Þjóðviljinn - 26.04.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.04.1990, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 26. gprfl 1990 76. tölublað 55. árgangur Sjálfstœðisflokkurinn Seilst í vasa borgaitúa Glæsilegur bœklingur um starfsemi Félagsmálastofnunar með úreltum upplýsingum dreift á hvert heimili til að vekja athygli á afrekum Sjálfstœðisflokksins. Þorbjörn Broddason: Borgarbúar fjármagna kosningabaráttu Sjálfstœðisflokksins. Hrafn Jökulsson: Óprúttinn kosningabœklingur frá Davíð Það blasir við að Sjáifstæðis- menn gefa þennan bækling um Félagsmálastofnun út nú til þess að geta veifað honum fyrir kosningar. Borgarbúar eru því öðrum þræði að fjármagna kosn- ingabaráttu Sjálfstæðisflokksins, en ég vil ekki draga úr því að í Félagsmálastofnun er unnið gott starf og því eru gerð góð skil í bæklingnum, sagði Þorbjörn Broddason, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Félagsmálaráði Reykjavíkur, um bækling sem dreift hefur verið á sérhvert heimili í Reykjavík. Bæklingur þessi kallast „Hjálp til sjálfshjálpar“ og á að vera upp- lýsingabæklingur um störf Fé- lagsmálastofnunar. í bækli- ngnum er m.a. ávarp Davíðs Oddssonar borgarstjóra og viðtal við Árna Sigfússon frambjóð- anda Sjálfstæðisflokksins, en hann er jafnframt formaður Fél- agsmálaráðs. Tvær myndir eru af Davíð í bæklingnum og þrjár af Árna. „Félagsmálaráð samþykkti einróma á sinum tíma að gefa bæklinginn út, en þá átti hann að koma út í ársbyrjun. Þegar ljóst var að útkoman myndi dragast gerði ég bókun í lok febrúar þar sem ég benti á að ef bæklingurinn Reykjavík Ráns- morð við Stóragerði Lögreglan lýsir eftir vitnum kæmi út rétt fyrir kosningar væri hann með úreltum upplýsingum þar sem nýtt félagsmálaráð tæki við eftir kosningar. Ég lagði því til að útkomu yrði frestað þar til framtíðarupplýsingar lægju fyrir. Því var hafnað af meirihlutanum. Það blasir því við að þetta er kosningabæklingur því þeir skirr- ast ekki við að eyða tveimur milljónum af fjármunum borgar- búa í að prenta kosningabækling þar sem flaggað er úreltum upp- lýsingum.“ „Þetta er ekkert annað en ó- prúttinn kosningabæklingur frá Davíð, enda mætti ætla af bækl- ingnum að Davíð væri helsti skjólstæðingur Fél- agsmálastofnunar," sagði Hrafn Jökulsson við Þjóðviljann í gær. „Það er út af fyrir sig jákvætt að gefa út upplýsingarit um Fél- agsmálastofnun, en aðferðin, tímasetningin og þeir sem veljast til verksins orka vægast sagt tví- mælis.“ f bæklingnum kemur hvergi fram hver vinnur hann, og enginn ábyrgðarmaður er að honum, sem þó ætti að vera samkvæmt lögum. Það mun þó hafa verið Ólafur Hauksson sem sá um út- gáfuna fyrir íslensku auglýsing- astofuna, en Ólafur hefur innt af hendi ýmis störf fyrir Davíð Oddsson, m.a. sá hann um 60 ára afmælishátíð Reykjavíkur. „Upplýsingarnar sem koma fram í bæklingnum eru út af fyrir sig góðar og gildar, en að sjálf- sögðu verið að sýna góðu hliðarn- ar á Félagsmálastofnun, sem ég tel af hinu góða. Þeir mála fallegu myndina af starfseminni en minn- ast ekkert á biðlista aldraðra eftir húsnæði, en borgarstjórinn hefur verið svo upptekinn af fram- kvæmdum við Skopparakringlu og Ráðhús að hann hefur ekki mátt vera að því að sinna öldruð- um. Né heldur börnunum, því í bæklingnum er heldur ekkert minnst á biðlista á dagvistarstofn- anir,“ sagði Þorbjörn. -Sáf Oskar Lafontaine á blaðamannafundi á íslandi í ágúst sl. Mynd Kristinn. Vestur Þýskaland Lafontaine sýnt banatilræði Ung kona skar Lafontaine á háls. Hann er ekki talinn í lífshœttu Þegar síðast fréttist hafði eng- inn verið handtekinn vegna morðsins á miðaldra bensínaf- greiðslumanni við bensínstöð Esso við Stóragerði í gærmorgun. Maðurinn fannst látinn á sjöunda tímanum um morguninn þegar samstarfsmenn hans mættu til vinnu. Talið er að hann hafi látist í átökum við mann eða menn sem hafi ætlað sér að komast yfir pen- inga sem geymdir voru í kjallara bensínstöðvarinnar frá sölu dags- ins þar á undan. En eins og kunn- ugt er taka bensínstöðvar ekki við greiðslukortum og því oft sem miklir peningar eru geymdir yfir nótt á bensínstöðvum sem þess- um. Sá eða þeir sem ódæðið unnu komust á brott á bfl hins myrta og er talið að það hafi verið á tíma- bilinu frá klukkan 7.15 - 7.20 í gærmorgun. Bflinn fannst síðan um klukkan 9.10 við Vesturgötu 3 í miðbæ borgarinnar. Lögregl- an vill því beina þeim eindregnu tilmælum til allra þeirra sem hafa orðið varir við ferðir R - 22528, sem er hvít Mazda 323 árgerð 1987 á þessu tímabili að gefa sig fram. _grh Oskar Lafontaine, kanslaraefni vestur-þýskra Jafnaðar- manna, var sýnt banatilræði á kosningafundi í Köln í gær. Fer- tug kona sem hélt á blómvendi gekk til Lafontaine og brá hníf á háls honum og skar í sundur slag- æðina og hné Lafontaine niður og blæddi mikið. Konan var hand- tekin samstundis en Lafontaine er talinn úr lífshættu. Lafontaine var á kosninga- ferðalagi í Köln og átti atburður- inn sér stað á fundi í ráðhúsi borg- arinnar. Konan mun hafa setið á öðrum bekk í salnum og að sögn lögreglunnar gerði hún nokkrar tilraunir til að komast upp á svið- ið en var meinaður aðgangur. Að lokum komst hún þó upp á sviðið með þessum hryllilegu afleiðing- um. Kohl kanslara V-Þýskalands var sagt frá atburðinum þar sem hann sat að snæðingi með Mitter- rand Frakklandsforseta í Elysee höll í París. Kohl sagði erfitt að ímynda sér hvað lægi að baki til- ræðinu, en hann vonaðist til þess að Lafontaine lifði það af. Oskar Lafontaine er varafor- maður vestur-þýska Jafnaðar- mannaflokksins og forsætisráð- herra í fylkinu Saarlandi. Hann er af flestum talinn næsta kanslar- aefni Jafnaðarmanna í Þýska- landi. Lafontaine er 46 ára að aldri og hefur verið talsmaður vinstri aflanna í Jafnaðarmannaflokkn- um. Hann vakti fyrst verulega at- hygli árið 1982, þegar hann var borgarstjóri í Saarbrúcken. Þá mótmælti hann opinberlega upp- setningu bandarískra kjarnorku- vopna í V-Þýskalandi. Hann barðist einnig fyrir brottflutningi alls erlends herliðs úr V- Þýskalandi og fyrir því að landið segði sig úr NÁTO. Árið 1985 vann hann svo kosningarnar í Saarlandi og í kosningum í janúar í ár vann hann stóran sigur. Þegar Berlínarmúrinn féll í lok síðasta árs bakaði Lafontaine sér tímabundnar óvinsældir með því að halda því fram, að ríkisstjórn- in í Bonn ætti að hætta að greiða innflytjendum úr austri peninga við komuna til vesturs. Þær óvinsældir hurfu þó skjótt. Lafontaine kom hingað til lands í ágúst í fyrra í boði Alþýð- uflokksins. Á blaðamannafundi þá sagði hann m.a. að helstu mót- sagnir samfélagsins nú væru and- stæður umhverfis og auðmagns. „Hinsvegar eiga hin svokölluðu sósíalísku ríki og auðvaldsríkin það sameiginlegt að hagkerfi þeirra byggist á stöðugt aukinni vöruframleiðslu. Þau hafa því bæði gengið nærri umhverfinu og sósíalísku ríkin heldur lengra,“ sagði Lafontaine. Um þróunina í Austur-Evrópu sagði Lafontaine að ef niðurstað- an yrði sú að ríkin tækju upp fjöl- flokkalýðræði yrði auðveldara að sameina Evrópu. Sú þróun sem væri hafin þar gæti vissulega farið úr böndunum, en hún væri komin lengra en svo að hægt væri aö snúa aftur. Sáf/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.