Þjóðviljinn - 31.12.1987, Síða 9
S eiðskratti Þjóðviljans spáirfyrir um árið 1988
H ver borgar sem
hann torgar
Eftir ótrúlega sumarblíðu sem
enst hefur víðast um land fram til
áramóta, mun snúast snarlega til
hins verra á nýju ári. Þorri heilsar
með gríðarlegu kuldakasti og of-
ankomu meiri en elstu menn
muna. Samgöngur fara allar úr
skorðum og víða verður mjólkur-
laust í bæjum.
Gatnamálastjórinn í Reykja-
vík verður fyrir miklu aðkasti
sárreiðra bifreiðareigenda sem
tóku hann trúanlega sl. haust og
slepptu því að setja nagladekkin
undir bfla sína og komast ekki
spönn frá rassi fyrr en fer að
hlána um páska.
Stimpilklukka
í Stjórnarráðið
Svipað ástand verður á stjórn-
arheimilinu og í veðraheimum.
Hvassir byljir og rokur í krötum
og Framsókn og Þorsteinn má
hafa sig allan við að hafa fundar-
fært í ríkisstjórninni. Að lokum
grípur hann til þess ráðs að setja
upp stimpilklukku í stjórnar-
ráðinu fyrir ráðherragengið og
verða þeir hýrudregnir sem ekki
mæta. Þetta mun hrífa á krata
sem verður sárt um tekjumissinn
en Framsóknarmenn munu treg-
ast við fram eftir vori.
Þrátt fyrir árekstra stjórnarliða
situr ríkisstjórnin blýföst í sessi
en kemur fáu í gegnum alþingi.
Verður að grípa til þess ráðs að
efna til sérstaks sumarþings sem
ekki hefur gerst síðan á síðustu
öld til að afgreiða kvótafrumvarp
landbúnaðarráðherra og víð-
tækar breytingar fjármálaráð-
herra á staðgreiðslukerfinu sem
virkaði alls ekki eins og menn
höfðu vænst.
Neyslukílóa-
skattur
Mistökin með staðgreiðslu-
kerfið sem uppgötvast ekki fyrr
en eftir páska, verða
stjórnvöldum dýrkeypt. Lands-
menn hrósa happi þar sem skatt-
heimta verður í lágmarki, vegna
þess að innsiglað tölvukerfi
Skýrsluvéla ríkisins hafði verið
vitlaust matað í öllu atinu meðan
jólaþingið stóð yfir. Til að vega
upp á móti þessu leggur ríkis-
stjórnin á sérstakan neyslukíló-
askatt þar sem hver mun greiða
eftir eigin vikt. Eða eins og fjár-
málaráðherra segir í sérstöku
ávarpi til þjóðarinnar þegar hann
tilkynnir þennan nýja skatt.
„Hver etur nú sem hann getur og
borgar sem hann torgar."
Spilling
og vopnabrask
Margvísleg stórspilling mun
upplýsast í viðskiptaheiminum,
einkum hjá fjármögnunarleigum
sem margar hverjar hafa staðið í
hæpnum og dularfullum fjárfest-
ingum á erlendum verðbréfa-
mörkuðum og m.a. leikið milli-
liði í vopnasölusamningum.
Spillingarmál þetta mun ná alla
leið inn á borð Hvíta hússins þar
sem nýkjörinn forseti Bandaríkj-
anna Garry Hart mun bregðast
hart við og krefjast rannsóknar
bandaríska þingsins á sam-
skiptum bandarískra hernaðaryf-
irvalda við fjármálamenn á ís-
landi.
Sovéskar
friðargæslusveitir
Öll samskipti íslands við stór-
veldin verða með öðrum hætti en
áður hefur þekkst. Gorbatsjof
mun enn styrkja stöðu sína í So-
vétríkjunum, draga her sinn út úr
Afghanistan og óska eftir því að
fá að koma fyrir friðargæslusveit-
um á Norðfirði og Hellissandi.
Það mun vekja óskipta athygli að
Bandaríkjaforseti tekur vel í
þessa málaleitan en ríkisstjórn ís-
lands biður um frest til næstu ára-
móta til að svara þessari beiðni
Sovétmanna.
Austur yfir
járntjald
Ró og kyrrð einkennir starf-
semi Alþýðubandalagsins innan-
flokks, enda Ólafur Ragnar hætt-
ur utanferðum að mestu til að
halda utan um hópinn. í sept-
ember verða átök um það hvort
flokkurinn á að taka upp bein
samskipti við sovéska kommún-
istaflokkinn. Ýmsir úr gamla
„flokkseigendafélaginu" eru
áfram um að ná góðum tengslum
við Gorbatsjof og frelsa hann frá
íslenskum Framsóknarmönnum,
en lýðræðiskynslóðin telur Ólaf
Ragnar- eiga ágætt samstarf við
Gorba og algjör óþarfi sé að að
koma á föstum ferðalagasam-
skiptum almennra félaga.
Kirkjan í klemmu
Svo undarlega sem það hljóm-
ar þá verða mestu pólitísku deilur
ársins ekki innan eða milli
stjórnmálaflokkanna, heldur
innan kirkjunnar, þegar kemur
að vali nýs biskups. Hörð átök
verða milli íhaldssamra og frjáls-
lyndra klerka, en niðurstaðan
verður sú að hópur róttækra
klerka mun ráða úrslitum um
biskupsvalið.
Jón Sigurðsson bankamálaráð-
herra situr ekki einungis uppi
með nýjan biskup á árinu, heldur
tekst honum engan veginn að
koma Útvegsbankanum úr eigu
ríkisins. Þrátt fyrir marg ítrekuð
sölutilboð, berast engin tilboð í
bankann, nema hvað Tófuvinafé-
lagið leggur inn tilboð sem upp-
fyllir alla útboðsskilmála en ráð-
herra hafnar samkvæmt tilmæl-
um loðdýraframleiðenda.
Afrek í Seoul
fslenskir íþróttamenn verða í
sviðsljósinu á árinu 1988. Ekki
einungis handknattleiksmenn
sem gera garðinn frægan í Seoul,
þrátt fyrir magakveisur og slæma
1) Átök milli hægri manna og ný
og óvænt framboð: Klofningur
Sjálfstæðisflokksins var stað-
reynd og Albert bauð fram um allt
land.
2) Árni Johnsen telur þessa
uppstokkun til blessunar fyrir
þjóðina: Vissulega varþað bless-
un fyrir þjóðina, því Arni féll af
þingi.
3) Aukið peningavald í fjölmiðl-
um: Aldeilis kórrétt. Laufdals-
kóngurinn setti upp sína eigin út-
varpsstöð á árinu og Stöð 2
auglýsir eftir fyrirtækjum til að
byrjun, heldur kemur landsliðið í
knattspyrnu verulega á óvart og
vinnur óvænta sigra. Skákmenn
standa í ströngu og Jóhann Hjart-
arson sýnir styrk og dirfsku í
hörðu einvígi við Kortsnoj í Kan-
ada. Nýr íslenskur stórmeistari
bætist í hópinn á árinu.
Langvinn átök
Kjarasamningar takst ekki fyrr
en eftir hörð átök sem standa
fram í marsbyrjun. Jón Baldvin
býður upp á þjóðarsátt þegar
búið er að lama samfélagið með
verkföllum, en henni er alfarið
hafnað í atkvæðagreiðslu í verka-
lýðsfélögunum. Mjólkurfræðing-
ar samþykkja hins vegar þjóðar-
sáttina öllum að óvörum og opna
útsölu á mjólk í öllum mjólkur-
búum. Jón Helgason landbúnaö-
arráðherra lætur stöðva þessa
mjókursölu, þar sem hún sé brot
á mjólkurkvótasamningum og
hætta á að meira seljist af mjólk
en hann hefur heimilað, þar sem
hvorki mangósopi né kakómjólk
er boðin á útsölu mjólkurfræð-
inga.
Samningar takast ekki fyrr en í
marslok, þegar dómsmálaráð-
herra lýsir því yfir að bjór verði
ekki seldur í sjálfsafgreiðsluversl-
unum, hætti menn ekki verkföll-
um, heldur verði fólk að fara í
gamaldagsbiðröð og einungis
verði seldar þrjá flöksur í einu
gegn framvísun bankakorts. Það
má því segja að þjóðin falli enda-
nlega fyrir bjórnum, enda þing-
menn búnir á óskiljanlegan hátt
að afgreiða frumvarpið fyrir
þinglok.
Túristagos í Kötlu
Þjóðin er búin að vera lang-
eygð eftir eldgosum síðustu árin,
enda hafa ferðamálayfirvöld
kvartað yfir því hversu gos séu
orðin fátíð og hætta á samdrætti í
ferðamannaiðnaði. Katla
gamla grípur því til sinna ráða á
miðju sumri og verða sandarnir
ófærir fram á haust. Þetta verður
m.a. til þess að fyrirhuguð
breyting á þjóðveginum yfir Mýr-
dalssand, niður undir Hjörleifs-
höfða verður lögð á hilluna en
þess í stað allt kapp lagt á opnun
hraðbrautar milli jökla beint
austur á Hérað.
Suðurlandsskjálftinn lætur
ekkert á sér bæra en Almanna-
varnarnefndin í Ölfusi efnir til
skyndiæfingar vegna væntanlegs
fjármagna dagskrárgerð stöðv-
arinnar gegn góðri auglýsingu.
4) Sigurinn mikli sem Jón Baldvin
stefnir að gengur honum úr
greipum: Aldeilis kórrétt. Jón
náði aðeins BJ fylginu sem við-
bót og var þá búinn að innbyrða
þingflokkinn fyrir.
5) Framtíð Útvegsbankans á
huldu: Fór á hausinn, breytt í
hlutafélag, settur á sölu en fékkst
ekki keyptur. Þjóöin bíður spennt
eftir næsta þætti í þessum farsa-
leik Jóns Sigurðssonar.
6) Árekstrar innanlands vegna
hvalveiða, án þátttöku Sea
jarðaskjálfta, sem endar með
miklum ósköpum.
Erfitt en þolanlegt
Þegar á heildina er litið er ljóst
að komandi ár verður mörgum
erfitt. Stjórnvöld og atvinnurek-
endur læsa klónum saman og
verkalýðshreyfingin er illa fyrir
kölluð vegna aðgerðarleysis und-
anfarin ár. Þegar líður á árið birt-
ir hins vegar til með hækkandi sól
og ýmsar lagfæringar nást á
launakjörum, ekki síst þegar al-
menningur verður farinn að átta
sig á kostum staðgreiðslukerfis-
ins og hættur að slíta sér út í botn-
lausri yfirvinnu.
Shephard: íslenska hvalavinafé-
lagið var í sviðsljósinu og einnig
uppi í mastri með bílasíma, keðj-
ur og sjóræningjaflagg.
7) Lottóið í mestum blóma ís-
lenskra fyrirtækja á árinu: Orð að
sönnu. Þjóðin hefur verið haldin
Lottóæði enda ávallt verið
auðvelt að spila með landann.
8) Fangi á Litla-Hrauni lýkurstúd-
entsprófi og hlýturviðurkenningu
í bókfærslu: Rættist skömmmu
fyrir jól. Fanginn hlaut ekki ein-
ungis ein verðlaun frá skólanum
heldur tvenn fyrir frábæran
Styttri vinnuvika, aukin lík-
amsrækt og útivera í blíðskapar-
veðri komandi vetrar, mun auka
hreysti og efla dáð, svo ríkisspít-
alarnir verða að loka magasárs-
og kransæðadeildum vegna
skorts á sjúklingum. Hins vegar
fá margir landsmenn taugaáfall
þegar líður að næstu jólahátíð og
þeir uppgötva þá herfilegu stað-
reynd að þau bjóða lands-
mönnum aðeins 1 aukafrídag.
Alþýðusambandið mun þá grípa
til sinna ráða og ná samningum á
þriðja í aðventu við VSÍ um tvo
aukafrídaga milli jóla og nýárs.
Munu þeir samningar lengi í
minnum hafðir.
námsárangur.
9) Húsnæðisverð úti á landi rýkur
upp vegna þess að bændur
flosna upp af jörðum sínum:
Þetta staðfesta þeir fyrir norðan.
Fasteiganmat á Akureyri hækk-
aði um nær 50% á árinu, þökk sé
Jóni landbúnaðarráðherra og
kvótakerfinu.
10) Ánægjulegt ár fyrir þá sem
kunna að koma ár sinni fyrir borð
og eru nærstaddir þegar góðær-
inu er skipt: Hver vill ekki viður-
kenna þennan spádóm, fyrir nú
utan það að allt saman var skatt-
frjálst.
*
Otrúlega sannspár skratti 1987
Trúlega hefur seiðskrattinn aldrei veriðcsannspárri en íspádómi
sínumfyrir síðustu áramót, að því er elstu menn á ritstjórn Þjóð-
viljans vilja halda fram. Skoðum nánar hverju skrattinn spáði: