Þjóðviljinn - 19.04.1988, Qupperneq 2
IÞROTTIR
Karfa
Henning og Valur berjast um boltann undir körfunni. Þaö verður
hörkubarátta þegar þeir eigast viö næst, enda það hreinn úrslitaleikur
þar sem ekkert verður gefið eftir.
Ólafur Björnsson á flugi.
Skíði
Veðurguðimir settu
strik í reikningin
50. skíðalandsmót íslands var
haldið á Akureyri um helgina.
Veðurfar setti mjög mikinn svip á
mótið því fresta varð allri keppni
á fimmtudag og föstudag nema
hvað göngumenn náðu að halda
sinn hluta.
Nokkrar nýjungar voru á mót-
inu því fyrsta stökkkeppni vetrar-
ins fór fram og keppt var í fyrsta
sinn í samhliða svigi.
Stjarna þessa skíðalandsmóts
ef svo má segja, var hinn 18 ára
gamli ísfirðingur Ólafur Sigurðs-
son, en hann sigraði í stórsvigi
eftir að hafa verið í 7. sæti eftir
fyrri umferðina. Hann gerði sér
lítið fyrir og sigraði einnig sam-
hliða í keppninni.
Daníel Hilmarsson vill áreið-
anlega gleyma þessu móti sem
fyrst. Uppskera hans var frekar
rýr, ein silfurverðlaun.
Guðrún H. Kristjánsdóttir frá
Akureyri sannaði að hún er ein
allra besta skíðakona landsins því
hún vann til 3 gullverðlauna.
Ólafur Björnsson frá Ólafsfirði
vann gullið í skíðastökki og er
mjög efnilegur. Þess má einnig
geta að hann er sonur Björns
Þórs Ólafssonar sem var á tíma-
bili ósigrandi á stökkpallinum.
í skíðagöngunni kom engum á
óvart að Einar Ólafsson Isfirð-
ingur skyldi hreppa öll verðlaun
sem urðu alls 4 talsins. Annar ís-
firðingur Stella Hjartardóttir
vann í kvennaflokki eftir spenn-
andi keppni.
Nánar sagt frá úrslitum í vikunni.
Valdataka Hauka
Haukar lögðu Njarðvikinga að velli á sunnudagskvöldið 80-
74 eftir að Njarðvíkingar voru 5 stigyfir íleikhléi. Þarfþví
þriðja leik
Það var spilaður gríðarlega
skemmtilegur körfubolti á
Strandgötunni á sunnudaginn.
Leikurinn var mjög jafn fram að
leikhléi en um miðjan síðari hálf-
leik tóku Haukar öll völd.
Sturla byrjaði leikinn með því
að skora fyrir Njarðvík en Ivar
Webster jafnaði fyrir Hauka og
skoraði síðan tvær næstu körfurn-
ar fyrir lið sitt. Liðin skiptust á að
hafa forystunna en mikið fát var
fyrstu mínúturnar. fsak var aðal-
maður Njarðvíkinga, ntjög svo
drífandi. Lítið sást hins vegar til
ívars Webster eftir fyrstu körf-
urnar enda börðust Suðurnesja-
menn gífurlega undir körfunni.
Njarðvíkingar náðu þó yfirhönd-
inni þegar leið á leikinn og voru
með 5 til 7 stiga forystu út hálf-
leikinn enda nýttu þeir færi sín
betur. Haukar náðu að minnka
muninn niður í 39-40 en Njarð-
víkingar bættu við 4 stigum þann-
ig að staðan í hálfleik var 39-44.
Njarðvíkurvörnin var sterk
framaf í síðari hálfleik enda gekk
Haukum mjög illa að spila bolt-
anum. En jiegar 5 mínútur voru
liðnar af hálfleiknum fór fvar
Webster að láta til sín taka. Þeir
Real Madrid tekur því nú ró-
lega í spönsku 1. deildinni. Fyrir
leiki helgarinnar höfðu þeir átta
stiga forskot á Real Sociedad sem
er í öðru sæti. Leo Beenhakker
þjálfari Real Madrid tók þá
ákvörðun að tefla aðeins fram
þremur leikmönnum úr byrjun-
arliði sínu gegn Celta á útiveili á
laugardaginn. Með þessu reynir
hann að hvfla lykilmenn í liðinu
fyrir seinni Evrópuleikinn við
PSV Eindhoven sem fram fer í
Eindhoven á miðvikudaginn.
Það mátti því allt eins búast við
að Celta, sem er í fimmta sæti
deildarinnar, krækti sér í tvö stig
gegn spönsku meisturunum á
heimavelli sínum en það fór á
annan veg. Leiknum lauk með
markalausu jafntefli og er harla
Þýskaland
Matttiaeus
tíl ttalíu
Knattspyrnusnillingurinn Lot-
har Mattheus, sem leikur nú með
Bayern Múnchen, mun skrifa
undir samning við Inter Milan um
að leika með þeim næsta keppnis-
tímabil.
Samingurinn er til þriggja ára
en ekki hefur fengist uppgefið
hvað hver fær í sinn hlut við
samninginn. Mattheus hefur
leikið yfir 50 leiki með þýska
landsliðinu en hann kom til Bay-
ern 1984 frá Borussia Möncheng-
ladbach.
minnkuðu muninn jafnt og þétt
uns Pálmar jafnaði 56-56 með
þriggja stiga körfu. Við það tóku
Haukarnir heldur betur við sér en
allur vindur var úr Njarðvíking-
um. fvar Ásgrímsson, sem lítið
hafði haft sig í frammi nema
skjóta framhjá körfunni fór að
hitta og gerði næstu fjögur stig.
Allt tókst hjá Haukum, þeir hirtu
öll fráköst, öll hraðaupphlaup
gengu upp og flest skotin fóru
ofan í körfuna. Njarðvíkingar
tóku leikhlé og mættu til baka úr
því fullir af baráttu en þeim gekk
samt illa að hemja Haukana.
Henning Henningsson gerði
næstu 9 stig Hauka sem komust í
15 stiga forskot 75-60. Enn var
tekið leikhlé en úr því mættu
Njarðvíkingar tvíefldir og tóku
að saxa á forskotið þegar þeir
minnkuðu muninn í 77-73. Það
var samt Henning sem átti síð-
ustu stigin í leiknum 80-74.
Gríðarleg barátta
Það var greinilegt á báðum lið-
unum að það yrði barist til síð-
ustu villu. Hjá Haukum áttu
flestallir mjög góðan leik. ívar
Webster byrjaði vel en datt síðan
ólíklegt að Celta fái annað eins
tækifæri til að vinna þetta yfir-
burðalið spánskra félagsliða í
bráð. Litlu munaði að Real næði
að skora er Antonio Leon komst í
gott færi eftir 20 mínútna leik en
þetta er hans fyrsti leikur með
Real. Einnig fékk hinn gamal-
reyndi Carlos Santillana tækifæri
á að skora en eina marktækifæri
Celta fékk Luis Mosquera aðeins
fjórum mínútum fyrir lok þessa
markalausa leiks.
Aðrir leikir á Spáni voru háðir
á sunnudag og kemur mest á
óvart 2-0 sigur Barcelona á Real
Sociedad. Börsungar, sem vakið
hafa athygli fyrir lélegt gengi sitt í
vetur, yfirspiluðu Sociedad gjör-
samlega og hefðu mörkin jafnvel
getað orðið miklu fleiri. Franc-
isco Carrasco skoraði fyrra mark-
ið á 15. mínútu og enski landsliðs-
maðurinn Gary Lineker bætti
öðru við 13 mínútum síðar.
Markið gerði hann með góðu
skoti af 10 metra færi án þess að
Luis Arconada markvörður Soci-
edad ætti möguleika á að verja.
Bilið á milli Real Madrid og Real
Sociedad er því orðið níu stig eftir
leiki helgarinnar en aðeins fimm
umferðir eru eftir í spönsku
deildinni.
Nágrannar meistaranna, Atl-
etico Madrid, unnu auðveldan
sigur á Las Palmas, 1-0, og var
sigurmarkið einkarglæsilegt. Það
kom á markamínútunni svokall-
aðri er Portúgalinn Paulo Futre
einlék upp hálfan völlinn og sendi
síðan fallega sendingu á Antonio
Parra sem afgreiddi knöttinn
snyrtilega í netið. -þóm
niður og það var ekki fyrr en
snemma í síðari hálfleik að hann
fór að láta til sín taka á ný. Henn-
ing fór rólega af stað en átti síðan
góðan leik. Hann gerði 14 stig í
síðari hálfleik og flest voru eftir
langa sendingu fram frá Pálmari.
ívar Ásgrímsson sást varla fyrri
hlutann en tók vel við sér í stjörn-
ukaflanum í síðari hálfleik. Pálm-
ar eins og venjulega stjórnaði lið-
inu af dugnaði en hann gerði 4
þriggja stiga körfur. Reynir
Kristjánsson kom skemmtilega á
óvart þegar hann átti mjög góða
kafla undir körfunni en hann
gerði öll sín stig með þriggja stiga
körfum. Ólafur Rafnsson og
Tryggvi Jónsson stóðu sig sæmi-
lega. Njarðvíkingar sýndu góðan
leik mestallan tímann en duttu
algerlega niður um tíma sem
Haukar notfærðu sér heldur bet-
ur. ísak var driffjöður Njarðvík-
inga. Hann var mjög góður í
vörninni og náði að halda Pálm-
ari vel niðri. Einnig var hann
hættulegur í sókn og máttu
Haukar ekki líta af honum því
annars var hann kominn lang-
leiðina að körfunni. Valur stend-
ur alltaf fyrir sínu og var með
góða skotnýtingu. Helgi var góð-
ur undir körfunni og náði um
tíma að skyggja mikið á ívar We-
bster. Sturla skyggði líka á ívar
um tíma, en hann var líka dug-
legur við skorið. Teitur, Friðrik
Ragnarsson og Hreiðar stóðu sig
einnig vel þó að minna bæri á
þeim. Dómarar voru Jón Otti Ól-
afsson og Sigurður Valgeirsson.
Þeim gekk sæmilega að hafa tök á
leiknum en gerðu þó mistök við
og við, enda erfiður leikur að
dæma.
3. leikur
Þar sem Njarðvík vann fyrri
leikinn þarf þriðja leik. Sá leikur
verður í kvöld í Njarðvík og
verða heimamenn áreiðanlega
erfiðir heim að sækja en Haukar
gefast örugglega ekki upp. Þetta
hefur verið strembið tímabil fyrir
leikmennina, hver leikurinn á
fætur öðrum og það engir smá-
leikir. Það er hætt við því að þessi
erfiða törn fari að koma niður á
gæðum körfuboltans.
-ste
Pálmar Sigurðsson:
Við stefnum á sigur að sjálf-
sögðu og þetta verður ekta úr-
slitaleikur. Þetta hefur verið erf-
iður tími en ég held að það lið sem
hefur betri taugar fari með sigur
af hólmi.
Valur Ingimundarson:
Við slógum af þarna í síðari
hálfleik og Haukar gengu þá yfir
okkur. Við gerðum mistök bæði í
vörn og sókn en kannske hefur
sigurinn á föstudaginn verið of
stór þannig að við tókum þessu of
létt. Ilins vegar er víst að við
vinnum á þriðjudaginn.
Hafnarfjöröur 17. april
Úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar
Haukar-Njar&vík 80-74 (39-44)
Stig Hauka: Henning Henningsson 20,
Pálmar Sigurösson 17, Ivar Ásgrímsson
14, Ivar Websler 13, Ólafur Rafnsson 8,
Reynir Kristjánsson 6, Tryggvi Jónsson 2.
Stig UMFN: Sturla Örlygsson 19, Valur
Ingimundarson 18, Isak Tómasson 16,
Teifur Örlygsson 11, Helgi Rafnsson 6,
Hreiðar Hreiöarsson 4.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Siguröur
Valgeirsson voru sæmilegir.
-ste
Spánn
Rólegheit hjá
Real Madrid
Aðeinsþrírfastamenn íliði spönsku
meistaranna léku gegn Celta um
helgina. Gary Lineker gerði úti um
vonir Real Sociedad
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 19. apríl 1988