Þjóðviljinn - 31.12.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.12.1987, Blaðsíða 4
Erlendur myndaannáll M önnum er enn í fersku minni fundur þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Washington dagana 7.-10.desember. Þá brutu þeir blað í sögu afvopnunar- mála með því að samþykkja eyðileggingu allra meðaldrægra kjarnflauga sinna. Mjög vel fór á með þeim félögum. 1 udolf Hess féll fyrir eigin hendi í Spandaufangelsinu í ágústmánuði síð- astliðnum, 93 ára gamall. Hann iðraðist aldrei gjörða sinna og sagðist stoltur hafa þjónað ypparsta ofurmenni mannkynssögunnar. I jólamánuðinum risu palestínsk ungmenni á herteknu svæðunum við ísrael upp gegn dátum herraríkisins. í ójöfnum leik þar sem grjóti og frumstæðum mólótovkokteilum var beitt gegn byssukúlum létust að minnsta kosti 22 Palestinu- menn og mörg hundruð slösuðust. W illy Brandt lét í vor af formennsku í vesturþýska Jafnaðarmannaflokknum eftir að hafa sætt gagnrýni vegna vals á talsmanni flokksins. IVlagga með brennu! Járnfrúin breska, Margrét Thatcher, vann það sér til frægðar að sigra í þriðju þingkosnin'gunum í röð. Það hafði engum tekist á þessari öld. Efnamenn horfa fram á áframhaldandi góðæri - en hinir fátæku kvíða löngum, hörðum íhaldsvetri... Z hao Ziyang heitir þessi maður og gegnir starfi formanns kínverska kommúnistaflokksins. Hann tók þann starfa að sér í janúar þegar forveri hans, Hu Yaobang, hrökklaðist frá eftir stúdentaóeirðir í Peking en var síðan einróma kjörinn til vegtyllunnar á þingi flokksins í nóvember. F orsetarnir Ortega frá Nicaragua, Duarte frá El Salvador, Cerezo frá Guate- mala, Azcona frá Honduras og Arias frá Costa Ricu sömdu sín á milli um leiðir til að koma á friði í löndum sínum í sumar. Arias var frumkvöðull og höfuðsmiður samningsins sem aflaði honum friðarverðlauna Nóbels.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.