Þjóðviljinn - 25.11.1987, Side 1

Þjóðviljinn - 25.11.1987, Side 1
Miðvikudagur 25. nóvember 1987 264. tölublað 52. árgangur Húsnœðisstofnun Sex þúsund bíða Sex hundruð umsóknir berast mánaðarlega. Sigurður E. Guðmundsson: Hvolfast inn eftir umfjöllun ífjölmiðlum. Kerfið óvirkt síðan 13. mars. Beðið niðurstöðu Alþingis og undirskrifta lífeyrissjóða. 20 litlir og meðalstórir sjóðirþegar gert samning Um sex þúsund umsóknir bíða nú afgreiðslu í Húsnæðis- stofnun, en umsóknirnar verða ekki afgreiddar fyrr en Alþingi hefur afgreitt breytingar á lögum um húsnæðislánakerfið og líf- eyrissjóðirnir gengið frá samn- ingum um skuldabréfakaup við Húsnæðisstofnun. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar, sagði við Þjóðviljann að um 600 umsóknir bærust stofnuninni mánaðarlega, eink- um hvolfast þó umsóknir inn þeg- ar fjölmiðlar fjölyrða mikið um húsnæðiskerfið en þegar umfjöll- un um kerfið er lítil dregur úr umsóknum. Það var 13. mars í sl. vor að hætt var að afgreiða svör við um- sóknum frá stofnuninni. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra lagði fram frum- varp sitt um breytingu á húsnæð- islánakerfinu sagði hún að um 3800 umsóknir væru óafgreiddar hjá stofnuninni. Nú er tala þeirra um 6000. Um tuttugu lífeyrissjóðir hafa nú skrifað upp á skuldabréfakaup fyrir árin 1989 og 1990 af Hús- næðisstofnun. Að sögn Sigurðar eru það einkum litlir og meðal- stórir sjóðir sem hafa gengið frá samningum. Stóru lífeyrissjóð- irnir bíða hinsvegar enn átekta. „Þrátt fyrir þetta er ástandið hér snöggtum skárra en á sama tíma í fyrra þegar fólk stóð í bið- röðum eftir umsóknareyðu- blöðum. Umsækjendur bíða ró- legir átekta, vita sem er að um- sóknir þeirra verða ekki af- greiddar fyrr en gengið hefur ver- ið frá breytingum á húsnæðislán- akerfinu og að lífeyrissjóðirnir hafa skrifað undir skuldabréfa- kaupin,“ sagði Sigurður. -Sáf Verslunarferðir Skoskir vilja auglýsa Stórverslun við aðalverslun- argötuna í Glasgow í Skotlandi hefur í hyggju að auglýsa vörur sínar reglulega í íslenskum dag- blöðum. Verslunin sem selur að- allega leðurfatnað hefur sent bréf. til dagblaðanna þar sem spurst er fyrir um kostnað við birtingu auglýsinga. Asókn landsmanna í verslun- arferðir til Glasgow og annarra ódýrra verslunarborga í Evrópu hefur aldrei verið eins mikil og nú í haust og seljast ferðir upp með löngum fyrirvara. Reikna ferða- skrifstofur með að um 5000 ís- lendingar gerði jólainnkaupin í erlendum stórborgum í ár, og ætla skoskir kaupmenn greini- lega að tryggja sinn hlut í innkaupsferðum landans. Barnsfœðingar Tvíburar á tveimur dögum Tvíburarfœðast sitt hvorn mánaðardaginn. Móðirin: Stórsniðugt Ég varð ekki fyrir vonbrigðum síður en svo, mér fannst þetta stórsniðugt, sagði Anna Jónsdótt- ir sem nýlega fæddi tvíbura á sitthvorum mánaðardeginum, þ. 17. og 18. nóvember sl. Að sögn Önnu var það dreng- urinn sem kom á undan og stúlk- an á eftir, nokkru eftir miðnætti þ. 18. „Ég verð að sjálfsögðu að taka tillit til þess að þau eiga af- mælisdag sitt hvorn daginn og halda uppá afmæli þeirra til skiptis þ. 17. og 18.“ Faðir tvíburanna er Þórður Bjarnason, en þau Anna eiga þrjár stúlkur fyrir. -K.Ól. Lögreglan íkveikja Fyrir einskæra tilviljun um kvöldmatarleytið í fyrradag, komu lögreglumenn í veg fyrir til- raun til íkveikju í sorpi í Banka- stræti og Bergstaðastræti, þegar fátt manna var á ferli. Seinna um kvöldið var einnig gerð tilraun til tkveikju í sorpi við Ljósaland, en íbúar slökktu eldinn áður en hann náði að magnast. Að sögn Guðmundar Her- mannssonar yfirlögregluþjóns eru þessar íkveikjur í rannsókn, en ennþá hefur enginn verið handtekinn. Sagði Guðmundur að ekki hefði mátt muna miklu að stórtjón yrði í Bankastræti og Bergstaðastræti, ef eldurinn hefði náð að breiða úr sér, því allt í kring er mikið af timburhúsum. grh Tveir litlir tvíburasporðdrekar fæddir sitt hvorn mánaðardaginn ásamt systur sinni önnu Rósu. Stúlkan er t.v. drengurinn t.h. Samstaða Boða stofnun Palestínufélags Markmiðið m.a. að kynna baráttu Palestínumanna gegn hernámi og fyrir sjálfsákvörðuanrrétti Allsherjarþing Samcinuðu þjóðanna hefur lýst n.k. sunnudag sem samstöðudag með Palestínuþjóðinni. Af því tilefni hefur verið boðað til stofnunar félagsins Ísland-Palestína og verður stofnfundurinn haldinn í veitingahúsinu Lækjarbrekku kl. 17.00 á sunnudag. Að undirbúningi stofnunar fé- lagsins hafa m.a. unnið þau Elías Davíðsson skólastjóri í Ólafsvík, Heimir Pálsson cand. mag., í Kópavogi, séra Rögnvaldur Finnbogason Staðarstað, Snæ- fellsnesi og Vilborg Dagbjarts- dóttir rithöfundur Reykjavík. Markmið félagsins ísland- Palestína, verður m.a. að skapa jákvæð viðhorf meðal íslendinga til þjóðanna sem búa í Palestínu og efla vináttu við þær. Vinna gegn hvers konar þjóða- og kyn- þáttaandúð og gegn hvers konar löggjöf sem mismunar fólki á grundvelli uppruna þess, ætternis eða trúnarbragða. Þá hyggst félagið vinna að kynningu á baráttu Palestínu- manna gegn hernámi og fyrir sjálfsákvörðunarrétti og stuðla að því að íslendingar leggi sitt af mörkum til þess að réttlát lausn og friðsamleg finnist á deilu þjóð- anna beggja sem gera tilkall til Palestínu. -|g.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.