Þjóðviljinn - 30.01.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1990, Blaðsíða 7
VIÐHORF Heill og sæll Ólafur Ragnar Grímsson. Mig langar að biðja Þjóðvilj- ann fyrir bréf til þín, nú á nýj u ári, ef hann vill svo vel gera. Hug- myndin að þessum bréfaskriftum kviknaði við það, að ég fór að glugga í Heimskringlu Snorra gamla hér á dögunum. Rakst ég þá meðal annars á hina bráð- skemmtilegu og lærdómsríku frá- sögn af því er Sighvatur skáld Þórðarson frá Apavatni þrumaði sínar Bersöglisvísur yfir hausa- mótunum á Magnúsi Ólafssyni Noregskóngi, sem urðu til þess að kóngur sá tók bersögli Sig- hvatar til greina, í stað þess að láta höggva hann á staðnum, breytti stjórnarháttum sínum til hins betra, og hlaut af því auknefnið hinn góði, sem hann ber enn í sögunni. Kom mér í hug hvort sumir smákóngar nútímans hefðu ekki gott af bersögli frá til dæmis einum sinna þegna. Og því skrifa ég þér þetta bréf. Þú ert nýkominn til valda í Alþýðu- bandalaginu. Þú ert einsog stend- ur minn kóngur. Gildir hér einu þótt ríki þitt sé öllu fámennara en ríki Magnúsar góða, og eins að ég sé enginn snillingur á borð við Sighvat Þórðarson, enda flyt ég ekki mína bersögli í dýrt kveðinni drápu, heldur ósköp hversdags- legu sendibréfsformi. Þá er fyrst til að taka, að eigi hafðir þú lengi að völdum setið er þér barst tilboð um að þú og þínir menn gengju inn í nýja ríkisstjórn á íslandi sem tveir smákóngar hugðust stofna í snatri. Einn var galli á ráðagerð þessara kónga, að þriðja aðila þurftu þeir að fá í kompaníið. Að öðru leyti var allt til reiðu og í föstum skorðum, stefnumörkun og þessháttar, þar fengir þú engu um breytt. Og að auki: frestur til að svara þessu til- boði var þér og þínum mönnum nær enginn gefinn af smákóngum þessum. Helst var á þeim að skilja að ef fyrirætlun þeirra næði ekki þegar að ganga fram færi allt til helvítis í þessu landi að morgni næsta dags. Það vakta undrun okkar, þegna þinna, hversu ákaft þú sóttir það við þína menn, að svara tilboði þeirra játandi með þessum skilmálum. Óg þú hafðir Bersögli Starri í Garði skrifar opið bréf til Ólafs Ragnars þitt fram. Þá varð þegar nokkur kurr í liði bænda, þ.e. liðsmanna Alþýðubandalagsins. Og maður spurði mann: Erhann ekki helstil skjótráður, hinn nýi konungur vor? En ákafi þinn í þessu máli átti eftir að skýrast nokkuð innan tíðar. Að baki jólum, um það leyti sem jólasveinar voru snúnir til síns heima, labbaðir þú þig á Vesturgötuna til fundar við fóst- bróður þinn, Jón Baldvin Hanni- balsson. Svo virðist sem þið svarabræður, sem báðir töldust kóngar yfir sínu ríki, telduð að þið ættuð þegna ykkar með húð og hári, svo sem títt var um forn- kónga hér áður. Og þar sem þið voruð, fóstbræður, sammála í einu og öllu er að stjórnvisku laut, ákváðuð þið að rugla saman reitunum, öllu þessu eignagóssi, og mundu þá engir fá rönd við reist ykkar valdi í íslenskri pó- litík. Þetta fagnaðarerindi þurfti að kunngera öllum lýðnum hið bráðasta. Og nú lögðuð þið í jafnvel lífs- hættuleg ferðalög vítt og breitt um Iandið til fundahalda, og var ekkert til sparað í auglýsingum. Nú tókuð þið við af jólasveinun- um, með þeirri breytingu þó, að koma ykkar var ætluð fullorðn- um en ekki börnum. Svo virðist sem fundir þessir hafi mest líkst sirkussýningum og þótt allgóð skemmtun. í það minnsta var hlegið að ykkur um allt land. Ekki minnkaði kurr í liði bænda þinna, nema síður væri. Þegnun- um fellur það aldrei vel að kóng- ur þeirra geri sig hlægilegan. Næst er að minnast ræðu þeirrar stórfurðulegrar er þú fluttir við eldhúsdagsumræður á Alþingi. Aldrei höfum við heyrt jafti hástemmdan ástaróð, lof- gjörð og þakkaróð, sem þú þá fluttir samráðherrum þínum og þeirra flokkum. Maður fór helst að halda að hér væri um að ræða hóp heilagra manna. Svo guð- dómlegir menn hlutu að vera fær- ir til þess að leiða þjóðina til fyrir- heitna landsins. Þá varð mér óglatta, Ólafur, og er mér þó ekki klígjugjarnt. Svo fór fleirum, að þeim sló fyrir brjóst. Hvað hyggst kóngur vor nú fyrir? spurðu bændur. Margoft lýstir þú því yfir með sterkum orðum í ræðu og riti, að með tilkomu þessarar ríkisstjórn- ar væru orðin gagnger þáttaskil í íslensku stjórnarfari. Hvað áttir þú við? Var þegar búið að ganga af frjálshyggjupólitík íhaldsins endanlega dauðri? Var verið að brjóta niður það kapítalíska kerfi, sem íhaldið var að byggja upp á Viðreisnarárunum með dyggri aðstoð kratanna í tólf ár? Var sósíalísk bylting að skella yfir okkur? Ónei, enginn hefir orðið þess var. Ef íhaldið tæki við stjórnartaumunum á morgun gæti það gengið að kerfi sínu og kratanna óskemmdu. Núverandi krata-Jónar sjá til þess að það verði ekki fyrir meiðingum. Næst er þá að staldra við lands- fund Alþýðubandalagsins í nóv- ember. Þar kom strax í ljós að þú ætlaðir að knýja fram fullgildingu á jólasveinaboðskap ykkar fóst- bfæðra, sem fælist í inngöngu flokks okkar í alþjóðabandalag krata. Annað álíka ósvífið var að flökkurinn dragi lokur frá hurð- um í stóriðjumálunum. Það var auðvitað að kröfu þeirra krata- Jóna, annars gat jólasveinaboð- skapurinn ekki orðið að veru- leika. Þetta tókst þér að nokkru, illu heilli, og var þar með troðið á þeirri stefnumörkun flokksins, studdri gildum rökum, sem er í fullu gildi enn í dag. Þessi stefnu- mörkun var tekin áður en þú fórst að kalla til ríkis yfir okkur, Al- þýðubandalagsmönnum, ég held helst þú hafir verið kenndur við Möðruvelli þegar það skeði, kannski telst hún ógild af þeim sökum. Nú var mörgum nóg boð- ið og var mikill kurr í liði bænda á þeim fundi. Svo komu áramót. Boðskapur þinn í Þjóðviljanum af því tilefni var aldeilis dæmalaus. Miklir at- burðir höfðu gerst í Austur- Evrópu um þessar mundir. Þeir virtust hafa haft þau áhrif á þig, að þú tylltir ekki svo mikið sem tá á jörðina. Lenínisminn er búinn að vera! Kommúnisminn endan- lega liðinn undir lok! Lýðræðið hefir sigrað! Styrjaldarhætta endanlega úr sögunni! Sósíalismi skal héreftir vera bannorð! Og svona áfram endalausar upp- hrópanir og staðhæfingar. Ekki var nú beðið eftir því að púður- reyk þessara atburða svifaði ögn frá, svo ratljóst yrði, betur hægt að ná áttum á hver þróunin kynni að verða að loknum fyrsta þætti þessara atburða. Æ, nei, það lá svo mikið á. Eftir að allt þetta sem þú taldir ;heyra sögunni til, ja, þá var ekk- ■ert eftir nema blessuð jafnaðar- stefnan, kratisminn. Og það sem mikilsverðast var, þið fóstbræð- ur, þú og Jón Baldvin, voruð sig- urvegarar, hetjur dagsins! Nú er öllum hindrunum úr vegi rutt, nú látum við fóstbræður ríki okkar renna saman í eitt! Þetta var nú eiginlega inntakið í nýársboð- skap þínum. Síðan koma stað- hæfingar um að enginn stefnu- munur sé á milli sósíalisma og kratisma og hafi aldrei verið, allt misskilningur. Báðira stefni að sama marki, jöfnuði meðal jarð- arbúa o.s.frv. Látum svo gott ■ heita. ■ Sósíalistar töldu frumskilyrði þess að svo mætti verða, að kapít- alismanum, auðvaldsskipulaginu væri komið fyrir kattarnef. Að- !eins þannig yrði markinu náð. :Kratar hinsvegar, jafnaðarmenn einsog þið fóstbræður viljið kalla ykkur, hafa fyrir löngu sæst við auðvaldið, lofað því að hafa lyklavöldin í grundvallaratriðum og það þótt kratisminn hefði meirihluta á þjóðþingum, mynd- uðu einir ríkisstjórn. Jöfnuður- inn hefir þá orðið eftir því, í skötulíki. Þetta er nú í stórum dráttum sá grundvallarstefnu- munur, sem er á milli A- flokkanna íslensku. Það breytir , engu um það þótt þeir í austrinu hafi klúðrað hörmulega sínum sósíalisma. Merkið stendur þótt maðurinn falli. Þetta veistu nú auðvitað allt, Ólafur, enda ertu ekki prófessor í stjórnvísindum út á ekki neitt. Samt talar þú svona. Það sæmir þér ekki, kon- ungur, mundi Sighvatur sagt hafa. Ég enda svo mína bersögli eins og Sighvatur forðum, með því að vara þig við. Nú er slíkur kurr í liði bænda, að allt stefnir til sam- blásturs gegn konungi. Haldir þú uppteknum hætti gerist annað tveggja: Að þú verðir afhrópaður sem kóngur, eða að ríki þitt liðist í sundur. Eitt er víst: Þú kemst aldrei með ríki þitt í heilu lagi inn í kompaní ykkar fóstbræðra. Nú er bara að sjá hvort þú bregst við bersöglinni á sama hátt og Magn- ;. ús hinn góði, og hlytur þá að launum auknefnið Ólafur hinn góði, eða Ólafur helgi. Það mun sýna sig á þessu nýja ári. : Kveð þig svo að sinni, 17. jan. 1990 Starri í Garði „Eitt er víst: Þú kemst aldrei með ríki þittí ■ x ' '•Jrjj heilu lagi inn í kom- Wt 1 - Pjm paní ykkarfóst- bræðra“ H§ ;jM ¥ — Æ ER1. FEBRÚAR INNI í MYNDINNI HJÁÞÉR? Nœsti gjalddagi húsnœðislána er 1. febrúar. Gerðu ráð fyrir honum í tœka tíð. 16. febrúar leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravfsitötu. 1. mars leggjast dráttarvextir á lán með bygginganfísitölu. Gjalddagar húsnœðislána eru: 1. febrúar- 1. maí - 7. ágúst- 7. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM OG HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI. Æ HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.