Þjóðviljinn - 18.11.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 18.11.1987, Síða 6
MENNING Stjörnustælar: „...Bang og Kött!“ Út er komin hjá Máli og menn- ingu þriöja bók Andrésar Ind- riðasonar um Jón Agnar Péturs- son, töffara og stælgæja. Hinar fyrri heita Bara stælar og Enga stæla! svo óhætt er að tala um „stæltrílógíu“ hjá Andrési. Að þessu sinni er Jón Agnar að reyna fyrir sér sem kvikmyndastjarna. Það verður ekki af Andrési Indriðasyni skafið að hann er afar vandvirkur höfundur. Hér beitir hann tækni sem minnir einmitt á kvikmyndun, texti bókarinnar er líkt og klipptur og skeyttur saman úr hröðum, markvissum skotum. Þessari aðferð hefur Andrés beitt áður með góðum árangri en hér býður sjálft efni bókarinnar - vinna við gerð kvikmyndar- upp á enn frekari útfærslu þessa stíl- bragðs. Útkoman er alls ekki leiðinleg, þótt sumir „effektar" séu dálítið langsóttir. Frásögnin er fleyguð af umfjöllun blaða, viðtölum við aðstandendur kvik- myndarinnar og broti af samtali úr myndinni þar sem leikurinn byggir á spuna. Þessi hraða klipp- ing er afar markviss, millifyrir- sagnir innan hvers kafla afmarka atriðin líkt og í löngum blaða- greinum. Textinn er snurfusaður og óspart kryddaður en virðist fyrir bragðið dálítið yfirborðs- kenndur og glannalegur á köflum. Til dæmis er gripið til þess ráðs að lýsa persónunum með því að nefna vörumerkin sem þær íklæðast. Þetta á líklega að binda söguna í tíma, en er þetta ráðlegt þegar tískan snýst jafntítt og vindurinn? Hvar eru trimmgallarnir frá í fyrra? Sums staðar eru heilu setningarnar prentaðar með upphafsstöfum líkt og til áherslu, líklega til þess Andrés Indriðason. að tákna það sem sagt er hástöf- um. Þetta er ekki til prýði og raunar frekar ósmart. Tómir stælar, eða hvað? Þessar að- finnslur eru þó Smávægilegar og smekkur manna misjafn. Bókinni er greinilega ætlað að skemmta lesandanum með galsa og sprelli, fremur en að uppfræða hann eða vekja hann til umhugs- unar. Sagan er oft æði nálægt farsanum og er gott eitt um það að segja. Það er helst að hin mikla ögun höfundarins komi í veg fyrir að farsinn nái yfirhönd- inni. Stálnaglinn Sigurbjartur Pálsson fellur mér betur í geð en Jón Agnar, hann er mun trúverð- ugri og nær að fanga samúð les- andans (og Jóns Agnars). Svofer líka að hann verður stjarna myndarinnar, þannig að leikstjórinn voðalegi, Barði Ósk- arsson, virðist sama sinnis. Barði þessi virðist annars fremur ógeð- felldur og undarlega siðlaus. Dæmi um þetta er þegar hann fær Hörpu, kvenhetju myndarinnar, til þess að fara á fjörurnar við Jón Agnar svo að kossasenurnar megi verða sem eðlilegastar. Hann notar unglingana sem með honum starfa bókstaflega eins og strengbrúður og hikar ekki við að leggja líf þeirra og limi í hættu ef svo ber undir. í bókarlok er það þó Jón Agnar sem hefur Barða hinn ógnvekjandi „algerlega í vasan- um” og virðist orðinn ámóta harðsoðinn og hann, enda titlað- ur aðstoðarleikstjóri vegna eigin hæfileika sem eru þó lesanda ekki að fullu ljósir. Mér finnst þetta dálítið vafasamt og truflandi. Jón Agnar hikar heldur ekki við að ljúga ef svo ber undir og hefnist aldrei fyrir það. Én þetta eru auðvitað „bara stælar", skyldi maður ætla. í heildina er þetta þokkaleg- asta unglingabók, allur frágangur er til fyrirmyndar og þarna eru víða góðir sprettir. Vandvirkni höfundar er við brugðið en And- rés ætti ef til vill að gæta þess að vanda sig ekki um of! Hraðar klippingar, æsileg atriði og svo- leiðis stæltaktar eru ekki allt og mega aldrei vera á kostnað sköpunarneistans. Að lokum er að geta myndar á bókarkápu. Hún er eftir þann ágæta teiknara, Brian Pilkington, og hefði að ó- sekju mátt sýna galsann í Jóns sögu Agnars. Ég get ekki ímynd- að mér hann í fötum snyrtimenn- isins sem prýðir bókarkápuna. Ólöf Pétursdóttir Ólöf Pétursdóttir skrifar um barna- og unglingabækur. Undir regnboganum - Handa börnum - en Námsgagnastofnun fékk heiðursverðlaun vegna bókar sem listamaðurinn myndskreytti og er nú á sýningu í Bratislava Ragnheiður Gestsdóttir hefur opnað sýningu í Hafnargall- erí, í Hafnarstræti 4 í Reykja- vík. Flestar myndanna eru úr barnabókum, sem hún hefur myndskreytt. Allt eru þetta klippimyndirog efniviðurinn sóttur í heim sagna og ævin- týra. Myndskreytingar Ragnheiðar hafa vakið athygli og bækur hennar verið á bókasýningum er- lendis. Um þessar mundir á hún myndir á Bókaskreytinga- Biennalnum, í Bratislava í Tékkóslóvakíu. En Námsgagn- astofnun fékk heiðursverðlaun á sýningunni fyrir útgáfu á bókinni Ljósin lifa, sem Ragnheiður myndskreytti. í því tilefni er sýn- ing Ragnheiðar framlengd fram- yfir helgi. Sýning Ragnheiðar hefur þá sérstöðu að vera fyrst og fremst ætluð börnum og það er von lista- mannsins að sem flestir úr þeirra hóp fái notið hennar. Listamað- urinn er viðstödd sýningu sína og hún hefur tekið á móti skóla- bekkjum og lesið upp fyrir krakk- ana. Ragnheiður er kennari að mennt en hefur stundað háskóla- nám í listasögu og bókmenntum. Hún hefur tvisvar unnið til verð- launa í samkeppni Námsgagna- stofnunar um gerð létts lesefnis. Þessa dagana er að koma í bóka- verslanir Saga af Suðurnesjum, sem eru myndskreytingar Ragn- heiðar við ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Sýningin er opin frá 9-18 fram til 23. nóvember. ekj Nær maður einhvemtíma landi? Stormfuglar (64 bls.) Birgir Svan Símonarson Hf. 1987 Þetta er sjöunda ljóðabók Birgis og ber glöggt vitni um handbragð hans. Hún skiptist í tvennt: Hinir eiginlegu storm- fuglar taka yfir meginhluta bók- arinnar, ljóð sem saman mynda sterka listræna heild, en aftarlega er eins konar viðauki, Fylgifisk- ar, ljóð af ýmsum toga. Vafamál er hvort fylgifiskarnir bæti miklu við bókina, frekar virðast þeir brjóta niður annars sterkan heildarsvip. í Fylgifisk- um eru ljóð sem hefði mátt end- urskoða og jafnvel sleppa. (Ljóð- ið Lángt yfir skammt er t.a.m. tilbrigði við gamalt stef sem svo rækilega hefur áður verið ort um á íslensku.) Birgir Svan býr yfir reynslu sjó- mannsins og deilir henni með les- andanum í Stormfuglum, ekki svo að skilja að hann sé á hrá- kaldan hátt að yrkja um lífið til sjós, miklu frekar hitt að hann lýsi sjóferð einstaklinga gegnum boðaföll mannlífsins. Með því móti dregur hann upp í ljóðum sínum myndir og bregður ljósi á aðstæður sem í senn eru háska- legar og vekja hjá lesandanum velgju og sjóriðu. Birgir Svan hefur áður sýnt snilldartilburði í því að vefa sam- an feld úr þráðum sem tilheyra ólíkum sviðum, oft þannig að óljóst er hvort sviðið felur í sér merkingarkjarnann. (Undurgott dæmi um ljóð af þessu tagi í eldri bókum Birgis er I Skaftafelli (Fót- mál, 1983) ). Lítum á dæmi, ljóð- ið heitir Afbrýði: sekkur í þagnardjúp gullinn hringur sólar rauður fiskur spriklar t neti riðnu úr lygum Myndin sem dregin er upp af manninum sem slíkum er ekkert sérlega björt í þessari ljóðabók. í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur er hann einhvern veginn hálfur en ekki heill, frekar brot af sjálfum sér en hann allur. Tilver- an er þykjustuleikur þar sem eng- inn vinnur en kannski allir tapa - en siglingin heldur ófrávíkjan- Iega áfram og stormfuglunum miðar áfram, ekki endilega til góðs, en áfram engu að síður: í mastrinu hvíla þeir lúinn vœng sofa laust sitt myrka strik öslar skipið inní nýtt dœgur Birgir Svan hefur engu gleymt í orðaleikjum og ýmsum út- úrsnúningi. Þannig geta hvers- dagsleg orð, sem hefur verið um- snúið, birt lesandanum nýjar og óvæntar hugrenningar: Birgir Svan Símonarson. Bakborðsmenn vanrækja tilfinningaskylduna harkan sex á norðlœgum breiddum orð þeirra köld og hörð lábarðir hnullúngar þeir vanrœkja tilfinningaskylduna bráðna hœgt einsog borgarís strandaðir í konufaðmi Tilfinningaskylda/tilkynninga- skylda - alveg óvart í framhaldi af þessum orðaleik kviknar sú hugs- un að sleppa einum staf í fyrsta orði ljóðsins, „bakorðsmenn", og útkoman verður „bakborðs- menn“, menn sem ganga á bak orða sinna, þykjast vera harðir eins og grjót en eru meyrir og knosaðir hið innra. Það er í þessari ljóðabók sterk þrá eftir betra lífi en jafnframt er sleginn tónn sem lýsir því að hér erum við og getum ekkert annað, enginn fær ráðið sínum nætur- stað. Að vísu óskandi að margt væri öðruvísi og betra en það er en veruleikinn lætur ekki að sér hæða og virðist óumbreytan- legur: vildir sofa einsog saklaust barn dúðað í gærupoka í stórhjóla vagni sem vindurinn vaggar blíðlega lífið hló kuldahlátri Og jafnvel þótt erfitt sé að sætta sig við óbreytt ástand þá er uggurinn um það sem koma skal öllu verri en vitneskjan um það sem er: vindurinn dansar á öldunni einsog þúngaviktarboxari lætur höggin dynja á skrokki skipsins milli vonar og ótta bíðum við rothöggsins Ljóðin í þessari bók eru hnit- aðri, agaðri og að sumu leyti krepptari en í mörgum öðrum bókum Birgis Svan. Hann lætur t.d. ekki gamminn geisa eins og í. Gjalddögum, hugmyndirnar spóla ekki úr einum stað í annan. Hér er þyngra yfir, myndmálið duldara og stundum fágaðra: Sjómenn rótlausir drumbar sem velkjast í úfnu mannhafi hver man nótur árhringja ilm laufs Samt gustar af stflnum eins og hjá engum öðrum. Er það ekki einhvem veginn sérkennandi fyrir Birgi Svan að „mæla nokkra hektara malbiks“ eða segjast vilja „laugast undir regnboga mammons“? Hver annar hefur jafnmikið dálæti á lýsingarorðinu „fúll“? Var ekki t.d. vindurinn andfúll á Oddskarði þegar strák- urinn ók burtu vegna þess að stelpan „svaf í annars örmum“? Eða voru hraðbrautirnar ekki líka andfúlar í Gjalddögum? En þrátt fyrir ugginn og stöðugt angur yfir því hvað fram- undan er, þá er í þessari bók litið ögrandi til þess sem koma skal og þráin að komast í áfangastað er áleitin, jafnvel þótt það kosti af- brot. Það skiptir ekki meginmáli hvar er lent, bara að maður nái landi. Ingi Bogi 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 18. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.