Þjóðviljinn - 31.12.1987, Síða 12

Þjóðviljinn - 31.12.1987, Síða 12
Úlfar Jónsson náði glæsilegum ár- angri á árinu og er tvímælalaust besti golfmaður íslands þrátt fyrir ungan aldur. Hann er með lægstu forgjöf sem Islendingurhefurnáð. Hann sigraði á landsmótinu í golfi á Akur- eyri um Verslunarmannahelgina og var í landsliði Islands sem hafnaði í 14. sæti á Evrópumeistaramótinu í Austurríki. Með því náði ísland því að verða B-þjóð að nýju eftir sex ár sem C-þjóð. Mynd:K.E. Haukur Gunnarsson setti heimsmet á árinu í 100 metra hlaupi í flokki spastiskra, hljóp á 12.8 sekúndum. Haukur vann til þrigja gullverðlauna á Evrópumeistaramóti félagsliða og var kjörinn íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra. Mynd.E.ÓI. OL-lið Islands náði frábærum árangri í undankeppni Olympíuleikanna í knattspyrnu. Þeir töpuðu fyrir ítalíu 0- 2 og Portúgal 1 -2 á útivelli, en sigruðu A-Þjóðverja 2-0 og gerðu jafntefli gegn Hollendingum 2-2. Á myndinni sést Guðmundur Torfason skora annað mark íslands í leiknum, en hann skoraði þau bæði úr vítaspyrnu. Mynd:E.ÓI. Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði í körfuboltanum og sigruðu þrefalt. Þeir sigruðu Val í úrslitum Bikar- keppninnarog í úrslitaleiknum um ís- landsmeistaratitilinn. Valur Ingi- mundarson átti stóran þátt í þessu, en hann lék mjög vel, auk þess að þjálfa liðið. KR sigraði í 1. deild kvenna og í bikarkeppni meistara- flokks kvenna. Mynd:E.ÓI. Víkingar tryggðu sér Islandsmeist- aratitilinn í handknattleik þegar þrjár umferðir voru eftir af íslandsmótinu. Á myndinni hampar Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings, is- landsbikarnum. Haukar og Ármann féllu í 2. deild, en |R og Þór komu í þeirra stað. Víkingar náðu einnig mjög góðum árangri í Evrópukeppni. Komust f 8-liða úrslit, en töpuðu fyrir Gdansk, eftir að hafa gert jafntefli í fyrri leiknum. Þeir eru nú komnir í 8- liða úrslit að nýju og mæta CSKA- Moskva f febrúar. Mynd:E.ÓI. Alfreð Gíslason varð v-þýskur meistari með liði sínu Essen. Hann er talinn einn af bestu leikmönnum Bundesligunnar og lykilmaður í liði Essen. Hann er á heimleið og mun leika með KR næsta keppnistímabil. Á þessari mynd skorar Alfreð með íslenska landsliðinu, en þar lék hann stórt hlutverk. Kristján Arason stóð sig einnig mjög vel með liði sínu Gummersbach og er talinn meðal bestu leikmanna heims. Stórskyttan frá Suður-Kóreu, Kang, telur Kristján vera bestu vinstrihandarskyttu í heiminum. Mynd:E.ÓI. Við sendum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öilum óskirum farsælt komandi ár með þökk fyrir samstarfið á iiðnum árum. EIMSKIP

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.