Þjóðviljinn - 19.11.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI
Davíð fer offari
Er hugsanlegt að afstaða manna til byggingar nýs
ráðhúss í Reykjavík geti mótast af því hvar í pólitísk-
um flokki þeir standa? í fljótu bragði er erfitt að sjá
rök fyrir því. Andmæli gegn ráðhúsinu hafa ekki
byggst á málatilbúnaði sem beint er gegn einum
stjórnmálaflokki umfram aðra.
Nokkrir eru þeir andstæðingar fyrirhugaðs ráð-
húss sem telja húsið Ijótt og að það falli engan
veginn að byggingum sem fyrir eru við Tjörnina.
Fegurð er afstætt hugtak og fráleitt er að ætla að
fegurðarskyn manna fari eftir því hvaða pólitískan
flokki þeir kjósa.
Margir telja óheppilegt að umferð bíla í Kvosinni
aukist. Ekki sé ráðlegt að setja stofnanir, sem margir
þurfa að skipta við, niður í miðbænum því að
reynslan sýni að flestir koma akandi. Tæþast fer
skoðun á þessum málum eftir því hvar menn setja
kross á atkvæðaseðil í kosningum.
Sífellt fjölgar þeim sem gera sér Ijóst að Tjörnin í
Reykjavík er sérstök náðargjöf sem höfuðborg ís-
lendinga hefur fallið í skaut. Hún erfuglaparadís með
flóknu lífríki en ekki tilbúinn andapollur með örfáum
geldfuglum. Er það furða þótt menn vilji fara með gát
þegar nýjar byggingar eiga að ganga út í Tjörnina?
Dálæti á Tjörninni og umhyggja fyrir lífríki hennar
ætti tæpast að ráðast af því hvaða flokk menn velja í
kosningum.
Vilji manna til að fara að með gát og varkárni er á
engan sjálfkrafa hátt í tengslum við pólitíska afstöðu í
bæjarstjórnarkosningum enda var ekki kosið um
þau mál vorið 1986.
En einn er sá aðili sem virðist reikna með því að
ráðhúsbyggingin í Tjörninni sé flokkspólitíkst mál.
Það er sjálfur borgarstjórinn, Davíð Oddsson. Hann
er talinn vilja keyra málið í gegn með miklum hraða,
hefja framkvæmdir sem fyrst, láta borgarbúa og
landsmenn alla standa frammi fyrir gerðum hlut og
afgreiða öll mótmæli sem andóf pólitískra ofstækis-
manna sem ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Þessi vinnubrögð eru ekki líkleg til að auka vin-
sældir borgarstjórans. Sár óánægja grípur sífellt
fleiri Reykvíkinga og þar á meðal kjósendur borgar-
stjórans, vegna þess að þeim finnst að verið sé að
Um hríð hefur ríkt verðstríð á eggjamarkaðnum.
Framboð hefur verið mikið og lágt söluverð hefur
komið neytendum til góða, a.m.k. í bili.
Mjög er í tísku að telja nauðsynlegt að við dreifingu
á lífsins gæðum skuli lögmál markaðarins um fram-
boð og eftirspurn ráða sem mestu. Víst er um það að
stundum hentar það nokkuð vel, einkum ef um er að
ræða varning sem ekki skiptir sköpum fyrir heilu
byggðarlögin eða landsmenn alla.
Aukið framboð á að leiða til meiri samkeppni og
lækkaðs verðs. Þannig hljóðartextinn. En hvað ger-
ist ef söluverðið er komið niður fyrir raunverulegt
framleiðsluverð? Lögmálið segir að þá eigi einhverjir
framleiðendur að fara á hausinn og standa uppi með
stilla þeim upp við vegg og neyða þá til að samsinna
hlutum sem þeir hafa um miklar efasemdir.
Borgarstjóri má ekki fara offari. Ráðhúsið á eftir að
standa lengi, hvar sem það rís og hvort sem það
verður byggt í tíð núverandi borgarstjóra eða þess
næsta. Veit ekki Davíð Oddsson að í tveimur skoð-
anakönnunum hefur komið fram að meirihluti
Reykvíkinga er á móti fyrirhugaðri staðsetningu? Vill
hann ekki beita sér fyrir lýðræðislegum vinnu-
brögðum og efna til almennrar atkvæðagreiðslu um
staðsetninguna?
ÓP
skuldir vegna fjárfestinga sem ekki nýtast þeim. Þeir
geti sjálfum sér um kennt að hafa lagt fé í ranga
atvinnugrein. Þeir tóku áhættu og töpuðu eins og
gengur og gerist hjá athafnamönnum á vegum
einkaframtaksins.
Eggjaframleiðendur telja sig ekki þurfa að lúta
þessu grimma lögmáli. Þegar þeir treysta sér ekki
lengur til að stríða hver við annan vegna þess að
alvara hefur færst í leikinn, þá sameinast þeir um
stórhækkað söluverð. Meiningin er augljóslega að
eggjaframleiðslan skili arði þrátt fyrir offjárfestingu.
Það eru neytendur sem eiga að borga brúsann.
Þýðir nokkuð að tala um frelsi í viðskiptum fyrir þá
sem ekki geta gengið óstuddir?
ÓP
Framboð og eftirspum
KUPPT OG SKORK)
Blaðamanna-
afmæli
Það hefur varla farið framhjá
mörgum að Blaðamannafélag Is-
lands á 90 ára afmæli um þessar
mundir. Að minnsta kosti hafa
blöðin slegið því vel upp, raunar
betur en mörgum stórafmælum
öðrum og rennur þar blóðið til
skyldunnar.
Það var haldin ágæt sýning í
Listasafni alþýðu, og blaðamenn
eru þegar byrjaðir að hlakka til
stórafmælisdansleiks á splunku-
nýju Hótel íslandi í desember, -
að auki var félagsrit blaðamanna
gefið út í hátíðarklæðum með
ýmsu efni fróðlegu og skemmti-
legu bæði blaðamönnum og öðr-
um blaðalesurum.
Fólk sem aldrei
þagnar
f „Blaðamanninum“ er meðal
annars rætt við nokkra gamla í
hettunni, meðal annars handhafa
BÍ-skírteina númer eitt, tvö og
þrjú, - en skírteinisnúmerin eru
létt snobbmál í stéttinni, svosem
einsog bílnúmerin hjá góðborg-
urunum.
Handhafi skírteinis númer þrjú
er Margrét Indriðadóttir, frétta-
stjóri á Útvarpinu þangaðtil í
fyrra, og viðtal „Blaðamannsins"
við hana er þeim mun merkara
sem Margrét hefur lítt stundað þá
iðju margra fjölmiðlunga að
flenna sig út á prenti eða í ljós-
vakanum um menn, málefni,
landsins gagn og nauðsynjar og
þó allra helst sjálfa sig. Enda
heitir viðtalið „Fólk sem aldrei
þagnar hefur ekkert að segja“.
Tímgun, ekki bylting
Þorgrímur Gestsson spyr Mar-
gréti meðal annars um „fjöl-
miðlabyltingu" á íslandi síðustu
ár, en það hugtak stendur Mar-
gréti ekki nærri hjarta:
„Orðið fjölmiðlabylting í þessu
samhengi er út í hött. Það varð
bylting þegar prentlistin leit dags-
ins ljós, og þegar útvarp og sjón-
varp komu til sögunnar, en það er
auðvitað engin bylting þó að
útvarps- og sjónvarpsstöðvum
fjölgi. Það er bara framhald -
viðkoma eða tímgun. Nú eru
gerðar meiri kröfur til frétta-
manna en nokkru sinni. Það hef-
ur losnað um alla fjölmiðla hér á
landi, nú virðast engin tabú
lengur, engar bannhelgar... í
þessu fjaðrafoki er brýnna en
nokkru sinni að fréttamenn haldi
vöku sinni og láti ekki teyma sig
út í keldur. Þjóðfélagshættir hafa
gjörbreyst. Þjóðfélagið er orðið
fjölbreytilegra, flóknara. Kröfu-
rnar til fréttamanna hafa því
aldrei verið meiri, þeir þurfa að
vita skil á fleiri hlutum en áður.
Hafa meiri þekkingu, vera betur
máli farnir, vera agaðri."
Grautarvambir
Fyrrverandi fréttastjóri út-
varps er auðvitað spurður um
nýjar stöðvar og svarar með því
að auðvitað hafi hinar gömlu haft
gott af að fá samkeppni, en:
„Er það ekki ofrausn að við
íslendingar skulum nú hafa þrjár
popprásir en aðeins eina alvöru
útvarpsrás? Æ fleiri hafa í mín
eyru þakkað sínum sæla fyrir rás
eitt. Þar sé þó hægt að hlusta á
eitthvað. Og nú stendur rás tvö til
bóta og verður spennandi að
fylgjast með hvað Stefáni Jóni
Hafstein verður ágengt þar. Því
miður hefur fjölbreytni ekki
aukist með nýjum stöðvum né
framboð á nýju efni. Það er dap-
urlegt að þessar nýju stöðvar
skuli vera eins og hver önnur há-
vaðamengun þegar maður heyrir
í þeim á almannafæri. Og bágt að
skilja þessa stefnu. Áheyrendum
kann að geðjast vel að einhverju
efni í eina, tvær klukkustundir,
en sama grautinn allan sólar-
hringinn? Jafnvel mestu grautar-
vambir hljóta að springa!“
ólk sem aldrei
þagnar hefnr
ekkert að segj
Marffrót. indridadátiir spjnljar viö
Porgríni Gcsts,>on, mést um fróitnmcnn
Kristján ex
Margrét er spurð um aukna
fagmenntun blaðamanna, og
segir hana hina þörfustu; hins-
vegar stoði slíkt lítið hafi menn
ekki góða almenna menntun „og
þaðan af síður ef þeir kunna ekki
að nota helsta vinnutæki sitt: ís-
lenska tungu.“ Fyrr á árum hafi
það til dæmis verið metnaður
manna að gott mál væri talað í
útvarpi, heilir kaflar klipptir úr
viðtölum ef einhverjum urðu á
málglöp: „Afleysingaþulur einn
var rekinn í gamla daga fyrir að
tala um Kristján ex og Vatns-
leiðsluströnd“ segir Margrét. „Ef
allir málsóðar væru reknir frá
fjölmiðlum núna, hvað væru þá
margir eftir? Það er þáttur í
sjálfsvirðingu fréttamanna að
vanda mál sitt ekki síður en að
vanda til heimilda.“
„Allir sem tala í útvarp bera
einhverja ábyrgð, hlustendur
eiga heimtingu á því að þeim sé
ekki misboðið með vankunnáttu
eða kæruleysi. Og nú heyrir mað-
ur stundum í útvarpsfólki sem
hefur smitast af auglýsinga-
skruminu og leggur sér til svo
fleðulegan og smeðjulegan tón
að ekki er hægt að hlusta á það.
Það er augljóst að vel menntuðu
fjölmiðlafólki hefur ekki fjölgað
jafn mikið og fjölmiðlunum. Þeir
sem vel kunna til verka dreifast
nú á fleiri staði, og það er áreið-
anlega öllum ljóst að eitthvað
þarf að gera í málinu.“
Skeiðklukkan úrelt
Þörf eldmessa yfir yngri kyn-
slóðum fjölmiðlunga, en nútím-
inn er þó ekki alvondur í augum
Margrétar. Samskipti fjölmiðla
og stjórnmálamanna eru til dæm-
is orðin frjálslegri og hinir síðar-
nefndu sitja ekki lengur með
skeiðklukku undir útvarpsfrétt-
unum. „Það kann að gerast enn
þann dag í dag að íslenskur frétta-
maður þurfi til útlanda til þess að
fá mikilvægar fréttir af íslandi og
íslenskum málefnum, en ekki í
sama mæli og áður. Nú væri nær
óhugsandi að hægt væri að þegja
yfir hlutum sem varða örlög ís-
lands að geðþótta stjórnmála-
manna þangað til þeim hentaði
að leysa frá skjóðunni og segja þá
bara það sem þeim sýndist.
Stjórnmálamenn hafa ekki sama
vald yfir fjölmiðlum og áður, geta
ekki einu sinni lengur stjórnað
fréttaflutningi eigin blaða.“
Alitlegur listi?
Frá Margréti Indriðadóttur
yfir í sjónvarpslistir. í Morgun-
blaðinu fyrir nokkrum dögum
birtist nefnilega auglýsing frá
RÚV-sjónvarpi allra lands-
manna, gerð af Auglýsingastofu
Kristínar, renningur neðst á
opnu. „Þinn miðill, eign okkar
allra“ er í Mogganum að segja
okkur frá listadagskrá vetrarins,
og aðalskilaboðin eru: „Hann er
álitlegur, listinn um listirnar“.
Með fylgja myndir af flautu-
leikara og málaraspjaldi.
Þetta er mjög álitleg auglýsing.
Hinsvegar er eins víst að ein-
hverjir efist um álitleika listans
um listirnar. Þar er talið eitt sjón-
varpsleikrit, sem tekið var upp í
ársbyrjun (eða var það í fyrra?)
og að auki gamalgrónir menning-
arfréttaþættir sem nú heita
„Gleraugað", áður Glugginn,
Vaka, Geisli og fleira.
Ennfremur er á þessum lista-
lista þáttaröð í „Maður er
nefndur“-stíl og nýr þáttur um
matargerð.
Þeir á Sjónvarpinu geta svo
sannarlega verið stoltir af menn-
ingarlegu framlagi sínu þennan
veturinn, - en hvers á enski fót-
boltinn eiginlega að gjalda? -m
þlÓÐVILIINH
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvœmda8tjórl: Hallur Páll Jónsson.
Ritatjórar: Árni Bergmann, össurSkarphóðinsson.
Fróttastjórl: Lúövík Geirsson.
Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, Kristín Ólafsdóttir,
KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), MagnúsH.
Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, RagnarKarisson,
SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir.
Handrtta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útllt8telknarar: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét
Magnúsdóttir.
Skrlfatofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýalnga8tjóri: Siaríður Hanna Sigurbjömsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigrfður Kristjánsdóttir.
Bílatjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbrelftslu- og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Útbreiðsla: G. Margrét Óskarsdóttir.
Afgreiðala: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar.'Síðumúla 6, símar681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviijans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð: 65 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 600 kr.
_4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. nóvember 1987