lánsloforð upp á 12,5 milljónir til umsækj- enda sem ekki höfðu tilgreint hvort lánin yrðu notuð við kaup á gömlu eða til nýbygginga. „Það er vissulega áhyggjuefni ef lánsloforð sem fara út á lands- byggðina eru notuð til að fjár- festa á höfuðborgarsvæðinu, en engar reglur eru um að fólk noti loforðin til að fjárfesta heima fyrir,“ sagði Sigurður. Stefán Brynjólfsson bygging- arfulltrúi á ísafirði sagði að auk þessara raðhúsa væri verið að steypa upp um 30-40 íbúðir fyrir aldraða í bænum, en við það kæmi á markaðinn álíka mikill fjöldi íbúða í endursölu. Þá sagði hann að búið væri að úthluta 8 lóðum í nýju hverfi undir einbýl- ishús, auk þess sem tvö einbýlis- hús væru í sniíðum. „Það húsnæði sem vantar fyrst og fremst á ísafirði er leiguhús- næði fyrir aðkomufólk. Fólk er ekki tilbúið að fjárfesta hér fyrr en það hefur kannað hvort því líkar staðurinn.“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.