Þjóðviljinn - 19.11.1987, Qupperneq 2
FRETTIR
Svipmynd frá þeim fræga stað Skattstofunni. Ljóst er að skattaútreikningar einfaldast til mikilla muna með tilkomu staðgreiðslukerfisins, en ýmsir eru
ósáttir við að tekjuskattshlutfallið verði hið sama af lágum jafnt sem háum launum.
Staðgreiðsla skatta
Tilhlakk hjá hátekjufólki
Miliiþinganefnd um staðgreiðslu skatta skilar áliti. Reiknað með 28.5% tekjuskatti á alla
og útsvari upp á6.25%. Persónuafsláttur 15 þúsund á mánuði.
Fólk með meðaltekjur hækkar ísköttum
—SPURNINGIN—
Hefur þú gert þér hug-
mynd um hvaöa áhrif hiö
nýja staðgreiðslukerfi
skatta muni hafa á skatt-
byröi þína?
GuðniJóhannsson:
Já, ég held að þeir muni lækka. Mér
líst vel á þetta kerfi.
Jóhann Sigurðarson:
Nei, það hef ég nú ekki gert. Ég veit
ekki enn hvaða áhrif það mun hafa,
en býst við að það verði ósköp svip-
að.
Geirþrúður Pálsdóttir:
Nei, ég hef ekki gert það, en ég er
fylgjandi staðgreiðslukerfi skatta. Þá
veit maður hvað maður hefur í hönd-
unum, þannig að þetta kerfi er miklu
þægilegra.
Alda Aðalsteinsdóttir:
Nei, ég hef lítið kynnt mér þetta, en
líst samt vel á það sem ég hef heyrt
um það.
Flosi Magnússon:
Já, skattarnir mínir munu hækka.
Þetta kerfi er til muna betra, því þá
verða ekki þessi miklu vanskil á opin-
berum gjöldum. Það verður samt erf-
itt fyrst í stað hjá þeim sem eru með
langan skuldahala.
Milliþinganefnd um stað-
greiðslu skatta hefur nú
skilað álitsgerð, en af hálfu fjár-
málaráðuneytisins var það verk-
efni nefndarinnar að sjá til þess
að skattbyrðin í staðgreiðslukerf-
inu yrði hin sama og hún var á
árinu 1986.
Flatur tekjuskattur
Nefndin telur að miðað við
óbreytt skatthlutfall ríkisins,
28.5%, sé unnt að ná hinni á-
formuðu skattbyrði, að því til-
skildu að persónuafsláttur verði
180 þúsund krónur á árinu 1988,
eða 15 þúsund krónur á mánuði.
Miðáð er við að útsvarið verði
6.25%, og telur nefndin að það
hlutfall sé hið sama að raungildi
og útsvarið er á yfirstandandi ári.
Félagsmálaráðherra mun síðan á-
kveða innheimtuhlutfall útsvars-
ins, en þess ber að gæta að
sveitarfélög hafa heimild í lögum
til að hafa útsvarið allt að 7.5%.
Þar gæti því orðið um að ræða
bakreikninga frá sveitarfélögum
á miðju ári, eða þegar endanleg
álagning opinberra gjalda fer
fram í júlí.
Það er ljóst að barnaleikur
verður fyrir launafólk að reikna
út skattinn sinn. Fyrst er saman-
lagður tekjuskattur og útsvar -
34.75% - dreginn frá launum, en
síðan er 15 þúsund króna per-
sónuafslætti skilað. Einstakling-
ur sem hefur 70 þúsund krónur í
laun á mánuði greiðir samkvæmt
þessu ríflega 9 þúsund krónur í
skatta.
Lágar barnabætur
Barnafólki er ekki hossað í
staðgreiðslutillögunum fremur
en vant er; Tryggingastofnun
greiðir barnabætur, og nema þær
um 16 þúsund krónum á ári með
einu barni, en eins og kunnugt er
dugir þvílík upphæð fyrir dag-
mömmuplássi í rúman mánuð.
Fyrir tvö börn eru greiddar um 23
þúsund krónur.
Merking launahugtaksins
víkkar til muna með tilkomu
staðgreiðslukerfisins og útfærsl-
unni á því, og mun nú taka til
bílastyrkja, dagpeninga, ýmissa
launatengdra greiðslna og hvers
kyns fríðinda og hlunninda,
trygginga-, skaða- og vátrygg-
ingabóta, höfundar- og heiðurs-
launa og svo framvegis.
Samkvæmt hinu nýja fyrir-
komulagi mun skattstjóri senda
launafólki skattkort, og er þess
að vænta að glaðningurinn skili
sér inn um bréfalúguna um næstu
mánaðamót. Kort þetta á síðan
að afhenda launagreiðanda fyrir
upphaf greiðsluárs eða þegar
maður ræður sig í vinnu. Launa-
greiðandi dregur þann persónu-
afslátt sem skráður er á skattkort-
ið frá reiknuðum skatti launa-
mannsins. Persónuafslátturinn er
endurmetinn 1. júlí ár hvert í
samræmi við breytingu lánskjara-
vísitölu frá 1. desember árið á
undan til 1. júní á staðgreiðsluár-
inu.
Launamaður sem er í hjóna-
bandi eða sambúð sem veitir rétt
til samsköttunar má afhenda
launagreiðanda sínum skattkort
makans ef sá hefur engar tekjur.
Persónuafsláttur tekjulausa mak-
ans kemur hinum útivinnandi þá
til góða sem nemur 80%.
Húsnæðisbaslarar munu að lík-
indum milli vonar og ótta er þeir
líta til nýs skattkerfis; þeir sem
eru að kaupa eða byggja í fyrsta
skipti fá svokallaðar húsnæðis-
bætur í sex ár, 44 þúsund krónur á
ári miðað við núgildandi verðlag.
Meðal nýmæla í tillögum nefnd-
arinnar hækkaður sjómannaaf-
sláttur, en hann mun nema rí-
flega 400 krónum á dag.
Hátekjufólki hyglað
Milliþinganefndin efndi til
blaðamannafundar í gær og
kynnti þar álitsgerð sína. í máli
nefndarformanns, Kjartans Jó-
hannssonar alþingismanns, kom
fram að einhugur hefði ríkt um
úrvinnsluna í flestum greinum.
Þó urðu nokkrir til að viðra á-
greiningsefni á fundinum.
Óli Þ. Gudbjartsson, Borgara-
flokki, sagðist óttast að ekki yrði
staðið við þær forsendur kerfis-
breytingarinnar að skattbyrðin
héldist óbreytt. Þá var hann
ósáttur við að persónuafsláttur
skuli aðeins reiknaður út tvisvar á
ári og sagði að slíkt kæmi launa-
fólki í koll á verðbólgutímum.
Kristín Sigurðardóttir,
Kvennalista, sagðist vilja mánað-
arlega framreiknun persónuaf-
sláttar, og að hátekjuskattþrepi
yrði komið á.
Ragnar Árnason, Alþýðu-
bandalagi, taldi líkt og Kristín að
hærra skattþrep þyrfti að koma til
fyrir hæstu tekjur. Hann sagði að
skattkerfisbreytingin kæmi hin-
um verst settu til góða, en einnig
hinum tekjuhæstu, þar sem
tekjuskattsprósentan væri hin
sama á allar tekjur, og taldi
Ragnar það fráleitt. Þá sagði
hann að skattbyrðin ykist á þeim
hluta launafólks sem hefur miðl-
ungstekjur.
Milliþinganefndin var skipuð
fulltrúum þingflokkanna, ASÍ,
VSÍ og fjármálaráðuneytisins.
Auk þeirra sem þegar hafa verið
nefnd áttu sæti í nefndinni þeir
Geir Haarde, Sjálfstæðisflokki;
Sigurgeir Bóasson, Framsóknar-
flokki; Björn Þórhallsson, Al-
þýðusambandi íslands; Ólafur
Nilsson, Vinnuveitendasam-
bandinu og Indridi H. Þorláks-
son, fulltrúi fjármálaráðuneytis-
ins. HS
I RSK< KissKATTsnoni Skattkort 1988
\ K.ftftmtíia ' Kðnmtaiamaka útgánidasuf
I Na1n - heknsh • póststöó Naln maka
SkaílMutlaH stadgfftióslu HiutfeH peíjóRuafcSísttsw FðrMuualsia-M
Skaitkort þatta sýnir skatthiutlall stadgreiðslu. hluttaii persónuatslattar svo og mánaðartega >;árnæd persónuatstattar
Fiarhæð persónuafsláttar breytist 1 jutí 1988 tsamræmi við hækkun lánskjaravísitótu ftð t desember'987 til 1 jum
1988.
>
FllKiSSKATTSTJORI
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNl Fimmtudagur 19. nóvember 1987