Þjóðviljinn - 25.08.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.08.1987, Blaðsíða 7
Danmörk Launahækkunum verði fómað fyrir atvinnulýðræði og styttri vinnuviku segir talsmaður SF í efnahagsmálum í upphafi kosningabaráttu Sá hluti Dana sem nú hefur meira en 170 þúsund krónur danskar í árstekjur verður að bú- ast við minni einkaneyslu ef sam- stjórn Sósíaldemókrata og SF, Sósíalíska alþýðuflokksins, kemst til valda eftir kosningarnar í sept- ember. Verklýðshreyfingin verð- ur að sætta sig við að í stað launa- hækkana komi á næstu árum lög- binding krafna verklýðsfélag- anna um atvinnulýðræði, endur- menntun á kaupi og ýmsar félags- legar umbætur. Svo mælir Jes Lunde, helsti talsmaður SF í fjármálum í viðtali við Information, Og bætir því við að ef ekki verði haldið inn á þessa braut treysti flokkurinn sér ekki í samsteypustjórn með Sósíal- demókrötum, en flokkarnair hafa um alllangt skeið unnið að því að samræma sjónarmið sín til að gera vinstristjórn að raunhæf- um valkosti í landinu. Samstaða á kostnað vöruneyslu Pað getur ekki orðið stefna væntanlegrar ríkisstjórnar, segir Jes Lunde, að halda áfram með launahækkanir í krónutölu. Við verðum að velja samstöðupólitík á kostnað aukinnar vöruneyslu. Taka til dæmis styttri vinnuviku fram yfir hækkun rauntekna. Ef kakan er skorin með þess- um hætti leggjum við til að miðað verði við meðallaun hjá Alþýðus- ambandinu (þ.e.a.s. 170 þús d. kr). Þeir sem minna hafa munu geta aukið nokkuð einkaneyslu sína, þeir sem meðaltekjur hafa munu halda kaupmætti sínum, en þeir sem meira þéna munu taka á sig nokkra skerðingu einka- neyslu. Sú skerðing verður að vísu gerð auðveldari barnafjöl- skyldum vegna þess að við viljum að dagvistarheimili séu ókeypis. Er verklýðs- hreyfingin með? Hvernig ætlið þið að tryggja það í kjaraviðræðum eftir tvö ár að menn virði 170 þúsunda mörk- in? spurði Information Launaþróunin getur ekki leikið lausum hala. Hún er nátt- úrlega háð því sem samþykkt er á þingi. Ef við ætlum að koma í gegn meiriháttar umbótum,þá kemur það niður á launahækkun- um. Við væntum þess að verk- lýðshreyfingin sé því samþykk. En ef svo er ekki Þá kemur það niður á umbót- unum. Getur það komið svo mjög nið- ur á umbótunum að SF gangi úr stjórn? Svo gæti vel farið. Það er vitan- lega betra ef Sósíaldemókratar og SF stjórna við þær aðstæður að verklýðshreyfingin hafi sagt nei við okkar lausnum heldur en borgaraflokkarnir taki aftur við stjórnartaumum. En ef við styðj- um ríkisstjóm þá er það til að koma á endurnýjun en ekki bar- asta til þess að menn haldi áfram eins og nú þegar þeir sem eru í öruggri vinnu halda sínu en aðrir ekki. Jes Lunde taldi ekki útilokað að stjórn verkamannaflokkanna tveggja neyddist til að grípa inn í vinnudeilur ef einhver hópur reyndi að knýja fram með verk- falli hærri laun en þau sem stjórn- in hefði samið um við verklýðs- hreyfinguna. En þar væri um al- gjörar undantekningar að ræða. Tíu miljarðar króna Jes Lunde segir að Sósíal- demókratar séu ekki á einu máli um það hvort það eigi með af- dráttarlausum hætti að taka slík- ar umbætur fram yfir almennar kauphækkanir. Þess má geta að varaformaður Sósíaldemókrata, Sven Auken, segir að SF gangi of langt með að setja mörkin við 170 þús króna kaupmáttartryggingu, en hann viðurkennir að „sumir verða að skerða neyslumöguleika sína“. Ef að sósíalisti frá SF verður fjármálaráðherra, þá er gert ráð fyrir því að útgjöld hins opinbera verði tíu miljörðum króna hærri árið 1988 en þau fjárlög upp á 207,6 miljarði, sem núverandi fjármálaráðherra hefur lagt fram, gera ráð fyrir. SF leggur þá til að dagpeningar verði hækkaðir um 10% - og er þá átt við atvinnuleysisbætur, sjúkrapeninga og eftirlaun. 1,7 miljarði króna verði varið til að koma á Launuðu frelsi til menntunar eins og það heitir og eiga 170 þúsundir karla og kvenna að njóta góðs af því á ári. Tveir miljarðar gangi til at- vinnuuppbyggingar, ekki síst á sviði orkumála og líftækni. Tekið af þeim ríku Tekjumegin vill SF ná inn 10 miljörðum króna með auknum sköttum og álögum sem ejga að bitna fyrst og fremst á þeim sem best eru stæðir. Lagður sé skattur á gróða af hlutabréfum. Söluskattur sé greiddur af verðbréfaviðskiptum Hertar séu reglur um afskriftir fyrirtækja Teknar séu upp nýjar álögur tengdar náttúruvernd, orku- neyslu og betri meðferð hráefna. Ýmsar álögur eiga að dempa neyslu „óæskilegs“ varnings - til dæmis jurtaeiturs, þungra málma, sykurs og kola. Tilgangurinn er sá, segir Jes Lunde, að bæta greiðslustöðuna og breyta framleiðslunni með já- kvæðum hætti - og það mun einn- ig skapa atvinnu. Hann ræðir um að baráttan við atvinnuleysið muni bæði fara fram með stuðningi við ýmsa at- vinnuuppbyggingu og með því að skipta atvinnuleysinu niður á menn. M.a. með styttingu vinnu- tímans, ráðstöfunum gegn yfir- vinnu og stóraukinni starfs- menntun með Launuðu frelsi til menntunar. Heildarlausn Jes Lunde gerir ráð fyrir því að stjórn verkamannaflokkanna taki upp viðræður um heildar- lausn kjaramála við verklýðs- hreyfinguna á þeim fotsendum, að það sé ekki hægt að gera allt í senn - hækka laun og koma á styttingu vinnutíma og félagslegri endurreisn. Það væri, segir hann, skammsýni að veðja á aukna neyslu. Félagsleg spenna í samfé- laginu mundi aukast. Æ fleiri verður útskúfað og þegar til lengri tíma er litið mun óhagstæð- ur viðskiptajöfnuður okkar við útlönd vegna síaukinnar einka- neyslu verða óbærilegur. AB þýddi og endursagði Reynt að stöðva „spekileka” Yoweri Museveni, forseti Úg- anda, er ekki myrkur í máli: „Þetta eru bara svikarar," segir hann um þá menntamenn og tæknifræðinga, sem flytjast úr landi í leit að betri störfum er- lendis. Um langt árabil hefur brottflutningur menntaðra manna af öllu tagi, „spekileki" eins og fyrirbærið hefur verið kallað, verið eitt versta vandamál Afríkuríkjanna, og hafa yfirvöld Úganda jafnvel gripið til þess neyðarúrræðis að gera upptæk vegabréf og önnur skilríki þeirra, sem líklegir eru til að fara úr landi, til að stöðva þennan flótta. Mýmörg dæmi sýna hvað vandamálið er alvarlegt. Nýlega kvartaði Ali Hassan Mwinyi, forseti Tansaníu, undan því að frá 1977 til 1983 hefðu 39 prófess- orar yfirgefið háskólann í Dar-es- Salaam til að taka við kennara- embættum erlendis. Ráðherra í Kenýa harmaði einnig brottför sérfræðings í kaffiræktun: tók hann við starfi í Nýju Gíneu, þar sem hann hefur næstum því ráð- herrastöðu. Talið er að um 60.000 menntaðir Afríkubúar séu nú að störfum í löndum Evrópubanda- lagsins, og 3000 menn frá Kenýa eru við nám eða störf í Bandaríkj- unum. Þessi „spekileki" bitnar á öllum ríkjum Afríku, hvort sem um er að ræða menntaða menn, sem flytjast úr landi til að fá stöðu og laun í samræmi við menntun sína, eða stúdenta, sem hverfa ekki heim að loknu námi sínu. Ástæðurnar eru margvíslegar og ekki aðeins þær að Afríkuríkin geta ekki greitt menntuðum mönnum eins há laun og skapað þeim eins góð skilyrði og þeir geta fengið annars staðar. Blaðið „The Kenya Times“ hélt því t.d. fram nýlega, að sökin lægi hjá þeim sem taka við háum embætt- um og telja þá nauðsynlegt að raða í allar stöður í kringum sig mönnum úr þeirra eigin ættbálki eða þorpi. Blaðið gagnrýndi einnig harðlega þá sem hafa ím- ugust á menntuðum og reyndum mönnum, af því að þeir óttast að þeir kunni sjálfir að falla í skugg- ann af þeim. Af þessum ástæð- um, sagði blaðið, verða hæfir menn oft að hírast í undirtyllu- störfum fjarri þeim stöðum þar sem raunverulegar ákvarðanir eru teknar. Vesturlandabúar bera einnig sinn hluta ábyrgðarinnar. Þeir hafa gjarnan átt það til að selja Afríkumönnum tæknibúnað af ýmsu tagi án þess að hirða um að þjálfa það starfslið, sem síðan á að sjá um tæknibúnaðinn. Árið 1984 byggði franskt fyrirtæki t.d. flugvöll í Dar-es-Salaam, en sá ekki um að mennta neina tækni- menn til að reka hann: fjárhagsá- ætlunin fyrir framkvæmdirnar leyfði það ekki... Afríkubúar hafa alls ekki fjár- hagslegt bolmagn til að stemma stigu við þessum „spekileka" frá fátækum löndum álfunnar til ríkra Vesturlanda. Á hinn bóginn verða þeir að ráða menn í staðinn fyrir þá sem fara, oft dýrum dóm- um, þó svo að það komi oft í ljós að hæfni þeirra er ekki eins mikil og búist hafði verið við. En Vesturlandabúár eru nú loksins búnir að átta sig á því að það er tilgangslaust að reyna að stuðla að uppbyggingu og tækni- væðingu í Afríku án þess að sjá til þess að þar séu einnig sérfræðing- ar til staðar til að sjá um rekstur- inn. Þess vegna hefur nú verið komið á fót alþjóðastofnun til að stuðla að því að menntaðir menn snúi aftur til heimalanda sinna. Fyrst var gerð tilraun til þess í Rómönsku Ameríku frá 1974 til 1984 og bar hún þann árangur, að meira en 4500 menntaðir menn sneru aftur heim. Eftir þessa reynslu var ákveðið að gera sams konar tilraun í Afríku, og fékk stofnunin til þess þriggja miljón dollara styrk frá Evrópubanda- laginu og tveggja miljón dollara styrk frá bandaríska utanríkis- ráðuneytinu. Frá 1983 til 1986 bar áætlunin þann ávöxt að 502 menntaðir menn á öllum sviðum sneru aftur til heimalanda sinna. Meira en helmingur þeirra fór til Zimbabwe. Nú starfar um þriðjungur þess- ara manna í háskóium, 28% eru í opinberum störfum og 38% í einkafyrirtækjum. Hvað störf snertir er um það bil þriðjungur í heilbrigðiskerfinu, læknar eða annað slíkt, og einn fimmti þess- ara manna gegnir ábyrgðarstörf- um í efnahagslífinu. Fyrsti Afrikubúinn sem sneri aftur sam- kvæmt þessari áætlun var iög- fræðingur frá Kenýa, sem hafði kennt fimmtán ár í Harvard, og er nú ráðunautur í sendiráði lands síns í Bonn. Þessi áætlun stefnir ekki ein- ungis að því að stuðla að því að hámenntaðir menn snúi aftur heim, þótt augljós skortur sé á þeim. Álþjóðastofnunin er í sam- bandi við meira en 250 almennings- eða einstaklingsfyr- irtæki í Afríku, gerir mánaðar- legan lista yfir lausar stöður og sér um að koma slíkum upplýs- ingum til Afríkubúa sem starfa erlendis gegnum sendiráð og há- skóla. Til þess að auðvelda heimkom- una lætur stofnunin sér ekki nægja að borga farmiða og flutn- ingskostnað, heldur greiðir hún einnig viðbótarlaun fyrstu án- uðina, aðstoðar lækna að koma sér upp nauðs' um tækjabúnaði o.þ.h. Nú er verið að ræða um gera áframhaldandi áætlun fyn. næstu þrjú ár, og er stofnunin að ræða við Evrópubandalagið um átta miljón dollara aðstoð til þess. En einnig er verið að ræða neyðar- áætlun til að stuðla að því að um 500 menntaðir menn snúi aftur til Úganda. Þessir menn yfirgáfu landið vegna þess að þar ríkti ógnarstjórn og styrjaldarástand -árum saman, - og geta því naumast talist „svikarar“. (eftir „Le Monde“) Þrlðjudagur 25. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.