Þjóðviljinn - 15.08.1987, Page 4

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Page 4
LEtÐARE Guðfræði, Breskir sjónvarpsþættir um trúarsöfnuöi í Banda- ríkjunum hafa komiö nokkru róti á hugi manna hér- lendis að undanförnu og ekki aö ófyrirsynju. Þeir hafa sýnt hættulegan samþætting heittrúar og hægripólitíkur þarsem stjörnustríö og kontra- stuöningur eru álitin dótturfyrirtæki guös almáttugs en eiturlyf, sovétkommúnismi, fóstureyðingar, friö- arhreyfing, bandarískir demókratar, frjálslyndir rit- höfundar, þróunarkenningin og sjúkdómurinn eyðni eru alltsaman aöeins ólík tól úr verkfærasafni hins vonda. Þarsem „viö“ fetum ífótspor Péturs og Páls á hinum þrönga vegi gegn óvígum her andskotans undir forystu Marx og Leníns, Jesse Jacksons og Edwards Kennedys. Þessi ofstopi vekur verðskuldaða athygli hér- megin hafs, og ekki síður hitt að fyrir bókstafstrúar- mönnunum bandarísku eru bókstafir Biblíunnar aö sönnu jafnir, en sumir þó jafnari en aðrir. Frömuöir guöskristni í Dallas hafa kosið aö fletta yfir kaflana um kyrtlana tvo, um eyri ekkjunnar, um úlfaldann og nálaraugað, og búiö til úr kenningu trésmiðsins einskonar Dale-Carnegie-námskeið þarsem guðsblessun magnar auðsöfnun og auð- söfnun magnarguðsblessun. Þarsem kenningin um hina hreinu trú nær því hámarki að Móður Teresu er meinuð för um hliðið gullna vegna þess að hún hefur ekki hlotið þá snertingu almættisins sem gerir guðs- lömb að góðum bissnessmönnum. Þarsem bænin er hagsmunir Lúkas 18. 11-13: Guð, eg þakka þér að eg er ekki einsog aðrir menn... Þessi sjónvarpslexía er holl, þótt lærdómurinn sé gamall. Tvöfeldni þessara ofstopafullu og valda- miklu bókstafsmanna í Bandaríkjunum sýnir með öðru hina sérkennilegu víxlverkun kenningar og hagsmuna sem sífellt er á ferð í samfélögunum. Heittrúarþættirnir sýna í spéspegli þá mannlegu ár- áttu að kasta kennisetningunum einsog skikkju yfir einkahagsmunina, að finna í tilbúnum fræðum rétt- lætingu eigin athæfis og telja andstæðinginn ekki aðeins stríða gegn sjálfum sér heldur gegn æðri máttarvöldum. í sögu kristninnar eru um þetta fjölmörg dæmi, og þau má finna engu færri í sögu annarra trúarbragða og kenningakerfa. Svokölluð frjálshyggja er hér meðal annars til dæmis. Þar er byggt á þeirri frumsetningu að lífið sé markaður. Ekki einungis vöruskipti fara fram á þeim markaði, þar eru einnig á uppboði tilfinningar, hug- myndir og mannslíf. Sá sem best getur boðið ber mest úr býtum. Þessi kenning er í grundvelli sínum reist á frum- stæðri útgáfu af þróunarkenningu Darwins um sigur hins hæfasta, en hinn endanlegi tilgangur, -Ijós eða leyndur-, er að réttlæta borgaralegt þjóðfélag þar- sem stétt ríkir yfir stétt í krafti áhrifamesta vopnsins, auðsins sjálfs. Kenningu þessarar markaðshyggju er ekki hægt að ræða nema að taka um leið tillit til hagsmunanna sem hún ver, en trúarbrögð frjáls- og lífssýn hyggjunnar eiga sér þó sinn guð, auðinn, og sína hálfguði, peningamennina, sem Morgunblaðið kallar á tyllidögum skáld athafnalífsins. Þegar hálfguðirnir segja: Verði stórhýsi! þá verður stórhýsi, og við eigum að falla fram og tilbiðja þá. Þegar hálfguðirnir segja: Verði sjónvarpsstöð! þá verður sjónvarpsstöð. Þegar guðmennin segja: Verði stríð! þá verður stríð! og við föllum fram og tilbiðjum þá. Stjórnmál eru vígvöllur hagsmuna, hagsmuna ein- staklinga, hópa, stétta, stofnana. En stjórnmál fjalla líka um lífssýn. Sú lífssýn að við, fólkið í heiminum, séum samferða á þessari göngu milli vöggu og grafar leiðir af sér ákveðna pólitík, félagsleg viðhorf samhjálpar og samvinnu, umburðarlyndis og gagn- kvæms tillits. Þessi lífssýn tengist einnig hagsmunum, en þeir hagsmunir eru hagsmunir alþýðu, hagsmunir öreiga í nútímaskilningi þess orðs. Sósíalisminn þýðir að með samtökum almennings, með bandalagi alþýðu, þarf enga hálfguði. Sósíalisminn býður ekkert sjálf- krafa himnaríki, en hann er leiðsögn um þá framtíð sem við sköpum okkur sjálf, á okkar eigin forsend- um, í samfélagi þarsem mannát kapítalismans er ekki lengur til. Vinstrimenn eiga ekki að halda sér í stirðnuð fræði eða úreltar baráttuaðferðir, en þessum grundvelli mega menn ekki gleyma í moldviðrum heittrúar og hægribylgju. -m ir* ■ Mynd: Sigurður Mar þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ólafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrtta-og prófarfcalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson. Utlitateiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Ðára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumú la 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.