Þjóðviljinn - 18.11.1987, Page 5

Þjóðviljinn - 18.11.1987, Page 5
Umsjón: Elísabet Kristín Jökulsdóttir Tolli opnar sýningu í Neskaupstað Tolli opnar einkasýningu í Neskaupstað, í safnaðarheimil- inu þar, um helgina. En Tolli er þekktur fyrir að þræða bakgarða venjulegra sýningarsala og hefur áður sýnt á dekkjaverkstæðum, líkamsræktarstöðvum en ekki strætóskýlum. Sýning Tolla í Neskaupstað verður opin í viku og þar sýnir hann verk máluð á síðustu fjórum árum. Petta er önnur einkasýning hans á árinu hér á landi, en í sept- ember og október sl. voru hald- nar tvær sýningar á verkum hans í boði Ballerupbæjar og Friðr- ikssunds í Danmörku. Tolli fékk rífandi góða dóma í dönskum blöðum og mikla um- fjöllun og voru Danir ósparir á lýsingarorð. Gagnrýnendur lof- uðu mjög sterka tilfinningu hans fyrir náttúrunni og umfram allt kraft. „Hræðslan við hinar myrku hliðar er greinileg en vonin sterk að sama skapi. Það er hin villta og fagra íslenska náttúra, sem er uppsprettulind expressjónískra málverka hans, en í málverki hef- ur náttúran verið tabú í mörg ár,“ og enn: „það er sjaldgæft að sjá svo fjölbreytta og mikla póesíu samankomna á einum stað, sem þrátt fyrir allt rennur saman í eina heild. Að baki verkunum liggur mikil hugsun, tilraunir og ekki síst vinna, við að geta gefið líf- sviðhorf sitt frá sér í listformi. Hann spilar saman ást til náttúr- unnar, landslagi, sögu og þjóð- sögum. Síðast en ekki síst er virð- ingin fyrir manninum í fyrir- rúmi,“ og í Ballerup-blaðinu 9. sept. er klykkt út með að segja: „væru allir einsog þessi ungi mað- ur, væri heimurinn ríkari og ekki eins ofbeldisfullur.“ Fortíð mín sem rokkari Þá er litameðferð Tolla rómuð - sagt frá sýningum hans í Danmörku í haust þar sem hann er lofaður fyrir kraft, póesíu og litameðferð og þeir sagðir spanna allan skalann, allt frá tjörusvörtu, kuldabláu til blindandi hvíts. Stemmningin í myndunum er allt frá martröð til melankólíu. Máln- ingarmátinn sýnir kraft og af- hjúpar innsta eðli listamannsins. Og hvað skyldi svo listamaðurinn sjálfur segja? í viðtali í dönsku blaði í september segir hann: „Ég get, gegnum mótív af náttúrunni, gefið spegilmynd úr heiminum í dag, einsog hann lítur út, eftir að hafa farið í genum hausinn á mér. Það er sársauki og hræðsla en þrátt fyrir allt, þá vísar náttúran okkur veginn fram á við. Og sýnir okkur að það er von. Eitt af gegn- umgangandi mótívum í abstrakt- myndum mínum er gítarinn í alls- konar varíasjónum: Það er fortíð mín sem rokkari sem spilar hér inn í. Þetta er tónlist minnar kyn- slóðar og það er rythminn frá þessari tónlist sem fer í gegnum pensilinn." Opinská og tilfinningaþrungin Þessi fyrsta skáldsaga Nínu Bjarkar gerist að mestu leyti í Reykjavík árið 1958 og segir frá unglingsstúlkunni Helgu sem kemur utan af landi til dvalar á heimili efnaðra hjóna í borginni. Sagan er öll fyrstupersónufrá- sögn Helgu nema fyrsti kaflinn þar sem sagt er í þriðju persónu frá hræðilegri reynslu hennar eina nótt heima í sveitinni. Frá- sögn Helgu er samt rofin stöku sinnum af annarri rödd; hennar eigin rödd þegar hún er orðin fullorðin og getur sagt „nú“ en allt hitt er „þá“ í sögunni. Þessi rödd varpar samt engu nýju ljósi á söguna og skýrir heldur ekki persónu Helgu betur þótt þar komi fram að hún hafi síðar hlotið menntun, gift sig og eignast börn og sé nú dauðvona. Gamlar systur á heimilinu, Sína og Setta, koma mjög við sögu. Þær eru svona skrýtnar og skemmtilegar kerlingar en lýsing- in á þeim er samt svo einhæf að þær verða þreytandi til lengdar. Bræður Helgu tveir sem búa í borginni eru ekki fyrirferðar- miklar persónur, en fólkið sem Siggi bróðir hennar býr hjá í braggahverfinu og kjör þess opna nýjan heim í sögunni og mynda andstæðu alls þess sem Helga kynnist á heimili hjónanna. Nafn bókarinnar Móðir, kona, meyja (útg. Forlagið) vísar til þriggja kvenpersóna í sögunni. Helga er náttúrubarn sem kemur úr sveit í borg. Hún er falleg og hrifnæm, menn laðast að henni og hún er „frjó. Frjó kona. Og kona sem á erfitt með að hafa stjórn á kynhvötinni." (99) Hún virðist fyrst og fremst þrá að njóta ásta og ala börn. Henni er ekkert um það gefið þegar hjónin í húsinu vilja koma henni til mennta og þegar hún uppgötvar að hún er með barni í þriðja sinn 16-17 ára segir hún ákveðin: „Og þá er þetta með námið úr sög- unni“ (98). Heiður, frúin á heim- ilinu, er hins vegar meyja. Bæði er hún draumkennd og ór- aunveruleg persóna, en svo er hún líka hrein mey þótt gift kona sé. Þriðja konan er Dídí móðir Villýs, sem er í „helvísku kana- standinu“ eins og Salvör, öldruð móðir hennar orðar það. Hún kemur ekki nema óbeint við sögu en þó kemur eymd hennar átakanlega í ljós bæði heima í bragganum og í mötuneytinu þar sem hún vinnur. Titill sögunnar minnir einnig á hið hefðbundna hlutverk kvenna og þá stöðluðu mynd sem oft er gefin af þeim í bókmenntum karla sem ástkonur, mæður eða jómfrúr. Kvenpersónurnar í sögunni falla ekki á venjubundinn hátt inn í þetta form, en eiga það ef til vill sameiginlegt að vera allar á ein- hvern hátt fjötraðar í hlutverkum sínum. í samræmi við móður- jarðarhlutverk Helgu hefur hún mjög ríka tilfinningu fyrir eigin líkama. Líkamlegum sársauka hennar og líkamlegri nautn er lýst mjög nákvæmlega. Það er vissu- lega óvenjulegt að lesa svo opin- skáar erótískar lýsingar frjá sjón- arhóli konu. Ég er ekki frá því að þær séu betur skrifaðar en ýmis- legt annað í sögunni, en samt finnst mér vanta einhverja erót- íska spennu í söguna sjálfa sem getur verið miklu magnaðri en svona berorðar lýsingar. Heiður er á margan hátt undar- leg persóna, það er eins og hún sé ekki alveg af þessum heimi en í lokin virðist hún samt hafa alla þræði sögunnar í hendi sér. Hún er ekki hamingjusöm og ræktar í bókstaflegum skilningi harm sinn, ástarsorg. Um leið kemur vel fram andstæðan milli þess sem hún raunverulega er og þess sem hún þykist vera; milli hlut- verks hennar sem yfirstéttar- dama og löngunar hennar til að vera listamaður. Það er athyglis- vert og táknrænt hvernig hún iðk- ar list sína í felum uppi á háalofti föst í sama viðfangsefninu: að vefa mynd mannsins sem hún elskar. Þetta er tilgangslaus og endurtekin iðja, hún vefur mynd á sumrin og brennir hana í garð- inum á haustin. Mestur hluti sögunnar er byggður upp á samtölum og höf- undurinn hefur gott vald á þeim en beinar lýsingar taka minna rúm og eru ekki eins vel gerðar. Það vekur athygli hvað höfundur hefur mikla tilhneigingu til að endurtaka orð setningu eftir setn- in|u heldur tilbreytingarlítið: „Eg man þetta ár í húsinu vel. Man það í smáatriðum. Man það best af lífi mínu. Lífi sem núna er orðið langt. Núna þegar ég skrifa þetta.“ (43) Þetta virkar oft eins og klifun og er víða þreytandi. Þó tekst einstaka sinnum á þennan hátt að gera frásögnina seiðandi og ljóðræna,t.d. þar sem segirfrá Heiði og Helgu í baðherberginu: „Ég var gagntekin sárri, blíðri sælu. Svo sárri. Svo blíðri. Og hreiðrið mitt fór að titra og skyndilega opnaðist það og lok- aðist á víxl og ég hló og hló og tár runnu úr augum mínum...“ (67). Þessi sena í baðherberginu er að mörgu leyti óvenjuleg. Ekki síst þegar Heiður málar Helgu í fram- an til þess að gera hana ffna áður en hún fer út. Þetta er hátíðleg athöfn sem er þeim báðum til ánægju og lýst í löngu máli. Hér er verið að lýsa sérkvenlegri reynslu eins og víðar í sögunni. Ein meginhugmynd sögunnar er sú að Helga breyti lífi þeirra sem hún kynist, hún beinlínis færi þeim líf. Hjónaband Heiðar og Hjálmars er ástlaust og kalt en breytist eftir að þau hafa hvort um sig nálgast Helgu á erótískan, næstum dulúðgan hátt. Þau fá „jarðsamband" skv. sögunni. Það er svo annað mál hvort les- anda finnst þetta sannfærandi. Það má líka lesa það út úr sam- skiptum hennar við Villý, sem er barnsfaðir hennar, að hún búi yfir einhverjum lífskrafti sem dugi þeim báðum. í sögulok finnst Helgu eins og það sé verið að gera samsæri gegn henni og hún sé bara leiksoppur annarra, en afstaða hennar breytist þegar Sína segir henni sögu þeirra sy- stra. Hún færir fórn sem bjargar hjónabandi Heiðar og Hjálmars og um leið blasir við henni menntun og framtíð erlendis. Heiður tekur að iðka list sína á nýjan og skapandi hátt og í stað bálkastarins í garðinum er kom- inn gosbrunnur og þaðan streymir vatnið, tákn lífsins. En þessi ágætu sögulok eru ekki nógu vel undirbúin. Að vísu tekst höfundi vel að lýsa sársaukanum sem hverfurekki úr hjarta Helgu. Sonur hennar litli „andar á sárið svo að það grær aldrei“ (131). En sálarbaráttu hennar er ekki lýst að neinu ráði og jafnvel þótt reynsla systranna , Sfnu og Settu, sé mjög átakanleg, þá finnst manni samt ótrúlegt að það nægi Helgu til að sætta sig við það hlut- skipti sem aðrir velja henni. Með því er ég ekki að gera lítið úr þeirri góðu, kristilegu hugmynd (sem höfundur vék að í viðtali í Þjóðviljanum 8. nóv. sl.) að það færi mönnum blessun að fórna og gefa, en einhvern veginn kemst hún ekki alveg til skila sem eðli- leg niðurstaða sögunnar. Þetta er opinská saga og tilfinningaþrung- in; ágeng en ekki að sama skapi áhrifarik. Hún ber það með sér að vera frumraun. Mlðvikudagur 18. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.