Þjóðviljinn - 15.08.1987, Page 8

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Page 8
MENNING anir hafa komið sér upp til þess að þetta mikla þéttbýli geti gengið snurðulaust og felst í því að menn tala ekki beint út um hlutina við ókunnuga, heldur fara í kringum þá til þess að var- ast árekstra. Petta hefur ekkert með hræsni að gera, heldur eru þetta strangar kurteisisvenjur sem hafa mótast af nauðsyn. Sumir Vesturlandabúar, sérstak- lega Ameríkanar, sem leggja mikið upp úr því að vera „náttúr- legir“ í framkomu, eiga erfitt með að skilja þetta, en þeir átta sig ekki á því að þeirra máti að vera „náttúrlegir" er bara önnur gríma, því í mannlegum sam- skiptum lenda menn alltaf í því að leika hlutverk. En það breytir því hins vegar ekki að konan býr við talsvert annað hlutskipti í Japan en við eigum að venjast. Konan í Japan - Hefur þú fundið fyrir því í þínu starfi sem listakona að til þess sé ætlast að þú segir ekki það sem þú meinar eða að þú hafir ekki sömu möguleika og kari- menn í faginu? - Listamenn starfa gjarnan í út- jaðri hins hefðbundna þjóðfélags og því gilda að ýmsu leyti aðrar regíur þar, og ég held að þessa misréttis gæti minna í listum en á öðrum sviðum. Ég hef ekki orðið vör við það að konur sæki minna í listnám en karlmenn, en misrétt- ið birtist kannski fyrst þegar kem- ur að því að fá vinnu. Þeir lista- menn sem ná lengst fá kennara- stöður þar sem þeir geta stundað list sína samfara launaðri vinnu, og konur eiga greinilega erfiðara með að fá slíka vinnu en karlar. - Er virk kvenfrelsishreyfing í @ SAMBANDIÐ AUGLÝSIR Festingar og saum fyrir burðarvirki SAMBANDIÐ BYGGINGAVORUR SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI 82033 KRÓKHÁLSi 7 SÍMAR: 672888 og 82033 Japan sem er sambærileg við það sem við þekkjum hér á Vestur- löndum? - Jú, það er nokkuð öflug kvenfrelsishreyfing í Japan, en hún er nær eingöngu takmörkuð við menntakonur. Reyndar er kvenfrelsishreyfingin hvergi sterkari en í Kyoto, því þar er mikið af skólum og námsfólki og hefð fyrir róttækum sjónarmið- um. „Karriavúmanú" - Það er til hugtak á japönsku, segir Halldór, sem heitir „karria- vúmanú" og er afbökun á enska hugtakinu „carrier woman“, það er að segja menntakona sem lifir fyrirstarfsframann. Þessar konur njóta virðingar og meðaumkvun- ar í senn, og afstaðan til þeirra bregður nokkru ljósi á þetta mál, held ég. Það er litið jákvæðum augum að konur standi sig vel í skóla og ljúki háskólanámi eða sambærilegri menntun. Fyrst og fremst vegna þess að menntaðar konur eru taldar betri uppalend- ur og betur til þess hæfar að búa börn sín undir þá hörðu sam- keppni sem skólagangan er fyrir japönsk börn. Fari þær út á vinn- umarkaðinn eftir námið er venju- lega litið á það sem eins konar heimanmund eða framlag til fjöl- skyldunnar áður en börnin fæð- ast, en ef þær kjósa vinnuna fram yfir börnin þegar þau fæðast eru þær orðnar það sem kallað er „karriavúmanú“, og það gengur þvert á þá japönsku hefð sem konur hafa búið við. Forfeðradýrkun -Þú sagðir mér, Halldór, að þú hefðir verið að kynna þér forfeðr- adýrkun Japana og viðhorf þeirra tii dauðans. Geturðu sagt okkur nokkuð nánar frá því í hverju hún er fólgin í stuttu máli? - Þetta er flókið mál, sem ekki er hægt að gera skil í stuttu máli, þar sem það er mjög samofið jap- anskri og austurlenskri sögu og menningu, en um leið er það ekki svo fjarlægt eða óskiljanlegt okk- ur eins og menn kannski halda. Það eru nokkuð flókin ritúöl sem Japanir hafa í kringum andlátið, og þau eiga sér fyrst og fremst stað fyrsta árið eftir lát nákomins ættingja. Samkvæmt þessum ritú- ölum er hinn látni það sem kallað er „nýlátinn ættingi" fyrsta árið eftir andlátið, en öðlast síðan stöðu sem „forfaðir". Fyrir utan þau ritúöl, sem eru haldin með reglubundnu millibili fyrsta árið eftir lát nákomins ættingja, hafa Japanir einn helgidag á ári, sem er sambærilegur við allrasálna- messu eða dag hinna látnu í ka- þólskum sið. Þessi dagur er að því leyti sambærilegur við jólin hér heima að þá fara allir úr fjöl- skyldunni til síns fæðingarheimi- lis, hvar sem þeir búa í Japan, og þessi hátíð stuðlar þannig að sam- heldni fjölskyldunnar alveg eins og jólin. En til þessa fjölskylduf- agnaðar er einnig boðið öllum látnum ættingjum eða „forfeðr- um“, að minnsta kosti með táknrænum hætti. Og þeim eru færðar fórnir með táknrænum hætti, sem eru reykelsi og fæðut- egundir úr jurtaríkinu í samræmi við búddasið. í Japan lifa tvenn trúarbrögð saman í góðu sam- lyndi, búddismi og shinto-trú. Allar helgiathafnir í kringum dauðann eru mótaðar af búdd- isma á meðan það sem kalla mætti skírn og giftingu er fram- kvæmt í anda shinto-trúarinnar. Eitt af því sem ég hef verið að fást við er að gera samanburð á við- horfum Japana, Suður-Kóreu- búa og Kínverja til dauðans, og i þessu skyni fór ég í námsferðir bæði til S-Kóreu og Taiwan. Menningararfur í myndlistinni - Segðu mér, Taeko, er hægt að sjá bein áhrif frá þessari menn- ingarhefð í myndum þínum? - Já, til dæmis að því leyti sem þær eru byggðar á þekkingu minni á kalligrafíu, en kalligrafía er hin japansk/kínverska pensil- skrift, sem er tjáningarform sem liggur einhvers staðar mitt á milli ritlistar og myndlistar eða er hvort tveggja í senn. í kalligrafí- unni er aðeins byggt á hvítum og svörtum lit og þar skiptir afstaða formsins til flatarins og lega þess í honum meginmáli auk þess sem mikilvægt er að blekið samlagist pappírnum þannig að skilin á milli hins svarta og hvíta flatar verði ekki of skörp. Þetta þýðir jafnframt að ritarinn þarf að hafa þekkingu á og tilfinningu fyrir pappírnum. Við eigum sérstaka hefð í pappírsgerð í Japan, og pappírsgerðarmennirnir eru oft jafnframt sérfróðir í kalligrafíu. Kalligrafían er svo þungamiðjan í Zehn-búddískri myndlist, þar sem hin einfalda og skýra fram- setning skiptir meginmáli. Ég hef lagt stund á kalligrafíu, og þekk- ing mín á henni kemur óbeint fram í myndum mínum. Ég geri til dæmis minn pappír sjálf, og sú áhersla sem ég legg á samband forms og myndflatar er náskyld kalligrafíunni og kemur að ég held ómeðvitað fram í verkum mínum. Fjarvíddin og fuglsaugað - Getur þú sagt mér annað, hvernig stendur á því að ekki er að finna í hefðbundinni japanskri myndlist fjarvíddarskynjun sem er sambærileg við þá sem kom fram í Evrópu með renessansin- um á 15. öld og var ríkjandi um langan aldur í vesturlenskri myndlist? - Þetta er erfið spurning, sem ég kann ekki tæmandi svar við. En renessansinn var tengdur vís- indalegri rökhyggju og einstakl- ingshyggju, þar sem reynt var að túlka veruleikann hlutlægt út frá sjónarhóli einstaklingsins. í jap- anskri myndlist finnum við frekar það sem kalla mætti heildarper- spektíf, svið myndarinnar er gjarnan séð ofanfrá, þar sem til dæmis sér inn í margar vistarver- ur í senn eins og frá sjónarhorni fuglsins fljúgandi. Hefðbundin japönsk myndlist hefur alltaf inn- byggðan tilgang frásagnar eða sícreytingar, þar sem frásagnar- efnið getur til dæmis verið ævi Búdda. Til þess að segja slíka sögu í mynd dugir ekki eitt ein- staklingsbundið sjónarhorn, heldur þarf að sýna sömu persón- una við margar aðstæður þar sem venjuleg raunsæisfjarvídd dugir ekki til. Evrópska fjarvíddar- teikningin þróaðist samfara vís- indalegri rökhyggju, en síðan lenti hún í kreppu sem fyrst kom fram hjá impressíónistum eins og Van Gogh og Paul Gaugain, sem reyndar fundu báðir frelsandi áhrif í hefðbundinni japanskri list. Eftir það hefur fjarvíddar- teikningin hætt að ríkja yfir vest- rænni myndlist sem lögmál rétt eins og hin vísindalega rök- hvggja. Nauðhyggja og tímaþröng Það var ekki vísindaleg nauðhyggja, heldur hin sérís- lenska tímaþröng blaðamannsins sem þurfti að slíta þessum áhuga- verðu samræðum þegar þær voru rétt að komast á skrið. Við þökkuðum fyrir kaffið og fróð- leikinn með loforðum um betri tíma einhvern tíma seinna. En kannski er tímaþröngin sem þetta viðtal er skrifað í einmitt af- leiðing þeirrar vísindalegu nauðhyggju sem rakin er til endurreisnarinnar og spámenn búddismans láta sér fátt um finn- ast: lögmál framleiðninnar virð- ast stundum leggja sömu fram- andlegu mælistikuna á líf manns- ins, hvort sem hann vinnur við tölvuskjá í Síðumúlanum eða á færibandinu hjá Mitshubishi. -ólg. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.