Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 1
IÞROTTIR Fótbolti KSÍ semur við SL Knattspyrnusamband íslands, Samvinnuferðir-Landsýn og Samtök l.deildar félaga hafa gert Fótbolti Rússi til Húsavíkur Völsungar á Húsavík eru aö öllum líkindum búnir að fá sovét- mann til að þjálfa knattspyrnulið sitt í sumar. Kappinn heitir Ivan Varlanov og hefur meðal annars þjálfað stórliðið Spartak Moskva en er nú hjá Knattspyrnusambandi So- vétríkjanna. Júdó Bjami með gull Lentií2. sætií opnumflokki Bjarni Friðriksson gerir það ekki endasleppt í júdóinu. Um helgina keppti hann í Norður- landamótinu sem haldið var í Osló. Hann náði þar að vinna gullverðlaun í -95 kílóa flokki og er það í þriðja sinn í röð, en hon- um gekk einnig vel í opnum flokki þar sem hann náði 2. sæti. með sér samning og mun Islands- mót 1. deildar í sumar heita ,,ís- landsmót SL-deild". Þar sem Samvinnuferðir- Landsýn eiga 10 ára afmæli á þessu ári hefur fyrirtækið ákveð- ið að sýna í verki vilja sinn og veita nú á 5. miljón til þessa sam- starfs sem mun fara í kynninga á íslandsmóti SL-deildar, verð- launaveitingu, SL-leik fyrir áhorfendur og í Bráðabana SL- deildar 1988. SL mun leggja fram 25.000 krónur í hvern leik í l.deild og hlýtur það lið sem vinnur upphæðina en vinningur fellur niður ef jafntefli verður. Einnig leggur SL undir 12.000 krónur, sem renna til þess félags er skorar 4 mörk eða fleiri í leik. Tvær nýjungar líta einnig dags- ins ljós: önnur er sú að haldnir verða SL- leikir og geta áhorf- endur keypt seðla og getið sér til um úrslitin. Þeir sem hafa rétt fyrir sér geta síðan vitjað vinn- inga strax eftir leikinn en helm- ingur upphæðarinnar fer í vinn- inga og hinn til félaganna. Seðl- arnir gilda einnig sem happd- rættismiðar og verður dregið við lok mótsins. Hin nýjungin er sú að í leikhléi 1. deildar keppir 6. flokkur í bráðabana og eru tveir leikmenn í hvoru liði en SL mun veita sigurvegurum verðlaun við lok mótsins. Helgi Jóhannson hjá Samvinnuferðum-Landsýn segir að vegna kvartana yfir nafngift íslandsmótsins í fyrra hafi verið ákveðið að breyta til og skíra nú l.deildina SL-deild. Fordæmi eru fyrir slíku víða erlendis. Einnig var ákveðið að veita peninga í hvern leik sem þykir sanngjarn- ara fyrirkomulag en í fyrra. Haukar fagna innilega eftir að hafa unnið Njarðvíkingana á sunnudagskvöldið. Það tryggði þeim 3. leik sem verður í Njarðvík í kvöld. Sjá nánar um leikinn á bls.10 England Réttarhöld að lokum Nú standa yfir í Belgíu réttar- höld vegna Heysel slyssins 1985. Þar eru á sakborningabekk 26 Bretar ákærðir fyrir manndráp, en lögmenn þeirra hafa reynt að fá réttarhöldunum frestað til að kynna sér dómskjölin betur en þau munu vera um 30.000 blað- síður. Að auki eru á sakborninga- bekknum 3 belgískir lögreglu- menn og fulltrúar knattspymus- ambandsins en þeir eru einnig ákærðir fyrir drápin 39 sem áttu sér stað á leikvanginum. Fótbolti Stóm liðin sigra íkvöld Karfa Njarövík kl.20.00 leika Njarðvík og Haukar sinn þriðja leik um íslands- meistaratitilinn. Njarðvík vann fyrsta leikinn á föstudag en Haukar unnu annan á sunnudaginn. Fótbolti Gervigras kl.20.30 leika Leiknir og Valur í Reykjavíkurmótinu. Nokkrir leikir voru í Reykja- víkurmótinu um helgina. Á föstudagskvöldið léku Valur og Fylkir og sigraði Valur með 2 mörkum gegn 1. Það voru Valur Valsson og Hilmar Sighvatsson sem gerðu mörk Vals en Baldur Bjarnason mark Fylkis. Fram tók á móti Ármanni og hafði sigur 2-0. Pétur Ormslev gerði fyrra markið í fyrri hálfleik og Guðmundur Steinsson það seinna í síðari hálfleik. Skíði Andrés Önd á Akureyri Á miövikudaginn hefjast á Ak- ureyri Andrés Andar leikarnir. Mótsetning fer fram í Akur- eyrarkirkju og standa leikarnir fram á laugardag en þá verður verðlaunaafhending. Þýskaland Kristján nálgast titilinn Besta handknattleiksfólk á l'slandi í dag, Þorgils Óttar Mathiesen og Kolbrún Jóhannsdóttir hampa verð- launum sínum í lokahófi handknattleiksmanna um helgina. Handbolti Þorgils og Kolbrún best f lokahófi handknattleiks- manna á föstudagskvöldið voru veitt fjölmörg verðlaun. Þorgils Óttar Mathiesen FH var kosinn handboltamaður ársins og Kol- brún Jóhannsdóttir handknatt- leikskona ársins en hún var einn- ig kosin markvörður ársins í kvennaflokki. Efnilegust voru: Héðinn Gilsson FH og Ragn- heiður Stephensen Stjörnunni, bestu markverðir Einar Þorvarð- arson Val og Kolbrún Jóhanns- dóttir Fram, bestu varnarleik- menn Geir Sveinsson Val og Erna Lúðvíksdóttir Val, bestu sóknarleikmenn Sigurður Gunn- arsson Víkingi og Guðríður Guð- jónsdóttir Fram. Kosið voru besta dómarapar ársins og kom engum á óvart að félagarnir að norðan, Ólafur Haraldsson og Stefán Arnaldsson, skyldu verða fyrir valinu. Lemko-Milbertshofen 22- 22(13-11) Þetta var bullandi fallbaráttu- leikur og ef Lemko hefði tapað væri liðið í fallhættu. Sigurður Sveinsson var markahæstur og skoraði 7 mörk. f Kicker er grein um Sigurð þar sem segir að hann sé á heimleið og hversu slæmt sé fyrir Lemko að missa hann. Gummersbach-Hofweier 20-16 (7-9) Kristján stóð sig vel í leiknum, skoraði 4 mörk og var næst mark- ahæstur. Það skal einnig bent á að 3 leikmanna Gummersbach skoraði 5 mörk hver, svo að Kristján var einnig næst markalægstur. Þeir færðust nær titlinum og eru nú í efsta sæti deildarinnar. Grosswaldstadt- Göppingen 20-24 (12-11) Það var ekki fyrr en Klempel gamli setti allt á fullt í síðari hálf- leik að hlutirnir fóru að ganga. Hann skoraði 10 mörk sem dugði Göppingen til sigurs. Kiel-Dormagen 20-22 (8- 10) Þjálfari Dormagen var búinn að lofa Gummersbach því að hann skyldi hjálpa þeim að ná titlinum með því að stöðva Kiel og hann stóð svo sannarlega við það. Schwabing-Diisseldorf 17- 18(7-12) Lið Páls vann þarna nauman sigur yfir einu af botnliðum deildarinnar og heldur sér því í næst efsta sætinu. Essen-Wallaum Massen- heim 19-26(10-14) Dortmund-Nurnberg 17-22 (3-11) Þar með var Dortmund slegið niður í 2. deild. Sigurinn hefði getað orðið miklu stærri, en leik- menn Niirnberg slökuðu of mikið á í síðari hálfleik eftir að hafa kennt leikmönnum Dortmund handbolta í fyrri háifleik. Umsjón: Þorfinnur Ómarsson og Stefán Stefánsson Þriftjudagur 19. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.