Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 4
v;.k, Úrslitin Enska bikarkeppnin Arsenal-Man. Utd...............................2-1 Birmingham-Nott.Forest.....................0-1 Everton Liverpool...............................0-1 Man. City-Plymouth............................3-1 Mewcastle-Wimbledon......................1-3 Portsmouth-Bradford.........................3-0 PortVale-Watford..............................0-0 Q.P.R.-Luton.....................................1-1 Ldeild Charlton-Sheff. Wed..........................3-1 Coventry-Norwich..............................0-0 Oxford-Derby.....................................0-0 2. deild Blackburn-AstonVilla.........................3-2 Ipswich-Leichester.............................0-2 Millwall-Oldham.................................1-1 Reading-Middlesbrough.....................0-0 Sheff. Utd.-Barnsley...........................1-0 Shrewsbury-Swindon.........................2-1 3. deild Blackpool-Gillingham.........................3-2 BristolCity-Mansfield.........................1-2 Chesterfield-Preston..........................0-0 Fulham-Walshall................................2-0 Grimsby-Doncaster............................0-0 Northampton-Chester........................2-0 Rotherham-Bristol Rovers..................1-1 Southend-Bury..................................1-0 Sunderland-Brentford........................2-0 Wigan-NottsCounty...........................2-1 York-Brighton....................................0-2 4. deild Carlisle-Peterborough........................0-2 Cambridge-Exeter.............................2-1 Colchester-Burnley............................0-1 Crewe-Bolton....................................2-1 Darlington-Halifax..............................4-1 L. Orient-Cardiff.................................4-1 Newport-Hartlepool............................2-3 Rochdale-Hereford............................3-1 Swansea-Stockport...........................1-1 Tranmere-Scuntorpe.........................1-3 Wolves-Scarborough.........................0-0 Wrexham-Torquy...............................2-3 Skoska bikarkeppnin Airdeonians-Dundee Utd....................0-2 Celtic-Hibernian.................................0-0 Clydebank-Partick.............................2-2 Dundee-Motherwell...........................2-0 Dunfermline-Rangers........................2-0 East Stirling-Clyde.............................2-3 Hamilton-Aberdee.............................0-2 Hearts-Morton...................................2-0 Staðan l.deild Liverpool..........26 20 6 0 63-12 66 Man.Utd...........28 15 9 4 43-27 54 Nott. Forest......26 14 7 5 50-24 49 Everton............26 13 7 6 38-16 46 Arsenal.............27 13 6 8 39-26 45 Q.P.R...............27 12 7 8 32-30 43 Wimbledon.......27 11 9 7 40-31 42 Luton...............26 11 5 10 40-32 38 Sheff.Wed........28 11 5 13 34-45 37 Tottenham........27 9 7 11 26-31 34 Southampton....27 8 9 10 35-39 33 Newcastle.........26 8 9 9 31-38 33 WestHam.........27 7 11 9 29-35 32 Chelsea............28 8 7 12 34-47 31 Norwich............2ð 8 6 14 26-34 30 Portsmouth.......28 6 12 10 27-44 30 Coventry...........26 7 8 11 27-39 29 Derby...............26 6 7 13 22-32 25 Oxford..............27 6 7 14 32-53 25 Charlton...........28 5 9 14 27-42 24 Watford............27 5 8 14 18-36 23 2. deild Blackburn.........32 18 9 5 48-30 63 AstonVilla.........33 17 10 6 53-30 61 Middlesb...........32 16 9 7 43-25 57 Millwall.............33 17 5 11 53-41 56 C.Palace..........32 17 4 11 66-48 55 Bradford...........30 16 6 8 48-38 54 Leeds...............32 14 8 10 45-41 50 Hull...................30 14 10 7 43-40 49 Ipswich.............32 13 8 10 41-34 46 Man.City..........31 13 6 12 60-45 45 Swindon...........29 13 6 10 53-39 45 Stoke................31 12 7 12 37-39 43 Pymouth...........30 12 6 10 48-46 42 Oldham............32 11 8 13 43-46 41 Barnsley...........29 11 6 12 42-38 39 Birmingham......31 10 8 13 31-48 38 Leichester.........31 9 7 15 41-46 34 Bournem...........30 9 7 14 43-49 34 Sheff.Utd..........32 9 6 17 33-53 33 Shrewsbury......33 7 11 15 39-43 32 W.B.A...............32 9 5 18 36-54 32 Reading............31 6 7 18 34-57 25 Huddersfield.....30 4 8 18 31-71 20 3. deild Sunderland.......31 19 9 3 62-28 66 NottsCo............32 17 9 6 64-40 60 Wigan...............31 17 8 6 50-37 59 Walshall...........33 15 15 6 47-33 57 Brighton............30 14 11 5 44-32 53 4. deild Wolves.............30 1,7 7 6 51-27 58 Cardiff..............31 % 9 7 46-33 54 Bolton...............3lJ||, 7 9 43-30 52 L.Orient............31 '14" .9 8 64-44 51 Burnley.............31 45 -6 11 41-44 51 ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnanlbikarkeppnin Arsenal sló United út Liverpool vann Everton 3. deildar liðið Port Vale eygir enn möguleika á úrslitaleik á Wembley. Arsenal vann góðan sigur á Manchester United í fimmtu um- ferð ensku bikarkeppninnar á laugardaginn, 2-1. Manchester United, sem var 2- 0 undir í hálfleik átti þó góðan möguleika á að jafna leikinn í seinni hálfleik, Þá fékk liðið vít- aspyrnu en Brian McClair brenndi af. Það var Alan Smith sem kom Arsenal yfir á 21. mínútu. Hann afgreiddi knöttinn í netið með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf frá Nigel Winterburn. Seinna mark Arsenal var sjálfsmark Un- ited liðsins. Brian McClair gerði mark Manchester United snemma í seinni hálfleik. í öðrum leikjum fimmtu um- ferðar var einnig hörkubarátta. Nottingham Forest vann Birm- ingham 1-0. Brian Clough var því ánægður eftir leikinn og vonir hans um að komast á Wembley geta enn ræst. Það var hinn 19 ára gamli leikmaður Forest, Gary Crosby, sem skoraði markið. Birmingham sem leikur í 2. deild sótti stíft að marki Forest á fyrstu mínútum leiksins. En leikmenn Forest létu það ekkert á sig fá og tóku öll völd á vellinum. Markið kom eftir einfalda sókn þar sem Neil Webb gaf á Nigel Clough Ray Houghton skoraði sigurmark Liverpool gegn Everton í ensku bikarkeppninni á sunnudaginn. sem sendi knöttinn þvert yfir völ- linn á Crosby. Hann hristi af sér varnarmann áður en hann lék á markmanninn og sendi knöttinn í netið. Leikmenn Port Vale geta líka gælt við hugmyndina um úrslita- leik á Wembley. Liðið gerði markalaust jafntefli við Watford á heimavelli sínum Vale Park. Það var stórkostleg markvarsla Mark Grew sem hélt 3. deildar liðinu á floti. Liðin munu mætast að nýju í Watford á þriðjudaginn. Luton og Queens Park Ran- gers gerðu einnig jafntefli á laugardaginn 1-1. Liðin leika að nýju á miðvikudag. Wimbledon vann óvæntan og auðveldan sigur á Newcastle 3-1. Stjóri Wimbledon brá á þann leik að taka Paul Gasgoine úr umferð allan leikinn. Það var varnarmað- urinn Vinny Jones sem fékk það erfiða hlutverk og leysti það vel af hendi. Wimbledon réð lögum og lofum á vellinum. Terry Gibson skoraði fyrsta mark Wimbledon þegar á 6. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Brian Gayle skoraði síðan annað markið á 57. mínútu. Þá var komið að New- castle að skora og það gerði Neil McDonald en John Fashanu innsiglaði sigur Wimbledon 5 mínútum fyrir leikslok. Á sunnudaginn mættust ná- grannaliðin í Liverpool, Everton og Liverpool. Eins og við var að búast var þetta hörkuleikur og baráttan í fyrirrúmi í báðum lið- um. Liverpool hafði betur í þess- um leik, sigraði 1-0. Það var miðvallarleikmaður- inn Ray Houghton sem kom Li- verpool áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Hann skallaði knöttinn í netið á 75. mínútu. Það höfðu margir spáð því fyrir þennan leik að þarna myndi Liverpool bíða sinn annan ósigur gegn Everton á þessu keppnistímabili. En raunin varð önnur. Þrátt fyrir mun betri leik Everton tókst leikmönnum Li- verpool að verjast sóknarlotum þeirra og knýja fram sigur. Það var John Barnes sem byggði upp sóknina sem gaf Liverpool sigur- markið. Hann braust upp vinstri kantinn og sendi knöttinn fyrir markið þar sem Houghton kast- aði sér fram og skallaði boltann í netið framhjá Nevill Southall markverði Everton. -ih/reuter mmmm® Vinnie Jones, Wimbledon, hafði góðar gætur á Paul Gascoine, Newcastle, er liðin mættust á St. James Park á laugardaginn. Skotlandlbikarkeppnin Jafnt hjá Celtic og Hibemian Dunfermline sló Rangers út úr skosku bikarkeppninni. Dundee vann Motherwell Rangers tapaði mjög óvænt fyrir Dunfermline á laugardaginn 2-0. Dunfermline náði snemma for- ystu í leiknum þegar Mark Smith komst einn innfyrir vörn Rangers og skoraði framhjá Chris Woods í marki Rangers. Leikmenn Ran- gers mótmæltu markinu ákaft þar sem allir nema línuvörðurinn sáu að Smith var kolrangstæður fyrir innan vörn Rangers. Mótlætið fór minna í taugarnar á leikmönnum Rangers og rétt fyrir leikhlé var miðvallarleik- maðurinn John Brown sendur af leikvelli fyrir að gefa Smith vænt olnbogasícot í andlitið. J?eir Chris Woods og Graham Roberts Fengu líka að skoða gula spjaldið hjá dómara leiksins. Einum færri reyndu leikmenn Rangers allt hvað af tók að jafna metin en án árangurs. Þess í stað bættu leikmenn Dunfermline við einu marki á 49. mínútu. Það var John Watson sem skallaði knött- inn í netið framhjá Woods. Tveir aðrir stórleikir fóru fram í skosku bikarkeppninni. Aber- deen vann Hamilton 2-0 á heima- velli Hamilton, Douglas Park. Og Dundee sigraði Motherwell með sama markahlutfalli, 2-0. Á sunnudaginn mættust Celtic og Hibernian. Liðin skildu jöfn þar sem hvorugu tókst að skora mark. Leikurinn var mikill bar- áttuleikur eins og títt er um bikar- leiki. Liðin munu mætast að nýju á miðvikudag. Dregið hefur verið í átta liða úrslit í skosku bikarkeppninni og mætast eftirtalin lið: Aberdeen og Clyde, Clydebank eða Partick gegn Celtic eða Hibernian, He- arts og Dunfermline og Dundee gegn Dundee United. Allir leikirnir fara fram laugar- daginn 12. mars. -ih/reuter 12 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.