Þjóðviljinn - 22.11.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.11.1987, Blaðsíða 2
SPURNING VIKUNNAR Hvaö segirðu um þær fréttir í Tímanum aö Guö- mundur J. Guðmunds-' son sé aö stofna nýjan flokk? Guðmundur J. Guðmunds- son, verkalýðsleiðtogi: Allt gott, góði. Kominn tími til að losna við þessar fóstrur og menntamannapakk sem engu eirir og er síklifrandi uppeftir bak- inu á manni. Viö verðum þarna, nokkrir valinkunnir sæmdar- menn, teflum soldið og svona... Guðmundur Jóhann Guð- mundsson, fyrrverandi þing- maður: Ha? Hvaðan hefur Indriði það? Hefur Ásmundur verið að blaðra? Bíddu aðeins, ég þarf að tala við mann. Þröstur! Þröstur minnl! Guðmundur Jaki, fyrrver- andi alþýðuhetja: Þetta er stóóór bomba. Miiikil tíðindi. Gríííðarlegt fylgi. AAAI- gjört svartnætti. Gvendur á Eyrinni, hafnar- verkamaður: Fara varlega og með gát, einsog Þórarinn segir. Viltu í nefið? Guðmundur J. Guðmunds- son, fyrrverandi áskrifandi: Ég...? Hvað ertu að tala við mig? Ertu kannski frá vonda blaðinu sem ég tala aldrei við? Burt!!! Ætlarðu að hjálpa mér aðeins, Berti! Dándimaður vikunnan SKAÐI SKRIFAR Uppáhalds sljómmálamaður minn Ég, Skaði, er enginn upphlaupsmaður og læt ekki svo auðveldlega glepjast af æsingamönnum. Ég hef myndað mér skoðanir með ærinni fyrirhöfn og geri mér far um að komast til botns í öllum málum. Og eftir andlega loftfim- leika um síður Morgunblaðsins er ég líka betur í sveit settur en flestir aðrir menn: Þá hef ég skoðun. Og frá henni hvika ég ekki. Þær stundir koma að vísu að ég er tilneyddur að endur- nýja skoðanir mínar, einsog hverja aðra happdrættis- miða. Þannig kom það býsna miklu róti á sálarlíf mitt nú í vikunni sem leiö þegar ég fékk símhringingu frá ákveðnu vikublaði hér í bæ. Það var undurþýð stúlkurödd í síman- um sem spurði: Getur þú nefnt einn til þrjá stjórnmála- menn, sem þú vilt styðja eða sem þú styður? Það kom fát á mig, Skaða. Ég spurði: Eru þetta persón- unjósnir? - Nei, sagði stúlkan, þetta er skoðanakönnun. Getur þú nefnt einn til... - Ja, bittinú, sagði ég. Það er auðvitað hann Jón Þor- láksson... -Jón hver, spurði stúlkan. Jón Baldvin meinarðu? - Nei, lambið mitt, útskýrði ég þolinmóður. Jón Þor- láksson var fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, borgar- stjóri og forsætisráðherra á fjórða áratugnum. - Er hann þá ekki kominn úr axjón? spurði stúlkan. - Úr axjón? Ja hérna... Jæja þá: Ólafur Thors, Pétur Ottesen, Bjarni Ben... - Kommon maður, greip stúlkubarnið inní. Við erum að spyrja um einhverja sem eru núna í pólitík, þú veist... Denni, Steini, Dóri eða einhver af þeim. -Ég skil, sagði ég einbeittur. Hugsaði: Ég er góður Sjálfstæðismaður. Held ég uppá hann Steina minn? Spurði svo: - Kýseinhverforsætisráðherrann unga, Þorstein Páls- son? - Nokkrir, ansaði stúlkan í símanum. En þessi Steingrímur er greinilega langskemmtilegastur. - Hann Denni! hrópaði ég. Ersápjakkurorðinn vinsæl- asti stjórnmálamaður á íslandi? Hann er nú ekki beint gæfulegur... - Fólkið elskar hann, sagði stúlkan. Eiginlega allir kjósa hann. En svo sérkennilega vill til að það eru nánast bara kjósendur annarra en Framsóknarflokksins. Er hann ekki í framsókn? - Ojú, það er víst, sagði ég skilningsríkur. - Jæja, sagði stúlkan, hvern viltu kjósa? Geturðu nefnt einn til þrjá... - Hægan, barnið mitt. Þetta er alvörumál. Þú gætir líklega ekki gefið mér einsog vikuumhugsunartíma? - Inn or át, sagði stúlkan hortug. Ég fæ borgað á haus. Ég verð að halda áfram. - Allt í lagi, allt í lagi, sagði ég. Þá vil ég nú fyrst nefna hann... það komu vöflur á mig. Gat ég nefnt Steina með góðri samvisku? Hann ersvo ungur, hugsaði ég... Renn- di yfir þingflokkinn í huganum. Það var ekki um auðugan garð að gresja, það var satt. Friðrik? Nei, hann var bara barn. Og Birgir tapaði borginni... Skyndilega fékk ég hugljómun: - Eggert Haukdal, sagði ég einbeittur. - Eggert Haukdal? - Já, væna mín. Það er traustur maður sem er góður og glæsilegur fulltrúi Sjálfstæðistefn.. ■ - Þú um það, greip hún frammí fyrir mér. Fleiri? - Já. Egill Jónsson. Bændahöfðingi, ódeigur baráttu- maður... - Þú ert kræfur, kall minn, sagði stelpan. Einn enn? - Þú segir nokkuð. Ég, Skaði, var kominn í gott skap. Ég fann að nú var ég að leggja mitt lóð á vogarskálar söguskoðunar framtíðarinnar. Spurði svo varfærnislega: - Það er alveg útilokað með Jón Þorláksson? - Ég skelli á þig, hótaði barnið ófyrirleitið. - Fyrirgefðu. Heyrðu ég kýs líka Lúlla sturtuvörð! - Lúlla hvað?! - Hann vinnur í Laugardalslauginni. Fjári skarpur náungi. Sambandið rofnaði. Það kom ekki að sök. Ég hafði á fáeinum mínútum myndað mér skoðanir á meiri hraða en nokkru sinni áður. Eggert, Egill og Lúlli. Verðug- ir fulltrúar. Ætli þjóðin sé mér sammála, hugsaði ég, Skaði, og gekk glaður til náða. Vikublaðið kom út og af því ég vissi að ég átti óbeinan þátt í tilurð þess lét ég mig hafa að kaupa það. Fletti, dálítið skjálfhentur: „Albert í vondum málurn", „Kjarnork- uógn..“, „Kynslóðastríð“, „Lundúnahópurinn", „Steingrímur fer á flug“ - ja hérna, tautaði ég, hann er bara alltaf í útlöndum maðurinn. Hvert er hann að fara núna? Og ég las áfram: Nýtur vinsælda langt umfram aðra stjórnmálamenn... Má líkja vinsældum hans við vinsældir Johns F. Kennedy eftir að hann var myrtur... - Er Steingrímur... Nei. Steingrímur fékk 229 atkvæði, Þorsteinn... 88! Egill Jónsson var hvergi finnanlegur og Eggert Haukdal þaðan af síður. Og hvorki Lúlli né Jón Þorláksson. Ég get svarlð það Berti... hljóðið var eins og mjög stór fugl hefði flogið á gluggann. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. nóvember 1987 Allt í lagi Bubbi minn .. það er að falla að... Mokaðu ofan af mér Bubbi... Fljótur .. Bubbi! ekki láta pabba verða reiðan....... -">7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.