Þjóðviljinn - 26.04.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.04.1990, Blaðsíða 9
Bolungarvík Aldar- afmæli fagnað 100 ára afmœli versl- unar, bókasafns og skólahalds Bolvíkingar fagna um þessar mundir aldarafmæli verslunar, bókasafns og skólahalds á staðn- um. Á laugardag hófust vikuhá- tíðarhöld með ýmsum uppákom- um. Á dagskránni eru m.a. mynd- listarsýning á verkum Gunnlaugs Scheving, jasskvöld, tónleikar Önnu Júlíönnu Sveinsdóttur og Láru Rafnsdóttur ásamt kirkju- kór, frumsýning á leikritinu Blessað barnalán og bókmennta- kynning þar sem Vigdís Gríms- dóttir les úr verkum sínum. Pá efna skólarnir til sérstakrar skemmtidagskrár í kvöld þar sem m.a. verður flutt leikritið „Kött- urinn sem fer sínar eigin leiðir" og á laugardag sér foreldrafélag grunnskólans um flutning fjöl- skyldudagskrár. -vd. Ertu að flytja til Gautaborgar? Vantar þig húsnæði? Til leigu er 2ja herbergja íbúð mánuð- ina júní og júlí á góðum stað í Gauta- borg. Tilvalið fyrir fólk sem er að flytja og vantar húsnæði til bráðabirgða á meðan verið er að koma sér inn í landið og kerfið. Upplýsingar í síma 681331 og 681310 á skrifstofutíma og 36718 á kvöldin. Silver Cross Til sölu stór svartur Silver Cross barnavagn. Uppl. í síma 53654. Vantar barnakerru Vill einhver vera svo vænn að gefa eða selja ódýrt barnakerru fyrir 2ja ára strák fyrir sumarið? Uppl. í síma 40248 eftir kl.16.30. Bifvéiavirki óskast Mig vantar góðan og ódýran bifvéla- virkja til að setja saman eina gang- færa Lödu úr tveimur ógangfærum (árg. ‘79 og ‘84). Guðrún, sími 681333 eða 21341. Hljóðfæri til sölu Peavey 210 w bassamagnari og bassabox, Yamaha PC 6100 með pedal, Roland Uno 106 með sérsmíðuðum burðarkassa. Uppl. í síma 96-41362. Tvö drengjareiðhjól Alpina og BMX til sölu á hálfvirði. Uppl. í síma 12068. Reiðhjól til söiu Vel með farið, rautt Winther 24“ telpnareiðhjól til sölu. Kostar nýtt rúml. 20.000 en selst á 10.000. Uppl. í síma 36233. Til sölu útvarps- og kasettutæki á kr. 5.000. Lítið sem ekkert notað. Einnig góð Brio barnakerra og lítið notuð mynda- vél. Uppl. ísíma 20601 eftirkl. 13.30. FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Bassi og bassamagnari Óskum eftir að kaupa ódýran bassa og bassamagnara. Uppl. í síma 92- 12349. Til sölu Minolta 7000 autofocus, linsur 35-70 mm, 70-120 mm, flass, program 4000AF: Kostar nýtt kr. 118.000, selst á kr. 80.000 stgr. Vel með farið. Uppl. í síma 93-11229. Húsnæði óskast 28 ára kona með eins árs dóttur ósk- ar eftir húsnæði til leigu miðsvæðis í Reykjavík. Uppl. í síma 17731. Til sölu eldhúshúsgögn Sporöskjulagað eldhúsborð og 4 stólar frá Stálhúsgögnum til sölu. Verð kr. 12.000. Uppl. í síma 75476. Sjónvarpstæki óskast sv/hv sjónvarpstæki (stærð skiptir ekki máli) óskast ódýrt eða gefins. Uppl. í síma 10968. Gefins isskápur og svefnsófi Gamall Atlas ísskápur 119x55x50 cm og gamall svefnsófi fást gefins gegn því að vera sótt. Uppl. í síma 686756 eftir kl. 18.00, Kormákur og Judy. Óska eftir að kaupa páfagauk og búr. Uppl. í síma 25113 á kvöldin og 681333 á dagínn. Garð- ar. Barnarúm gefins Barnaraúm sem hægt er að stækka fæst gefins. Uppl. í síma 28939. Óska eftir hjóli fyrir 7 ára stúlku, góðu og ódýru. Uppl. í síma 622186. Atvinnurekendur athugið 19 ára stúlka sem hefur eigin bíl til umráða óskar eftir sumarvinnu. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 687816, Kolbrún. Hjónarúm gefins Hjónarúm án dýna fæst gefins. Uppl. í síma 44105. Vantar gott heimili helst utan Reykjavíkur fyrir 3ja mán- aða tík. Uppl. í síma 41410 eftir kl. 18.00. Kettlingur gefins Vel vaninn, stálpaður kettlingur fæst gefins. Uppl. í síma 17252 eða 76801. Herstöðvaandstæðingar! Munið morgunkaffið 1. maí að Hverf- isgötu 50, 4. hæð. Byrjar kl. 11.00. Guðrún. Kettlingar fást gefins Hringið í síma 20633 á kvöldin og spyrjið um Ragnar til að fá frekari upplýsingar. Ferðasjónvarp til sölu Einnig með útvarpi, með straum fyrir bíl. Gott í sumarbústað. Uppl. í síma 83823. Til sölu Mazda 626 árg. ‘80 í mjög góðu ásig- komulagi og á mjög góðum kjörum. Uppl. í síma 21636. Trabanteigendur athugið! 4 sumardekk á felgum til sölu. Lítið slitin. Uppl. í síma 18648. Til söiu eru tvö 23“ Eurostar telpnareiðhjól. Hjólin eru tveggja ára, nýyfirfarin og eru með þann öryggisbúnað sem reglur mæla fyrir að notaður sé. Þessi hjól kosta úr búð um 16.000 en ég sel þeim fyrsta á 9.000. Nánari uppl. í síma 689404. íbúð óskast Hjón með tvö stálpuð börn óska eftir 4-5 herbergja íbúð á leigu sem fyrst, heist í vesturbæ eða miðbæ Reykja- víkur og helst ekki í skemmri tíma en 1 Vá-2 ár. Öruggar mánaðargreiðslur. Einungis góð íbúð kemur til greina. Uppl. í síma 91-14903. Hvolpar tii sölu Til sölu 9 vikna hvolpar af góðu fjár- hundakyni. Uppl. í síma 98-75040. Mazda árg. ‘79 fæst ókeypis til niðurrifs. Uppl. í síma 24456. þJÓDVILJINN Blaðberar óskast í eftirfarandi hverfi: Seltjarnarnes Fossvog Tómasarhaga Sogaveg Fálkagötu Blesugróf Skipasund Seljahverfi Efstasund Fellahverfi Kringluna þJÓDVILJINN Síðumúla 37-108 Reykj'avík Sími:68 13 33 fiIIU JJ1 víifjjfef ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Stuðningsmenn G-listans í Reykjavík! Hafið samband við skrif- stofu félagsins að Hverfisgötu 105, sími 17500 og gerist félagar í Alþýðubandalaginu í Reykjavík. Styrkjum þannig stjórnmálastarf félagsins. Stjórnin Alþýðubandalagið í Keflavík Kosningaskrifstofan Búið er að opna kosningaskrifstofu á Hafnargötu 37A og verður hún opin fyrst um sinn frá 15 til 19 og 20.30 til 22. Sími: 11061. Stuðningsmenn eru hvattir til að líta við á skrifstofunni og fá fréttir. Frambjóðendur verða til viðtals á kvöldin. G-listinn í Keflavík Alþýðubandalagið Kópavogi Opið hús íÞinghól, Hamraborg 11 kl. 10-12allalaugardagaframyfirbæjar stjórnarkosningar. Svanfríður Jóhann Sólveig y£l I É' ÉM<. Bjargey Suðurnes Námsstefna um sveitarstjórnarmál Alþýðubandalagsmenn og aðrir framfarasinnaðir kjósendur á Suðurnesjum efna til námsstefnu um sveitarstjórnarmál laugar- daginn 28. apríl nk. í húsi Iðnsveinafélagsins að Tjarnargötu 7 Keflavík og hefst hún kl. 10 fyrir hádegi. Framsöguerindi: 1. Svanfríður Jónasdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra: Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga og sveitarstjórnarmál al- mennt. 2. Jóhann Geirdal deildarstjóri Keflavík: Málefni Keflavíkur og samvinna sveitarfélaga á Suðurnesjum. 3. Sólveig Þórðardóttir Ijósmóðir Njarðvík: Heilbrigðismál og mál- efni Njarðvíkur. 4. Kjartan Kristófersson bæjarfulltrúi Grindavík: Málefni Grinda- víkur. 5. Bjargey Einarsdóttir fiskverkandi: Atvinnumál á Suðurnesjum. Að framsögum loknum verða umræður í hópum. Hádegisverður verður snæddur á staðnum. Kaffi eftir þörfum. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 11061 í Keflavík. Utankjörfundarskrifstofa Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105, 101 Reykjavik Símar: 629982 og 629983 Myndsendir: 17599 Utankjörfundarskrifstofa Alþýðubandalagsins er í Miðgaröi, Hverfisgötu 105, 4. hæð. Skrifstofan veitir upplýsingar um kjörskrá og aðstoðar við kjör- skrárkærur. Athygli er vakin á því að kærufrestur vegna kjörskrár rennur út 11. maí n.k. Símar aðalskrifstofu Alþýðubandalagsins eru: 17500 og 629971 og 72. Alþýðubandalagið hvetur alla þé kjósendur sem staddir verða utan heimabyggðar á kjördag 26. maí að kjósa snemma. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Akureyri Kosningaundirbúningur-málefnavinna Þessa viku verður unnið áfram að gerð stefnuskrár. Fundir verða í Lárusarhúsi. Mmmtudag, kl. 20.30: Veitustofnanir, stjórnkerfi. Eir.nig halda aðrir ópar áfram störfum. Stefnt er að því að stefnuskráin verði tilbúin fyrir 1. maí. Félagar og stuðningsfólk er hvatt til að mæta vel og koma hug- myndum sínum á framfæri. Stjórnin Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Vinnufundir - Opið hús Kosningaundirbúningur frambjóðenda Alþýðubandalagsins í Eyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar er hafin. Vinnufundir verða haldnir öll fimmtudagskvöld frá klukkan 20.30 í húsi félags- ins við Bárugötu. Stuðnirgsfólk er hvatt til að mæta og hafa áhrif á stefnumótunina. Opið hús verður alla laugardaga frá klukkan 13 - 15. Frambjóðendur AB Alþýðubandalagið Kóþavogi Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fréttir af málefnum bæjarfélagsins og greiða félagsgjöldin. Sími 41746: Stjórnin Alþýðubandalagið í Borgarnesi Minnir á kosningaskrifstofuna Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins í Borgarnesi er opin alla virka daga í Röðli frá kl. 20.30 ti! 22.00. Laugardaga frá kl. 14-17. Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí nk. verður opið hús í Röðli frá kl. 20.30. Frjálsar stjórnmálaumræður- kaffi- veitingar. Stjórnin Alþýðubandalagið Sauðárkróki Félagsfundur Fundur í Villa Nova kl. 13. laugardaginn 28. apríl. Umræðuefni: Málefni sveitarfélaga, reynslan af verkaskipting- unni. Gestir fundarins verða Ólafur Ragnar Grímsson og Ragnar Am- alds Stjómin Aðalfundur Ðirtingar verður haldinn laugardaginn 5. maí. Samsæti um kvöldið. Fundarstaður, - tími og dagskrá kynnt síðar. Stjórnin Alþýðubandalagið ísafirði Kosningaskrifstofa Kosningaundirbúningur er hafinn af fullum krafti. Skrifstofan er opin frá 14-19. Sími: 3020. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fréttir af málefnum bæjarins og greiða félagsgjöldin. Stjórnin Alþýðubandalagið Kjósarsýslu 1. maí-kaffi 1. maí-kaffi verður haldið í Félagsheimilinu, Urðarholti 4, 3. hæð t.v. kl. 16. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin m ÍÞRÓTTA-OG TÓMSTUNDARAÐ Hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur eru lausar tvær stöður forstöðumanna við félags- miðstöðvar. Staða forstöðumanns Tónabæjar og staða forstöðumanns Þróttheima. Menntun á sviði æskulýðs- og félagsmála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnarstörfum. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Upplýsingar veitir æskulýðs- og tómstunda- fulltrúi, Fríkirkjuvegi 11, sími 622215. Umsóknum ber að skila til skrifstofu (þrótta- og tómstundaráðs, Fríkirkjuvegi 11 á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16:00 mið- vikudaginn 9. maí 1990. Afmælisrit Jóns Böðvarssonar Þeir vinir og velunnarar Jóns Böðvarssonar sem hafa hug á að gerast áskrifendur að af- mælisriti hans eru vinsamlega beðnir um að láta vita strax þar sem bókin er að fara í prentun. Áskrifendum er gefinn kostur á að fá nafn sitt birt á heillaóskalista í bókinni. IÐNSKÓLAÚTGÁFAN Skólavörðuholti 101, Reykjavík Sími: 91-623370 Fax: 91-623497

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.