Þjóðviljinn - 15.08.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Qupperneq 2
'SPURNINGIN1 Verðbólgan fór yfir 30% í síðasta mánuði. Óttastu að hún sé að sækja í gamla farið? Olga Clausen sölumaður: Já, mér sýnist allt benda til þess. Þá er nú hætt við að maður sitji í súpunni með lánin sín. Sigurður Ólafsson, stýrimaður: Ég vona ekki, en það er ábyggi- lega hætt við því vegna þess hve þenslan er mikil. Hrefna Magnúsdóttir, afgreiðslumaður: Já, enda er ástandið að verða eins og fyrir myntbreytingu. Það stefnir hraðfara í það. Pjetur Sigurðsson, Ijósmyndari: Eins og mér sé ekki sama. Ég hirði bara kaupið mitt. Bæring Ólafsson, sölustjóri: Já, ég óttast þaö ef svona heldur áfram. Þar munar mest um þensluna í þjóðfélaginu. FRETTIR Norðurtanginn hf. Lifrin gefur á aðra milljón Áhöfnin á Guðbjarti ÍS 16 getur aukið árshlut sinn um rúmlega milljón króna meðþví að hirða lifrina. Lifrin hirt fyrirhafnarlítið með nýjum tœknibúnaði. Kristján Jóakimsson sjávarútvegsfrœðingur: Erum að athuga möguleikann á að framleiða örverufóður úr slóginu Undirbúningur að öflun hrá- efnis frá togaranum Guð- bjarti ÍS 16 til vinnslu þorskalýsis er nú á lokastigi hjá Norðurtang- anum hf. á Isafirði. Að sögn Kristjáns Jóakimssonar, sjávar- útvegsfræðings hjá fyrirtækinu, hófst framleiðsla þorskalýsis úr lifur frá landróðrarbátum í vor, en búist er við að byrjað verði að vinna úr hráefni frá Guðbjarti nú í ágúst eða í september. Lýsið verður þó ekki fullunnið hjá Norðurtanganum, heldur verður það kaldhreinsað og afsýrt hjá Lýsi hf. í Reykjavík. Þegar fram líða stundir mun meirihluti hráefnisins fenginn frá Guðbjarti. Að sögn Kristjáns hefur lýsisverð fram til þessa ekki verið togarasjómönnum nægileg freisting til þess að leggja á sig aukna vinnu við að hirða lifrina, en með sérstökum tæknibúnaði hefur reynst unnt að hirða lifrina án mikillar fyrirhafnar. Það er gert þannig að slógið er hirt í heilu lagi frá aðgerðarborð- unum um borð í togaranum og flutt með snigli yfir í nokkurs konar marningsvél, þar sem lifr- armassinn er skilinn frá öðrum hlutum slógsins. „Við erum ekki að ræða um háar upphæðir í þessu sambandi, en þetta er viðleitni til þess að nýta aflann betur en gert er. Það má búast við að hlutur áhafnar- innar hækki um á aðra milljón króna á ári við þetta, en lýsishlut- urinn kemur óskiptur í hlut áhafnarinnar,“ sagði Kristján Jó- akimsson. Hann bætti því við að Norður- tanginn hefði einnig hug á að gera Kristján Jóakimsson sjávarútvegsfræðingur við lýsisskilvindu Norðurtangans. Lýsisframleiðsla úr lifur frá landróðrarbát- um hófst í vor, en nú er þess beðið að hægt verði að afla hráefnis frá togaranum Guðbjarti. Kristján er annars á förum til Japans innan skamms, þar sem hann hefur fengið styrk frá japanska ríkinu til þess að vinna að rannsóknum á notkun ensíma í fiskiðnaði. tilraun til þess að nýta aðra hluta slógsins, sem nú er hent, maga, garnir og skúf. Sú hugmynd hefur verið rædd hjá fyrirtækinu að búa til slógmeltu úr þessu hráefni í örverufóður og vinnur Iðntækni- stofnun nú að markaðsathugun fyrir vöruna. Verði niðurstöður þeirrar könnunar jákvæðar verð- ur tekin ákvörðun um hvort lagt verður út í framleiðsluna. Þess má geta að Kristján er senn á förum til Japans, þar sem hann hefur fengið styrk frá jap- anska ríkinu til þess að vinna að rannsóknum á notkun ensíma í fiskiðnaði og mun hann dvelja ytra í eitt og hálft ár. Kristján er Tromsö menntaður sjávarútvegs- fræðingur og lokaverkefni hans við skólann þar fjallaði um roð- flettingu síldar með ensímum. „Notkun ensíma á örugglega framtíð fyrir sér í fiskiðnaði, en þróunin á þessu sviði verður ekki eins hröð og til dæmis á sviði tölv- utækninnar/ lokum. sagði Kristján að -gg Atvinnuleysi í júlí 420 manns atvinnulausir Atvinnuleysi 0,3% afheildarvinnuafli. Skráðir atvinnuleysisdagar fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvœði fjölda á vinnumarkaði. Á sama Skráðir atvinnuleysisdagar voru u.þ.b. helmingi færri í síðasta mánuði en í júlí mánuði í fyrra, á tíunda þúsund í stað rúm- ra 14000 á sama tíma í fyrra. í síðasta mánuði voru 420 manns á atvinnuleysisskrá, sem jafngildir um 0,3% af áætluðum mann- Laxárvirkjun Viricjunarsagan á bók Ut er komin á vegum Lands- virkjunar Saga Laxárvirkj- unar sem Gfsli Jónsson skráði. Bókin fjallar raunar ekki bara um sögu Laxárvirkjunar heldur alla sögu raforkuöflunar fyrir Akureyri, alit frá því fyrst komu fram hugmyndir um rafvæðingu bæjarins skömmu fyrir aldamót. Höfundur greinir frá fyrstu virkjun Akureyringa í Glerá og síðan aðdragandann að stofnun Laxárvirkjunar sem formlega tók til starfa haiistið 1939. Síðan rek- ur hann sögu allra framkvæmda á vegum fyrirtækisins allt þar til Laxárviricjun var sameinuð Landsvirkjun árið 1983. í sögu- lok eru sérstakir kaflar um tvo af brautryðjendum í raforkumálum Akureyringa, þá Stein Steinsen fyrrverandi bæjarstjóra og Knut Otterstedt fyrrverandi rafveitu- stjóra. -yk. tíma í fyrra voru 655 á atvinnu- leysisskrá, eða 0,5% mannaflans. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins var fjöldi atvinnu- leysisdaga í júlí s.l. 9123, en réttu ári áður voru atvinnuleysisdag- arnir 14205. Fjöldi atvinnuleysisdaga var snöggtum meiri úti á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu, enda er atvinnuframboðið þar ekki eins háð duttlungum árferð- is og aflabragða og úti á landi. Skráðir atvinnuleysidagar utan Reykjavíkursvæðisins voru 5060 en 4063 í Reykjavík og nærsveit- um. í síðasta mánuði voru 297 kon- ur á atvinnuleysisskrá og 124 karPar. -rk Norðurlönd Vilja fjölskyldu- bú Norrœnu bœndasam- tökin leggja áherslu á mikilvægi fjölskyldu- búa „Samband norrænu bænda- samtakanna leggur áherslu á að fjölskyldubúið er ráðandi búsk- aparform á Norðurlöndum, og mikilvægi þess að fjölskyldubú- inu sé gert kleift að halda velli og þróast.“ Þannig hljóðar upphaf álykt- unar aðalfundar sambandsins, sem haldinn varí Vildmansstrand í Finnlandi 4.-6. ágúst sl. Þá lagði fundurinn og mikla áherslu á umhverfismál og eflingu mengunarvarna, alþjóða- markað, baráttu við hungrið í heiminum og sjálfsnægtir hverrar þjóðar í öryggisskyni. „Norðurlönd framleiða óspillt- ustu landbúnaðarafurðir í veröld- inni. Það verður að tryggja grundvöll þessarar framleiðslu svo að hún geti haldið áfram um ókomna tíð,“ segir þar. -mhg Fáðu þér buff tartar. Það er mjög áhugavert hérna. Ég sagði þér að það væri mjög áhugavert hérna 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.