Þjóðviljinn - 18.11.1987, Qupperneq 19
Akureyri
Jónas og
Þorvaldur
fara ekki
Knattspyrna
Æfir með
Bournemouth
Ingólfur Jónsson, sem lék með
Selfyssingum í sumar, æfír með 2.
deildarliði Bournemouth í Eng-
landi.
Ingólfur er við nám í Englandi
og hefur æft og leikið með vara-
liði Bournemouth.
Hann mun þó leika með Sel-
fyssingum næsta sumar. -ibe
í kvöld eru tveir landsleikir í
Laugardalshöll. íslenska lands-
liðið mætir Pólverjum og U-21
árs liðið leikur gegn Portúgal.
Leikur íslands gegn Póllandi er
sá fyrri af tveimur áður en liðið
heldur norður. Þar verður stór-
mót þarsem ísland leikur gegn
Póliandi, Portúgal og ísrael.
Pólverjar eru með mjög sterkt
landslið og íslendingum hefur
ekki gengið sérlega vel gegn
þeim.
Þjóðirnar hafa leikið 29 leiki,
íslendingar sigrað í 8 leikjum,
einum hefur lokið með jafntefli,
en Pólverjar hafa sigrað í 20
leikjum. Islendingar hafa hins-
vegar sigraði í þremur af fjórum
síðustu viðureignum þjóðanna.
Pólverjar eru með sitt sterk-
asta iið. Þeir hafa æft stíft að und-
anfömu og verða án efa erfiðir
viðureignar.
íslendingar eru einnig með sitt
besta lið, en Bjami Sigurðsson
komst ekki í leikinn.
Portúgal og ísrael em ekki
þekkt fyrir afrek í handknattleik,
en hafa þó náð ágætum árangri.
Báðar þjóðirnar leika hraðan og
skemmtilegan handknattleik.
Islendingar fá svo fleiri þjóðir í
heimsókn fyrir jól. Tvær sterk-
ustu þjóðir heims, Júgóslavía og
Suður-Kórea koma hingað um
miðjan desember og leika lands-
leiki í Laugardalshöll.
Það er ekki aðeins A-
landsliðið sem stendur í ströngu.
U-21 árs liðið er nú Iangt komið í
undirbúningi fyrir Heimsmeistar-
akeppni U-21 í Júgóslavíu í upp-
hafi desember.
Þar verður leikið gegn Norð-
mönnum, Sovétmönnum og
Ungverjum og til þess að komast
í milliriðil verður ísland að sigra í
tveimur af þremur leikjum. Þess-
ir leikur eru því stór hluti í undir-
búningi landsliðsins.
Þessir landsleikir eru einnig
mikilvægir fyrir íslendinga í bar-
áttunni fyrir að fá að halda
Heimsmeistarakeppnina 1994.
Það er mikilvægt að spila gegn
sem flestum þjóðum og ef svo
færi að ísland fengi keppnina þá
yrði að öllum líkindum einn riðill
leikinn á Akureyri og Húsavík.
Leikur íslands og Póllands
hefst kl. 20.30 og að honum lokn-
um leikur U-21 árs liðið gegn
Portúgal. -ibe
Dýr dreki
Dreki sem húðflúraður var á
handarbak kom upp um þann
sem kastaði kampavínsflösku í
höfuðið á Hugo Sanchez í leik
Real Madrid gegn Sestao í bika-
rkeppninni.
Ahorfandi að leiknum sá húð-
flúraða hönd rísa upp úr mannf-
jöldanum og kasta kampavíns-
flösku inná völlinn. Það vildi svo
ekki betur til en svo að kampa-
vínsflaskan lenti á höfði Sanchez
og varð að sauma 11 spor.
Þessi áhorfandi þekkti svo
sökudólginn á húðflúrinu og lög-
reglan handtók hann skömmu
síðar. Flöskukastarinn er 19 ára
og er „góðkunningi" spænsku
lögreglunnar. -Ibe/Reuter
Akureyringarnir Jónas Ró-
bertsson, Þór og Þorvaldur Ör-
lygsson, KA, hafa ákveðið að
lcika áfram með liðum sinurn.
Jónas Róbertsson fékk tilboð
um að gerast þjálfari Reynis á
Árskógsstönd, en hætti við og
mun leika með Þór.
Þorvaldur Örlygsson átti í við-
ræðum við Skagamenn, en ákvað
að leika áfram með KÁ.
-HK/Akureyri
Gu&mundur Guðmundsson skorar í landsleik gegn Pólverjum í fyrra. Hann verður að sjálfsögðu á fullri ferð með landsliðinu i kvöld.
Handbolti
Stórleikir í Höllinni
ÍÞRÓTTIR
1..........
Spánn
Stjörnugjöf Þjóðviljans
Fyrirliðinn og
þrír marianenn
Efstir þegar íslandsmótið er hálfnað
Fram
Pétur
sá besti
Pétur Ormslev var útnefndur
besti leikmaður Fram í sumar á
uppskeruhátíð félagsins.
Friðrik Friðriksson fékk verð-
laun fyrir bestu ástundun og
Ormarr Örlygsson var einnig
heiðraður.
Jórunn Frímannsdóttir var
kjörin besti leikmaður meistara-
flokks kvenna og Hrafnhildur
Hreinsdóttir var heiðruð fyrir
góða frammistöðu í sumar.
Það var Steinar Þór Guðgeirs-
son sem var markakóngur Fram í
sumar. Hann skoraði 34 mörk í
leikjum 3. flokks. -ibe
Landsliðsfyrirliðinn og þrír
markmenn eru efstir í Stjörnu-
gjöf Þjóðviljans í handboltanum.
Islandsmótið er nú hálfnað og því
ekki úr vegi að líta á hvaða leik-
menn standa best.
Stjörnugjöfin virkar þannig að
í hverjum leik er valinn „maður
leiksins". Sá sem oftast hlýtur þá
nafnbót hlýtur sæmdarheitið
Stjörnuleikmaður Þjóðviljans
1988.
Nú er níu umferðum lokið og
fjórir leikmenn hafa þrisvar sinn-
um verið valdir menn leiksins.
Það eru Þorgils Óttar Mathiesen
FH, Kristján Sigmundsson Vík-
ingi, Gísli Felix Bjarnason KR og
Hrafn Margeirsson ÍR.
Alls hafa 29 leikmenn verið
valdir „menn leiksins“. Þar af eru
12 markmenn. Þetta er hátt hlut-
fall, en kemur ekki ýkja mikið á
óvart, enda hefur markvarsla
verið mjög góð á íslandsmótinu.
Staðan í Stjörnugjöfinni er þannig:
3 Þorgils Óttar Mathiesen FH, Gísli Fel-
ix Bjarnason KR, Kristján Sigmundsson
Vikingi, Hrafn Margeirsson IR.
2 Guðmundur A. Jónsson Fram, Sig-
mar Þröstur Óskarsson Stjörnunni,
Guðmundur Hrafnkelsson UBK, Konr-
áð Olavsson KR, Hans Guðmundsson
UBK, Guðmundur Þórðarson ÍR, Vald-
imarGrímsson Val, Héðinn Gilsson FH.
1 Jakob Sigurðsson Val, Gfsli Helga-
son KA, Skúli Gunnsteinsson Stjörn-
unni, Einar Þorvarðarson Val, Frosti
Guðlaugsson [R, Óskar Helgason FH,
Bjarki Sigurðsson Víkingi, Karl Þráins-
son Víkingi, Brynjar Kvaran KA, Gylfi
Birgisson Stjörnunni, Bergsveinn Berg-
sveinsson FH, Júlíus Gunnarsson
Fram, Axel Stefánsson Þór, Júlíus Jón-
asson Val, Vigfús Þorsteinsson ÍR,
Ólafur Gylfason [R og Sigurður Páls-
son, Þór. -ibe
1X2...1X2...1X2... 1X2...1X2...
12. vika Arsenal-Southampton Í2>E|átÍl 2*5 Q h Q CC CO co c/> 111111111
Chariton-Ckjventrý Luton-Tottenham Oxford-Watford Portsmouth-Everton 2 x 2 2 x 1 2 x x 12 112 1112 1 11x11112 222222222
Q.P.R.-Newcastle WestHam-Nott.Forest Wimbledon-Manch.United 1 1 1 1 1 í 1 1 1
Blackburn-Crystal Palace
Leicester-Bradford 2 12x2x21 1
Manch.Ccity-Birmingham
Plymouth-Middlesbro
Sfðasta vika var sú næst besta hjá islenskum getraunum í vetur. Alls voru 8 með 12 rétta og fókk hver kr. 74.265. Með 11 rétta voru 212 og tær hver kr. 1.201.
Þorglls Óttar Mathlesen, landsliðsfyrirliði er efstur af útileikmönnum í stjömu-
gjöf Þjóðviljans.
Mi&vlkudagur 18. nóvember 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 19