Þjóðviljinn - 15.08.1987, Page 3

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Page 3
iORFRETTIRi FRETTIR Eftir Kringlu Biðstaða í versluninni Guðmundur Hafsteinsson verslunarstjóri í Kostakaupum: Kappkostum að halda vöruverði ílágmarki, en einhver hlýtur að borga brúsann inni í Kringlu Bridgelandsliðið í karlaflokki lenti í 4 - 5. sæti ásamt Norðmönnum á Evrópum- ótinu sem lauk í gær. Liðið tapaði fyrir Bretum í gær 12 -18 en Bret- ar tryggðu sér 2. sætið með þeim sigri á eftir Svíum en þessar þjóð- ir komast áfram á heimsmeistaramótið. Árangur ís- lenska landsliðsins er mjög góð- ur og vakti frammistaða liðsins mikla athygli á mótinu. Vegna salmonellu sem hefur fundist að undanförnu í svína og kjúklingakjöti hafa Neytendasamtökin krafist þess að heilbrigðiseftirlit verði stórlega hert á öllum stigum kjötfram- leiðslu f landinu og stóraukin verði fræðsla til almennings um hvernig hindra beri matarsýking- ar. Þá beina samtökin því til al- mennings að temja sér varúð í meðhöndlun á hráum kjötvörum, en salmonella drepst við 70 gráðu stiga hita. „Auðvitað býst maður við því undir niðri að eitthvað dragi úr í bili, en ég á von á að það jafni sig. Ég geri ekki ráð fyrir að fólk hætti að hugsa um verðlag, og við höfum kappkostað að halda því í lágmarki hér í versluninni, eins og reyndar víðar í Hafnarfirði. En einhvcr hlýtur að borga brús- ann inni í Kringlu,“ sagði Guð- mutidur Hafsteinsson, verslunar- stjóri í Kostakaupum i Hafnar- firði, þegar blaðamaður spurði hann um áhrif nýja stórmarkað- arins í Kringlunni. í vangaveltunum að undan- förnu um áhrif Kringlunnar á annan verslunarrekstur hefur verið einblínt á hvort verslunin við Laugaveginn haldi velli, en minna hugað að afdrifum kaup- mannsins á horninu og verslunar- innar í nágrannasveitarfélögun- um. Aðspurður um hvort áfengis- útsalan í Kringlunni kynni að reynast afdrifarík þar sem búast mætti við því að fólk ætti erindi þangað og keypti þá inn í leiðinni, sagði Guðmundur að hætt væri við því, „enda trekkir ríkið meira en flest annað inni í Kringlu." „Ég er alveg viðbúinn þvf að þetta taki eitthvað frá okkar verslun, en mín skoðun er sú að Hagkaup taki mest frá sjálfu sér í Skeifunni. Að öðru leyti dreifist verslunin, og það kemur þá bæði niður á nágrannasveitarfélögun- um og öðrum verslunum á höfuð- borgarsvæðinu,“ sagði Ragnar Haraldsson, verslunarstjóri í Garðakaupum. „Pað verður ör- ugglega traffík hjá þeim, en ég er ekki viss um að verslunin verði í samræmi við fjöldann.“ „Við erum búnir að gera heilmargt til að bæta okkar versl- un,“ sagði Ragnar. „Hér hefur verið stofnaður heill miðbæjar- kjarni með fjölda verslana, og markmiðið hlýtur að vera að fá Garðbæinga til að versla heima í héraði. Við borgum okkar að- stöðugjöld hér, og það er þeirra hagur að verslunin haldist í sveitarfélaginu.“ HS Öryggismál sjómanna verða til umræðu á viðamikilli ráðstefnu sem Siglingamálast- ofnun ríkisins og 16 önnur samtök og félög sem tengjast sjávarútvegi standa fyrir um miðj- an næsta mánuð. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig sem fyrst á ráðstefnuna hjá Siglingamálastofnun en þátt- tökugjald er 500 kr. Hólahátíð hefst með messu í dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal kl. 14.00 á sunnudag. Örn Friðriksson pró- fastur á Skútustöðum prédikar og kirkjukór Víðimýrarsóknar syngur. Á Hólahátíð verður m.a. afhjúpaður steinn að Neðriási í Hjaltadal til minningar um fyrstu kirkju sem vitað er um hérlendis en hún var reist á þeim stað 16 árum fyrir Kristnitöku og sést þar enn móta fyrir kirkjugarði. Alþjóðamál og heimsfriður er yfirskrift ráðstefnu sem And- legt þjóðráð Baháíá á íslandi stendur fyrir í menningarmið- stöðinni Gerðbergi í dag laugar- dag. Ráðstefnan sem hefst kl. 14.00 er haldin í samvinnu við Esperantosamband íslands í til- efni aldarafmælis alþjóðatungu- málsins og er tilgangurinn að vekja athygli ráðamanna og al- mennings á mikilvægi alþjóðat- ungumáls á vegferð mannkynsins til heimsfriðar. Rannsóknarhúsnæði fyrir laxeldi er nú í byggingu í Kollafirði. Húsnæðið verður um 450 ferm. og þar á aðallega að rannsaka fjölskylduúrval hjá lax- fiski. Komið verður fyrir 200 kerj- um í byggingunni sem verður fok- held í næsta mánuði og tilbúin til notkunar um næstu áramót. í heyskap á Hofsstaðatúninu. Blaðamaður og Ijósmyndari Þjóð- viljans gengu fram á þessa krakka í unglingavinnunni í Garðabæn- um í góða veðrinu í vikunni, og var ekki annað að sjá en að heimsókn okkar hefði góð áhrif á afköstin: „Af hverju eru allir orðnir svona duglegir að raka?“ gall við í einum við hlátur vinnufélag- anna. Nærtækt að halda að það hafi mest verið af virðingu fyrir Ijósmyndavélinni. Mynd. Sig. Fasteignaverð Deilt um reikningsaðferðir Niðurstöður Fasteignamats og ráðuneytis um hœkkunfasteignaverðs stangast á. Stefán Ingólfsson: Ófagmannleg vinnubrögð hjá Fasteignamatinu. Guðmundur Gylfi Guðmundsson: Hefekki hugmynd um hvernig ráðuneytið fékk sína niðurstöðu Fasteignamat ríkisins hefur sent frá sér fréttabréf þar sem birt er hækkun á fasteignaverði frá ágúst 1986 til mars 1987. Niðurstaða Fasteignamatsins er töluvert frábrugðin þeirri niður- Ólafsvík Vegleg afmælishátíð 300 ár síðan Ólafsvík varð löggiltur verslunarstaður. Tímamótanna minnst með margvíslegum hætti. 300 dúfum sleppt til heiðurs forsetan- um sem kemur í heimsókn H inn 26. mars síðastliðinn voru rétt þrjúhundruð ár liðin síð- an undirritað var piagg upp á það að Ólafsvík væri löggiltur vcrsl- unarstaður. íbúarnir hafa minnst þessara tímamóta með margvís- legum hætti á afmælisárinu, en hámarki ná hátíðahöldin í dag er forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, kcmur í heimsókn. Að sögn Kristjáns Páissonar bæjarstjóra verður mikið um dýrðir í tilefni afmælisins. Bæjar- stjórnin heldur hátíðarfund að viðstöddum forseta í nýuppgerðu pakkhúsi frá árinu 1844, og verð- ur rætt um framtíðarnotkun þess. Opnuð verður málverkasýning með myndefni frá Ólafsvík og ná- grenni. Þar eru til sýnis um 60 málverk sem lista- og menningar- nefnd, undirdeild afmælisnefn- dar, hefur haft forgöngu um að vinna. Þá verður haldin ljósm- yndasýning sem nær yfir verslun- artímann eftir því sem tök eru á, og sögusýning. Þessar sýningar opnar forseti klukkan tvö í dag. Forsetinn mun síðan heimsækja elliheimilið, en því- næst verður 300 dúfum sleppt henni til heiðurs. Á eftir heimsækir hún miklar tjaldbúðir sem reistar hafa verið, og er þar meðal annars markaðstjald, upp- ákomutjald, skátatívolí og brúðubíll. Forsetinn leggur síðan blóm- sveig að styttu sjómannsins og fer í skoðunarferð um bæinn. Um kvöldið verður nýtt fé- lagsheimili Ólafsvíkinga form- lega tekið í notkun með viðamik- illi dagskrá. stöðu sem félagsmálaráðuneytið birti í fréttatilkynningu sinni um daginn. Munar á annan tug prós- enta á niðurstöðum. Samkvæmt fréttatilkynningu félagsmálaráðuneytisins hafði fasteignaverð hækkað um 37% á þessum tíma, en meðaltalshækk- un á þessum tíma er 23,7% sam- kvæmt niðurstöðu Fasteigna- matsins. „Ég sé ekki betur en að Fast- eignamatið hafi eingöngu gengið út frá nafnverði íbúða við út- reikninga sína,“ sagði Stefán Ing- ólfsson hjá félagsmálaráðuneyt- inu, en hann sá um útreikninga ráðuneytisins. „Það finnst mér mjög ófagmannleg vinnubrögð á þessum sérstæðu tímum sem ríkt hafa í fasteignaviðskiptum." Stefán sagði að við útreikninga sína hefði hann miðað við nafnverð, auk þess sem hann hefði tekið inn í útreikningana hækkun á útborgunarhlutfalli úr 72% í 79%. Þá hefði hann tekið tillit til verðbótaþáttarins, en verðbólga í ágúst 1986 var um 20% en í mars var hún um 13%, sem þýðir að afborganir af eftir- stöðvarskuldabréfum voru mun erfiðari þá en árið á undan. í þriðja lagi sagðist Stefán hafa tekið inn í að eignir sem voru í framboði þegar nýja kerfið tók við og eignir í framboði í mars væru ekki sambærilegar að gæð- um. Það væri svo að bestu íbúð- irnar seldust fyrst. Guðmundur Gylfi Guðmunds- son hjá Fasteignamatinu sagði að niðurstaða Fasteignamatsins væri reiknuð út frá nafnverði, auk þess sem við útreikninga meðal- verðs væri tekið tillit til fram- reiknistuðuls. „Þetta er sú regla sem Fasteignamatið hefur notað í áraraðir." Guðmundur Gylfi taldi ástand- ið um og eftir gildistöku nýju húsnæðislánalaganna ekki það sérstætt að það þyrfti að breyta um reiknireglur. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig félagsmála- ráðuneytið hefur fengið þessa niðurstöðu en mér sýnist hún mjög rúm miðað við niðurstöðu okkar, og það þótt þeir hafi reiknað inn í hækkun á útborgun- arhlutfalli. Á móti kemur að stærsti hluti útborgunarinnar kemur seinna á útborgunarár- inu.“ -Sáf Laugardagur 15. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.