Þjóðviljinn - 18.11.1987, Page 15

Þjóðviljinn - 18.11.1987, Page 15
ERLENDAR FRÉTTIR Lokadrög tilbúin á mánudag? Aðalsamningamaður Sovétmanna í Genf segirfáttþvítil fyrirstöðu að gengið verði frá lokadrögum að samningi um eyðingu meðaldrœgra kjarnflauga fyrir mánudag Aðalsamningamaður Sovét- manna á afvopnunarráð- stefnu risaveldanna í Genf lét svo ummælt I gær að þrátt fyrir minniháttar ágreining ættu samninganefndirnar að hafa gengið frá lokadrögum að samn- ingi um eyðingu meðaldrægra kjarnflauga Bandaríkjamanna og Sovétmanna á mánudaginn kem- ur. Paö var Tass fréttastofan sov- éska er hafði þetta eftir Júlí Vor- ontsov. Hann fullyrti að Banda- ríkjamenn settu enn fram ýms skilyrði en það væru mest látalæti og hann byggist ekki við öðru en að nefndirnar lykju störfum þann 23.nóvember. Drögin yrðu því- næst undirrituð af leiðtogum stórveldanna í Washington þann 7.desember næstkomandi og yrðu við það að fullgildum samn- ingi „Eg tel allar líkur á því að okk- ur auðnist að telja bandarísku samningamönnunum hughvarf svo þeir dragi þessar óþörfu mót- bárur sínar til baka og geri okkur kleift að ljúka störfum á réttum tíma,“ sagði Vorontsov. Talsmaður bandarísku samn- inganefndarinnar, Veda nokkur Engel, sagði fréttamönnum í gær að fyrirliði hennar, Max Kampel- mann, væri líka mjög bjartsýnn og teldi að fátt gæti orðið því til fyrirstöðu að lokadrög yrðu til- búin þegar leiðtogafundur skylli á. Vorontsov og Kampelmann, hvor um sig með fríðu föruneyti, hófu viðræðulotu sína um helgina og hafa fundað stíft undanfarna daga. Aðalásteitingsteinninn mun vera gagnkvæmur ótti við- ræðuaðila um svindl mótaðilans. Samkvæmt frétt Tass mun einkum vera deilt um þá kröfu Bandaríkjamanna að þeir fái að hafa eftirlit með verksmiðjum er framleiða langdrægar kjarnflaug- ar. Segjast þeir lafhræddir um að Sovétmenn muni leika þann ljóta leik að framleiða í þeim meðaldr- ægar flaugar eftir að samningar hafa verið undirritaðir um eyðingu slíks góss. En Vorontsov segir þessa kröfu ekki til umræðu nú, um langdrægar flaugar og verksmiðjur er þær framleiða verði rætt á næsta stigi afvopnun- arviðræðna risaveldanna, nú sé um að gera að Ijúka samningum um meðalskeytin. -ks. Júgóslavía Verkamenn gegn efnahagslögum / gœr og um helgina gripu ráðamenn í Belgrað til harðra aðgerða í efnahagsmálum. Hagur almennings versnar stöðugt Yfir 5 þúsund verkamenn í borginni Skopje gengu fylktu liði um götur í gær í mótmæla- skyni við efnahagsaðgerðir stjórnvalda í Belgrað en þær koma mjög hart niður á alþýðu manna. Að sögn sjónarvotta munu verkamenn við Málmsteypu Skopje, sem er stærsta borgin í fátækasta héraði Júgóslavíu, Makedóníu, hafa haldið að hér- aðsþinghúsinu og haft uppi hróp og köll og krafist launahækkun- ar en samkvæmt efna- hagsráðstöfunum valdhafa mun kaup þeirra að öllum líkindum verða lækkað á næstunni. Verka- mennirnir eru sagðir hafa staðið utan aðseturs þingsins í sex klukkustundir og ekki fallist á að hverfa á braut fyrr en yfirmaður deildar kommúnistaflokksins í héraðinu ávarpaði þá og hét að taka kröfur þeirra til athugunar. Sjónarvottarnir kváðu mót- mælendurna hafa krafist þess að atvinnuöryggi yrði tryggt og enn- fremur að þess yrði gætt að allir þjóðfélagsþegnar yrðu látnir i sameiningu axla ábyrgð á lausn hins geigvænlega efnahagsvanda landsins. Um síðustu helgi samþykkti þingið í höfuðborginni Belgrað ný lög um efnahagsmál er Branko Mikulic forsætisráðherra sauð saman og fullyrti að væru nauðsynleg ef stemma ætti stigu við óðaverðbólgu. Samkvæmt þeim er bannað að hækka vöru- verð og laun umfram ákveðið mark, dregið er úr framkvæmd- um ríkisins og nýir skattar lagðir á almenning. Ennfremur gera lögin ráð fyrir því að laun verka- manna í fyrirtækjum sem rekin eru með halla lækki um tíu af hundraði. Fyrrnefnd málmsteypa í Skopje kvað eiga í miklum erfið- leikum og er því skiljanlegt að verkamenn við hana óttist um sinn hag. En áður en lögin gengu form- lega í gildi lét Mikulic hækka verulega verð á eldsneyti, mat- vælum, fargjöldum og sumum tegundum hráefna. Og í gær bætti hann um betur með því að fella gengi dínarsins, gjaldmiðils landsmanna, um hvorki meira né minna en 24,6 af hundraði. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1983 að stjórnvöld grípa til gengisfell- ingar. -ks. Meðaldrægar Pershingflaugar Bandaríkjamanna í Vestur-Þýskalandi. Júlí Vorontsov kveður Vopn örlög þeirra og sovéskra systra þeirra verða ráðin fyrir mánudag. Bretland Jólapóstur á tvist og bast? Breskir verkalýðsforingjar létu það boð út ganga í gær að starfsfólk póstþjónustunnar þar- lendis hefði ákveðið í atkvæða- greiðslu að fara i verkfall þegar jólaannir steðjuðu að í næsta mánuði. Fyrirmenn verkalýðssambands starfsfólks póstþjónustunnar sem í eru 160 þúsund póstburðar- menn, skrifstofumenn og fólk er vinnur við flokkun pósts, tjáðu fréttamönnum í gær niðurstöður leynilegrar atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun í jólaösinni. Að þeirra sögn voru um 55 af hundr- aði félaga áfram um að fara í verkfall til að fá samþykktar kröf- ur um að vinnuvikan verði stytt um þrjár klukkustundir. Foringjarnir sögðust nú hafa 28 daga til stefnu til að ákveða hvort boðað yrði til verkfalls el- legar önnur atkvæðagreiðsla látin fara fram. Þeir munu nú setjast að samningaborði með yfir- mönnum póstþjónustunnar en ef viðræðurnar hafa ekki borið ár- angur í vikulokin er talið að vinn- ustöðvun sé óhjákvæmileg. Þá er hætt við að 1,4 miljarðar bréfa og böggla fari á tvist og bast í darrað- adansi jólahaldsins. Hið eina sem Margrét Thatc- her forsætisráðherra hefur viljað segja um þetta mál sagði hún í síðustu viku. Nefnilega það að ef póstþjónusta lamaðist sökum verkfalls myndi hún afnema ríkis- einokun á þjónustu þeirri og fá hana í hendur einkaaðilum. Starfsfólk bresku póstþjónust- unnar fór síðast í verkfall árið 1971. Það stóð yfir í sjö vikur og olli heilmiklu uppistandi. -ks. Tveir af leiðtogum Samstöðu, Lech Walesa og Zbigniew Bujak, eru í hópi sextíu manna er skorað hafa á stjómvöld að heimila samtakafrelsi verkafólks og afnema forréttindi félaga Kommúnistaflokksins. Pólland Andófsmenn setja skilyroi Pólskir stjórnarandstæðingar segja samtakafrelsi verkafólks ogafnám forréttindaflokksbrodda við ráðningar í embœtti skilyrðiþess aðþorri fólks fallist á efnahagsþrengingar || ópur þekktra pólskra menntamanna og leiðtoga Samstöðu, hinnar bannfærðu frjálsu verkalýðshreyfingar, hef- ur skorað á stjórnvöld í Varsjá að heimila starfsemi frjálsra verka- lýðsfélaga og afnema forréttinda- kerfi við ráðningar manna í æðstu stöður. Fullyrða þeir að mjög brýnt sé fyrir ráðamenn að grípa til slíkra ráðstafana hyggist þeir vinna fólk til fylgis við um- bótaáætlun sína. Áskoranirnar er að finna í plaggi sem hópurinn lét frá sér fara eftir fund í höfuðborginni í öndverðum þessum mánuði. Þar segir að sá vandi sem nú steðji að Pólverjum, jafnt í stjórnmálum og efnahagsmálum, sé svo djúp- tækur að eingöngu sé hægt að leysa hann með samstilltu átaki. En til að stilla saman strengi stjórnar og stjórnarandstöðu þurfi frjálsar og hreinskilnar við- ræður um alla þætti vandans. 60 menn leggja nafn sitt við áskorun þessa. Þar á meðal eru Samstöðuforingjarnir Lech Wa- lesa, Bogdan Lis og Zbigniew Bujak, andófsmennirnir Jacek Kuron og Adam Michnik og Henryk nokkur Samsonowicz, fyrrum rektor Varsjárháskóla. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þann 29. nóvember næstkomandi munu Pólverjar ganga að kjörborði og greiða at- kvæði um áætlun stjórnarinnar um strangar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Leiðtogar landsins hafa heitið því að fallist þegnar þeirra á efnahagsáætlun- ina muni þeir slaka nokkuð á klónni í stjórnmálum. Plagg sextíumenninganna kvað hafa verið sett saman þann 7. nóvember síðastliðinn en kom ekki fyrir sjónir almennings fyrr en í gær. Þar segir: „Landsmenn munu ekki geta sýnt ráða- mönnum traust og fallist á áætl- anir þeirra um nýsköpun í efna- hagsmálum og þjóðlífi nema þeir tryggi verkamönnum samtaka- frelsi. Það er útí hött að ræða um umbætur og endurreisn þegar Samstaða hefur ekki lagalegan rétt til starfa.“ Að endingu fullyrða höfundar plaggsins að alþýða manna skelli skollaeyrum við hjali ráðamanna um jafnan rétt og jöfn tækifæri allra þegna nema þeir afnemi „Nomenklatura" kerfið, það er að segja hætti að gera aðild að Kommúnistaflokknum að skil- yrði fyrir því að menn séu ráðnir í mikilvægar stöður og embætti. -ks. Miðvlkudagur 18. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.