Þjóðviljinn - 18.11.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.11.1987, Blaðsíða 7
r MENNING KSÍSTJÁN JOHANN JÓNSSON VJÆmlmmim TOLIARANS Skáldsaga eftir Kristján Jóhann Jónsson Iðunn hefur gefið út nýja íslenska skáldsögu eftir Kristján Jóhann Jónsson. Nefnist hún Undirhúfu tollarans ogerönnurskáldsaga Kristjáns. Sú fyrsta, Haustið er rautt, komútárið1981. í kynningu útgefanda á bók- inni segir: Undir húfu tollarans er samtímaskáldsaga úr Reykjavík, fjölskyldusaga, dæmisaga úr ís- lensku þjóðfélagi. Segja má að hér eigi ólíkar stéttir og samfé- lagshópar sína fulltrúa. Aðalper- sónur eru bræður tveir, Karl kennari og Björn iðnaðarmaður. Karl og fjölskylda hans eru í for- grunni. Ýmis skyldmenni og vandamenn þeirra bræðra koma hér við sögu og er óhætt að segja að samskipti þessa fólks gangi mjög á misvíxl. Þjóðfélagið beinir fólki í ákveðna farvegi sem örðugt er að rífa sig upp úr. Öllu þessu margbreytilega mannlífi og samspili lýsir höfundur af kunn- áttu og alúð svo að lesandinn fylgist með af lifandi áhuga frá upphafi til loka. Að efla sjálfstraustið Komin er út hjá Iðunni bókin Sjálfstraust og sigurvissa efti r bandaríska sálfræðinginn Irene Kassorla. í bókinni er að finna árangurinn af starfi hennar og mikilli reynslu í meðferð og þjálf- un einstaklinga til aukins per- sónulegs þroska, sjálfsvirðingar og sjálfstrausts. í formála bókarinnar kemur fram að hún hafi haft margt fólk til meðhöndlunar sem átt hafi sérstakri velgengni að fagna og að athygli hafi vakið að atferli alls þessa fólks hafi falið í sér sam- eiginlegan þátt, þ.e.a.s. að hér sé um að ræða atferli sem kenna megi og læra. Jafnframt hafi hún haft til meðferðar fjölda manna sem bæði fjölskyldan og þjóðfé- lagið kalli tapara og í atferli þess fólks sé einnig að finna sameigin- legan þátt sem samofinn sé öllu lífsmynstri þess. En það sé einnig lært - og að breyta megi þessu atferli tapara í atferli vinnanda. Á ofangreindu byggir hún þær kenningar sem fram koma í bók- inni. Egill Egilsson þýddi. Listamaðurinn sem morðingi Patrick Suskind llmurinn. Saga af morðingja Kristján Árnason þýddi. Forlagið 1987 Snilligáfan hefur orðið mörg- um rithöfundi hugleikin sem von- legt er. Og þá hafa menn ekki aðeins reynt að fara í föt sjálfs Goethes eða mikils tónsnillings eins og Thomas Mann gerði. Sá sami Thomas Mann hefur skrifað hlálega sögu um snillinginn sem er þjófur og blekkingameistari, Felix Krulll, sem Kristján Árna- son hefur þýtt á íslensku. Nú hef- ur Kristján Árnason þýtt aðra skáldsögu um snilling, fræga metsölubók Patricks Suskinds. Ilmurinn, sem fjallar um Jean- Baptiste Grenmouille, sem þekkti allar lyktir heims og gat náð tökum á þeim og búið til ilmblöndur ótrúlegar og rænt manneskjuna ilmi sínum. Og lauk svo ferli sínum að hann myrti ungar stúlkur og fagrar og rændi þær þeim ilmi sem ást vek- ur, bæði lostann og aðdáunina og fyrirgefninguna, gerði sjálfan sig að einskonar guðmenni ilmsins með snilld sinni ótrúlegri. Þessi skáldsaga minnir okkur á það, hvað er einna helst líklegt til vinsælda skáldsögum nú um stundir. Lesandinn vill vissa fjar- lægð frá leiðinlegum hvunndags- leika - sögusviðið er Frakkland á átjándu öld. Hann hrífst af þaulræktun vissrar hugmyndar, sem höfundur púkkar undir með miklum lærdómi (hér um ilmefni og vinslu þeirra) - eða með því sem amk sýnist vera áreiðanlegur lærdómur. Hann hefur mætur á hrollvekju og vissulega er hún til staðar. Hann vill berast með vél- abrögðum höfundar inn í hið ótrúlega - og líkar vel þegar gengið er fram af honum eins og í lokin þegar aftökuhátíð snýst fyrir sakir djöfullegrar listar Jean-Baptiste í feiknalega hátíð ástarinnar með ótrúlegu svalli og öðrum firnum. Og þó skulu menn ekki halda að Patrick Suskind hafi barasta skrifað útsmoginn reyfara - hér hangir miklu fleira á spýtunni. Jean-Baptiste er snillingur. Hann finnur það á sér sem aðra tekur mörg ár að læra og hann nær á sínu sviði upp í þær svim- ARNI / BERGMANN '-«4. / andi hæðir sem aðra getur aðeins í dreymt um. Hann er að þessu leyti einskonar Mozart, enda er honum í byrjun sögunnar líkt við undrabarn tónlistar. Hann hefur líka köllun eins og Ólafur Kára- son: þegar hann kennir í fyrsta sinn ilm ungrar stúlku sem er sem rós nýútsprungin, þá veit hann að hann „kastaði lífi sínu á glæ, ef honum tækist ekki að ná tökum á þessum ilmi“. Þetta er semsagt kraftbirtingarilmurinn. En hann er Mozart og Ólafur Kárasonl með öfugu formerki. Hann getur* lagt á sig stranga vinnu og hugsar aldrei um lof né fé. Hann getur horfið í táknræna sjö ára einangr- un til að sökkva sér sem dýpst í sjálfan sig og minningar um ilm. En hann er utan við mannlegt fé- lag, það kemur honum ekkert við. Heimurinn og mannfólkið er ekki annað en efniviður í hans mikla sköpunarverk. Honurr kemur það að öðru leyti ekkert við. Og því er snilligáfa hans fyrst og síðast tortímingarafl sem hvílir í sjálfu sér og eyðir einnig sjálfu sér áður enlýkur.HvarsemJean- Baptiste ber yfir skilur hann eftir sig foreyðingu og dauða. Og vel mættum við reyna að lesa í þessa mögnuðu afskræmingu snilligáf- unnar miskunnarlausa skoðun á athæfi snillinganna yfirleitt. Hve oft hafa þeir ekki verið reiðubún- ir að láta mennsk tengsli lönd og leið ef að þeir fengju sjálfir að njóta sín? Hafa þeir ekki rænt sál þeirra sem þeir gerðu að „efni- við“ listar sinnar? Hann elskaði ekki stúlkuna hinummegin við vegginn. Hann elskaði ilminn einan sem framtíðareign sína. Má vera að skáldsaga Patricks Su- skinds sé tilbrigði við áhyggjur af „afmennskun listarinnar" sem um hafa verið skrifaðar frægar bækur. Þetta er líka skáldsaga um ein- semd. Ilmsnillingurinn vill semj fæst af öðrum vita - nema til að | nota þá. Síðan hendir hann þeiml frá sér og þeir farast með einum hætti eða öðrum (þeir sem hann ekki drepur sjálfur). En þessar fáu persónur sem sagan þarf á að halda eru vel upp dregnar og: Hjálparhöndá myrkum tímum Bertolt Brecht. Söngvar og kvæði 1917-1956. Þorsteinn Þorsteinsson annaöist útgáfuna. Forlagið 1987. Þorsteinn Þorsteinsson hefur safnað saman í drjúga bók úrvali kvæða eftir Bertolt Brecht, sex- tán þýðendur hafa komið við sögu og er hann sjálfur einn af þeim. Auk þess skrifar hann greinargóðan formála um ljóð- skáldið Brecht, sem lengi var í skugga leikskáldsins en hefur nú tekið til sín meiri athygli en áður og verðskuldaða vel. Það er utan við ramma lítillar umsagnar í blaði að fjalla svo heitið geti um kosti og galla sex- tán þýðenda með nauðsynlegum samanburði við frumtextana. Eins og að líkum lætur smjúga þýðingarnar misjafnlega greið- lega inn í sálarkirnuna, ekki síst þær rímuðu - eins víst að við gæt- um talsvert að sumum þeirra fundið, stirðleika, skort á ná- kvæmni. (Tsjekhov sagði ein- hvertíma að eitt það versta sem um texta mætti segja væri: þetta er svona hér um bil). En heildar- svipurinn er góður. Hér eru þýð- ingar sem eru fullgild íslensk list- averk, hér er fjölbreytileiki, hér er mikil saga. Við kynnumst an- arkistanum Brecht, niðurrifs- manninum, kommúnískum uppalanda, útlaganum stundum baráttuglaða og stundum beiska og bölsýna, en umframt allt Bertolt Brecht. manni sem ekki þreytist á að leita mannúðar, skynsemi, betra lífs á myrkum dögum sem skáldið hef- ur lýst svo eftirminnilega: nA' ARNI ${,- / BERGMANN % j Mat minn át ég milli tveggja bardaga Til svefns lagðist ég meðal morðingja Ástar leitaði ég án umhugsunar og náttúruna sá ég án góðvild- ar. Þannig leið mín tíð sem mér á jörðu gefin var (þýð. Sigfús Daðason). Það er gott að slík bók kemur út. Blátt áfram vegna þess að Brecht var gott skáld. Gáfumað- ur sem pískar okkur til að vera skarpari en við eigum að okkur. Skáld sem vissi að hann mátti sín lítils en vonaði að valdsmenn „hefðu setið í hægara sæti án mín“ - og er þarft að rifja þá stefnuskrá upp á þeim tímum þegar allir eru að sveia „vanda- málabókmenntum" af undarlegri og kannski sakbitinni heift. Skáld sem kreisti sinn tíma saman í þéttan knött og skaut honum beint milli augna þeirra sem á eftir koma. Og það er skynsamlega að verki staðið. Ljóðaþýðingar þyrpast venjulega saman í bók sem aukageta skálds eða sem vitnisburður um smekk og gáfu eins þýðara. Hér er athyglinni beint að því að gefa okkur heildstæða mynd af miklu skáldi erlendu, af ferli hans og stöðu. Þessi bók hér sýnir og sannar að slíkt mætti oftar gera. ÁB. Patrick Suskind Sagrt nf - marðingja .J eftirminnilega. Ekki síst skal hér vísað á fræðimanninn ruglaða, Taillade-Espinasse markgreifa, sem trúir á eitraðar jarðargufur og heilnæman háfjallatrekk. Þessi persóna er bráðskemmtileg athugasemd við lífmögnunar- dellumenn allra tíma og skemmtilega skyldur þeim vís- indabjálfum sem Voltaire og Jon- athan Swift hafa skemmt mönnum með. Kristján Árnason hefur unnið gott verk og vandað með sinni þýðingu. Höfundur steypir sér í mjög íburðarmikið svall með orð og fyrirbæri sem tengjast lykt- argáfunni, en Kristján lætur sér hvergi bregða, leysir úr því öllu saman myndarlega og þá reynist honum allt annað leikur einn. ÁB. Nýtt sagnfræðirit: íslendingar og einokunar- verslunin danska Upperboðiðísland heitirbók um einokunarverslun Dana og ís- lenskt samfélag á sautjándu og átjándu öld eftir dr. Gísla Gunn- arsson sagnfræðing sem Örn og Örlygur hafa gefið út. í bókarkynningu segir m.a.: „Á þeim tíma sem danskir kaupmenn höfðu einokun á allri utanríkisverslun landsins, á árun- um 1602-1787, var hagur íslend- inga bágbornari en hann hefur verið fyrr og síðar. Þetta var ekki danskri einokunarverslun einni að kenna. íslendingar voru íhaldssamir og héldu fast í fornfá- lega og úrelta siði. Þeir óttuðust allar nýjungar í atvinnumálum.“ Bók þessi er að meginstofni þýðing á bókinni og dokt- orsritgerðinni „Monopoly Trade and Economic Stagnation“, sem kom út í Lundi í Svíþjóð 1983. Nokkrir hlutar þessarar bókar eru þó frumsamdir. Um bókina „Monopoly Trade...“ hefur m.a. verið skrifað: „1 doktorsritgerð Gísla Gunnarssonar er að finna nýja heildarsýn um einokunar- verslun Danmerkur á íslandi og um íslenskt samfélag á 17. og 18. öld. ...Þessi bók leysir á margan hátt af hólmi bók Jóns Aðils, Ein- okunarverslun Dana á íslandi, frá árinu 1919, sem helsta heimildarverk um þetta efni.“ Harald Gustafsson á bandaríska tímaritinu Scnadinavian Studies. Miðvikudagur 18. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.