Þjóðviljinn - 15.08.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Qupperneq 5
Að bryðja lyfin sín og versla Stundum liggur við að maður beri brigður á tölur Hagstofunn- ar um fóiksfjölda á íslandi, því að flestöll meðaltöl sem maður heyrir um lifnaðarhætti og neysluvenjur þjóðarinnar virðast vera talsvert öðru vísi en gengur og gerist í nágrannalöndunum þegar summan hefur verið fundin og deilt er í hana með íbúatölu. Væri allt með felldu ættu Is- lendingar að vera allmiklu fleiri en Hagstofan segir að þeir séu. En sennilega er Hagstofan nokk- uð nösk á að fara rétt með tölur, svo að þangað til annað kemur í ljós skulum við trúa því að íslend- ingar séu einungis um 250 þús- und. Þetta er iðinn hópur. Hér skilar fólk fleiri vinnustundum en víðast hvar annars staðar þar sem teknar eru saman hagtölur. Og lengi höfum við vitað að þrátt fyrir mikið vinnuálag lesa íslend- ingar meira en aðrar þjóðir, ferð- ast meira, tala meira í farsíma, eiga fleiri bíla og eru betri skák- menn. íslenskar konur eru feg- urstu konur heims og íslenskir karlmenn eru sterkastir allra. Við syndum meira en aðrar þjóðir, skörum fram úr í handbolta og drekkum meira í einu en aðrar þjóðir kunna að innbyrða. Við höldum fleiri málverkasýningar en aðrir, skrifum og yrkjum meira, og förum oftar í leikhús. Fyrir utan allt þetta hefur ný- lega komið í ljós að tíundi hver íslendingur þarf á svefnlyfjum að halda á hverju einasta kvöldi til að geta sofið, fyrir nú utan alit það lyfjamagn sem nauðsynlegt er til að vökustundirnar verði bærilegar. Dýrtaðvera heilsulaus Á síðasta ári néyttu íslending- ar lyfja fyrir um þrettánhundruð milljónir króna, þar af greiddi Tryggingastofnun um einn milljarð og sextíu og fimm milj- ónir króna, eða um fjögurþúsund og fjögurhundruð krónur fyrir hvern landsmann. Þetta eru óneitanlega skugga- legar upplýsingar, ekki síst vegna þess að lyfjanotkunin eykst geigvænlega ár frá ári. Þjóðin virðist vera að missa heilsuna. Sérstaklega virðist svefnleysið há okkur auk harðlífis, blóðleysis, giktar og andarteppu. Og þegar á heildina er litið eru það fjórir lyfjaflokkar sem einkum virðast halda þjóðinni gangandi: Tauga- og geðlyf, meltingarfæralyf, hjartalyf og sýklalyf, svo að þjóð- in virðist vera sæmilega rólfær miðað við nágrannaþjóðir, burtséð frá þessari slæmsku á taugum, geði, hjarta og melting- arfærum. Varðandi þessa lyfjanotkun er sjálfsagt að taka fram að hér er um að ræða lögleg lyf sem eru á lyfjaskrá og yfirleitt tekin sam- kvæmt lyfseðlum frá læknum. Það er verið að tala hér um ólögleg vímuefni sem hingað er smyglað. Læknarnir ávísa Því miður mun ekki vera á þessu sú einfalda skýring að þjóð- ir verði því heilbrigðari sem þær taki inn meira af lyfjum, en af þessum tölum má þó ætla að býsna margir læknar séu þó þeirrar skoðunar. Það eru læknar sem ávísa þessum lyfjum, enda tíðkast það yfirleitt að það séu læknarnir sem ráði lyfjameðferð- inni en ekki sjúklingarnir. Að sjálfsögðu má alltaf gera ráð fyrir því í einstökum tilvikum að læknir gefi sjúklingi fleiri og meiri lyf en nauðsynlegt hefur verið og kemur í ljós að meðferð lokinni. En hér er ekki um að ræða einstök tilvik, einstaka lækna né einstaka sjúklinga. Hér er um að ræða heila þjóð, sem á sumum sviðum neytir meiri lyfja en tíðkast í öðrum löndum; og hér er um að ræða læknastétt sem á sumum sviðum gefur út fleiri lyfseðla en annars staðar þekkist. Þetta er ekki eðlilegt. Þetta er ekki eins og annars staðar í ná- grannalöndum okkar. Og þetta hlýtur þá að vera annað hvort betra eða verra. Hér skal enginn dómur á það lagður hvort þjóðin hafi gott af því að skara fram úr öðrum þjóð- um í lyfjaneyslu. En það virðist vera tiltölulega einfalt mál að hafi þessi lyfjanotkun sannanlega bætandi áhrif á heilsufar þjóðar- innar þá eru læknarnir á réttri leið og ættu helst að skrifa ennþá fleiri lyfseðla. Ef ekki, þá mega læknarnir taka sig á. Er þjóðin að missa heilsuna? En grundvallarspurningin er hvort íslendingar séu að missa heilsuna. Eða er svipað ástatt fyrir öðrum þjóðum, en læknarn- ir þar ekki nógu glöggir til að greina ástandið? Leikmanni þykir þó ótrúlegt að heilsufar íslendinga sé svona miklu bágbornara en gerist ann- ars staðar, einkum með tilliti til þeirrar afrekaskrár okkar sem upp er talin hér að framan. Viðbragðsflýtir þjóðarinnar virðist vera í góðu lagi þrátt fyrir allt lyfjaátið, sem hugsanlega gæti bent til þess að við íslending- ar séum svona miklu harðgerari en aðrar þjóðir að við þurfum einfaldlega stærri lyfjaskammta til að njóta tilætlaðra áhrifa. Að minnsta kosti voru menn snarir í snúningum á fimmtudaginn var þegar ný búðasamstæða var opn- uð í Reykjavík. Fjörutíu þúsund manns spruttu fram úr rúmunum á fimmtudagsmorgun og ákváðu að skella sér og líta á dýrðina í Kringlunni. Og fjörutíu þúsund manns mættu. Og miðað við „lyfjaskýrsluna” ættu rúmlega tuttugu þúsund af þessum fjörutíu þúsundum að vera á lyfjum daglega. En lyfjanotkunin kom þó ekki í veg fyrir að tugir þúsunda brugðu skjótt við, vildu vera vakandi fyrir nýjungum og drifu sig í Kringluna til að versla fyrir þær gífurlegu tekjur sem fólk hefur hér fyrir að vinna fleiri vinnu- stundir en nokkurs staðar annars staðar. Sljóvgandi áhrif? Svo að allur þorri fólks virðist vera skýr í kollinum þrátt fyrir mikla lyfjanotkun. Það er ánægjulegt, því að satt að segja hefði maður getað haldið að svona mikið af lyfjum gæti farið að virka sljóvgandi á þjóðina. Það virðist ekki vera. Til dæmis flutti hinn nýi við- skiptaráðherra þjóðarinnar, sem heitir Jón Sigurðsson og er í Al- þýðuflokknum, mjög skýra ræðu. Hann sagði meðal annars: „Auðvitað sýnist sitt hverjum um þessa framkvæmd. Hún er óneitanlega stór skammtur (let- urbreyting min, Þ.B.) í okkar litla samfélagi og kann að valda nokkru umróti í versluninni í bænum um sinn.” Þetta er mjög skarplega athug- að og sjálfsagt að taka undir. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði ennfremur: „Þeir menn eru til sem segja að starfsemi Hagkaups hafi ekki skipt minna máli en verðlagseftir- lit og kjarabarátta til að bæta kjör almennings. Það fer vel á því að pálminn verði einkennistréð á aðalgötu Kringlunnar.” Þarna finnst manni aftur á móti erfiðara að vera sammála við- skiptaráðherranum, en þótt hann hafi Þjóðviljann á móti sér í þess- ari túlkun, hefur hann þó altént Alþýðublaðið og kratana með sér. í leiðara Alþýðublaðsins í gær segir: „Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði í ræðu sinni við opnun Kringlunnar í gær að Pálmi í Hag- kaup hefði í reynd gert verðlags- eftirlitið óþarft. Það er mikill sannleikur fólginn í þeim orðum. Vilmundur heitinn Gylfason sagði oftar en einu sinni að Pálmi í Hagkaup hefði gert A.S.Í. óþarft. Eflaust er einnig einhver sannleikur fólginn í þeim orðum. Það er hins vegar staðreynd, að Pálmi í Hagkaup tók að sér hlut- verk sem samvinnuhreyfingunni var ætlað; hann kom góðum en ódýrum vörum til almennings um land allt.” Skýr pólítík! Þessi skýra afstaða kratanna er mjög merkileg á þessum lyfjuðu tímum. Hagkaupsmaðurinn einn og sér hefur gert þjóðinni meira gagn en Verðlagseftirlit, Alþýðu- samband og Samvinnuhreyfing samanlagt. Það er ekki meiningin hér að bera brigður á ágæti Pálma Jóns- sonar sem tvímælalaust er með fremstu mönnum í sinni stétt. En hitt vill maður gjarnan að komi fram að það eru ekki allir sam- mála Jóni Sigurðssyni og krötun- um um að Verkalýðshreyfingin, Verðlagseftirlitið og jafnvel Sam- vinnuhreyfingin komist ekki með tærnar þar sem Pálmi hefur hæl- ana við að bæta lífskjör fólksins í landinu. Þótt kratarnir hafi nú endanlega gefist upp í þeirri bar- áttu og sitji nú við að skattleggja matvæli og setji nú traust sitt á kaupmenn sem bjargvætti alþýð- unnar, þá eru nú á lofti ýmis teikn sem benda til þess að varlegt sé að trúa því að alþýðan verði þæg og góð allt næsta kjörtímabil og láti sér nægja að bryðja lyfin sín og versla og láta Pálma og krat- ana sjá um lífskjörin. - Þráinn Laugardagur 15. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.