Þjóðviljinn - 19.11.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 19.11.1987, Side 15
ÍÞRÓTTIR I kvöld I kvöld leika Island og Pólland að nýju. Leikurinn er í Laugar- dalshöl! og hefst kl. 20.30. Landsliðið U-21 árs leikur gegn ísrael áður en A-landsliðið mætir Pólverjum og hefst leikur þeirra kl. 18.30. Einn leikur er í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. ÍBK og ÍR leika í íþróttahúsinu í Keflavík og hefst leikur þeirra kl. 20. Knattspyrna Slæmt tap hjá Dönum Eftir frábæara byrjun Dana í undankeppni Olympíuleikanna í knattspyrnu hefur þeim gengið ila í síðustu leikjum. Þeir töpuðu í gær fyrir V-þjóðverjum á heima- velli, 0-1. Það var markakóngurinn Wol- fram Wuttke sem skoraði sigur- mark V-Þjóðveerja á 52. mínútu. Nú fyrir skömmu töpuðu Dan- ir fyrir Pólverjum, 0-2. Danir sigruðu þó í leiknum sjálfum, en notuðu ólöglegan leiicmann og FIFA dæmdi þeim leikinn tapað- an. Nokkrir leikir voru í undan- keppni Olympíuleikanna í gær. írar sigruðu Frakka, 3-0, Spán- verjar sigruðu Ungverja, 1-0 og ítalir og A-Pjóðverjar gerðu jafntefli, 1-1. -Ibe/Reuter Handbolti Óvænt hjá Júgóslövum Júgóslavar komu mjög á óvart er þeir sigruðu Sovétmenn í gær, 20-18 á mjög sterku móti í V- Þýskalandi. Þrátt fyrir að Júgóslavar séu núverandi heimsmeistarar kemur sigur þeirra á óvart. Þeir hafa leikið mjög illa og í fyrrakvöld töpuðu þeir fyrir A-Þjóðverjum, 17-26. Sovétmenn hafa hinsvegar leikið mjög vel og voru flestir á því að þeir myndu vinna öruggan sigur á þessu móti. Ungerjar sigruðu Tékka með yfirburðum, 21-14 og V- Þjóðverjar sigruðu Svfa, 23-19. Þá sigruðu A-Þjóðverjar Rúm- ena, 27-23. -Ibe/Reuter Alfreð Gíslason skoraði flest mörk íslendinga í gær. Hér er hann búinn að snúaafsértvoPólverjaogbýrsigundiraðþrumaboltanumínetið.Mynd:E.ÓI. Landslið Stærsti sigur frá upphafi íslenskur sigur í skemmtilegum leik. Stærsti sigur yfir Pólverjum frá upphafi Þrátt fyrir sveiflukenndan leik íslendinga var sigur þeirra yfír Pólverjum í gær öruggur allan tímann. Islenska liðið lék vel, einkum í sókninni og vann sannfærandi sigur, 28-21. Stærsti sigur íslands yfir Pólverjum frá upphafi. Það var aðeins fyrstu tíu mínút- umar sem jafnræði var með lið- unum. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 7-5, fslendingum í vil. Geir Sveinssyni var þá vikið af leikvelli í tvær mínútur og Pólverjar fengu vítakast. Þeir skutu í þverslá og á þeim tveimur mínútum sem Is- lendingar voru færri skoruðu þeir þrjú mörk, en Pólverjar ekkert. Það sem eftir var fyrri hálfleiks bættu íslendingar við forskotið og mestur varð munurinn sjö mörk, 16-9 og 17-10. í hálfleik var staðan 17-11. Það byrjaði ekki vel hjá íslend- ingum í fyrri hálfleik og þegar hann var hálfnaður höfðu Pól- verjar náð að minnka muninn í þrjú mörk, 20-17. Reyndar hefðu þeir getað minnkað muninn enn frekar, en Einar Þorvarðarson varði þrívegis frá þeim í hraða- upphlaupum. Það var því allt útlit fyrir spennandi lokamínútur, en ís- lendingar voru ekki á sama máli. Þeir lokuðu á Pólverja og það liðu 11 mínútur áður en Pólverjar skoruðu sitt næsta mark. íslend- ingar skoruðu hinsvegar fimm mörk í röð, staðan þá 25-17. Pólverjar náðu að klóra í bakk- an með þremur mörkum í röð, en íslendingar skoruðu næstu þrjú mörk og gerðu út um leikinn. íslenska liðið lék vel í þessum leik þó vissulega hafi komið slæmir kaflar. Þeir voru þó fáir og stóðu ekki lengi. Stórskytturnar Kristján Ara- son og Alfreð Gíslason áttu mjög góðan leik og Páll Ólafsson bók- staflega gekk í gegnum pólsku vörnina. Þá var gaman að sjá hve vel Kristján og Þorgils Óttar náðu saman í sókninni og engu líkara en þeir væru enn báðir í FH. Vörnin var lengst af mjög góð. Geir Sveinsson og Þorgils Óttar voru að venju fastir fyrir og Krist- ján Arason stóð sig mjög vel. Einar Þorvarðarson stóð allan tímann í markinu og varði vel, einkum þó í síðari hálfleik. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa og ekki spillti að þetta var langstærsti sigur íslands yfir Pólverjum. Áður hafði íslenska liðið aðeins sigrað með þremur mörkum. Þessar þjóðir leika að nýju í kvöld kl. 20.30 og svo að sjálf- sögðu í síðasta leik stórmótsins norðan heiða. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 7(1 v), Páll Ólafsson 6, Kristján Ara- son 6(2v), Þorgils Óttar Mathiesen 4, Karl Þráinsson 3, Sigurður Gunnars- son 1 og Sigurður Sveinsson 1. Mörk Póllands: Leslaw Dziuba 7(3v), Bogdan Wenta 4, Darisz Bugaj 3, Grzegorz Subocl 1, Ryszard Masl- on 3, Tomasz Lebiedzinski 1, Zbigni- ew Plechoc 1, Mark Przybylski 1. ------------------------------Ibe Noregur Bjami áfram með Brann Handbolti/U-21 Stórleikur Guðmundar íslenska lansliðið U-21 árs sig- raði A-landslið Portúgal í gær, 27-20. Það var Guðmundur Arn- ar Jónsson sem átti stærstan þátt í þessum sigri, en hann lokaði markinu í fjórtán mínútur og kom þannig strákunum á bragð- ið. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en með góðum lokakafla fyrir leikhlé náði ísland þriggja marka forskoti. í leikhléi var staðan 14-11. Portúgalar náðu góðum kafla og tókst að jafna leikinn. Guð- mundur kom þá í markið og lok- aði því í 14 mínútur. Á þessum kafla breyttu strákarnir stöðunni sér í hag og komust sjö mörk yfir. Þeir héldu því til leiksloka og lokastaðan var 27-20. Mörk íslands: Héðinn Gilsson 5, Skúli Gunnsteisson 4, Sigurjón Sigurðsson 4(2v), Gunnar Beinteinsson 4, Konráð Olavs- son 4, Árni Friðleifsson 3, Einar Einarsson 1, Þorsteinn Guðjóns- son 1. -Ó.St Neitaði tilboði Gautaborgar Frá Baldri Pálssyni, fréttamanni Þjóövilj- ans í Noregi: Bjarni Sigurðsson, iandsliða- markvörður Islendinga í knatt- spyrnu, hefur ákveðið að leika áfram með Brann, í 1. deildinni í Noregi. Forráðamenn IFK Gautaborg vildu fá hann í sínar raðir, en í gær ákvað Bjarni að vera áfram í Bergen, ásamt Teiti Þórðarsyni, sem var nú fyrir skömmu ráðinn þjálfari liðsins. „Það var margt sem spilaði inní. Ég kann vel við mig í Bergen og fannst þetta ekki rétti tíminn til að skipta,“ sagði Bjarni í sam- tali við Þjóðviljann í gær. „Það var mjög spennandi og uppörvandi að þetta félag skyldi hafa áhuga. Ef þetta tilboð kæmi seinna þá myndi ég ábyggilega slá til.“ Forráðamenn Brann voru mjög taugaspenntir allt þartil Evrópukeppni Bjarni tilkynnti að hann yrði áfram hjá liðinu. Þeir voru farnir að velta fyrir sér hver gæti verið eftirmaður hans og hefðu án efa reynt að fá Erik Tortsvett, en hann hefur síðustu mánuði setið á varamannabekk Borussia Mönc- hengladbach. Bjarni mun því leika með Brann næsta sumar og hefur þeg- ar gert munnlegan samning, en ekki er búið að skrifa undir. --------------------------Ibe Spánverjar komust áfram England Nmimt hjá United Manchester United slapp naumlega í 4. umferð deildarbik- arsins með sigri yfir 3. deildarliði Bury í gær, 2-1. Bury náði forystunni á 52. mín- útu, en tvö mörk á fimm mínút- um frá Norman Whiteside og Bri- an McClair, tryggðu United sigur. Tvö 1. deildarlið féllu út í 3. umferð, Wimbledon sem tapaði fyrir Oxford, 1-2 og Watford sem tapaði fyrir Manchester City 1-3. Úrslit í deildarbikarnum í gær: AstonVilla-Sheff.Wed...............1-2 Manchester United-Bury.............2-1 Oxford-Wimbledon...................2-1 Reading-Bradford...................0-0 Leikir í fyrrakvöld: Arsenal-Stoke......................3-0 Everton-Oldham.....................2-1 Ipswich-Luton......................0-1 Manch.City-Watford.................3-1 -Ibe/Reuter Spánverjar tryggðu sér næstsíðasta sætið í lokakeppni Fvrópukeppninnar í gær. Þeir sigruðu Albaníu, 5-0, en keppi- nautar þeirra, Rúmenar gerðu á sama tíma markalaust jafntefli gegn Austurríkismönnum. Spánverjar áttu ekki í nokkr- um vandræðum með Albaníu, enda áttu fæstir von á því. Það voru hinsvegar Rúmenar sem gátu komið í veg fyrir að Spán- verjar kæmust í lokakeppnina. Þeir hefðu þurft sigur yfir Austurríki á útivelli. Þjálfari Rúmena, Emerich Jenei, var að vonum óánægður eftir jafnteflið gegn Austurríkis- mönnum. Hann sagði það hafa verið greinilegt að Austurríkis- menn hefðu leikið uppá jafntefli. Spánverjar hefðu auðveldlega getað unnið stærri sigur yfir Al- baníu. Þeir fengu aragrúa dauða- færa, en það var aðeins Jose Bakero sem hélt ró sinni upp við markið. Hann skoraði þrennu og þeir Michael Gonzalez og Fra- ncisco Llorente skoruðu sitt markið hvor. Lokastaöan í 1. riðli: Spánn...............6 5 0 1 14-6 10 Rúmenía.............6 4 1 1 13-3 9 Austurríki..........6 2 1 3 6-9 5 Albanía.............6 0 0 6 2-17 0 Evrópumeistararnir, Frakkar, verða ekki með í lokakeppninni og þeir töpuðu síðasta leik sínum í gær, gegn Austur-Þjóðverjum, 0-1. Það mátti reyndar ekki miklu muna því það var varamaðurinn Rainer Ernst sem skoraði sigur- markið á síðustu mínútu leiksins. Lokastaöan í 3. riðli: Sovótríkin........8 5 3 0 14-3 13 A-Þýskaiand.......8 4 3 1 13-4 11 Frakkland.........8 1 4 3 4-7 6 Island............8 2 2 4 4-14 6 Noregur...........8 1 2 5 5-12 4 Sjö þjóðir hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni: Sovétríkin, Spánn, Danmörk, írland, Eng- land og Ítalía, auk gestgjafanna V-Þjóðverja. -Ibe/Reuter Fimmtudagur 19. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.