Þjóðviljinn - 15.08.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Síða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Gunnólfsvíkurfjall Ratsjárstöð íþokuogsúld Guðbjörn Jóhannsson starfsmaður: Undirbúningur að steypu stöðvarhúss gengur vel. Sökkull undir vatnstank tilbúinn Þessa dagana er verið að undir- búa að steypa upp stöðvar- húsið, sem verður 1200 fermetr- ar, ennfremur er búið að steypa sökkulinn undir vatnstankinn. Ratsjárstöðin hérna uppi á Gunn- ólfsvfkurfjalli er í öllum atriðum eins og sú sem verið er að reisa á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík, sagði Guðbjörrt Jóhannsson, starfsmaður Vegagerðar ríkisins á Gunnólfsvíkurfjalli. Að sögn Guðbjörns þurfti að leggja 10 kílómetra langan veg frá þjóðveginum og upp á fjallið áður en framkvæmdir gátu hafist þar í vor. Vegurinn er allur í bog- um og hlykkjum upp fjallið og sagði Guðbjörn að búast mætti við þvf að hann yrði fljótt ófær vegna snjóa um leið og einhver ofankoma yrði. Enda ekki nema von þar sem ratsjárstöðin er í 700 metra hæð, efst uppi á fjallinu. Um 40 manns vinna að staðaldri að smíði stöðvarinnar, bæði frá Austurlandi og frá öðrum lands- hlutum. Að meðaltali er unnið 12-15 tíma og fá starfsmennirnir mat sendan til sín frá mötuneyti sem er starfrækt í Gunnólfsvík og þar eru einnig svefnskálar starfs- manna. „Það er leiðigjarnt til lengdar að vinna hér uppi á fjallinu, vegna þess að vinnustaðurinn er einatt hulinn þoku og oftast nær er kalt í golunni hér uppi. Það telst til undantekninga, það sem af er sumri, að eitthvert skyggni sé hér uppi. En þegar því er að heilsa er skyggni óvíða meira og tignarlegra en hér frá toppnum,“ sagði Guðbjörn Jóhannsson, að lokum. grh Lauoardagur 15. ágúst 1987 177. tölublað 52. örganQur LEON AÐFy\RS€LLI SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Húsnœðislánakerfið Berjaspretta er nú með albesta móti víðast hvar um landið og víst að margir fara í berjamó núna um helgina. I verslunum er einnig hægt að fá keypt bæði krækiber, aðalbláber og sólber. Það er Hildur Lilja Jónsdótir hjá SS í Austurveri sem heldur á þessum fínu krækiberjum en þar kostar hve'rt kg. 121 kr. Mynd Sig. Norðurland Eystra Vantar 20 kennara Ólafur Guðmunds- son, frœðslustjóri Norðurlandi eystra: 3 af 5 kennurum vantar til Raufarhafnar - Okkur vantar enn milli 20 og 25 kennara. Ástandið er cinna verst á Raufarhöfn, en þar vantar enn 3 kennara af 5 og við Hafra- lækjarskóla á eftir að ráða í tæp- an hclming stöðugilda, en það er óvanalegt að kennara vanti við þann skóla, sagði Ólafur Guð- mundsson, fræðslustjóri Norður- lands eystra. Við grunnskóla á Norðurlandi eystra, er búið að ráða fyrir haustið um 50 kennara, sem hafa fengið undanþágu vegna rétt- indaleysis. - Það má telja nær fullvíst að þeir kennarar sem verða ráðnir héðan af verði að langmestu leyti réttindalausir, sagði Ólafur Guðmundsson, en undanfarin ár hafa u.þ.b. 30% grunnskólakennara í fræðsluum- dæminu verið réttindalausir. -Þetta er núna ósköp svipað og verið hefur undanfarin ár. Eina merkjanlega breytingin er sú að það gengur verr að manna litlu heimavistarskólana en oft áður, sagði Ólafur Guðmundsson. -RK Takmörk á efnafólk Þingflokkur Alþýðubandalagsins krefst úrbóta á húsnœðislánakerf- inu. Þegar verði tekið fyrir lánveitingar til efnafólks Ljóst er að niðurgreitt lánsfjár- magn hefur í nokkrum mæli runnið til efnafólks og braskara meðan lágtekjufjölskyldur búa við alvarlega óvissu í húsnæðis- málum. Fyrirheit um endur- skoðun félagslega húsnæðiskerf- isins og að þörf fyrir leigubúðir verði mætt hafa að engu verið höfð, segir í ályktun þingflokks Alþýðubandalagsins, þar sem þess er krafíst að bót verði ráðin hið fyrsta á þeim vanköntum sem komið hafl í ljós á húsnæðislána- kerfinu. í ályktun þingflokksins segir að við samþykkt nýrra húsnæðislaga hafi verið gengið út frá þeirri for- sendu að þau leiddu til jafnaðar og tryggðu þeim sem væru að fjárfesta í húsnæði í fyrsta sinni aðgang að lánsfé. Bent er á að hagsmunir lág- tekjufólks verði ekki tryggðir nema með því að efla félagslegar íbúðabyggingar, leiguíbúðir og með búseturéttaríbúðum, sem tryggja verði með nýrri löggjöf og auknu fjármagni. Jafnframt var- ar þingflokkurinn við því að vex- tir á húsnæðislánum verði hækk- aðir frá því sem nú er. Elins vegar er brýnt réttlætismál að lánsfé til efnamanna verði takmarkað og um leið verði komið til móts við misgengisfólkið eins og Alþýð- uflokkurinn hefur margsinnis heitið. Þingflokkurinn skorar á ríkis- stjórnina að grípa þegar í stað til óhjákvæmilegra ráðstafana í húsnæðismálum og lýsir sig reiðubúinn til samstarfs í þeim efnum. _rk Lífeyrissjóðir Alþýðubandalagið Eignanám eða misskilningur Pétur Blöndal: Ætli ríkið að semja við lífeyrissjóðina upp á minna en 7,5% er verið að tala um eignanám á sjóðunum. Gagntilboð frá ríkinu kemurþvíekki tilgreina. Sigurður E. Guðmundsson: Ámisskilningi byggt. Viljumforðast hœkkun útlánsvaxta stofnunarinnar að getur ekki verið um neitt gagntilboð frá ríkinu að ræða, sagði Pétur Blöndal, for- maður Landssambands lífeyris- sjóðanna, en á mánudag eiga líf- eyrissjóðirnir fund með fulltrú- um ríkisins til að semja um vexti á skuldabréfum lífeyrissjóðanna. „Ætli ríkið að knýja fram lægri vexti en 7,5% er verið að taia um að taka sjóði lífeyrissjóðanna eignarnámi. Við bíðum því bara eftir samþykki þeirra.“ Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar, er á öndverðum meiði við Pétur Blöndal. „Þetta er gjörsamlega á mis- skilningi byggt,“ sagði Sigurður E. „í lögunum segir aðeins að við samninga um vaxtakjör skuli taka mið af þeim vaxtakjörum, sem ríkið er almennt með á fjármagnsmarkaðinum. í lögun- um er Húsnæðisstofnun alls ekki skuldbundin til þess að hafa ná- kvæmlega sömu kjör á skulda- bréfunum og eru á spariskírt- einurn ríkissjóðs, enda þyrfti þá ekki að semja um eitt eða neitt. í þriðja lagi, ef krafa Péturs Blöndals verður til að stórhækka vexti af húsnæðislánum, mun það koma niður á tugþúsundum fjöl- skyldna í landinu, sem eiga aðild að lífeyrissjóðum og eru með verðtryggð lán frá Húsnæðis- stofnun. Við viljum forðast það.“ Hrafn Magnússon hjá Al- mennu lífeyrissjóðunum hefur verið erlendis en kemur heim nú um helgina. Hann mun væntan- lega sitja fundinn á mánudag. -Sáf Skorað á ríkisstjóm Þingflokkur Alþýðubandalags- ins skorar á ríkisstjórnina að fela nefnd um málefni fjölskyldunnar að kanna afleiðingar söluskatts á matvæli á afkomu fjölskyidu- fólks, en skattlagningin kom til framkvæmda um síðustu mán- aðamót. í samþykkt þingflokksins, sem gerð var 13. ágúst, segir: „Þing- flokkur Alþýðubandalagsins skorar á ríkisstjórnina að fela ný- skipaðri nefnd um málefni fjöl- skyldunnar að kanna þegar í upp- hafi starfs síns áhrif stóraukinna skatta á matvæli á afkomu fjöl- skyldna í landinu.“ -RK

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.