Þjóðviljinn - 30.01.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.01.1990, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN- Hvernig líst þér á samn- inginn sem virðist ætla að nást hjá aðilum vinn- umarkaðar? Ásdís Matthíasdóttir gjaldkeri: Ja, mér finnst hann bara lofa góðu. Ef það gengur eftir sem maður hefur heyrt, að vextir og verðbólga lækki, þá finnst mér þetta mjög jákvætt. Hermann Jónsson verslunarmaður: Ég hef bara ekki hugmynd um það, ég hef ekki lesið neitt um þetta enn. Það er þó gott ef verö- bólgan minnkar. Arnór Jónatansson umdæmisstjóri: Ef ríkið samþykkir þetta þá er þetta jákvætt. Þetta er líklega það eina sem dugir í dag og ég held að það þýði ekki að biðja um meiri launahækkanir, það er betra að stöðva verðhækkanir. Lúðvík Þórðarson bílstjóri: Ja, ég hef nú ekki fylgst svo vel með því, en mér finnst þetta ganga alltof hægt. Ég er alveg sáttur við ef vörur lækka eitthvað, en það hefur aldrei gengið að tryggja það nógu vel. Halla Erlendsdóttir húsmóðir: Mér finnst þetta alveg ágætt, en það erfyrir öllu að ekki verði verk- föll. Það þarf samt að gera miklu meira, en allt er betra en verkfall. En það er bót að þetta eru ekki verðbólgusamningar. þiómnuiNN Þriðjudagur 30. janúar 1990. 20. tölublað 55. árgangur. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Hildur Finnsdóttir, prófarkalesari, og Lilja Gunnarsdóttir, blaðamaður, þangaðtölvu, stól og lampa í blíðviðrinu um helgina. Mynd: Jim Smart. hafa fundið leiðina að fyrirheitna húsinunr.37viðSíðumúlaogstefna L * i * . Þjóðviljinn er fluttur Þjóðviljinnflutti um helgina eins ogfrá vargreint ísíðasta blaði. Ekki um langan veg reyndar - frá Síðumúla 6 að Síðumúla 37. En allir búferlaflutningar eru reyndar um óraveg hafi menn nokkrar taugar til þess staðar sem frá er farið 0g vissulega hafa Þjóðvilja- menn margs að sakna í því ágæta húsi sem nú hefur verið selt bókaútgáfunni Vöku-Helgafelli. Margir góðir félagar og sam- starfsmenn áttu sinn skerf í því húsi: aura, steypuvinnu, máln- ingarvinnu, já og svo hönnunina sjálfa. Þjóðviljinn hefur átt heima á nokkrum stöðum í bænum frá þvi hann varð til árið 1936. Eitt sinn var hann í kompu einni í ágætu fyrirtæki sem gekk undir nafninu Jesúprent: hún var svo þröng að þeir þrír menn sem þá unnu við blaðið komust ekki allir fyrir þar í einu. Síðan rýmk- aði húsnæðið smám saman - eins og hjá þjóðinni. En Síðumúli sex var fyrsta húsnæðið sem beinlínis var sniðið að þörfum þessarar blaðaútgáfu og vel það reyndar. Margur pappírinn fékk hvíldina í ruslapoka við flutningana, og breytingarnar leiða meðal annars af sér betra skipulag á handbóka- og myndasafni. Hér losa hins vegar ritstjórarnir Ólafur H. Torfason og Árni Bergmann ýmis verðmæt gögn úr höggheldum umbúðum á nýju ritstjórnarskrifstofunum. Mynd: Jim Smart. Við áttum nokkurt pláss aflögu. En þótt Þjóðviljamenn sýni trega því húsi sem bjó vel að þeim í fjórtán ár, þá er óþarft að kvarta yfir húsnæðinu nýja, annarri hæð í ágætu húsi við sömu götu. Þar er nokkuð þrengra en í fyrra hús- næði en vonandi ekki til skaða og meira nábýli allra deilda blaðsins hefur sína kosti. Og séum vér öll velkomin eins og þar stendur. Og lesendur að sjálfsögðu einnig, hver með sín mál og sína daglegu kvörtun. Við erum varla enn búin að bera allt inn sem þar á að vera, þaðan af síður að finna rétta hluti eða gögn í réttum kassa (eitt merkilegasta ævintýrið við flutn- inga er það, hve margt kemur í leitirnar sem fyrir löngu var gleymt og týnt: enginn veit hverju að sér hefur sankað fyrr en niður skal pakkað). En hvernig sem okkur gengur sjálfum að koma öllu í röð og reglu skulum við vona að lesendur verði ekki fyrir óþægindum svo heitið geti, en ef þau skjóta upp sínum sels- haus skulum við heimamenn bera skömm og hneisu einir þar af. Svo skulum við segja amen eftir efninu eða mæla sem ábyrg- ur þjóðhöfðingi við tímamót: Enn lifum vér... áb „Stundin er runnin upp“, klukkan á ritstjórninni leggur af stað út úr gamla Þjóðviljahúsinu. Mynd: Jim Smart.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.