Þjóðviljinn - 25.08.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.08.1987, Blaðsíða 3
FRETflR Laxveiðin Smálaxaspámar bmgðust Sigurður Guðjónsson, Veiðimálastofnun: Spárnar um miklar smálaxagöngur brugðust. Smálaxarfáir ogsmáir. Stórlaxaveiði í meðallagi. Vatnsleysi veldur, að laxar ganga legnir“ Veiðimálastofnun. En stofnunin hafði allt frá í fyrra spáð miklum smálaxagöngum á þessu ári, og byggði þær spár á miklum seiða- göngum úr ánum í fyrra. „Smálaxinn sem hefur skilað sér í ár hefur verið mjög smár, ekki nema 2-3 pund þeir smæstu. Og þar að auki hefur verið mjög lítið af honum.“ Sigurður sagði að menn hefðu ekki skýringu á reiðum höndum á þessu, en benti á að samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Hafrannsóknastofn- unar hefði vorkoman í sjónum í fyrra verið sein, þó vorið hefði verið gott þegar það loksins kom í sjóinn. „Ef til vill hafa seiðin gengið of fljótt og ekki náð sér á strik vegna sjávarkuldans þegar þau gengu út. Smæðin á smá- löxunum sem þó hafa veiðst bendir til, að þeir hafi fengið slæmt start.“ Sigurður kvað menn á stofnun- inni nú ætia að leggjast í gögn frá fyrri árum og reyna að athuga hvort þarna kynni að vera sam- band á milli. Að sögn hans hefur veiði á stórlaxi verið í góðu meðallagi. Hann sagði jafnframt, að seiða- göngur á þessu ári virtust hafa verið þokkalegar. Miklir þurrkar hafa leitt til þess að ár eru margar vatnslitlar. Fisk- urinn hefur því beðið neðan ánna, og fyrir bragðið gengur lax- inn nú víða hálfkynþroska og kol- leginn úr sjó. í Leirvogsá hafa þannig verið að ganga laxar, sem koma langlegnir úr sjó. Anna Halldórsdóttir og Eiríkur Þorláksson við húsnæði AFS á Hverfisgötunni. Svo skemmtilega vill til að Anna er þúsundasti skiptineminn á vegum AFS, en þrjátíu ár eru liðin síðan starfsemi télagsins hófst hér á landi. Mynd: E.Ol. AFS Spárnar um miklar smálaxa- göngur á þessu sumri hafa svo að segja brugðist alveg, sagði Sig- urður Guðjónsson hjá ■ ÖRFRÉTTIR ■■■■■*! Gamii miðbærinn heldur almennan fund að Hótel Borg í kvöld klukkan 20.30. Fundurinn er opinn öllum, bæði hagsmunaaðilum og áhugafólki og eru allir hvattir til að mæta. í fréttatilkynningu frá félagasam- tökunum segir að framtíð gamla miðbæjarins ráðist hjá fólkinu og hvergi annarsstaðar. Fundar- stjóri verður Páll Líndal. Landsvirkjun undirritaði í gær lánssamning í London upp á rúman einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Var samningurinn gerður við Hambros Bank Limited og sjö aðra erlenda banka. Halldór Jón- atansson, forstjóri Landsvirkjun- ar undirritaði samninginn af hálfu Landsvirkjunar. Lániðertil tíu ára og afborgunarlaust fyrstu fimm árin. Vextir af láninu eru milli- bankavextir í London einsog þeir eru reiknaðir á hverjum tíma að viðbættu vaxtaálagi, það þýðir að vextir nú eru 7,5% að meðtöldu vaxtaálagi. Lánið er tekið sam- kvæmt heimild í lánsfjárlögum og kemur í stað eldra og óhagstæð- ara láns hjá Hambros Bank Li- mited. Háskólaráðgjafar frá öllum Norðurlöndunum þinga nú á Laugarvatni. Yfirskriftþings- ins er „Háskólamenntun á Islandi og reynsla íslenskra náms- manna af námi erlendis. Alls sækja 65 manns frá 25 borgum þingið, þar af sjö íslendingar. Allir fyrirlesarar á þinginu eru íslend- ingar. Hópur norrænna háskóla- ráðgjafa hefur starfað saman frá 1981 og er markmið þeirra að efla innbyrðis tengsl á milli Há- skóla á Norðurlöndum með aðal- áherslu á bætta fyrirgreiðslu til handa stúdentum. Nýtt póstútibú hefur verið opnað í Kringlunni. Þar er einnig ný þjónustu- og söludeild fyrir símnotendur auk þess sem öll almenn póstþjón- usta auk póstfaxþjónustu er á boðstólum. Auk þess eru póst- hólf til leigu á staðnum. í þjónustu- og söludeildinni fá símnotendur alla þjónustu varð- andi nýja síma og flutning á símum auk þess sem þar verður til sölu úrval af símtækjum og símabúnaði. Útibússtjóri er Anna Bjarnadóttir en deildarstjóri þjónustu- og söludeildar Sæ- mundur Guðmundsson. Þúsundasti skiptineminn Anna Halldórsdóttirfrá Akranesifer utan á morgun. Eiríkur Porláksson, framkvœmdastjóri AFS: Aldreifariðfleiri utan á vegum samtakanna en íár Anna Halldórsdóttir, sautján ára nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, leggur á morgun upp í Italíuferð sem skiptinemi. Svo skemmtilega vill til að Anna er þúsundasti einstak- lingurinn sem AFS á íslandi send- ir til námsdvalar crlendis í sam- vinnu við alþjóðasamtök AFS, en skammstöfunin stendur fyrir al- þjóðlega fræðslu og samskipti. Anna mun dvelja í tíu þúsund manna bæ að nafni Carignano skammt frá stórborginni Torino. Nýju „foreldrarnir“ eru bæði íþróttakennarar, og auk Önnu er í heimili sextán ára dóttir þeirra hjóna. Anna sótti um síðastliðið haust, og í júní fékk hún fullnaðarsvar þess efnis að allt væri klappað og klárt. „Ég hef verið að vinna í Haferninum á Akranesi í allt sumar til að fjár- magna þetta,“ sagði hún. Að sögn Eiríks Þorlákssonar, framkvæmdastjóra AFS á ís- landi, fara 78 manns utan á veg- um samtakanna skólaárið ’87 til ’88 og hafa aldrei verið fleiri. „Enda bjuggumst við ekki við að röðin kæmi að þúsundasta skipti- nemanum fyrr en á næsta ári,“ sagði Eiríkur. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Aðspurður hvort einhverjar tískubólur væru meðal skipti- nema í vali á dvalarlöndum sagði Eiríkur að þær kæmu alltaf upp. „Frakkland hefur þannig verið ofarlega á blaði þegar Evrópu- löndin eru annars vegar. Þeir sem vilja fara langt nefna Ástralíu, og við erum með nokkra skiptinema á Nýja-Sjálandi. Það kvað vera lengstu samskipti í kílómetrum talin innan hreyfingarinnar," sagði hann. Algengast er að krakkar sem fara utan á vegum AFS séu á aldr- inum 16 til 18 ára. En hingað koma líka krakkar að utan til dvalar á vegum samtakanna. í dag korna 21 skiptinemi hingað til lands. Þeir eru alls staðar að og munu dvelja hér hjá íslenskum fjölskyldum í eitt ár. L ífey rissjó ðirnir Mæsl á miðri leið Talið að vextirafskuldabréfakaupum lífeyrissjóðanna af ríkinu verði um 7°/o. Búist viðfundi ídag eða á morgun. Verið að kanna eldri skuldabréf. Beðið eftirJóhönnu Búist er við að fulltrúar lífeyris- sjóðanna og ríkisins hittist á fundi í dag eða á morgun til að ræða vexti á skuldabréfum Hús- næðisstofnunar. Hittust þeir á fundi á laugardagsinorgun og um helgina hafa verið óformlegir fundir með fulltrúum lífeyris- sjóðanna og Sigurði Þórðarsyni, fulltrúa fjármálaráöuneytisins í viðræðunefnd ríkisins. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er nú skammt í að skrifað verði undir samkomulag og að niðurstaðan verði um 7% vextir. Upphaflega bauð ríkið 6,25% en lífeyrissjóðirnir fóru fram á 7,5% vexti. Nú er verið að kanna eldri skuldabréf, allt upp í tíu ára gömul bréf, sem eru með 4,2% vexti, en í viðræðunum hefur ver- ið talað um að hækka vexti af þeim. Er talað um að þau hækki í 4,5% til 5% vexti. Þó samkomulag sé skammt undan er ekki búist við að form- lega verði gengið frá því fyrr en Jóhanna Sigurðardóttir kemur til landsins, en hún er nú stödd er- lendis. Er hún væntanleg um næstu helgi. Övíst er hvort þetta hefur í för með sér hækkun á útlánsvöxtum Húsnæðisstofnunar, en það er ríkisstjórnin sem tekur ákvörðun um það. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.