Þjóðviljinn - 31.12.1987, Page 3
Ný flugstöð á Keflavlkurflugvelli var vigö með pomp og prakt skömmu fyrir kosningar. Fannst mörgum mikill
kosningaþefur af vígslunni, þar sem húsiö var langt í frá frágengið. Eftir mikinn ánægjusöng um hve vel hefoi tekist til,
vaknaði þjóðin upp við vondan draum síðar á árinu, þegar í Ijós kom að ærið margir bakreikningarnir voru ógreiddir við
smiði byggingarinnar og kostnaðurinn hafði farið úr böndum.
^Javfð Oddsson borgarstjóri sló aðra „fyrirmenn" út I bílakaupum fyrir opinbert fé. Meirhluti borgarstjórnar valdi að
kaupa bandarlskan Kádilák á 2,9 miljónir króna fyrir borgarstjóraembættið. Kádilákurinn leysti af þriggja ára gamlan
Buick sem Davíð hafði haft til umráða. Minnihlutinn í borgarstjórn gerði að tillögu að ráðstöfunarfé borgarstjóra til
bílakaupa yrði lækkað í 1,9 miljónir króna og mismuninum varið til að efla ferðaþjónustu fatlaðra.
I^jaradeilur og verkföll settu nokkuð svip sinn á fyrri hluta árs. Mestur hiti hljóp í deilu sjómanna og ríkisstarfsmanna, -
einkum kennara og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu, sem beittu verkfallsaðgerðum og hópuppsögnum til að knýja á um
bætt kjör. Af völdum kjaradeilna ríkis og opinberra skapaðist um tíma neyðarástand f heilbrigðis- og skólakerfi.
f^egar vetri tók að halla, gerðust
hjaðningavfg all tfð f pólitíkinni. Það
leyndi sér ekki að kosningar voru á
næsta leiti. Stefán Valgeirsson yfir-
gaf Framsóknarflokkinn með sínu
dyggasta stuðningsliði, þegar útséð
var að hann yrði að láta svo lítið að
skipa annað sætið á lista flokksins f
Norðurlandskjördæmi eystra. Stefán.
bauð fram eigin lista í alþingiskosn-’
ingunum s.l. vor og viti menn, þvert
ofan f allar spár náði Stefán öruggu
kjöri.
“að fór vart fram hjá neinum að Alþýðubandalagsmenn völdu sér nýjan
formann á árinu. Eftir mikið brambolt innan flokks og utan meðal raða stuðn-
ingsmanna formannskandidatanna, varð Sigrfður Stefánsdóttir, frá Akureyri
að lúta í lægra haldi fyrir mótframbjóðandanum Ólafi Ragnari Grfmssyni.
^^lafur Ragnar Grfmsson, prófessor, varð þess heiðurs aðnjótandi á árinu að
vera f tvfgang sæmdur viðurkenningu fyrir framlag sitt til afvopnunarmála. I
janúar afhenti Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
Ólafi Pomerance-verðlaunin, sem viðurkenningarvott fyrir starf hans á vegum
alþjóðlegra þingmannasamtaka, sem komu á friðarfrumkvæði þjóðarleiðtoga
sex landa. Síðar á árinu tók Ólafur við Gandhiverðlaununum, fyrir hönd Alþjóð-
legu þingmannasamtakanna. Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin voru veitt,
en til þeirra var stofnað f minningu við Indiru Gandhi.
Heitt var í kolunum f Verkamannasambandinu I haust. Á formannafundi
sambandsins gekk töluverður hluti verkalýðsforkólfa af fundi, er þeim fannst
sýnt að kæfa ætti f fæðingu kröfur fiskverkafólks um að vera ekki notað sem
skiptimynt í samningum við atvinnurekendur. I kjölfar þessarar rimmu innan
sambandsins ákváðu Austfirðingar að reyna fyrir sér með samninga heima f
héraði og freista þess að rétta hlut fiskverkafólks.
Flmmtudagur 31. desember 1987 |þj6ðVILJINN - S(ÐA 3