Þjóðviljinn - 03.11.1987, Page 2

Þjóðviljinn - 03.11.1987, Page 2
Handbolti KA stöðvaði sigurgöngu FH Jafntefli í hörkuleik á Akureyri Það var KA sem stöðvaði sigur- göngu FH. Fæstir áttu von á því að KA yrði FH-ingum mikil fyrir- staða, FH-ingum hefur gengið mjög vel og KA að sama skapi illa. KA- menn sýndu góðan leik gegn FH og voru reyndar óheppnir að ná aðeins jafntefli, 21-21. Leikurinn var mjög skemmti- legur. Hraður og spennandi, en full mikið af mistökum. KA fór mjög illa með dauðafaerin i fyrri hálfleik. Magnús Árnason gerði sér lítið fyrir og varði 5 vítaköst heima- manna í fyrri hálfleik. Þá fóru álíka mörg hraðaupphlaup í súginn. FH-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik, en náðu ekki að nýta sér það. Þeir leiddu þó með tveimur mörkum í hálfleik, 9-11. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleik- inn af krafti og náðu þriggja marka forystu. KA saxaði á forskotið og náði að jafna 20-20. Guðmundur Guðmundsson náði forystunni fyrir Akureyri 1. nóvember KA-FH 21-21 (9-11) 1-0, 5-5, 9-9, 9-11, 10-13, 19-19, 21-20, 21-21. Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 10(1 v), Guðmundur Guðmundsson 4, Axel Björnsson 3, Pótur Bjarnason 2, EggertTryggvason 1 og Friðjón Jóns- son 1. Mörk FH: Guðjón Árnason 7(2v), Héðinn Gilsson 4, Pótur Petersen 3, Óskar Helgason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Óskar Ármannsson 1 og Gunnar Beinteinsson 1. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón Sigurðsson - slakir. Maður lelkslns: Brynjar Kvaran, KA. KA eftir langa sókn, þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Það var svo Guðjón Árnason sem jafn- aði fyrir FH úr vítakasti þegar mín- úta var til leiksloka. KA tókst ekki að nýta sér síðustu mínútuna, en sóknarleikur þeirra heldur klúðurs- legur. Brynjar Kvaran og Erlingur Kristjánsson voru bestu menn KA. Brynjar varði mjög vel og Erlingur sterkur í sókninni. Þá átti Guð- mundur Guðmundsson góðan leik. Guðjón Árnason var sprækastur FH-inga. Hann stjómaði leik liðs- ins, en Óskar Ármannsson meiddist strax í upphafi. Mar- kverðirnir Magnús Árnason og Bergsveinn Bergsveinsson vörðu vel og Héðinn Gilsson stóð sic einnig vel. -HK/Akureyri ÍÞRÓTTIR Handbolti KR-ingar kafsigldir Yfirburðasigur Vals gegn slöku liði KR Valsmenn tóku KR-inga í kennslustund í Valsheimilinu á laugardag. Þegar upp var staðið var tíu marka munur, 23-13. Stórleikur Valsliðsins, einkum Einars Þorvarðarsonar og Valdi- mars Grímssonar. Leikurinn var þó jafn framan af, en smám saman tóku Vals- menn við sér. Þeir náðu þriggja marka forskoti fyrir leikhlé, en í hálfleik var staðan 10-8, Vals- mönnum í vil. KR-ingar geta þakkað Stefáni Kristjánssyni og Gísla Felix Bjarnasyni fyrir að munurinn var ekki meiri í fyrri hálfleik. Stefán skoraði sex af fyrstu sjö mörkum KR og Gísli varði mjög vel. Eftir leikinn... Gylfi Birgisson: „Ég er svekktur yfir því að við unn- um ekki stærra. Það hefði verið sann- gjarnt ef við hefðum unnið með 4-5 marka mun. Við gerðum mikið af byrjendamis- tökum og létum breytta varnaraðferð koma okkur í opna skjöldu. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn á útivelli og held að við eigum þokkalega möguleika." Sigurður Bjarnason: „Þetta var skemmtilegur leikur og gefur okkur mikla reynslu. Ég er ánægður með þennan leik, enda miklu betri en leikir okkar í deildinni. Þeir hafa fátt umfram okkur annað en reynslu og ég held við eigum góða möguleika í síðari leiknum" Skúli Gunnsteinsson: „Okkur vantaði ekki sigurviljann. Það var góð barátta í liðinu en við lékum ekki nógu skynsamlega. Torbjörn Klingvall, þjálfari Urædd: „Þetta eru mun betri úrslit en við áttum von á og ég hef ekki trú á öðru en að við komumst áfram í 3. umferð. Við lékum þokkalega, en ég vonast til að við náum betri leik á heimavelli. Þar ætlum við að sigra. Stjörnuliðið kom mér á óvart. Sér- staklega þessi sem þeir segja að sé 16 ára. Því trúi ég ekki!“. Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar: „Ég er mjög ánægður með þennan leik. Við gerðum að vísu slæm mistök og nýttum sóknir okkar ekki nógu vel, en ég er engu að síður ánægður. Liðið er ungt og skortir reynslu. Það sást best þegar við vorum komnir 4 mörk yfir. Þá voru sóknirnar of stuttar og við biðum ekki eftir besta færi. Möguleikarnir eru fyrir hendi í síðari leiknum, en þetta verður mjög, mjög erfitt". Skúll Gunnstelnsson skorar eitt af fjórum mörkum sínum. Fyrirliði Urædd, Ketil Larsen fylgist spenntur með. Mynd:KGA. Evrópukeppni Reynsluleysið dýrkeypt Stjarnan sigraði Urœdd með einu marki. Sigurðurfór á kostum í síðari hálfleik Það var reynsluleysi sem kom í veg fyrir að Stjarnan ynni stóran sigur yfir norska iiðinu Urædd frá Noregi í Evrópukeppni bikar- hafa. Stjarnan sigraði 20-19, en róðurinn verður þungur í Noregi, Vinningstölurnar 31. október 1987: Heildarvinningsupphæð: 11.072.236,- 1. vinningur var kr. 6.854.204,- og skiptist hann á milli 7 vinnings- hafa, kr. 979.172,- á mann. 2. vinnlngur var kr. 1.270.472,- og skiptist hann á 686 vinnings- hafa, kr. 1.852,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.947.560,- og skiptist á 17.864 vinningshafa, sem fá 165 krónur hver. Upplýslngasími: 685111. ÍJ532 AUK ÞESS KOMU EFTIRFARANDI TÖLUR UPP í FYRRI ÚT- DRÆTTI, SEM REYNDIST ÓGILDUR: 13 QD QEI H QlI Þeir sem voru með 3,4 eða 5 réttar tölur í þessum útdrætti eru beðnir ao snúa sér til skrifstofu íslenskrar Getspár, en þar verða þeim greiddar samsvarandi fjárhæðir og vinningshafar fá Ath.: Nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum. enda Urædd mjög sterkt á heima- velli. Stjarnan byrjaði vel og náði fjörurra marka forskoti, 6-2. Fjögur af þessum sex mörkum skoraði Éinar Einarsson, en hann fór á kostum fyrstu mínúturnar. Urædd náði að minnka muninn í eitt mark, en aftur náði Stjarnan þriggja marka forskoti. í hálfleik var staðan 11-9, Stjörnunni í vil. Lið Stjörnunnar lék vel í fyrri háfleik, þrátt fyrir nokkuð af mis- tökum. Sóknarleikurinn var ör- uggur og vörnin sterk. Það var 16 ára strákur sem var í aðalhlutverki hjá Stjörnunni í síðari hálfleik, Sigurður Bjarna- son. Hann lék mjög vel og skoraði sjö af níu mörkum Stjörnunnar í síðari hálfleik. Stjarnan náði aftur góðu for- skoti, 17-13, en Urædd minnkaði muninn að nýju. Þegar komið var undir leikslok var staðan 20-17, en Urædd skoraði tvö síðustu mörkin sem koma án efa til með að reynast mikilvæg. Vantar reynslu Lið Stjörnunnar er mjög ungt og þetta er aðeins í annað sinn sem liðið tekur þátt í Evrópu- keppni. Miðað við það var leikur liðsins mjög góður. í síðari hálfleik tóku Valsmenn öll völd á vellinum. Einar Þor- varðarson lokaði markinu, varði m.a. fjögur vítaköst. Munurinn jókst smátt og smátt, en KR- ingar náðu að læða inn einu og einu marki. Þeir skoruðu þó að- eins fimm mörk í síðari hálfleik. Hlíöarendi 31. október Valur-KR 23-13 10-8 0-1, 4-2, 4-4, 7-5, 9-6, 10-8, 13-8, 16- 9, 19-11, 21-12, 23-13. Mörk Vals: Valdimar Grimsson 10(2v), Jón Kristjánsson 6, Geir Sveinsson 3, Jakob Sigurðsson 2 og Júlíus Jónasson 2(2v). Mörk KR: Stefán Kristjánsson 7(3v), Konráð Olavsson 4, Sigurður Sveinsson 1 og Þorsteinn Guðjónsson 1. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Stefán Arnaldsson - ágætir. Maður leiksins: Valdimar Gríms- son, Val. Valsmenn áttu stórleik í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var slakur, en í þeim síðari lifnaði yfir liðinu. Vörnin var mjög sterk og Einar varði vel. Valdimar Gríms- son átti stórleik í sókninni, eld- snöggur í hraðaupphlaupum og mjög öruggur. Jón Kristjánsson átti góðan leik og einnig Geir Sveinsson. KR-ingar verða heldur betur að bæta sig ef þeir ætla sér ekki að eyða vetrinum í fallbaráttu. Liðið byrjaði þokkalega, en þegar líða tók á leikinn dó spil liðsins smám saman út. Gísli Felix Bjarnason varði mjög vel og Stefán Kristjánsson lék mjög vel í fyrri hálfleik. Þá áttu Konráð Olavsson og Þor- steinn Guðjónsson ágæta spretti. -Ibe Körfubolti Öruggt hjá Keflvíkingar fóru illa með Valsmenn í Valsheimilinu í úr- valsdeildinni í körfuknattleik. Keflvíkingar sigruðu nokkuð ör- ugglega, 59-71. Fyrri hálfleikurinn var rólegur. Liðin skiptust á að skora, en Keflvíkingar héldu 5-10 stiga for- skoti. Valsmenn voru aldrei langt undan, en vantaði herslumuninn uppá að ná að jafna. Hlíðarendi 1. nóvember Valur-ÍBK 59-71 (22-31) 4-8, 8-13, 15-26, 22-27, 28- 31,33-44, 36-49, 56-63, 59- 71. Stlg Vals: Tómas Holton 18, Leifur Gústafsson 16, Torfi Magnússon 15, Páll Arnar 2, Björn Zoega 2, Einar Ól- afsson 2, Svali Björgvinsson 2 og Þor- valdur Geirsson 2. Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 20, Guöjón Skúlason 10, Axel Nikulásson 9, Magnús Guölinnsson 8, Hreinn Þorkelsson 7, Siguröur Ingimundar- son 7, Falur Harðarson 5, Matti Stef- ánsson 3 og Brynjar Harðarson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Ómar Scheving - ágætir. Maður leiksins: Jón Kr. Gíslason, IBK, Síðari hálfleikurinn var svipað- ur og á köflum nokkuð spenn- andi. Valsmenn byrjuðu vel, en ávallt þegar þeir virtust vera að því komnir að jafna var eins og þeir gæfust upp. Keflvíkingar náðu upp sama mun og héldu honum til leiksloka. Leikurinn var ekki jafn góður og við mátti búast af þessum lið- um. Hittni var slök og sóknar- leikur liðanna langt frá því að vera öruggur. Keflvflringar voru heldur sprækari. Jón Kr. Gíslason stjórnaði sóknarleik liðsins og átti góðan leik. Axel Nikulásson lék einnig.vel og sama má segja um Guðjtón Skúlason. Valsmenn virðast ekki hafa náð nógu vel saman. Liðið var ekki sérlega sannfærandi og sóknarleikurinn á köflum klúð- urslegur. Tómas Holton var best- ur í liði Vals og þeir Leifur Gúst- afsson og Torfi Magnússon áttu einnig góðan leik. -GG Kvennahandbolti Mistökin í sókninni voru of mörg, en liðið bætti það upp með góðum varnarleik. Inná milli komu slæmir kaflar þar sem ekk- ert gekk upp og þá náði Urædd að minnka muninn. Stjörnuliðið sýndi þó mikinn „karakter“ með því að ná að auka muninn að nýju, en vantaði örlítið uppá í lokin til að ná 3-4 marka forskoti. Sigurður Bjarnason átti stór- leik í síðari háfleik og þeir Skúli Gunnsteinsson og Einar Einars- son Iéku mjög vel. Sigmar Þröstur Óskarsson varði vel og Gylfi Birgisson var sterkur í vörn- inni, en óheppinn í skotum sín- um. Lið Urædd er mjög sterkt. Ro- ger Kjendalen lék Stjörnuvörn- ina oft grátt og Ketil Larsen var sterkur á línunni. Möguleikar Stjörnunnar eru ekki ýkja miklir. Urædd er mjög sterkt á heimavelli. Það er þó ekki öll von úti enn og með góð- um leik ætti Stjarnan að eiga möguleika. Mörk Stjörnunnar:Sigurður Bjarna- son 7(4v), Einar Einarsson 5, Skúli Gunnsteinsson 4, Gylfi Birgisson 2 og Magnús Teitsson 1. Mörk Urædd: Ketil Larsen 6, Roger Kjendalen 5, Brede Larsen 3(2v), Sten Höibö 2, Bent Svele 1, Jonny Haugen 1 og Jörgen Young 1. -Ibe Otrúlegir yfirburðir Stórsigur Fram yfir Þrótti Það er ekki að hverjum degi sem lið fær aðeins á sig 8 mörk í handboltaleik. Það var þó svo í leik Fram og Þróttar í 1. deild kvenna. Framstúlkur sigruðu 31- 8. Framarar léku á als oddi og vörn Þróttar var þeim engin fyrir- staða. í hálfleik var staðan 14-3 og hefðu mörkin getað verið mun fleiri. Mörk Fram: Guðríður Guðjóns- dóttir 8, Hafdís Guðjónsdóttir 5, Arna Steinsen 5, Oddný Sigsteinsdóttir 3, Jóhanna Halldórsdóttir 3, Ósk Víðis- dóttir 3, Margrét Blöndal 2, Súsanna Gunnarsdóttir 1 og Anna Halldórs- dóttir 1. Mörk Þróttar: Gitte Holsen 3, Mar- ía Ingimundardóttir 2, (ris Ingvadóttir 1, Ágústa Sigurðurdóttir 1 og Unnur Sæmundsdóttir 1. Auðvelt hjá FH FH-stúlkur áttu ekki í miklum vandræðum með KR. FH-liðið lék mjög vel og gerði útum leikinn strax í by rj un, en í hálfleik var staðan 15-6. Sigurbjörg Sig- þórsdóttir mætti aftur til leiks með KR og var best í annars slöku liði KR. Mörk FH: Hildur Harðardóttir 6, Kristín Pétursdóttir 5, Inga Einars- dóttir 5, Rut Baldursdóttir 5(4v), Eva Baldursdóttir 4, Heiða Einarsdóttir 2 og Berglind Hreinsdóttir 1. Mörk KR: Sigurborg Sigþórsdóttir 9(3v), Birte Bitsch 2, Snjólaug Benj- amínsdóttir 1 og Karolína Jónsdóttir Naumt hjá Víkingum Leikur Víkings og Hauka var nokkuð frábrugðinn tveimur fyrrnefndum leikjum. Jafnræði var með liðunum, en Víkingar voru sterkari á endasprettinum og sigruðu 22-19. Leikurinn var nokkuð skemmtilegur og bæði liðin léku ágætan handknattleik. Um miðj- an síðari hálfleik sigu Víkingar framúr og sigruðu. Mörk Vfklngs: Inga Lára Þóris- dóttir 5, Jóna Bjarnadóttir 4, Eiríka Ásgrímsdóttir 4, Valdís Birgisdóttir 4, Svava Baldvinsdóttir 3 og Sigurrós Björnsdóttir-2. Mörk Hauka: Margrét Theodórs- dóttir 9, Elva Guðmundsdóttir 4, Ragnheiður Júlíusdóttir 2, Björg Bergsteinsdóttir 1, Steinunn Þor- steinsdóttir 1, Halldóra Mathiesen 1 og Hrafnhildur Pálsdóttir 1. -MHM 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. nóvember 1987 Eftir leikinn... Árni Indriðason, þjálfari Víkinga: „Ég var ánægður með síðari hálfleikinn, fyrir utan síðustu fimm mínúturnar. Fyrri hálfleikurinn var slæmur. Við reyndum skot úr slæmum færum í stað þess að bíða og fengum á okkur of mörg mörk úr hraða- upphlaupum. Okkur vantaði þolinmæði, en þetta gekk upp í síðari hálfleik. Síðari leikurinn verður mjög erfiður. Þeir leika í „Ijónagryfju" sem dönsk lið hræðast, en ég held við eigum sæmilega möguleika. Við verðum að leika af skynsemi og fara varlega." Per Fredriksen, þjálfari Kolding: „Þetta eru góð úrslit fyrir okkur. Þriggja marka tap á útivelli hlýtur að teljast gott, en við erum ekki komnir áfram. Leikurinn var ekki eins og ég átti von á. Ég bjóst við meiri hraða og fleiri mörkum. Hinsvegar náðu Víkingar mjög góðum kafla i síðari hálfeik, en við náðum að minnka muninn í þrjú mörk og það gæti ráðið úrslitum." Handagangur í öskjunnl. Sigurður Gunnarsson reynir að senda boltann á Hilmar Sigurgíslason á línunni, en danskar hendur reyna að komá i veg fyrir það. Mynd:KGA. Evrópukeppni Vantaði aðeins herlsumun Víkingar höfðufimm markaforskot en sigruðu með þremur mörkum Það vantaði aðeins herslumuninn að Víkingum tækist að ná forskotinu sem þeir óskuðu sér í fyrri leik sínum gegn dönsku meisturunum Kolding í Evr- ópukcppni meistaraliða í handknatt- leik. Víkingar sigruðu 19-16, en þrjú mörk hrökkva skammt í Evrópu- keppni. Fyrri hálfleikurinn var rólegur. Lið- in þreifuðu fyrir sér, en gerðu ótrúlega mikið af mistökum. Sóknarleikurinn var klúðurslegur, en vörn og mark- varsla þokkaleg. Víkingar skoruðu tvö fyrstu mörk- in, en Danirnir jöfnuðu, 2-2. Víkingar náðu aftur tveggja marka forskoti, en Kolding svaraði með þremur mörkum í röð. Kolding leiddi með einu marki það sem eftir var af fyrri háfleik, en Víkingar jöfnuðu fyrir leikhlé, 7-7. Fyrri háfleikurinn var eins og svo margir leikir Víkings í vetur. Það var engu líkara en kraftinn vantaði og leik- menn voru lengi að komast í takt við leikinn. Þá gekk Víkingum illa að ráða við hraðaupphlaup Kolding, en fjögur af sjö mörkum liðsins komu einmitt úr hraðaupphlaupum. Stórleikur Sigurðar Kolding skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik, en þá hrukku Víkingar í KR-ingar áttu í mesta basli með spræka IR-inga í úrvalsdeildinni i körfuknattleik. KR-ingar sigruðu þó, Seljaskóli 31. október ÍR-KR 70-76 (35-33) 2-7, 10-10, 15-12, 17-17, 28-19, 30- 23,35-33,39-46,47-58,60-70,70-72, 70-76. Stlg ÍR: Jón Örn Guömundsson 25, Kristinn Jörundsson 12, Björn Leósson 10, Karl Guölaugsson 9, Jó- hannes Sveinsson 5, Bragi Reynisson 4, Halldór Hreinsson 4 og Björn Stef- fensen 2. Stig KR: Simon Ólafsson 26, Guðni Guðnason 19, Birgir Mikaelsson 17, Matthias Einarsson 6, Ástþór Ingason 3, Jón Sigurðsson 2 og Guðmundur Jóhannsson 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Bergur Steingrímsson - slakir. Maöur leiksins: Jón örn Guö- mundsson, |R. gang. Sóknarleikurinn tók stakka- skiptum og varð hraður og öruggur. Þrjú mörk Víkinga í röð færðu þeim tveggja marka forskot. Þegar staðan var 10-9 lifnaði yfir Sigurði Gunn- arssyni. Hann hafði átt frekar dapran leik, en tók heldur betur við sér og skoraði sjö af næstu níu mörkum Vík- inga. Bjarki Sigurðsson skoraði hin tvö, en þeir léku báðir mjög vel í síðari hálfleik. Víkingar náðu mest fimm marka forskoti, 18-13, en Kolding náði að minnka muninn í þrjú mörk. Heppnin var ekki með Víkingum á síðustu mín- útunum og vantaði ekki mikið uppá að þeim tækist að halda fimm marka mun. Þriggj a marka munur gefur þeim þó þokkalega möguleika, enda hafa Víkingar yfirleitt staðið sig vel á úti- velli í Evrópukeppni. Síðari hálfleikurinn var mun betri hjá Víkingunum. Sóknarleikurinn gekk mun betur og vörnin var góð, þrátt fyrir að sum marka Kolding væru af ódýrari gerðinni. Sigurður Gunnarsson átti stórleik í síðari hálfleik og Kristján Sigmunds- son varði mjög vel. Bjarki Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson voru öruggir í hornunum og Hilmar Sigur- gísiason var sterkur á línunni. Karl Þráinsson lék einnig vel, einkum i fyrri hálfleik. Árni Indriðason og Einar Jó- 76-70 eftir spennandi lokamínútur. ÍR-ingar höfðu yfirhöndina framan af, en KR-ingar náðu að minnka mun- inn smám saman og í hálfleik var stað- an 35-33, ÍR-ingum í vil. KR-ingar byrjuðu vel í síðari hálf- leik og náðu góðu forskoti. ÍR-ingar voru þó ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í tvö stig. Símon Ólafsson og Guðni Guðna- son voru sterkustu menn KR, léku báðir vel, en aðrir leikmenn voru nokkuð frá sínu besta. Þá mætti gamla kempan Jón Sigurðsson að nýju til leiks og lék af yfirvegun á lokamínút- unum. Jón Örn Guðmundsson var spræk- astur ÍR-inga. Kristinn Jörundsson átti góðan leik og einnig Karl Guð- laugsson. -ibe hannesson léku aðeins í vörninni og stóðu sig vel. Dönsku meistararnir komu nokkuð á óvart. Leikur liðsins var óöruggur og á köflum mjög tilviljanakenndur. Það leikur þó enginn vafi á því að liðið er mjög sterkt og síðari leikurinn verður erfiður fyrir Víkinga. Karsten Holm varði vel í markinu og Bjarne Jeppe- sen var drjúgur í sókninni. Auk þess- ara tveggja leika margir danskir lands- liðsmenn í liðinu og ekkert vafamál að Kolding verður ekki auðunnið á heimavelli. Mörk Víkings: Sigurður Gunnars- son 7(lv), Bjarki Sigurðsson 5, Karl Þráinsson 4, Hilmar Sigurgíslason 2 og Árni Friðleifsson 1. Mörk Kolding: Bjarne Jeppesen 6, Michael Kold 2, Werner Möller 2, Thomas Lyng 2, Hans Munk Ander- sen 2, Kim Jacobsen 1 og John Wint- her 1. Frá Jóni H. Garðarssyni, fréttamanni Þjóövilj- ans í V-Þýskalandi: Stuttgart átti sinn besta leik í langan tíma er liðið vann öruggan sigur yflr Leverkusen, 4-1. Liðið hefur ekki náð sér á strik í síðustu leikjum, en lék mjög vel í þessum leik. Klinsmann og Schröder skoruðu tvö mörk hvor fyrir Stuttgart. Líklegt er talið að Ásgeir leiki með í næsta heimaleik liðsins sem er eftir hálfan mánuð, gegn Bayern. Þó gæti verið að hann léki með gegn Dortmund um næstu helgi. Bremen heldur toppsætinu og sigr- aði Frankfurt um helgina, 2-0. Bæði mörkin komu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Votava skoraði fyrra mark- ið, en það síðara var sjálfsmark. Köln átti sinn siakasta leik í langan tíma, en sigraði þó Hamburg SV, 1-0. Sigurmarkið kom á 6. mínútu, en það skoraði Thomas Allofs, eftir auka- spyrnu frá Littbarski. Hamburg fékk dauðafæri undir lok- in, en Illgner varði meistaralega frá Okonski. Kaiserslautern gerði jafntefli við Mannheim, 2-2. Roos og Kohr Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings: „Þessi sigur er í minnsta lagi og það verður erfitt að halda þessu í Danmörku. Við hefðum átt að ná 4-5 marka forskoti í byrjun, en nýttum ekki færin sem við feng- um. Síðari háfleikurinn var góður og þá skutum við rétt. Það sem er ánægjulegast við þennan sigur er góð vörn, en vörnin hefur verið slök í síðustu leikjum okkar. Ég held við eigum þokkalega mögu- leika. Það verður þó erfitt, enda Kolding greinilega mjög sterkt lið.“ Bjarne Jeppsen: „Þetta var betra en við bjuggumst við. Okkur hefur gengið illa í vetur, en náðum okkur á strik í þessum leik. Það er þó margt sem við verðum að bæta ef við ætlum að slá Víkinga út. Víkingar högnuðust á dómurunum, en það réð þó ekki úrslitum. Við megum lík- lega þakka fyrir að munirnn var ekki meiri og ég held að möguleikar okkar séu mjög góðir á heimavelli." Kristján Sigmundsson: „Ég er ánægður með þennan leik. Vörn- in var mun betri en í síðustu leikjum okkar. Við vorum óheppnir að halda ekki fimm marka forskoti og þetta verður erfitt á úti- velli. Leikurinn var eins og ég bjóst við, nema ég átti von á meiru frá skyttunum. Vörnin náði að halda þeim niðri, en þá opnuðust hornin. Ég er þó bjartsýnn fyrir síðari leikinn og ef við náum góum leik held ég að við getum slegið þetta lið út." Árni Friðleifsson: „Ég er ánægður, en þó ekki nógu ánægður. Við lékum vel í síðari háfleik, en þessi tvö mörk sem við misstum niður gætu orðið dýr. Við vorum slakir í fyrri háfleik og eigin- lega á hálfum hraða. Síðari hálfleikurinn var mun betri og ef við leikum þannig á útivelli þá er ég bjartsýnn." skoruöu mörk Kaiserslautern, en Bii- hrer jafnaði fyrir Mannheim. Þetta var 31. leikur Mannheim á útivelli í röð, án sigurs! Tíu leikmenn Uerdingen sigruðu Dortmund, 2-1. Thommesen fékk rautt spjald snemma í leiknum, en Mathy og Prytz skoruðu mörk Uer- dingen. Úrslit í Bundesligunni: Schalke-Mönchengladbach Köln-Hamburg SV Stuttaart-Leverkusen 0-3 1-0 4-1 Uerdinaen-Dortmund. 2-1 Bochum-Bayern Múnchen 0-2 Kaiserslautern-Mannheim . 2-2 Karlsruhe-Homburg... 2-1 Hanover-Númberg.... 1-2 Bremen-Frankfurt 2-0 Werder Bremen .14 10 3 1 27-8 23 Köln . 14 9 5 0 23-7 23 Bayem Múnchen . 14 11 0 3 35-17 22 Gladbach . 14 9 1 4 30-22 19 Stuttgart . 14 7 3 4 33-21 17 Karlsruhe . 14 6 3 5 21-21 15 Núrnberg . 14 4 6 4 18-13 14 Hamburg SV . 14 5 4 5 29-35 14 Leverkusen . 14 3 6 5 15-20 12 Frankturl . 14 4 3 7 22-25 11 Uerdingen . 14 5 1 8 19-22 11 Hanover . 14 4 3 7 21-27 11 Mannheim . 14 3 5 6 16-23 11 Kaiserslautern . 14 4 3 7 22-31 11 Körfubolti Naumur sigur KR-inga -4be V-Þýskaland Stórsigur Stuttgart Þriðjudagur 3. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.