Þjóðviljinn - 22.02.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.02.1990, Blaðsíða 9
Þröngt við kjötkatlana Þjóðir þriðja heimsins hafa bætt nýjum ótta við áhyggjur sínar. Þær óttast að batnandi sambúð austurs og vesturs, ásamt með Qárhagsaðstoð og markaðs- öflun í Austur-Evrópu verði til þess að hin ríku iðnríki hafl enn minni áhuga á aðstoð við hinn fá- tæka suðurhluta heimsins en ver- ið hefur. Þessi ótti kemur m.a. fram í ummælum háttsetts embættis- manns í utanríkisráðuneyti Ken- ya, en hann sagði fyrir skemmstu: „Menn eru blátt áfram búnir að fá leið á Afríku. Þar eru svo mörg löng og svo mörg staðbundin stríð. Mönnum finnst að Afríka sé útslitin gömul kona. En Austur-Evrópa er hinsvegar þokkafull og freistandi stúlka. Ótti og beiskja Svipaðar raddir heyrast ffá Suður-Ameríku. Stjórnvöld í Brasilíu óttast t.d. mjög að erfitt verði að fá fjársterka aðila úr ríka heiminum til að fjárfesta þar í álfu. Margar ástæður - menning- arlegar, pólitískar - liggja til þess, að þeir sem peninga eiga á Vesturlöndum telja mikiu væn- legra að veðja á þá miklu mark- aði sem eru að opnast í Austur- Evrópu, heldur en á Rómönsku Ameríku - segir í nýlegum Laugardagsfundur ABR ísland og EB Umræðufundur að Hverfisgötu 105, efstu hæð, kl. 11 f.h., laugardaginn 24. febrúar. Rætt verður um áhrif hugsanlegrar inngöngu íslands í EB, Evrópubandalagið. Reynt verð- ur að svara spurningum um efnahagsleg áhrif, pólitísk áhrif, áhrif á stöðu vekalýðs- stóttarinnar, áhrif á atvinnulíf og byggðir landsins. Síðast en ekki síst verður spurt hvort nú sé verið að stíga þau skref að ekki verði aftur snúið frá innlimun landsins í EB. Málshefjendur verða: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður og Birgir Björn Sigurjónsson, hagfræðingur BHMR. Fyrirspurnir, almennar umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið í Reykjavík Birgir Bjöm Hjörleifur Alþýðubándalagið Kópavogi Fundur verður í bæjarmálaráði mánudaginn 26. febrúar n.k. í Þinghóli, Hamraborg 11, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 1990. 2. önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Áríðandi fundur Alþýðubandalagsfélagar. Áríðandi fundur verður haldinn í Kreml sunnudaginn 25. febrúar kl. 14. Gengið verður frá lista Alþýðubandalagsins til bæjarstjórnarkosn- inga. Uppstillinganefnd Alþýðubandalagið Kópavogi Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fréttir af málefnum bæjarfólagsins og greiða félagsgjöldin. Sími 41746/ Stjórnln Alþýðubandalagið Selfossi Opið hús Rabbfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7, Selfossi, laugardaq- inn 24. febrúar frá 10-12. Baldur Óskarsson kemur á fundinn með fréttir af stóriðjumálum. Stjórnin Alþýðubandalagið ísafirði Félagsfundur verður haldinn á Hótel ísafirði sunnudaginn 25. febrúar kl. 16.00. Ath. breyttan fundartíma. Dagskrá: 1. Drög að framboðslista. 2. Önnur mál. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld Fyrsta spilakvöld í þriggja kvölda kepþni verður í Þinghól, Hamra- borg 11, mánudaginn 26. febrúar, kl. 20.30. Allir Velkomnir. Stjórnin leiðara dagblaðsins Folha de Sao Paulo. Eins og fyrr var að vikið kemur óttinn við afleiðingar breyting- anna í Austur-Evrópu einna sterkast fram í Afríku. Þar óttast menn - og það með réttu - að álfa þeirra verði afskrifuð, ef svo mætti segja, eins og hvert annað vonlaust fyrirtæki, með sínum skuldum og hungursneyð. Þaðan heyrast beiskleg ummæli á borð við þessi hér: „Annar heimurinn (þeas lönd sem kommúnistaflokkar hafa stjórnað) flykkist nú að kjöt- kötlum fyrsta heimsins - til þess svo að taka saman höndum gegn Þriðja heiminum.“ Erfið ganga Ekki nema von reyndar að svo sé talað. Það hefur verið mestur höfuðverkur manna í vanþróuð- um ríkjum að finna leiðir út úr | þeim vítahring sem læstur er um fátæk samfélög og komast í „klúbb“ hinna ríku. Leiðin hefur ekki verið greið - það er miklu algengara að fátækar þjóðir drag- ist aftur úr þeim ríku en að þær dragi úr því bili sem milli heimshlutanna er staðfest. Óhag- stæð viðskiptakjör og skuldahali gera sitt til að gera illt verra. Nú vilja Tékkar, Pólverjar og Ungverjar líka komast í ríka klúbbinn - og þótt sú leið sé aldrei greið, ætti hún að vera mun auðveldari fyrir þessar þjóðir en fyrir þjóðir Þriðja heimsins. Vegna þess að þessar Evrópu- þjóðir búa við góða menntun og hafa svosem ekki setið auðum höndum að því er iðnvæðingu varðar, þótt margt hafi farið úr- skeiðis í þunghentum áætlun- arbúskap þeirra. Heyðarhjálpin líka Vesturlönd hafa líka meiri áhuga á að hjálpa þeim en Þriðja heiminum. Það sést ekki aðeins á því, að nú fá Austur- Evrópuþjóðir að ganga að hluta þeirrar þróunaraðstoðar sem kemst á fjárlög t.d. í Belgíu eða Hollandi. Einkaaðilar eru fúsari til að fjárfesta í nálægum ríkjum í austanverðri álfunni en í þróun- arríkjum. Meira að segja góð- gjörðastarfsemin, neyðarhjálpin, vill frekar snúa sér í austur en suður. Blaðið Spiegel tekur dæmi af þýskri söfnun, kenndri við Hungur í heimi, sem venjulega skilar drjúgum árangri fyrir jól. í fyrra skrapp framlag fólks mjög saman - vegna þess að menn gáfu heldur aura frændum sínum fyrir austan múrinn sem var. Margir eru reyndar hneykslaðir á því að Austur-Evrópulönd (önnur en Rúmenía) komi til greina þegar safnað er til að seðja hungur manna: vöruskortur er ekki sama og sultur, segja þeir FAO, matvæla- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þungar áhyggjur af þróun mála. I ársskýrslu sinni segir for- stöðumaður FAO, að síð- astliðinn áratugur hafi verið „glataður áratugur“ fyrir Þriðja heiminn. Og mannkynið, segir hann, getur ekki leyft sér að glata öðrum áratug í viðbót. áb byggði á Spiegel ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 FLOAMARKAÐURINN SMÁAUOLÝSINGAR Barnaleikgrlnd Óska ettir notaðri barnaleikgrind helst trégrind. Upplýsingar í síma 14774. Óskast keypt Óska eftir að kaupa ódýrt sófasett eða hornsófa. Upplýsingar í síma 40285 eftir kl. 18.00. Tll sölu grænt baðkar, vaskur og klósett. Verð kr. 10.000. Upplýsingar í síma 611136. Hæ og hó Okkur bráðvantar gamla eldavél, helst gefins. Hilmar og Þórey sími 626005. Stórt barnarúm óskast keypt 160-170 cm á lengd. Upplýsingar í síma 28939. Rússl GAZ órg.‘67, tilvalinn fyrir áhugamann. Upplýsing- ar í síma 681654. Nýbakaðlr tvíburaforeldrar óska eftir þurrkara. Upplýsingar í síma 42397 á daginn og 45008 eftir kl. 17.00. Til sölu barnabílstóll og Hokus Pokus stóll. Upplýsingar í síma 10896 eftir kl. 18.00. Nýtt frá Hellsuvali Banana Boat sólbrúnkufestir f/ Ijósabekki; Hárlýsandi Aloe Vera hárnæring; Aloe Vera hárvörur fyrir sund og Ijósaböð; Hraðgræðandi Aloe Vera gel, græðir bólgur, útbrot, hárlos o.fl; Banana Boat E-gel, græðir exem og psoriasis; Aloe Vera næringarkremið Brún- án sólar; Græðandi Aloe Vera varasalvi. M.m.fl. Póstsendum ókeypis upplýs- ingabækling á fslensku. Heilsuval, Barónsstíg 29, Grettisgötu 64, sími 11275 og 626275; Bláa lónið; Sólarl- ampinn, Voagerði 16, Vogum; Heilsubúðin, Hafnarfirði; Bergval, Kópavogi; Árbæjarapótek; Samtök Psoriasis- og exemsjúklinga; Baulan, Borgarfirði; K. Árnadóttir. Túnbrekku 9, Olafsvík; Apótek ísafjarðar; Fers- ka, Sauðárkróki; Hlíðarsól, Hlíðar- vegi 50, Ólafsfirði; Heilsuhornið, Ak- ureyri; Hilma, Húsavík. Einnig í Heilsuvali: Vítamíngreining, ork- umæling, megrun, hárrækt, svæðan- udd og anddlitslyfting. Athugið! Er ekki einhver sem vill losa sig við húsgögn fyrir lítinn pening eða eng- an? T.d. eldhússtóla, rúm, baðskáp og húsgögn í stofu. Má vera Ijótt. Upplýsingar í síma 42505. Telkniborö óskast Teikniborð með stillanlegri plötu ósk- ast. Upplýsingar í síma 671871, Björk. Óska eftir að kaupa trékiappstóla, gullfiskabúr og 110 cm skíði. Einnig hurð o.fl. varahluti í Möz- du 323 ‘81. Upplýsingar í síma 98- 31076. Ódýrt sjónvarp óskast. Upplýsingar í síma 12635. Til sölu vel útlítandi grár Volvo 343 árg. ‘78, skoðaður ‘89, ekinn 10 þús. km. Þarfnast viðgerðar (öxull). Verð 15- 20 þús. Upplýsingar í síma 32686. Álafossúlpa óskast Óska eftir að kaupa frekar stóra Álaf- ossúlpu. Upplýsingar í síma 42505. Húsnæði óskast Par með ungbarn óskar eftir leigu- íbúð. Getum borgað ca. 1 mánuð fyrirfram. Skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 75914, Gerður. Matarborð helst hringborð, óskast ódýrt. Uppl. í síma 28578. ísskápurinn - frystikistan Endurnýjum ísskápinn og frystikist- una. Fljót og góð þjónusta. Kæli- tækjaþjónustan síml 54860. Leiguskipti Ég á 150 fm einbýlishús á Selfossi sem ég vildi gjarnan hafa leiguskipti á í skiptum fyrir 5 herbergja íbúð stað- setta í Grafarvogi eða Hraunbæ. Leigutimi 2 ár. Hafir þú áhuga, þá vinsamlegast hringdu í síma 681310 á skrifstofutíma eða 10099 á kvöldin. 2 stúlkur óska eftir skúringavinnu eða einhverri vinnu nokkra tíma í viku eftir skólatíma. Helst í Breiðholti. Uppl. í síma 79564 á kvöldin. Rafmagnsþjónusta og dyrasímaþjónusta Þarftu að láta laga dyralögnina eða dyrasímann? Við höfum sérhæft okk- ur í lagfæringum og breytingum á gömlum raflögnum. Þú færð vandaða vinnu á sanngjörnu verði. Við gerum kostnaðaráætlanir eða tilboð. Krist- ján Sveinbjörnsson, rafvirkjameist- ari, sími 44430. Eldavél til sölu Til sölu er mjög góð Electrolux Combi eldavél með 4 hellum og klukku. Ofn- inn er með blæstri og grilli. Uppl. í síma 681331 og 681310 kl. 9-5 eðaá kvöldin í síma 41262. Við erum að safna í ferðasjóð Vantar ykkur hjálp við eitthvað? Við erum hópur verðandi stúdenta og tökum að okkur margs konar verkefni t.d. að þjóna til borðs í veislum, bera út bæklinga, pakka hlutum, sölu mennsku og fleira. Við erum dugleg og kát og erum að safna fyrir útskrift- arferð. Uppl. gefur Ragnheiður í síma 675489 ogGuðrúnísíma 44853 e. kl 17. Geymið auglýslnguna. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research Foundation J. E. Fogarthy-stofnunin í Bandaríkjunum býðurfram styrki handa erlendum visindamönnum til rann- sóknastarfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical or behavioral sciences),þar með talin hjúkrunarfræði. Hver styrkur er veittur til 12 eða 24 mánaða frá miðju ári 1991 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrkþega (18.000 til 22.000 banda- ríkjadalir), auk ferðakostnaðar til og frá Bandaríkjun- um. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Banda- ríkjanna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa um- sækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun [ sam- ráði við stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dag- bjartsson, læknir, bamadeild Landspítalans (s. 91- 601000). - Umsóknir þurfa að hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. júlí n.k. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 16. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.