Þjóðviljinn - 15.08.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Síða 9
AUK hf. 9.192/SÍA Birna Kristjánsdóttir við verk sem er á sýningu hennar í FlM-salnum. (mynd sig) Myndlist Skilgreining- um riðlað í gær opnaði Birna Kristjáns- dóttir myndlistarsýningu í FÍM- salnum í Garðastræti 6. Sýningin er textflsýning sem ber heitið Litir og fletir og eru á henni tólf verk. Petta er fyrsta einkasýning Birnu en hún hefur tekið þátt í samsýningum í Bandaríkjunum þar sem hún hefur stundað nám við listadeild háskólans í Iowa og lauk þaðan BFA-gráðu vorið 1986. Um verk sín segist Birna vera að reyna að brjótast út fyrir þann sígilda ramma sem segi hvað sé málverk og hvað textíll. Hún vinnur ekki með vefnað eða tauþrykk en notar blandaða tækni, málar, klippir, litar og lím- ir til að vinna meira með efnið sjálft. „Ég er fyrst og fremst textfl- kona,“ segir hún, „en ég er að reyna að brjóta upp þessa flokk- askilgreiningu. Pað geri ég með því að láta efnið sem ég vinn á, strigann eða hvaða efni sem er, njóta sín í verkinu en blanda við það litum og ýmsum öðrum efn- um. Málari málar á striga en svo skiptir striginn engu máli heldur það sem er málað ofan á hann. Ég er að reyna að gefa efninu sem unnið er á jafn mikið gildi í verk- inu og þeim efnum sem ég set ofan á og geri það á þann hátt að ég mála fríhendis og nota mis- munandi grófleika efnisins. Þannig fær hvert verk aukið sam- ræmi og heild. Fyrir mér er þetta spurning um að leyfa efninu að tala og samræmast myndfletin- um. Ég er ekki að reyna að búa til málverk með öðrum aðferðum heldur að reyna að riðla þessum mörkum sem eru ríkjandi. Tex- tflkonur hér hafa verið settar á bás þar sem hannyrðabak- grunnur er ráðandi, en í textíl er svo miklu fleira, bæði í skúlptúr og myndverki." -ing ORÐSEINDIING FRA ÐNLÁNASJÓÐI Uy BREYTT ÚTLÁNAKJÖR Frá og með 15. ágúst kemur til framkvæmda breyting á útlánakjörum Iðnlána- sjóðs og eru þau sem hér segir: Vélalán háð lánskjaravísitölu 7,5% vextir Byggingarlán háð lánskjaravísitölu 8,5% vextir Útlán bundin gengi SDR 8,5% vextir Lán vöruþróunar- og markaðsdeildar háð lánskjaravísitölu 5,0% vextir Byggingarlán undir kr. 5.000.000,00 eru háð lánskjaravísitölu en yfir kr. 5.000.000,00 bundin gengi SDR. Vélalán undir kr. 250.000,00 eru háð lánskjaravísitölu, en vélalán yfir kr. 1.000.000,00 bundin gengi SDR. Við töku vélalána þar á milli getur lántaki valið hvor útlánakjörin hann tekur. « cn Samsvarandi breyting verður á útistandandi lánum, þar sem ákvæði skuldabréfa < heimila slíkt. IÐNLÁIMASJÓÐUR IÐNADAR8ANK1NN LÆKJARGÖTU 12, 101 REYKJAVIK, SlMI 691800 AFMÆLISTILBOÐ 14.- 24. AGUST .. .lækkun á 500 g smjörstykkjunum. Tilefnið er 150 ára afmæli búnaðarsamtaka á íslandi. Venjulegt verð kr: Tilboðsverð kr: ^itojö**

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.