Þjóðviljinn - 15.08.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Page 7
Umsjón Ólafur Gíslason Taeko Mori og Halldór Stefánsson. (Mynd: Ari). Fuglsaugað og fjarvíddin íhugunar- efni úr pappír Japanska listakonan Taeko Mori hefur opnað sýningu í Gall- erí Borg. Þetta eru óhlutlægar myndir unnar úr pappír með því fágaða handbragði og þeirri næmu tilfinningu sem er einkenn- andi fyrir japanska myndlistar- hefð. En jafnframt því sem myndir hennar sverja sig sterkt í japanska listhefð hafa þær til að bera frelsandi nýsköpun í form- inu, sem byggir ekki síst á næmri innlifun listakonunnar í þann efn- ivið sem unnið er úr, þar sem áferð, litur og form mynda í ó- rjúfanlegu samhengi eina ljóð- ræna heild eða íhugun, og þar sem leikið er markvisst á þá spennu sem myndast á milli til- viljunarkennds leiks línunnar og markvissrar formbyggingar, rétt eins og í hefðbundinni japanskri eða kínverskri kalligrafíu. í yfirlætislausri hógværð sinni bjóða myndir Taeko Mori upp á myndræna íhugun sem veitir áhorfandanum fullkomið frelsi til túlkunar, og þar sem hinn form- ræni eiginleiki efnisins situr í fyrirrúmi en öll sálfræðileg krufn- ing er látin lönd og leið. Það er sjaldgæfur fengur að fá slíkt sýnishorn lifandi japanskrar menningarhefðar hingað til fs- lands, en þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Taeko Mori heiðrar okkur með verkum sín- um, því hún kom hingað síðast fyrir 6 árum og sýndi þá vefnað í Listmunahúsinu við Lækjargötu við góðan orðstýr. En samband hennar við ísland er reyndar ekki bara bundið við atvinnu hennar, því hún er gift Halldóri Stefánssyni mannfræð- ingi, sem hún kynntist meðan þau voru bæði við nám í Frakklandi. Okkur fýsti að frétta nánar af högum þeirra og háttum, og átt- um því við þau eftirfarandi spjall skömmu fyrir opnun sýningar- innar, þar sem Halldór gegndi hlutverki túlksins þegar tung- umálaerfiðleikar gerðu vart við sig. -ólg Það var Halldór sem hóf f rá- sögnina af Japansævintýri sínu eftir að við höfðum komið okkur fyrir í þægilegri setustofu ætt- ingja hans á Baldursgötunni, og ævintýrið hófst auðvitað með ky nnum hans af listakonunni T a- ekoMori: - Við höfðum bæði verið við nám í Frakklandi og Taeko hafði komið nokkrum sinnum hingað heim með mér þannig að mér fannst vera komið að mér að kynnast hennar heimahögum þegar ég hafði lokið námi mínu í Frakklandi. Ég fékk 18 mánaða japanskan styrk til þess að læra japönsku og kom þangað fyrst haustið 1981, þá orðinn 31 árs og algjörlega kunnáttulaus í málinu. Ég áttaði mig fljótlega á því að 18 mánuðir dygðu skammt til þess að læra málið, allra síst fyrir mann á mínum aldri, og fyrstu 6 mánuðirnir fóru eiginlega í stöð- ug veisluhöld í útlendinganý- lendu þar sem voru námsmenn frá 57 þjóðum í svipaðri aðstöðu og ég. Én eftir 6 mánaða veislu- höld komst ég inn í mannfræði- deildina í Osaka-háskólanum, þar sem ég gat lagt stund á mitt fag samfara tungumálanáminu. Ég fór að kynna mér japanska forfeðradýrkun, sem ersnar þátt- ur í austurlenskri menningu, og eftir 1/2 ár þar var ég svo heppinn að hljóta styrk frá japanskri stofnun sem er að hálfu leyti ríkisstofnun, en þessi styrkur var fólginn í rannsóknastöðu við Osaka-háskólann, þar sem ég gat haldið áfram að einbeita mér að rannsóknum mínum á forfeðra- dýrkuninni, afstöðu Japana til dauðans og látinna ættmenna. Þetta varð til þess að ég var hrein- lega neyddur til þess að læra mál- ið, þar sem rannsóknir mínar fól- ust meðal annars í afar lær- dómsríkri vettvangskönnun, sem ég gerði í sveitaþorpi í námunda við Fuji-fjallið, þar sem ættingjar Taeko bjuggu. Þar var tungumál- akunnáttan forsenda alls árang- urs, og í þeim efnum naut ég dyggilegrar aðstoðar Taeko. Síð- an leiddi eitt af öðru þar til ég fékk kennarastöðu við Osaka- Halldór Stefáns- son mannfræðing- ur og listakonan Taeko Mori segja frá lífi og list í Jap- an í nútíð og fortíð Gakuin-háskólann, þar sem ég kenni nú byrjendakúrsa í mann- fræði 2-3 daga í viku samfara rannsóknum mínum. Við búum í Kyoto, sem er um 40 km frá Osaka, og ég er 40-50 mín í vinn- una með lest. Austrið og vestrið Að þessu sögðu kom Taeko inn með kaffið og kraup við borðið að japönskum sið. Hún er hæglát og yfirveguð í framkomu og hefur til að bera þá sömu hógværð og þokka, sem finna má í myndum hennar. Hún á að baki 8 ára nám í Frakklandi, þar sem hún útskrif- aðist frá listaakadcmíunni í París 1978, og ég byrja á því að spyrja hana að því hvort eða að hve miklu leyti reynsla hennar og þekking á evrópskri menningu komi fram í myndum hennar. - Það er erfitt að segja, ég hef hrifist af mörgu í evrópskri mynd- list og hún hefur opnað augu mín á ýmsa lund. En ég get ekki skil- greint hvað í myndum mínum sé hægt að rekja til evrópskra á- hrifa. En til dæmis spænski mál- arinn Antonio Tapies hefur haft áhrif á mig fyrir þá næmu tilfinn- ingu sem hann hefur fyrir efninu og efnisáferðinni í málverki sínu. Annars hef ég hrifist af mörgu hjá frönsku impressíonistunum, og einnig hefur það komið mér á óvart hvað mikið er til af góðri íslenskri myndlist. Mér finnst til dæmis Kjarval vera á heimsmæl- ikvarða og skil ekki hvers vegna myndir hans er ekki að finna í eríendum söfnum. Ég held að ég geti svarað þess- ari spurningu þannig að ég hafi lært margt af evrópskri myndlist þó það sjáist ekki í myndum mín- um. því myndirnar koma innan- frá mér sjálfri og þegar öllu er á botnin hvolft þá er ég innst inni japönsk myndlistarkona. Hefðin og nútfminn -Gætir svipaðra strauma í jap- anskri nútímamyndlist eins og komið hafa fram hér á Vestur- löndum? - Japan var lokað land þar til það var opnað fyrir erlendum áhrifum með valdboði árið 1868. Upp frá því flæddu inn í landið vestræn áhrif á öllum sviðum, einnig á sviði myndlistar. Sam- hliða hinni hefðbundnu japönsku myndlist urðu til skólar í vest- rænni myndlist þar sem fram komu vestrænir straumar nánast jafnóðum og þeir spruttu upp í Evrópu, þótt ávallt hafi mátt greina að um japanska list væri að ræða. Síðan hafa hefðbundin list og nútímalist þróast hlið við hlið, og því má segja að hin evrópsku áhrif hafi orðið ný viðbót við jap- anskt menningarlíf, þar sem evr- ópskum aðferðum var beitt við að túlka japanskan veruleika. Japönsk nútímalist ber því alltaf sín þjóðlegu séreinkenni þrátt fyrir vestrænu áhrifin, rétt eins og hægt er að greina á milli franskra og þýskra einkenna til dæmis í evrópskri list. - Hvernig er sambandi lista- manna við almenning háttað í Japan. Er listaverkamarkaður- inn þar svipaður og við þekkjum hér á landi? - Nei, það er eitt af því sem hefur komið mér á óvart hér á landi, hvað almenningur gerir mikið að því að skreyta heimili sín með listaverkum. Sum íslensk heimili eru eins og listaverka- söfn. í Japan er það nær eingöngu söfn og ríkir listaverkasafnarar sem kaupa listaverk á almennum markaði. Fagurfrœði hversdagsins Hér blandar Halldór sér í sam- talið og segir að hefðbundinn jap- anskur húsakostur bjóði ekki upp á það að myndir séu hengdar upp á veggi. Skilrúm milli vistarvera séu mynduð úr þunnum renni- hurðum, en í hverri íbúð sé venjulega eitt horn eða staður ætlaður fyrir viðhafnarsæti, og þar sé venjulega hafður einn list- munur, t.d. leirvasi og kannski ein kalligrafísk mynd á bakvið. Það er meðal annars til þess að þessir hlutir fái notið sín til fulls sem ekki eru hafðir fleiri hlutir uppi við. Hefðbundin íbúð er að mestu leyti án húsgagna, en eigi fjölskyldan fleiri listmuni, þá er kannski skipt um á nokkurra mánaða fresti. Annars búa Jap- anir yfirleitt þröngt og illa, og með tilkomu fjölbýlishúsanna og þrengslanna í stórborgunum hef- ur hið hefðbundna fagurfræði- lega gildismat látið undan síga fyrir hagræðingunni. Kyoto, þar sem við búum, er að nokkru leyti undantekning hvað þetta varðar, þar sem henni var hlíft í stríðinu og þar er til dæmis ekki leyft að byggja hærra en 3 hæðir. Japan í sjónvarpinu - Nú í vikunni sýndi sjónvarpið hér athyglisverða mynd um Jap- an nútímans, þar sem leitast var við að horfa á bak við þá glans- mynd sem stundum er haldið að okkur um landið sem fyrirmvnd- arríki kapítalismans. Mig langar til þess að spyrja ykkur hvort myndin hafi verið sannferðug að ykkar mati? - Já, okkur fannst þetta vel gerð mynd sem gaf raunsæja mynd af einni hlið Japans, sagði Taeko. - Líka hvað varðar stöðu kon- unnar? Er það rétt að ekki sé ætl- ast til þess af konum að þær segi skoðanir sínar upphátt? - Japanir leggja afar mikið upp úr mannlegum samskiptum og þar gilda fastmótaðar reglur, segir Taeko... - Þetta má vel misskilja, segir Halldór, þessi þáttur fjallaði um það sem kallað var á íslensku „japanska grírnan", en það er ekki nákvæm þýðing á því sem við er átt og kallað er „tatemai" á japönsku. Tatemai er í rauninni það samskiptamynstur sem Jap- Laugardagur 15. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.