Þjóðviljinn - 31.12.1987, Page 2
Innlendur myndaannáll
Tíðin var með eindæmum góð
síðari hluta vetrar. Á sama tíma og
íbúar á meginlandi Evrópu þurftu á
öllum skjólklæðnaði að halda til að fá
yl í kroppinn, gat landinn sprangað
um á vorklæðnaði. Jarðargróöur fór
ekki varhluta af hlýindunum og snjó-
leysinu. í garðinum hennar Elísabet-
ar Gísladóttur við Hringbrautina í
Reykjavík voru blómplöntur í blóma í
mars sem um mitt sumar væri. Kári
var þó ekki langt undan og gekk kuld-
akast yfir um miðjan mars, sem
stefndi kulvísum gróðri í tvísýnu.
i^lbert Guðmundsson var mikið í
fréttum á árinu. Fyrst vændi Þor-
steinn Pálsson hann um að fara
kringum skattalögin meðan hann var
fjármálaráðherra og Albert var gert
að segja af sér ráðherradómi og síðar
lýsti Þorsteinn því yfir að ekki kæmi til
greina að Albert kæmi til álita sem
ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins að
loknum kosningum. Við þetta gátu
stuðningsmenn Alberts ekki unað og
var því ráðist í stofnun Borgaraflokks-
ins, sem bauð fram í öllum kjördæm-
um og hreppti 6 þingmenn.
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra, gerðist vígfimur mjög í
janúar. Hirti hann embættismenn fyrir
að fara fram úr fjárveitingum. Til að
orð hans vægju þyngra á metunum,
gerði hann sér lítið fyrir og skiþaði
Sturlu Kristjánssyni, fræðslustjóra
Norðurlands eystra að hirða þokann
sinn. Viðbrögðin við brottrekstrinum
urðu þó harðari en Sverri gat órað
fyrir. Sturla hóf lögsókn vegna ótíma-
bærs brottreksturs úr starfi og varði
fjárútlát sín fimlega með tilvísun í lög-
boðnar skyldur fræðslustjóra hvað
sem knappt skömmtuðum fjárveiting-
um fjárlaga liði og fræðsluráðsmenn
nyrðra vildu sem minnst af Sverri vita.
Ýmsum þótti koma vel við vondan
þegar ugp komst um strákinn Tuma
og það spurðist að skrifstofa mennta-
málaráðuneytisins hefði stigið út fyrir
fjárlagarammann í ráðherratíð Sverr-
is.
Sykurmolarnir gerðu garðinn frægan í Bretlandi á árinu. Víðlesið og virt
breskt tónlistarblað Melody Maker, mærði hljómsveitina í hvívetna. Erlendir
hljómplötuútgefendur og „umbar" buðu hljómsveitarmeðlimum „gull og ræna
skóga“.
líkisstjórnin vildi í upphafi stjórnarferilsins selja hlut ríkisins í Útvegsbankan-
um. Hlutirnir voru boðnirfalir og reyndust lysthafendurfleiri en kannski var búist
við í fyrstu. Sambandið taldi sig svo gott sem búið að kaupa er hópur fjármál-
aspekúlanta gerði óvænt tilkall til hlutabréfanna. Eftir miklar vífilengjur afréð
viðskiptaráðherra að hætta við allt saman að sinni.
Erlendir veðbankar og. jnnlendir
poppspekúlantar voru nokkuð vissir
um frækna frammistöðu íslendinga í
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva, sem haldin var í Belgíu s.l.
vor. Ung söngkona, Halla Margrét
Árnadóttir, hafði heillað íslenska
sjónvarpsáhorfendur í forkeppninni
hér heima, en það dugði ekki til. Is-
lenska framlagið féll ekki í kramið hjá
dómnefndunum úti. í annað sinn urðu
íslenskir að láta sér lynda að verma
eitt af síðustu sætunum í keþpninni.
lenningin blómstraði á árinu. Bókaþjóðin virtist óseðjandi á fagrar listir. Ávöxtur þessa listáhuga kom í Ijós í upþhafi
árs. íslenska óþeran sleit þarnsskónum og er því komin fyrir vind. Á fimm ára afmæli óperunnar, var Aida á fjölum
hennar.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 31. desember 1987