Þjóðviljinn - 19.11.1987, Page 13
Málþing
„Að halda við
íslenskunni“
Málþing íslenska
málfrœbifélagsins á
laugardag í tilefni
tveggja alda afmœlis
Rasmusar Kristjáns
Rasks
Ellefu málfræðingar flytja er-
indi um margvíslega málfræði á
laugardaginn í tilefni af tveggja
alda afmæli Rasmusar Kristjáns
Rasks, Danans góða sem á sínum
tíma átti mikinn þátt í endurreisn
íslenskrar tungu á 19. öld.
Málþingið verður í Odda, húsi
félagsvísindadeildar, á laugardag
og ríður Guðrún Kvaran á vaðið
með inngangsorðum um Rask.
Bergljót Baldursdóttir talar um
máltöku og málbreytingar og
miðar við íslensku á erlendri
grund, Birna Arnbjörnsdóttir
fjallar um flámæli og önnur mál-
leg fyrirbæri í vestur-íslensku,
Svavar Sigmundsson ber ástkæra
ylhýra saman við erlend mál,
einkum með hliðsjón af íslensku-
kennslu fyrir útlendinga, Hrafn-
hildur Ragnarsdóttir talar um
tímatilvísanir í sögum barna og
fullorðinna, Baldur Sigurðsson
spyr hversvegna börnin skrifa
rangt undir erindisheitinu „kant-
vissir Reykvingingar“, Jörundur
Hilmarsson fjallar um sérhljóð-
akerfi samgermönsku, Kristján
Arnason talar um hendingar í
dróttkvæðum, Jón Aðalsteinn
Jónsson segir frá heyskaparmáli
og Árni Böðvarsson lokar
hringnum utanum Rask með
Rasmus Kristján Rask. Islenskan
varð honum mikilvæg uppspretta
fræðikenninga, en hér er hans helst
minnst fyrir þátt sinn í þjóðarvakningu
á 19. öldinni. Hann talaðí íslensku
svo vel að bændur á landi héldu hann
vera frá Vestmannaeyjum.
spjalli um viðhorf hans til tungu-
mála.
Rasmus Christian Rask var
einn helsti málvísindamaður ver-
aldar á fyrrihluta 19. aldar og
einn af upphafsmönnum sögu-
legra málvísinda og indóevr-
ópskra fræða, meðal annars með
því að benda á óyggjandi skyld-
leika germanskra mála við latínu
og grísku. Hann fór víða um,
meðal annars til íslands, 1813-
16, og skrifaði um íslensku tvö
rit, - hér er hans þó fyrst og
fremst minnst vegna hlutar hans
að þeirri vakningu um virðingu
og tign íslenskunnar sem varð
undirstaða hreintungustefnunnar
og mikilvirkur þáttur sjálfstæðis-
baráttunnar. Rask kenndi bók-
menntir og Austurlandatungur
við Hafnarháskóla síðustu ár sín
en lést árið 1832, aðeins 45 ára.
Málþingið hefst klukkan níu á
laugardagsmorgun og fer fram í
stofu 201 í Odda (milli Norræna
hússins og Árnagarðs). -m
Rauði krossinn og sjúkraflutningar
19.-30. október sl. var haldið í
tíunda sinn námskeið Rauða
kross íslands og Borgarspítalans
fyrir sjúkraflutningamenn.
Námskeiðin voru fyrst haldin
árið 1979 og hafa alltaf verið vel
sótt af sjúkraflutningamönnum
alls staðar að af landinu.
Sjúkraflutninganámskeiðin
hafa til þessa aðeins verið haldin
einu sinni á ári og þá á vorin,en í
ár var aðsóknin á vornámskeiðið
svo mikil að halda varð annað
námskeið í haust. Næsta nám-
skeið verður næsta vor og fer það
nú þegar að verða fullbókað.
Námskeiðið stendur yfir í tíu
daga frá klukkan 8 á morgnana
og stendur yfir til klukkan 17-18.
Á námskeiðunum eru fyrir-
lestrar m.a. um líffæra- og líf-
eðlisfræði, bráða barnasjúk-
dóma, geðsjúkdóma, hjartasjúk-
dóma, sár og sárameðferð,
bruna, kal, ofkælingu og fæðing-
arhjálp. Einnig er leiðbeint með
réttar starfsstellingar og líkams-
beitingu, flutning og burð, að ná
slösuðum út úr bílflökum og
margt fleira.
Verklegar æfingar eru um það
bil helmingur kennslustundanna
en kennslustundir eru alls 104.
Kennarar á námskeiðunum
eru 30 og eru þeir ýmist læknar,
hjúkrunarfræðingar og annað
sérhæft starfsfólk Borgarspítal-
ans og annarra stofnana.
Skuldaskil eftir
Hammond Innes
Iðunn hefur gefið út nýja
spennusögu eftir Hammond Inn-
es. Nefnist hún Skuldaskil. í
kynningu forlagsins segir:
„Geoffrey Bailey hefur yfirgef-
ið sjóherinn og vill hefja nýtt líf.
Skipafélag gerir honum dularfullt
tilboð þar sem frekari frami er
undir því kominn að hann leiti
uppi hinn svarta sauð fjölskyld-
unnar, ævintýramanninn Peter
Strode, og snúi honum til heima-
haga. Bailey lætur slag standa og
er fyrr en varir staddur í hringiðu
ófyrirsjáanlegra atburða og átaka
á framandi slóðum.“
Álfheiður Kjartansdóttir
þýddi bókina.
HAMMOND
INNES
Skuldaskil
KALLI OG KOBBI
" Nei^)
Sjötta erindi:
Tígrar eru tágrannir
tígulegir hugaðir
vígreifir og vinsannir
verða ekki bugaðir
—
( Þu dansar
l ekki
stríðsdansinn
GARPURINN
FOLDA
APÓTEK
Reykjavik. Helgar- og kvöld-
varsla lyfjabúöa vikuna
13.-19. nóv. 1987eríGarös
Apótekiog Lyfjabúöinni lö-
unni.
Fyrmefnda apótekið er opiö
um helgarog annastnætur-
vörslu alla daga 22-9 (til 10
fridaga). Siöarnefnda apó-
tekið er opiö á kvöldin 18-22
virka daga og á laugardögum
9-22 samhliöa hinu fyrr-
nefndn.
stig: opin alla'daga 15-16 og
18.30- 19.30. Landakots-
spltall: alla daga 15-16 og
18.30- 19.00 Barnadeild
Landakotsspitala: 16.00-
17.00. St. Jósefsspitall
Hafnarfiröi: alla daga 15-16
og 19-19.30 Kleppsspítal-
Inn: alla daga 18.30-19 og
18.30- 19 Sjúkrahúsiö Ak-
ureyrl: alla daga 15-16 og 19-
19.30 Sjúkrahúslö
Vestmannaeyjum: alla daga
15-16og 19-19.30. Sjukra-
hús Akraness: alla daga
15.30- 16og 19-19.30.
Sjúkrahúsi ð Húsavlk: 15-16
og 19.30-20.
Hafnarfjörður: Heilsugæsla
Upplýsingar um dagvakt
lækna s. 53722. Næturvakt
læknas.51100.
Garðabær: Heilsugæslan
Garöaflöts. 656066, upplýs-
ingarumvaktlæknas.51100.
Akureyrl: Dagvakt8-17á
Læknamiöstööinni s. 23222,
hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá
Akureyrarapóteki s. 22445.
Keflavlk: Dagvakt. Upplýs-
ingar s. 3360. Vestmanna-
eyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
ingu (alnæmi) i sima 622280,
milliliðalaust samband viö
lækni.
Frá samtökum um kvenna-
athvarf, siml 21205.
Húsaskjól og aöstoð fyrir kon-
ur sem beittar hafa verið of-
beldi eöa orðiö fyrir nauðgun.
Samtökln ’78
Svaraö er í upplýsinga- og
ráögjafarsima Samtakanna
'78 félags lesbía og homma á
Islandi á mánudags- og
fimmtudagskvöldum kl. 21 -
23. Simsvari á öðrum tímum.
Síminner91-28539.
Félageldriborgara: Skrif-
stofan Nóatúni 17, s. 28812.
Félagsmiðstöðin Goðheimar
Sigtúni 3, s. 24822.
LOGGAN
Reykjavík...simi 1 11 66
Kópavogur....sími4 12 00
Seltj.nes...sími61 11 66
Hafnarfj.....símí 5 11 66
Garðabær.....sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabilar:
Reykjavík...simi 1 11 00
Kópavogur....símil 11 00
Seltj.nes....sími 1 11 00
Hafnarfj.....simi5 11 00
Garðabær.....sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fy rir Reykja-
vík, Seltjarnarnes og
Kópavog er í Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur alla
virkadaga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum
og helgidögum allan sólar-
hringinn. Vitjanabeiönir,
símaráöleggingar og tima-
pantanir i síma 21230. Upp-
lýsingar um lækna og lylja-
þjónustu eru gefnar i sim-
svara 18885.
Borgarspitallnn: Vakt virka
daga kl. 8-17 og fyrir þá sem
ekki hafa heimilislækni eöa
ná ekki til hans. Slysadeild
Borgarspitalans opin allan
sólarhringinn simi 696600
Dagvakt. Upplýsingar um da-
gvakl lækna s. 51100. Næt-
urvaktlæknas.51100.
YMISLEGT
Bilananavakt rafmagns- og
hltaveitu: s. 27311 Raf-
magnsveita bilanavakt s.
686230
Hjálpar8töð RKI, neyöarat-
hvarf fyrir unglinga Tjarnar-
götu 35. Sími: 622266 opiö
allansólarhringinn.
Sólfræðlstöðln
Ráögjöf í sálfræðilegum efn-
um.Sími 687075.
MS-félaglð
Álandi 13. Opiö virka daga frá
kl. 10-14. Sími 688800.
Kvennaráðgjötln Hlaövarp-
anum Vesturgötu 3. Opin
briðiudaqa kl.20-22, simi
21500, símsvari. Sjálfshjólp-
arhópar þeirra sem oröiö
hafa fy rir sifjaspellum, s.
21500,símsvari.
Upplýsingar um
ónæmlstærlngu
Upplýsingar um ónæmistær-
GENGIÐ
18. nóvember
1987 kl. 9.15. Sala
Bandaríkjadollar 37,320
Sterlingsþund 65,775
Kanadadollar 28.349
Dönsk króna . 5,7226
Norskkróna 5,8072
Sænsk króna 6,1241
Finnsktmark 8,0091
Franskurfranki.... 6,5094
Belgískurfranki... 1,0533
Svissn. franki 26,9070
Holl.gyllini 19,5736
V.-þýsktmark 22,0450
ítölsklira 0,03005
Austurr. sch 3,1321
Portúg. escudo... 0,2720
Spánskurþeseti 0,3267
Japansktyen 0,27487
Irskt pund 58,630
SDR 50,1805
ECU-evr.mynt... 45,4949
Belgiskurfr.fin 1,0488
SJUKRAHUS
Heimsóknartimar: Landspft-
allnn: alla daga 15-16,19-20.
Borgarspitalinn:virkadaga
18.30-19.30, helgar 15-18, og
ettirsamkomulagi. Fæðing-
ardeild Landspítalans: 15-
16. Feðratími 19.30-20.30.
Öldrunarlæknlngadelld
Landspitalans Hátúni 10 B:
Alla daga 14-20 og eftir
samkomulagi Grensásdeild
Borgarspitala: virka daga 16-
19.30 helgar 14-19.30 Heilsu-
vemdarstöðln við Baróns-
KROSSGATAN
Fimmtudagur 19. nóvember 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13
Lárétt: 1 hrogn 4 gaffal 6
dans 7 þvottur 9 árna 12
álitin 14 komist 15 hress 16
hæð 19 flatfiskur 20 kvæði
21 nef
Lóðrétt: 2 kúga 3 skunda 4
mýri 5 hvassviðri 7 reiði 8
róleg 10 skeri 11 ella 13
ásaki 17 málmur 18 tón
Lausn á siðustu
krossgátu
Lárótt: 1 snös 4 vott 6 ála 7
örvi 9 stag 12 ærnir 14 dót
15öfl16taðan19nauö20
kurr21 ramir
Lóðrétt: 2 nýr 3 sáir 4 vasi 5
tía 7 öndina 8 vættur 10
trönur 11 galdra 13 náö 17
aöa 18 aki