Þjóðviljinn - 15.08.1987, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Qupperneq 15
ÍÞRÓTTIR Belgía Þjálfarinn hættur Lið Guðmundar Torfasonar þjálfara- laust Það blæs ekki byrlega hjá Guðmundi Torfasyni og félögum i Winterslag í Belgíu. Þjálfari liðs- ins, Albert Bers er nú hættur og aðeins vika í að keppnistímabilið hefjist. Þjálfarinn var ekki sáttur við launin og óánægður með slakan árangur liðsins í æfingaleikjum. Winterslag vann sér sæti í 1. deild síðasta keppnistímabil, og það byrjar ekki vel. Liðinu hefur gengið mjög illa í æfingaleikjum og ekki verður þjálfaraleysi til að bæta úr því. Belgíska deildin hefst á mið- vikudag. -Ibe Um helgina Heil umferð á morgun Það fer mest fyrir knattspyrn- unni af íþróttaviðburðum helgar- innar, auk bikarkeppninnar í frjálsum íþróttum. f frjálsum íþróttum er keppt í 1., 2. og 3. deild. Keppni í 1. deild fer fram á Valbjarnarvellinum og hefst kl. 14 í dag og 11 á morgun. í 2. deild er keppt í Hafnarfirði og hefst keppni kl. 11 báða dagana. Keppni í 3. deild fer fram í Stykkishólmi á sunnudag og hefst kl. 11. Á morgun er heil umferð í 1. deild karla. KR og ÍBK leika á KR- velli, kl. 14. Síðan leika Valur og FH á Valsvelli, Víðir og Völsungur í Garðinum, KA og Fram á Akur- eyri og f A og Þór á Akranesi. Þess- ir leikir hefjast kl. 19. í dag eru þrír leikir í 2. deild karla. IBÍ og Þróttur leika á Isa- firði, Einherji og Víkingur á Vopnafirði og Breiðablik og Leiftur á Kópavogsvelli. Allir leikirnir hefjast kl. 14. Einnig er leikið í 3. deild og úr- slitakeppni 4. deildar heldur áfram. Ítalía Tap hjá Napoli Flest stórliðin í Evrópu eru nú að hita upp fyrir veturinn í knatt- spyrnunni og í gær léku Napoli og Hamburg SV vináttuleik. Leiknum lauk með sigri Hamburg, 3-2, þrátt fyrir að Maradona hafi skorað fyrir ítölsku meistarana. Careca náði forystunni fyrir Nap- oli, en Okonswki jafnaði skömmu síðar fyrir Hamburg. Maradona bætti svo við öðru marki Napoli í síðari hálfleik, en Heinz Grúndel gerði út um leikinn fyrir Hamburg, með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Maradona lék ekki vel og hinir 22.000 áhorfendur voru ekki ánægðir með kappann. Hann var þó lítillátur og tók aðeins sem svar- ar 4.2 milljónum íslenskra króna fyrir leikinn. -Ibe/Reuter England 2. deild IVIarkalaust jafntefli ÍR-Selfoss 0-0 ★ ★ Markalaust jafntefli voru sann- gjörn úrslit í góðum og skemmti- legum leik og auka enn á spenn- una á toppnum í annarri deildinni. Fyrstu 10 mínúturnar voru nánast einstefna á ÍR markið en Selfyssingar náðu þó ekki að skapa sér nein hættuleg færi. Á 17. mínútu fékk Halldór Hall- dórsson gott færi eftir að hann hafði komist einn í gegn en Hreiðar Sigtryggsson markvörð- ur Selfyssinga varði skot hans. Selfyssingurinn Sævar Sverris- son skapar jafnan hættu þegar hann tekur innköst og hann átti eitt slíkt á 40. mínútu. Þá átti Jón B. Kristjánsson skalla rétt fram- hjá eftir innkast frá Sævari. Síðari hálfleikur fór nánast fram á miðjunni og fátt um góð færi. Það voru IR-ingar sem fengu þó gott færi á 71. mínútu, þá lagði Heimir Karlsson boltann vel fyrir Hlyn Elíasson sem þrum- aði boltanum í hliðarnetið. Stuttu síðar fengu Selfyssingar ágætt færi. Þá gaf Elías Guð- mundsson góða sendingu fyrir ÍR-markið. Jón B. Kristjánsson missti af boltanum en Páll Guð- mundsson kom á fullri ferð en skot hans fór hátt yfir. Bæði liðin sýndu ágætan leik en þó var eins og allan brodd vantaði í sóknar- leik þeirra. Selfyssingarnir léku þó án Jóns Gunnars Bergs. Maður leiksins: Heimir Karls- son ÍR. Ó.St. Liverpool liðin 1. deild kvenna Stjömusigur Enska knattspyrnan hefst nú um helgina og er búist við spenn- andi keppni. Líkt og áður er það siður manna í Englandi að spá í spilin fyrir keppnistímabilið og nú eru það flestir sem veðja á Li- verpool og Everton. Everton hefur titilvörnina á heimavelli gegn Norwich. Evert- on er með sitt sterkasta lið, að undanskildum Kevin Sheedy sem er meiddur. Colin Harvey, nýi framkvæmdastjóri Everton, mun því tefla fram sterku liði því He- ath, Southall og Reid eru allir búnir að ná sér eftir meiðsli. Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum, gegn Arsenal á útivelli. Kenny Dalglish mun að líkindum lítið leika með í vetur. Hann hef- ur keypt tvo sterka sóknarleik- menn til að fylla skarðið sem Ian Rush skildi eftir sig, þá Peter Be- ardsly og John Barnes. Jan Möl- by mun ekki leika með Liverpool sökum meiðsla. Manchester United mætir Southampton á útivelli. Alex steifc Ferguson stillir upp tveimur ný- liðum, Viv Anderson og Brian McClair. Peter Shilton leikur sinn fyrsta leik með Derby í dag, gegn Luton á heimavelli. Leiknar verða tvær umferðir í þessari víku. Heil umferð í dag og svo leikir í miðri viku. Stjörnustúlkurnar unnu KR- stúlkurnar í sannkölluðum markalcik 4-3. Hrund Grétarsdóttir skoraði fyrsta markið fyrir Stjörnuna eftir 8 mínútur með góðu skoti frá vítateig. Guðný Guðnadóttir bætti við öðru 7 mínút- um síðar. Jóna Kristjánsdóttir náði að minnka muninn í eitt mark. Það var svo Guðný Guðnadóttir sem bætti við þriðja markinu fyrir Stjörnuna rétt fyrir leikhlé. Helena Ólafsdóttir bætti við öðru marki fyrir KR á 45. mínútu. Hrund Grétarsdóttir skoraði 4. mark Stjörn- unnar með þrumuskoti í slá og inn. Helena var svo aftur á ferð skömmu síðar með sitt annað mark sem var jafnframt síðasta mark leiksins. Leikurinn var baráttuleikur og hafði dómarinn Helgi Kristjánsson lítil tök á leiknum og leyfði óþarfa brot. Hluta af leiknum léku stúlkurn- ar með bolta nr.4 í stað bolta nr.5 sem þær eiga að nota. ÍBK-UBK 2-1 Ekki blasir annað við en fall hjá Breiðabliks stúlkunum eftir tap á móti Keflavík 1-2. fBK stúlkurnar byrjuðu leikinn af krafti og uppskáru tvö mörk strax á fyrstu mín'Hum. Það var Kristín Blöndal sem skoraði bæði mörkin. Sigríður Lára Ásbergsdóttir náði að minnka muniíTn í eitt mark skömmu fyrir leikslok. Við það hresstust Blik- astúlkurna og sóttu án afláts en það var um seinan. MHM SPJ0TKAST Einar Vilhjálsson og Sigurður Einarsson kepptu í gærkvöld á móti í London. Einar lenti í 6. sæti, kastaði 76.68, og Sigurður í því 7. með aðeins 8 cm. styttra en Einar, 76.60. Góður árangur hjá þeim þegar tillit er tekið til þess að þeir eru nýkomnir úr stífum æfingum. Reuter Þú botgar alltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða með ISeirum í Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. \ WREVnLL7 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.