Þjóðviljinn - 25.11.1987, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 25.11.1987, Qupperneq 11
ÖRFRÉTTÍR ERLENDAR FRETTIR Afvopnunarsamningur risaveldanna Allt klappað og klárt! Shultz og Shevardnadze luku ígœrgerð samnings um eyðingu meðaldrœgra kjarnflauga risaveldanna í Genf Loksins, loksins! Þeir mega vel við una þessir tveir, Shevardnadze og Shultz. ítalska verka- lýðshreyfingin hefur látið það boð út ganga að um 20 miljónir verkamanna muni taka sér frí frá störfum í fjórar klukkustundir í dag í mótmæla- skyni gegn sparnaðarráðstöfum þeim er ríkisstjórn Giovannis Gorias segir að séu bráðnauð- synlegar ef vinna eigi bug á verð- bólgu og bæta ítalskan efnahag eftir verðbréfahrunið í fyrra mán- uði. Litið er á vinnustöðvunina sem styrkleikapróf fyrir hina hefðbundnu verkalýðshreyfingu sem mætt hefur vaxandi andófi frá svonefndum Coba upp- reisnarhópum verkamanna á vinnustöðum er ítrekað hafa skipulagt verkföll í trássi við hana. Uppreisn verkamanna er yfirvofandi í Júgóslavíu ef stjórnvöld vinda ekki bráðan bug að því að leysa efnahagskreppu landsins. Þetta staðhæfði Zvon- imir Hrabar, forseti Alþýðusam- bands landsins, á fréttamanna- fundi í gær. Hann sagði að ef síð- ustu efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar skiluðu ekki skjó- tum árangri gæti svo farið að svipuð staða kæmi upp í Júgósl- avíu og kom upp í Póllandi árið 1980. Hann bætti því við að á þessu ári hefðu yfir 200 þúsund verkamenn lagt niður vinnu í lengri eöa skemmri tíma og það ættu ráðamenn að láta sér að kenningu verða. Fulltrúar Sovétríkjanna og Bandarfkjanna tilkynntu í gær að þeir hefðu náð endanlegu samkomulagi um samning um eyðingu allra meðaldrægra kjarnflauga sinna, fyrsta samn- ing stórveldanna frá upphafí kjarnorkualdar um útrýmingu ákveðinnar tegundar slíkra vopna. Það voru þeir félagar og kol- legar George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, er tjáðu mönnum þetta í Genf í gær. Þeir sögðu nú ekkert því til fyrirstöðu lengur að leiðtogafundur risa- veldanna færi fram í Washington dagana 7.-10. desember en þar öðlast samningurinn gildi við undirritun Ronalds Reagans og Mikhaels Gorbatsjovs. „Við höfum nú rutt öllum ljón- um úr vegi samningsins um með- aldrægu kjarnflaugarnar,“ sagði Shultz á fréttamannafundi utan aðalstöðva Bandaríkjamanna í gær og Shevardnadze stóð hon- um við hlið ogt kinkaði kolli af áfergju. Shevardnadze tók til máls: „Ég er fullviss um að árangurinn af starfi okkar hér sé í þágu allra þjóða heimsins og við efumst ekki um að leiðtogafundurinn í Washington verður árang- ursríkur. Þetta er söguleg stund. Gleðifréttirnar bárust í fundar- hléi á síðari degi viðræðna Shultz og Shevardnadze en þeir liöfðu ferðast til Genf til að leiða til .lykta ýmsan ágreining er enn ríkti um eftirlitsmál og fleira. Það tókst og því gátu ráðherrarnir með góðri samvisku skálað í kampavíni í gær. Það hefur tekið sex ár að klastra þessum samningi saman enda þekur hann rúmar 100 blað- síður. Samkvæmt honum mun yfir þúsund meðaldrægum kjarnflaugum komið fyrir katt- arnef á næstu þrem árum. Þorri þeirra er nú staðsettur í Evrópu en um 100 slíkar flaugar eru í As- íuhluta Sovétríkjanna. Fyrri samningar stórveldanna um kjarnvopn, svo sem tveir SALT samningar (um langdræg- ar fláugar), hafa átt að hindra frekari framleiðslu kjarnvopna en ekki stuðla að eyðileggingu þeirra. Shultz sagði í gær að nú væri aðeins eftir að ffnpússa tungutak samningsins, svo sem samræma ensku og rússnesku textana, en um það væru minni spámenn fullfærir. -ks. Haiti Forseti kjörinn um helgina A sunnudaginnfaraframforsetakosningar á Haiti ífyrsta skipti frá því áður en Duvalierslektið hófst til valda 10 þúsund biblíur verða brátt sendar til Sovétríkj- anna. Það eru góðgerðarsamtök í Svíþjóð er gefa þessa gjöf en kostnaður við útgáfu og send- ingu eintakanna mun vera greiddur af kirkjum á öllum Norðurlandanna. Biblíurnareru á rússnesku og mun rétttrúnaðar- kirkjan rússneska annast dreif- ingu þeirra. Um 30 miljónir So- vétmanna heyra henni til en kirkjuleiðtogar hafa kvartað undan biblíuskorti við erlenda gesti að undanförnu enda þykj- ast stjórnvöld hafa öðrum hnöpp- um að hneppa en að standa í útgáfu heilagrar ritningar. Þetta mun vera í fyrsta skipti í 40 ár að rétttrúaðir fá að taka á móti biblíu- sendingu erlendis frá. 2000 Ijóðskáld kirjuðu sín fegurstu Ijóðmæli í eyru (rakskra dáta í gær. Þannig er mál með vexti að allur þessi aragrúi bragsmiða er samank- ominn á alþjóðlegri Ijóðlistarhátíð í Bagdað, einskonar ofvöxnum Besta vini Ijóðsins. Menningar- málaráðherra íraks tjáði þeim í fyrradag að nú væri svo komið að þjóðin ætti í nafntogaðri styrjöld við granna sinn í austri, hvort þeir vildu ekki gera svo vel að stytta hermönnum á vígstöðvum stund- ir með kvæðaflutningi. Auðsótt mál og í Basra mátti í gær heyra að flutt var bundið mál við undir- leik fallstykkja og vélbyssna. Kínverjar hafa eignast nýjan forsætisráð- herra en sá er enginn annar en Li Peng, fóstursonur Chous heitins Enlais er um áratugaskeið gegndi þessu sama embætti. Li er 59 ára gamall og því í hópi yngri forystumanna kínverskra. Hann er verkfræðingur að mennt og ekki sagður heyra til neinni klíku í kommúnistaflokknum. Hann tekur við starfinu af Zhao Ziyang sem kjörinn var formaður flokksins á þingi hans fyrir skemmstu. Sérfræðingar telja að Li hafi ekki ólíkar skoðanir og forveri hans en að hann sé gætn- ari maður og gæti þess að troða (engum um tær. — penna er nú mikil á Haiti enda 9 ekki nema örfáir dagar þang- að til forsetakosningar fara þar fram í fyrsta sinni í þrjátíu ár. Ofbeldisaðgerðir gegn frambjóð- endum og árásir á kosningamið- stöðvar að næturþeli hafa færst í vöxt að undanförnu. Meira en þriðjungur þriggja miljóna Haitibúa hafa látið skrá sig til þátttöku í kosningunum er fram fara á sunnudaginn. Ákvörðun um að halda þær var tekin þegar Jean-Claude „baby doc“ Duvalier var steypt af stóli í febrúar í fyrra. Þetta verður fyrsta forsetakjör frá því áður en Duvalier hyskið, „baby doc“ og faðir hans, Fra- ncois „papa doc“ Duvalier, söls- aði undir sig alræðisvöld á Haiti árið 1957. Það fór ekki að bera á ofbeldi í kosningabaráttunni fyrr en þann 2. nóvember síðastliðinn eftir að Bráðabirgðakjörráð landsins úr- skurðaði að tólf af 35 lysthafend- um væru ekki hæfir í forsetafram- boð. Einn þeirra er Clovis nokkur Desinor en hann var um skeið fjármálaráðherra „papa docs“. Ákvörðun kjörráðsins um að úti- loka hann frá framboði á rætur að rekja til ákvæða kosningalaga um það að engir fyrrum samstarfs- manna Duvalierfeðga né einstak- lingar er gert hafa sig seka um mannréttindabrot séu kjör- gengir. Ofbeldið jókst síðan í fyrri viku er kjörráðið lét það boð út ganga að um fimm af hundraði fram- bjóðenda til setu á löggjafarsam- kundunni væru óhæfir. Ríkisút- varpið flutti fréttir af skotbar- dögum víðsvegar í bæjum úti á landsbyggðinni en lét ógetið um mannfall. Af þeim 23 frambjóðendum til forsetaembættis er kjörráðið gaf grænt ljós eru fjórir helst taldir líklegir til að hreppa hnossið. Þeir eru þessir: Sylvio Claude, frambjóðandi Kristilega demókrataflokksins. Hann er prestur og mótmælend- atrúar. Claude sat eigi sjaldnar en átta sinnum í dýflissu á vald- askeiði Duvalierfeðga og sætti ósjaldan pyntingum. Hann er nú í felum eftir að byssubófar réðust á kosningamiðstöð hans fyrr í þess- um mánuði. Louis Bejoie er kandídat Þjóð- arflokks um iðnað og landbúnað. Átökog Hossain Mohammad Ershad, forseti Bangladesh, gaf undir- sátum sínum í gær fyrirmæli um að hlífa sér hvergi og beita öllum tiltækum ráðum til að kveða nið- ur andóf andstæðinga sinna en að undanförnu hefur allsherjarverk- fall lamað allt athafnalíf í landinu. Embættismenn stjórnarinnar kváðu forseta sinn hafa gefið lög- regluþjónum fyrirmæli um að Ieita í hverju einasta húsi höfuð- borgarinnar að meintum spreng- juframleiðendum og handtaka sérhvern stjórnarandstæðing sem væri með uppsteyt. Taugaveiklun Ershads á náttúrlega rætur að rekja til þess að fjendur hans hafa haldið uppi linnulausum mót- mælum gegn stjórn hans um tveggja vikna skeið víðsvegar um Bangladesh. Tíu manns hafa látið lífið frá því allsherjarverkfallið skall á. Það voru leiðtogar 21 stjórnar- andstöðuflokks er hvöttu til vinnustöðvunarinnar í síðasta mánuði til að freista þess að Hann sneri heim úr útlegð í Pu- erto Rico þegar „baby doc“ var steypt af stóli. Faðir Bejoies og alnafni var mótframbjóðandi „papa docs“ í síðustu frjálsu for- setakosningunum á Haiti árið 1957. Þá laut hann í lægra haldi. Marc Bazin er frambjóðandi Hreyfingar um endurreisn lýð- ræðis á Haiti. Bazin er fyrrum starfsmaður Alþjóðabankans og var stutta stund fjármálaráðherra „baby docs“ sem rak hann fyrir að voga sér að gera tengdaföður sínum að greiða skatt. Gerard Gourgues er frambjóð- andi Lýðræðisfylkingarinnar. Hann setti á stofn Mannréttinda- nefnd Haitis árið 1978 og var um skeið dómsmálaráðherra Þjóð- stjórnarráðsins sem farið hefur með völd í landinu í tæp tvö ár. Ef enginn frambjóðenda hreppir hreinan meirihluta at- kvæða á sunnudag, sem trauðla verður þar eð 23 gefa kost á sér, verður kosið á milli tveggja efstu þann 20. desember næstkom- andi. -ks. Bangladesh allsherjarverkfall koma forsetanum frá völdum en hann hefur deilt og drottnað í landinu í bráðum sex ár. Upplýsingamálaráðherra Bangladesh, Anwar einhver Za- hid, tjáði fréttamönnum í gær að fyrirtæki í landinu hefðu tapað um 50 miljónum bandaríkjadala á dag þann hálfa mánuð sem verkfallið hefur staðið. „Efna- hagurinn er á heljarþröm. Ef svo heldur sem horfir verður hann rjúkandi rústir innan skamms." En Ershad lætur engan bilbug. á sér finna. Hann þverneitar að láta af embætti og staðhæfir að vinstrimenn standi að baki verk- fallinu og aðförinni að sér. Lögregluyfirvöld kveða mörg hundruð einstaklinga hafa slasast í átökum stjórnarsinna og stjórn- arandstæðinga á götum höfuð- borgarinnar Dhaka að undan- förnu. Yfir 1,500 andófsleiðtogar og verkamenn hefðu verið hand- teknir. í gær var allt athafnalíf lamað í Bangladesh, ekkert var unnið í verkssmiðjum og verslanir og skrifstofur voru lokaðar. í Brahmanbariahéraði í aust- urhluta landsins brenndu mótmælendur brúðu sem gerð hafði verið í mynd Ershads, börð- ust þvínæst dágóða stund við stuðningsmenn forsetans og brutu rúður í bönkum og verslun- um að sögn lögreglumanna. í Dhaka þrömmuðu stjórnar- andstæðingar um helstu götur og hrópuðu slagorð gegn stjórnvöldum. Sveitir herlög- reglumanna fylgdust grannt með en aðhöfðust ekkert. Ershad hófst til valda í upp- reisn herforingja árið 1982 og ríkti í trássi við guð og menn þar til að hann lét kosningar fara fram í október í fyrra. Þá vann hann glæsilegan „sigur“ en fáum blandast hugur um að hann hafði rangt við. Hann lét svo um mælt í ávarpi til liðsforingjaefna í gær að hann myndi „berjast til síðasta b!óðdropa“ áður en hann léti af völdum. Hann sagði herinn verða að standa að baki sér á þessari örlagastundu því annars kynni illa að fara. -ks. Mi&vikudagur 25. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.