Þjóðviljinn - 22.02.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.02.1990, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaíýðshreyfingar Ewópa bíður Evrópska efnahagssvæðið bíður íslendinga að margra mati, hvort sem við skynjum þann sannleika sjálf eða ekki. Með því er átt við, að þróun sú sem nú beinist að nánari samskiptum og opnun Evrópuríkja, á fjármagnsmárkaði og í viðskiptum og þjónustu, sé óhjákvæmilegur gróandi tilver- unnar. í þeim skilningi skipti það varla máli hvort við höfum áhuga á að vera með í minna eða meira mæli, fremur en það er á okkar valdi að hunsa árstíðabreytingarnar. Hvort sem ber að taka þetta bókstaflega í öllum atriðum eða ekki má það reyndar vera Ijóst öllum þeim sem leitast við að fylgjast með bæði tækniþróun og hugmyndum í Vestur-Evrópu, að verulegar breytingar hafa orðið bæði á möguleikum og aðstöðu iðnvæddra ríkja til að hagræða og nýta fleiri valkosti í efnahagslífinu en áður þekktist. í vissum skilningi má segja, að nú séu Vesturlandamenn loks að uppskera beinharðan árangur af rafeindabyltingu, tölvu- tækni og fjarskiptaþróun. Hingað til hefur nýju amboðunum verið beitt innan þess gamla túns, sem friðað var með gaddavír tolla og grjótgörðum reglugerða. Nú eru breyttir búskaparhættir, pappírslaus viðskipti, frelsin jafnmörg höf- uðáttum og allir liðugri til verka. En margt býr í þokunni, og ekki er því að leyna, að skyggni er enn næsta lítið yfir þær víðlendur evrópska efnahagslífs- ins, sem okkur er boðið að nýta. Ýmsir vilja fara með fullri gát og þykir nóg um harðaspretti fjörkálfa til EB-funda. Úr því þarf að fást skorið, til dæmis, hvort þjóðþing EFTA-ríkjanna yrðu áhrifalaus í veigamiklum málaflokkum á sviði efna- hagslífs eigin landa, ef þau binda trúss sitt við Evrópubanda- lagið of traustum hnútum. Samningagerð sú sem framundan er milli EB og EFTA gerir m.a. ráð fyrir tilvist sérstaks dómstóls EES, - Evrópska efnahagssvæðisíns, - er kynni að úrskurða í trássi við ýms- ar meginreglur sem við höfum haldið tryggar í íslenskri löggjöf og stjórnarskrá. Það er því eðlilegt, að óskað sé sem ítarlegastra upplýsinga um öll þessi málefni. Umfangsmikil undirbúningsvinna er þegar í höndum hinna hæfustu aðila. En jafnvel þeim sem reyna að sérhæfa sig í þessum efnum tekst ekki að spanna allt sviðið. Mikill fengur er þó að þeim ritum sem ólíkir aðilar senda nú frá sér um Evrópumálin. ASÍ og BSRB hafa til dæmis á undanförnum misserum haft náið samstarf um upplýsinga- öflun og útgáfustarfsemi varðandi Evrópubandalagið og ný- lega gefið út í samvinnu við Norræna verkalýðssambandið NFS ritið „Samtök launafólks og Evrópubandalagið“. Bæði stjórn BSRB og miðstjórn ASÍ ályktuðu fyrir nokkrum vikum að íslenskt efnahagslíf þyrfti að tengjast þeirri þróun í frjáls- ræðisátt sem nú á sér stað í Vestur-Evrópu, en ítreka þá fyrirvara sem íslensk stjórnvöld og Norrænu verkalýðssam- tökin hafa sett fram um félagsleg málefni, frjálsa vinnuafls- flutninga og nýtingu útlendinga á náttúruauðlindum. Mikinn fróðleik er einnig að finna í ritröð þeirri sem Nefnd um stefnu íslendinga gagnvart Evrópubandalaginu hefur gefið út og telur nú 6 hefti. Viðamesta lesningin er síðan skýrsla Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra til Alþingis um könnunarviðræður EFTA og EB. Þetta eru nauðsynlegar handbækur bæði verkalýðshreyfingar og annarra þeirra sem hafa vilja áhrif á þróun þessara mála af hájfu íslendinga. íslenskum aðilum er þó hvergi nóg að lesa heima og átta sig á því hverju þeir vilja taka og hverju hafna. Þeir verða sennilega enn þá frekar að reyna að átta sig, að hvaða leyti þeir geta haft áhrif á þær framtíðarákvarðanir og úrlausnir sem bíða Evrópulandanna. Framtíðin er verkefni okkar, ekki aðlögun að fortíð. Nýsköpun og breyttur hugsunarháttur, nýtt gildismat, einnig hvað varðar efnahagslegt sjálfstæði, allt eru þetta tónar samtímans, sem ekki verða kveðnir niður. Það ætti að vera okkur visst fagnaðarefni að geta látið rödd okkar hljóma og fjallað af reynslu um brýnustu hagsmunamál og velferðarmál Evrópubúa í þeirri samn- ingagerð sem framundan er. íslenskir launamenn hafa hér nokkuð fram að færa, því staðreyndin er sú, að verkalýðs- hreyfingin í EB, sem er ekki of burðug, horfir með nokkrum væntingum til þeirrar liðveislu sem henni kann að bætast með tilkomu EFTA ríkjanna í Evrópska efnahagssvæðið. ÓHT þlÓÐVILJINN Síðumúla 37-108 Reykjavík Sími:68 13 33 Símfax:68 19 35 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 22. febrúar 1990 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torlason. Frétta8tjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, ÞrösturHaraldsson. Skrtfatofustjórl: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýaingastjóri: Olga Ciausen. Auglysingor: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Sfmavarala: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Ðflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgreiðslustjóri: Guðrún Gfsladóttir. Afgrelðsía: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsia, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla37, Reykjavfk, sími:68 13 33. Sfmfax:68 19 35. Auglýsingar:Síðumúla37,sími68 13 33. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. KLIPPT OG SKORIÐ Ritskoðun á kvikmyndum Flestir eða allir flýta sér að skrifa upp á það, að kvikmyndin sé áhrifamesti fjölmiðill okkar aldar. Það hlýtur því að skipta miklu hve frjáls eða hve bundin kvik- myndin er, hvort kvikmynda- menn geta búið til þær kvikmynd- ir sem hugur þeirra stendur til án þess að þeir sem ráða yfir pening- um og dreifingarkerfi setji þeim stól fyrir dyr. Spurningar af því tagi hljóta að taka kipp þegar skoðaður er ágætur myndaflokkur sem sjón- varpið hefur flutt undanfarna þriðjudaga og rekur sögu Holly- wood. Fólk á auðvelt með að skilja „venjulega“ ritskoðun á kvik- myndum. Til dæmis þá ritskoðun sem á sér stað í alræðisríki og bannar að taka fyrir viss mál eða gagnrýna vissa hluti eða bregða „vafasömu" ljósi á söguna. Af slíkri ritskoðun eru ótal dæmi. Hér skal minnt á örlög sovésku kvikyndarinnar „Komissarinn“ sem sýnd var hér í sjónvarpi ný- lega, nær tuttugu árum eftir að hún var gerð. Sú mynd fékkst ekki sýnd í heimalandi sínu vegna þess að hún sýnir árekstur tveggja viðhorfa til réttlætisins í dæmisögu sem gerist í rússnesku byltingunni. Sjónarmið harðrar stéttahyggju og mannúðar takast á í persónum konu, sem er pólit- ískur fulltrúi í Rauða hernum, og fátæks gyðings, sem hýsir hana og barn hennar. Bæði hafa ágætt málfrelsi í þessari vönduðu mynd, en mannúðarstefnan hef- ur bersýnilega betur, og því þurfti Gorbatsjov og hans glasnost til að myndin kæmi fram úr kjöllu- rum. Enn einfaldari ritskoðun sem allir kannast við er sú sem byggir á siðgæðiseftirliti: ótalmargar eru þær kvikmyndir sem úr hafa verið klipptar senur sem taldar voru ósæmilegar eða klámfengnar á hverjum tíma. íslendingar ættu manna best að kannast við þriðju tegund rit- skoðunar - blátt áfram þeirrar sem bannar mönnum að gera kvikmyndir vegna þess „að fé er ekki fyrir hendi“. Engu að síður er líklegt að það sé einmitt þessi tegund ritskoðunar sem menn átta sig síst á. Skerðing frelsis Það er slæm vöntun, ef svo mætti segja. Því sjónvarps- myndaþátturinn um Hollywood, sem áður var minnst á, hann brýnir það mjög fyrir mönnum, hve rækilega kvikmynda- mönnum fyrr og síðar er fjarstýrt af þeim sem koma £ veg fyrir að tilteknar kvikmyndir verði til eða breyta þeim stórlega - allt í sam- ræmi við sínar gróðaspeglasjónir. Til verður rammlegt ritskoðun- arkerfi sem kannski dulbýr sig með ýmsum hætti en kemur út á þetta eitt: frelsi þeirra sem kvik- myndir búa til, og helst vilja telja sig frjálsa listamenn, eru afar þröngar skorður settar. Þeir sem eiga kvikmyndafyrir- tækin, gera út á framleiðslu þeirra, hafa fyrr og síðar þrengt að frelsi kvikmyndamanna af ótta við hverskonar „neikvæða“ um- fjöllun um kvikmyndir. Þeir hafa óttast þrýstihópa siðavandra íhaldsmanna sem komu því til leiðar að árum saman mátti aldrei sýna í kvikmynd fólk saman uppi í rúmi og aldrei í svefnherbergi nema hjúin væru gift og náttborð á milli rúmanna. Þeir hafa óttast öll viðkvæm mál: ekki aðeins að þeir forðuðust svotil allir félags- leg vandamál í Bandaríkjunum íjálfum, þeir þorðu ekki að gera myndir sem gætu móðgað Hitler og þarmeð lokað þýska markað- inum - alveg þangað til gefið var grænt ljós á að nú mætti sýna „nasistann ljóta“. Þeir annað- hvort ýttu undir ríkjandi kynþátt- afordóma eða staðfestu þá: sá tími var mjög langur að Holly- wood sýndi aldrei svartan mann án þess að um væri að ræða bros- andi og þægilegan þjón. Við breytum þessu góði Ritskoðun af þessu tagi er svo- sem ekki úr sögunni, eins þótt margt hafi breyst. Það var t.d. merkilegt að heyra stórstjörnu og kvikmyndahöfund eins og Burt Reynolds segja frá því, hvemig kvikmynd sem hann hafði þegar gert var hafnað af sölumönnum hans fyrirtækis og hún síðan gerð upp með meiri byssuhasar og öðmm innskotum sem stórspilltu myndinni. Átakanlegast reynd- ar, að maður sem ætla mætti að væri í stöðu til að setja hnefann í borðið og verja sitt verk eins og Burt Reynolds, skyldi beygja sig, láta auðmýkja sig með þessum hætti. Niðurstaða þáttanna var held- ur dapurleg. Kvikmyndafram- leiðsla verður æ dýrari og það þýðir að harðstjórn þeirra hug- mynda sem menn gera sér um markaðshorfur verður æ sterkari. Svo háar upphæðir eru í húfi að kvikmyndin getur ekki orðið til nema hún eigi sér nokkurnveginn vísan feiknarlegan áhorfenda- skara. Og það þýðir aftur að kvikmyndamenn geta enn síður en áður brugðið út af sölufor- múlu hvers tíma, sem upp á síð- kastið virðist helst hafa miðast við það, að sameina gömul ævint- ýraminni gífurlegum mögu- leikum okkar tíma á tæknibrell- um. Þverstæðan Tarkovskíj Þegar sovéski kvikmyndasnill- ingurinn Tarkovskíj kom hingað fyrir nokkrum árum (var þá í út- legð) lýsti hann vanda kvikmynd- afrelsisins með svofelldum hætti: Ég átti í höggi við ritskoðunina heima. En engu að síður tókst mér að gera nokkrar myndir þar, sem ég varð frægur fyrir á kvik- myndahátíðum úti um heim. Hefði ég búið á Vesturlöndum hefði engum dottið í hug að láta mig hafa peninga til að búa til svo „erfiðar" myndir. En í Sovétríkj- unum fékk ég þessa peninga, vegna þess að ekki voru allir þar lausir við listrænan metnað - og vegna þess að þeir áttu ekki pen- ingana sjálfír sem mér voru fengnir. Þegar ég svo kem vestur yfir, þá get ég skrapað saman í eina-tvær myndir (frekar ódýrar reyndar) - út á nafnið sem ég kom mér upp heima. Mest langar mig til að búa til Hamletmynd - en til þess þarf tuttugu miljónir dollara.... ÁB /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.